Djúpivogur
A A

Fréttir

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara fimmtudaginn 2. desember kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2. Athugið breyttan tíma, frá því sem venja er.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

30.11.2015

Skemmtilegheit í Djúpavogshreppi

27. nóvember - föstudagur

Kl. 12:00 - Síldarhlaðborð í Við Voginn. Kræsingar á boðstólum.

Kl. 17:00 - Krakkabíó í Löngubúð með öllu tilheyrandi. Popp-safi-múffur og gaman!

Kl. 20:30 - Félagsvist í Löngubúð. Allir velkomnir!

 

28. nóvember - laugardagur

Hálsaskógur - Við bjóðum öllum þeim sem hafa áhuga á að eiga góða samverustund úti í náttúrunni að koma í Hálsaskóg í Djúpavogshreppi laugardaginn 28. nóvember kl. 12:00-15:00.

Þar verður boðið upp á skemmtilega leiki og ýmiskonar uppákomur. Einnig verður kveiktur varðeldur og hitað kakó, grillaðir sykurpúða og haft gaman saman. 

Vonumst til að sjá sem allra flesta, Dröfn & Sonja

Langabúð - Barinn opinn og skífuþeytingur. DJ Ragnar Láki ætlar að þeyta skífum og gleðja okkur með góðri tónlist. Jólabjórinn kominn í hús og opið til kl. 03:00.

 

29. nóvember - Fyrsti í aðventu

Fjölskyldumessa í Djúpavogskirkju kl. 14:00  

Fjölskyldumessa í Djúpavogskirkju 1. sunnudag í aðventu, 29. nóv. kl. 14:00.

Börn kveikja á aðventukransinum. Piparkökur og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.

Nýtt orgel kirkjunnar vígt.  

Kveikt á jólatrénu á Bjargstúninu kl. 17:00  

Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag aðventu, þann 29. nóvember kl. 17:00, á Bjargstúninu. 

Heppinn grunnskólanemi er dreginn út til að kveikja jólaljósin. Svo verður sungið og dansað kringum jólatréð.

Mögulegt er að jólasveinar kíki í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð og hafi jafnvel eitthvað með sér í pokahorninu.

Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Ungmennafélagið Neisti og Björgunarsveitin Bára leggja einnig sitt að mörkum til skemmtunarinnar.

 

ED

 

27.11.2015

Fjölskyldudagur í Hálsaskógi

Við bjóðum öllum þeim sem hafa áhuga á að eiga góða samverustund úti í náttúrunni að koma í Hálsaskóg í Djúpavogshreppi laugardaginn 28. nóvember kl. 12:00-15:00.

Þar verður boðið upp á skemmtilega leiki og ýmiskonar uppákomur. Einnig verður kveiktur varðeldur og hitað kakó, grillaðir sykurpúða og haft gaman saman. 

 

Vonumst til að sjá sem allra flesta.
Dröfn & Sonja

27.11.2015

Fjölskyldumessa og orgelið vígt

Fjölskyldumessa í Djúpavogskirkju 1. sunnudag í aðventu, 29. nóv. kl. 14:00.

Börn kveikja á aðventukransinum. Piparkökur og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.

 

Nýtt orgel kirkjunnar vígt.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

26.11.2015

Dósasöfnun í dag

9. bekkur í Djúpavogsskóla er að safna sér fyrir útskriftarferð. Unglingarnir ætla að vera á ferðinni um þorpið seinni partinn í dag, fimmtudaginn 26. nóvember, að safna flöskum og dósum :)

 

Með fyrirfram þökkum fyrir góðar móttökur,

9. bekkur

26.11.2015

Listamenn frá Vesterålen með kynningu í kvöld

Um þessar mundir búa hér á Djúpavogi tveir listamenn frá Vesterålen í Noregi, Marie Elisabeth Mjaaland og Svein Erik Tøien. Listamannaskipti eru hluti af menningar­samstarfi Austurlands og Vesterålen. T.d. fór Alfa Freysdóttir til listamannadvalar í Vesterålen haustið 2014.

 

Svein er arkitekt og ljósmyndari og Marie er hagfræðingur, heimspekingur og prestur. Þau munu kynna störf sín, verk og verkefni

í Löngubúð – fimmtudagkvöldið 26. nóvember kl. 20:00.

Kynningin er á ensku, ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 

 

Texti frá Svein og Marie um sig og sín verkefni:

Marie is economist MBA, philosopher and priest, and is now running a retreat centre and an art gallery in Nyksund. She is working on a book project and will in this presentation talk about the humans’ interaction with the nature, and the value of silence and quietness in the process of healing and creativity.

Svein Erik is an architect and photographer with a passion for capturing “the invisible spirit” of the nature and landscape sceneries. He will, among others, share some of his impressions and images from the stay in East Iceland, and also present some of his earlier and recent works.

