Djúpivogur
A A

Fréttir

Tendrun jólatrésins 2015

Íbúar Djúpavogshrepps tendruðu ljósin á jólatré sínu þann 30. nóvember.

Veður var afbragðsfínt, hitinn "réttu" megin við núllið miðað við 1. í aðventu og örlítil snjókoma.

Það var Ríkharður Valtingojer sem kveikti á jólatrénu, jólasveinarnir kíktu í heimsókn og fullorðnir og börn dönsuðu í kringum jólatréð, sem að venju var gefið af Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Myndir má sjá með því að smella hér.

02.12.2015

Líf og fjör í Tryggvabúð

Það er jafnan mikið fjör í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara á Djúpavogi. Fyrir utan hefðbundið félagsstarf eru reglulega haldnar myndasýningar sem eru vel sóttar, ýmsir aðrir viðburðir eru einnig haldnir þar, eldri borgarar fá heimsóknir frá öðrum eldri borgurum á Austurlandi og nýjasta viðbótin við þessa flóru er að menn eru farnir að fjölmenna í kaffi á morgnana.

Þannig er að eftir að sjoppan á staðnum seinkaði morgunopnunartímanum frá 9 til 11, þá urðu kaffiþyrstir morgunahanar að finna sér annan samastað til að hittast á og þá lá beinast við að leita skjóls í Tryggvabúð. Þetta hefur undið þannig upp á sig að nú er jafnan töluverður fjöldi og mikið fjör á morgnana í Tryggvabúð.

Svo er hið rómaða vöfflukaffi alla miðvikudaga kl. 15:00, þar sem allir eru velkomnir og ungir sem aldnir eru duglegir að sækja.

Í meðfylgjandi myndasafni eru sýnishorn af því fjöri sem fram fer í Tryggvabúð. Síðustu 3 myndirnar í því safni fengum við sendar í morgun frá Jóni Einari Ágústssyni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

ÓB

02.12.2015

Þorleifur Gaukur & Colescott Rubin leika í Löngubúð 2. júlí

Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur tekur með sér frábæra bassaleikaran Colescott alla leið frá Portland, Oregon. Síðast komu þeir um páskana og gerðu það gott á Blúshátíð Reykjavíkur og KexJazz.

Þeir kynntust í Berklee College of Music í gegnum sameiginlega ást á Swing-tónlist og hafa spilað sama víða síðan. Með einstakri hljóðfæraskipan kanna þeir heim djass-standardana með músíkalskar samræður í fyrirrúmi.

2. Júlí - kl. 17:00  (ath. breytt dagsetning og tími frá því sem fyrst var auglýst!)

1000 kr inn

 

https://www.facebook.com/harmonicabass

 

Við spilum djass-standarda með mikilli ástríðu og gleði. Hér eru myndbönd frá tónleikum í Febrúar:
https://www.youtube.com/watch?v=M68cHYlRkQg
https://www.youtube.com/watch?v=nK39_JlJuJ8

 

Í Virkum Morgnum:

http://www.ruv.is/frett/thor-the-berklee-boys-eru-algert-dundur

 

 

 

02.12.2015

Prins Póló og Jónas Sig í Havarí

Svavar og Berglind á Karlsstöðum í Berufirði eru nýbúin að umturna fjárhússhlöðunni í viðburðarými og veitingahús. Stórvinur þeirra Jónas Sigurðsson ætlar að koma austur fyrstu helgina í júlí og taka út verkið. Af því tilefni ætla þeir félagar Jónas og Prins Póló að halda tónleika laugardagskvöldið 2. júlí klukkan 22.00.

Miðasala á tix.is
20 ára aldurstakmark
Eldhúsið er opið til kl. 21:00

Havarí.is

ÓB

 

 

 

 

02.12.2015