 

26.11.2015

Jólahlaðborð á Hótel Framtíð

Jólalegt jólahlaðborð á Hótel Framtíð 4. og 5. desember.

 

Verð á hlaðborð kr. 8.950,- pr/mann

Hópatilboð verð kr. 7.900,- pr/mann

 

Einnig tilboð á gistingu, sjá auglýsinguna hér að neðan.

 

 

Pantanir á framtid@simnet.is eða í s. 478-8887

 

26.11.2015

Umræðu- og kynnningarfundir um menningararf á Austurlandi

26. - 28. nóvember verða haldnir þrír umræðu- og kynningarfundir á Austurlandi um óáþreyfanlegan menningararf (menningarerfðir).

 

Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytinsins en markmiðið með því er að

  • koma af stað umræðu um menningarerfðir
  • fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda
  • leita eftir upplýsingum um félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða
  • kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær.

 

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla; hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

 

Fundatímar:

Vopnafjörður - Sambúð salur eldri borgara, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 16:15 (fésbókarviðburður)

Reyðarfjörður - Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1, föstudaginn 27. nóvember kl. 16:00 (fésbókarviðburður)

Egilsstaðir - Austurbrú, Tjarnarbraut 39a, laugardaginn 28. nóvember kl. 13:00 (fésbókarviðburður)

 

Fundastjóri: Dr. Guðrún Ingimundardóttir

24.11.2015

Sveitarstjórn: Fundargerð 20.11.2015

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

 

ED

24.11.2015

Tendrun jólatrésins 2015

Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag aðventu, þann 29. nóvember kl. 17:00, á Bjargstúninu. 

 

Heppinn grunnskólanemi er dreginn út til að kveikja jólaljósin. Svo verður sungið og dansað kringum jólatréð.

Mögulegt er að jólasveinar kíki í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð og hafi jafnvel eitthvað með sér í pokahorninu.

 

Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Ungmennafélagið Neisti og Björgunarsveitin Bára leggja einnig sitt að mörkum til skemmtunarinnar.

23.11.2015

Pizzuhlaðborð á Hótel Framtíð

Pizzuhlaðborð verður í boði á Hótel Framtíð eftir sundmót UÍA sunnudaginn 22. nóvember, kl. 15:00.

Sjá nánar á auglýsingunni hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

20.11.2015

Félagsvist í Löngubúð

Minnum á félagsvistina í Löngubúð annað kvöld, föstudagskvöldið 20. nóvember, kl. 20:30.

Kvenfélagið Vaka og Langabúð

19.11.2015

Æfingabúðir og sundmót um helgina á Djúpavogi

Það verður mikið um að vera í Íþróttamiðstöð Djúpavogs um komandi helgi. 

Á laugardag munu standa yfir sundæfingabúðir í Íþróttamiðstöðinni með fjölda þátttekenda sem koma víðsvegar að.
Neisti hefur fengið reyndan þjálfara frá Sundsambandi Íslands í þessu skyni.   

Ljóst er því að sundlaugin sjálf verður teppt þennan dag vegna æfingabúðanna.  Almenningi er hinsvegar sem áður velkomið að nýta sér pottana á laugardaginn ef þeir kjósa á meðan sundæfingar standa yfir. 


Á sunnudaginn verður svo Bikarmót UÍA haldið í sundlaug Djúpavogs.  Áætlað er að mótið muni standa yfir frá kl 10:00 - 15:00 og er gert ráð fyrir fjölda þátttenda og eru Djúpavogsbúar að sjálfsögðu hvattir til að mæta og hvetja Neista.

                                                                                             F.H. ÍÞMD
                                                                                  Andrés Skúlason forstöðum.  

 

19.11.2015

Ný símanúmer hjá Djúpavogshreppi

Djúpavogshreppur hefur tekið í notkun ný símanúmer.

Öll númer hefjast nú á 470-87xx.

Fyrst um sinn verða gömlu númerin virk en frá og með 1. janúar 2016 verða þau aftengd.

Helstu númer eru hér að neðan en ítarlegri símaskrá er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

ÓB

 

 

 

 

470 8700

Bæjarskrifstofa

470 8710

Djúpavogsskóli, grunnskóli

470 8713

Djúpavogsskóli, skólastjóri

og aðstoðarskólastjóri grunnskóla

470 8714

Djúpavogsskóli, tónskóli

470 8715

Djúpavogsskóli, leikskóli

470 8720

Djúpavogsskóli, skólastjóri leikskóla

470 8730

Íþróttamiðstöð Djúpavogs

470 8735

Djúpavogshöfn

470 8740

Upplýsingamiðstöð Djúpavogs

470 8744

Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps

470 8745

Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara

470 8703

Ferða- og menningarmálafulltrúi

470 8725

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

895 9750

Héraðsbókasafn Djúpavogs

18.11.2015

Sinfóníuhljómsveit Íslands með ókeypis tónleika í dag

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 18. nóvember, og er ókeypis á þá báða. Tónleikar hljómsveitarinnar sem vera áttu í lok október féllu þá niður vegna veðurs. Hér er auðvitað um merkilegan viðburð að ræða enda ekki á hverjum degi sem 80 manna sinfóníuhljómsveit heldur út á land til að halda tónleika. Vonast til að sem flestir íbúa Austurlands sjá sér fært að mæta. 

Fræðslufulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur sent skólastjórum leik-, grunn- og tónskóla á Austurlandi upplýsingar um tónleika hljómsveitarinnar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum 18. nóvember með hvatningu um að þeir veki athygli á þeim. En barna- og fjölskyldutónleikar hefjast kl. 14.00 þar sem Maxímús Músíkus verður í aðalhlutverki. Aðrir tónleikar með annarri dagskrá hefjast svo kl. 18.00.

 

Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14.00 og eru þeir barna- og fjölskyldutónleikar. Maxímús Músíkus heimsækir hljómsveitina en stjórnandi er höfundur Maxímús Músíkus, Hallfríður Ólafsdóttir, fyrsti flautuleikari SÍ, og sögumaður er Valur Freyr Einarsson.
Efni tónleikanna er sérstaklega ætlað elstu börnum leikskóla og yngstu börnum grunnskóla upp að 4. bekk. Hins vegar eru allir velkomnir en hljómsveitartónlistin nær til barna á öllum aldri.

 

Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18.00. Hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason stjórnar einu allra fegursta tónverk sögunnar, hinum undurfagra klarínettkonsert Mozarts í flutningi eins okkar fremsta tónlistarmanns af yngri kynslóðinni, Arngunnar Árnadóttur. Tónleikunum lýkur á stórbrotinni og hádramatískri sinfóníu Tsjajkovskíjs sem var samin á miklu erfiðleikaskeiði í lífi hans árið 1877. 

 

Hér er fésbókarsíða viðburðarins.

 

Texti frá Óðni Gunnari Óðinssyni

18.11.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 20.11.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 20.11.2015

17. fundur 2014 – 2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 20. nóvember 2014 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2016.
b) Gjaldskrár 2016 til fyrri umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2016.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2016.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2015.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2016. Fyrri umræða.

2. Fundargerðir

a) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 9. október 2015.
b) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 13. október 2015.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. október 2015.
d) Félagsmálanefnd, dags. 21. október 2015.
e) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 21. október 2015..
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. október 2015.
g) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 27. október 2015.
h) Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dags. 28. október 2015.
i) Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2015.
j) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 2.nóvember 2015.
k) Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. nóvember 2015.
l) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. nóvember 2015.
m) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. nóvember 2015.
n) Stjórn Cruise Iceland, dags. 6. nóvember 2015.
o) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 9. nóvember 2015.
p) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 16. nóvember 2015.

3. Erindi og bréf

a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 7. október 2015.
b) Jafnréttisstofa, beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar, dags. 12. október 2015.
c) Mannvirkjastofnun, Brunavarnir á Austurlandi, dags. 21. október 2015
d) Skógræktarfélag Íslands, styrkbeiðni, dags. 22. október 2015.
e) Snorraverkefnið, styrkbeiðni, dags. 30. október 2015.
f) Þorrablótsnefnd, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2015.
g) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2015.

4. Ljósleiðari
5. Samþykktir um gæludýrahald
6. Fiskeldi í Berufirði
7. Framkvæmdir við botn Berufjarðar
8. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 17. nóvember 2015;
Sveitarstjóri

 

17.11.2015

Starfsmann vantar í grunnskólann

Starfsmann vantar í grunnskólann:

Ræsting (frímínútnagæsla og aðstoð inni í bekkjum ef þarf, aðstoð inni í lengdri viðveru).  Æskilegur vinnutími 8:30- 17:00 = 100% starf.   Einnig er ég tilbúin til umræðu um minna starfshlutfall, allt niður í 85% starf (t.d. 9:15 - 16:30)

Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2015. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf miðvikudaginn 18. nóvember.

Laun eru skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Djúpavogsskóla – umsóknir sendist á netfangið skolastjori@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu skólastjóra að Vörðu 6, 765 – Djúpivogur.

Halldóra Dröfn,
skólastjóri

Myndasýning í Tryggvabúð í dag

Næsta myndasýning í Tryggvabúð er í dag, mánudaginn 16. nóvember kl. 17:00.

Þeir félagar Andrés og Ólafur munu halda áfram að varpa gömlum myndum á tjald og fá hjálp viðstaddra við að greina menn og málefni, staðarhætti og örnefni.

Allir hjartanlega velkomnir.

ÓB

 

 

 

 

16.11.2015

Sunnudagsganga Ferðafélags Djúpavogs

Ferðafélag Djúpavogs stendur fyrir gönguferðum á sunnudögum.

Sunnudaginn 15. nóvember 2015 ætlum við að ganga áfram gamla þjóðveginn.

Við enduðum á Núpi sl. sunnudag og munum ganga áfram þaðan.

Mæting við verslunina Við Voginn kl. 13:00

Allir velkomnir

Ferðafélag Djúpavogs

13.11.2015

Norðmenn kaupa 50% hlut í Fiskeldi Austfjarða

MNH Holding, eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum Noregs, hefur keypt helmingshlut í Fiskeldi Austfjarða. Fiskeldi Austfjarða er með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50% eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi á Djúpavogi.

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, segir í samtali við fréttastofu að fjárfestingin og samstarfið við MNH Holding muni auðvelda vöxt fyrirtækisins. „Við erum fyrst og fremst ánægðir með að fá aðila sem hafa verið í fiskeldi í 20-30 ár og eru með mikla reynslu. Þetta sannar að það er grunvöllur fyrir þeirri vegferð sem farið var í árið 2012 að færustu menn í Noregi hafi ákveðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Guðmundur.

Hægt sé að nýta sér þekkingu þeirra á öllum stigum frá seiðaframleiðu til afhendingar á vörunni. „Við getum þá haldið áfram að skapa störf. Við erum með leyfi til að vaxa, erum með rúm 2000 tonn í sjónum í dag og stefnum á að stækka á komandi árum,“ segir Guðmundur. Undir Fiskeldi Austfjarða starfa 12 við seiðaframleiðslu, 12 manns við eldið og um 30 í Búlandstindi við slátrun, vinnslu og pökkun.

Frétt af RUV.is

13.11.2015

Greinar og auglýsingar í jólaútgáfu Bóndavörðunnar

Næsta Bóndavarða kemur út 3. desember

Hér með er óskað eftir jólalegu efni til birtingar, hvort sem eru auglýsingar eða greinar.

 

Efni berist fyrir mánudaginn 16. nóvember, annað hvort í tölvupósti eða bréfleiðis að Geysi, Bakka 1.

 

Erla Dóra Vogler,

ritstjóri

13.11.2015

Gjöf frá Kvenfélaginu Vöku

Í sumar færðu Kvenfélagskonur leikskólanum rólur fyrir yngstu nemendurna að gjöf. Nú eru þær komnar upp og viljum við  í Leikskólanum Bjarkatúni þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf. Hér sést formaðurinn Ingibjörg Stefánsdóttir ýta tveim nemendum í rólunni og eins og sést mun rólan koma að góðum notum.

 
Mokað fyrir nýrri rólu


Rólan samsett og tilbúin til uppsetningar


Þá er bara að prófa róluna


Formaður Kvenfélagsins afhendir og vígir nýju róluna með yngstu börnum leikskólans

Fleiri myndir hér

ÞS og GSS

Kósýkvöld Samkaup Strax í kvöld

Fjölmennum á kósýkvöld Samkaup Strax fimmtudagskvöldið 12. nóvember, kl. 20:00-23:00.

Sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

 

 

12.11.2015

Fjölmennum á kósýkvöld Samkaup Strax fimmtudagskvöldið 12. nóvember, kl. 20:00-23:00.

Sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

 

 

12.11.2015

Jólamarkaður kvenfélagsins Vöku

Jólamarkaður kvenfélagsins Vöku verður haldinn 3. desember í Löngubúð frá kl. 18:00 - 21:00.

Þeir sem vilja selja varning hafi samband við Grétu í síma 698-8114 eða 478-8114, í síðasta lagi miðvikudaginn 25. nóvember.

12.11.2015

Þorrablót 2016 - takið daginn frá!

Tilkynnist hér með að þorrablót Djúpavogshrepps 2016 verður haldið með mikilli viðhöfn á Hótel Framtíð þann 6. febrúar.

Takið því daginn frá, heimamenn, og bókið flug, þið sem fjarri eruð.

 

Hvað hefur gerst í sveitarfélaginu á árinu 2015?

Hver gerði hvað af sér?

Hvað hefur hneykslað og kætt?

 

Þetta og meira! Slúður ársins, gamanmál og söngur beint í æð!

Gleði og þorramat lofað!

Það missir enginn af þessu...

 

Meira þegar nær dregur,

 

Þorrablótsnefnd

12.11.2015

Jólafagnaður eldri borgara

Föstudaginn 4. desember kl. 19:00 ætlum við að halda jólafagnað í Tryggvabúð fyrir íbúa Djúpavogshrepps 60 ára og eldri. 

Verð 3.500 kr.

Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi 27. nóvember í síma 478-8275.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Starfskonur Tryggvabúðar.

12.11.2015