Djúpivogur
A A

Fréttir

Sveitarstjórn: Fundargerð 29.09.2015 (aukafundur)

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

30.09.2015

Áfangastaðurinn Austurland - á laugardaginn

Laugardaginn næstkomandi, 3. október, verður haldin opin málstofa um hönnun Austurlands sem áfangastaðar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl. 10:00-16:00. 

 

Nú fjölgar ferðamönnum á Íslandi verulega ár frá ári og með væntalegri beinni tengingu Austurlands við Bretland, um flugvöllinn á Egilsstöðum næstkomandi sumar, er von á að ferðamönnum hér á Austurlandi fjölgi verulega. 

Á málstofunni gefst íbúum Austurlands og fyrirtækjum einstakt tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn, áherslur og verkfæri.

Sjá nánar um dagskrá málstofunnar hér að neðan og um verkefnið í heild hér.

 

Málstofan er ókeypis og öllum opin. Athugið að hún er alls ekki eingöngu ætluð ferðaþjónustuaðilum.

Það er mikilvægt að íbúar í Djúpavogshreppi, sem og öðrum sveitarfélögum, mæti og hafi áhrif á þróun Austurlands sem áfangastaðar.

 

Síðasti frestur til að skrá sig er á fimmtudagskvöld. Skráningar sendist á: lara@austurbru.is  

 

30.09.2015

Grjóthleðslunámskeið

Helgina 10.-11. október verður haldið grjóthleðslunámskeið á Djúpavogi á vegum Austurbrúar.

 

Á námskeiðinu verða kennd grundvallaratriði í grjóthleðslu. Þátttakendur þjálfast í hefðbundnum vinnubrögðum við grjóthleðslu úr náttúrulegu grjóti.

 

Nánar um námskeiðið hér að neðan.

Skráning hér.

 

 

30.09.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 29.09.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð 29.09.2015

6. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 29. september  2015. kl. 12:00.  Fundarstaður:  Geysir.

Dagskrá: 

1. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavoghrepps 2008-2020: 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 er varðar breytta legu Hringvegar um Berufjarðarbotn – veglínu Z.

 

Djúpavogi 28. september 2015

Sveitarstjóri

28.09.2015

Ferðaskipulagning fyrir skemmtiferðaskip

Íslenska skemmtiferðaskipið Ocean Diamond sem Iceland ProCruises er með stefnir á að hafa viðkomu hér á Djúpavogi átta sinnum næstkomandi sumar.

Iceland ProCruises hefur óskað eftir fyrirfram ákveðnum ferðum hér um nærsvæðið. Enn verður boðið upp á ferðir í Jökulsárlón, en þau vilja gjarnan einnig geta boðið upp á t.d. hálfs dags ferðir um Djúpavogshrepp og næsta nágrenni.

Hér með er því boðað til fundar þriðjudagskvöldið 29. september, kl. 20:00 í Geysi og óskað eftir því að þeir aðilar og/eða fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta ferðir fyrir ferðalanga Ocean Diamond komi á fundinn eða láti vita af hugmyndum sínum og áhuga á þátttöku.

Vonast er eftir því að sem flestir mæti og að við getum boðið þessum gestum okkar upp á skemmtilegar og eftirminnilegar ferðir.

Áhugasamir sem komast ekki á fundinn eru hvattir til að setja sig í samband við mig, Erlu Dóru, fyrir 1. október, annað hvort símleiðis (478-8228, ath. ég er fjarverandi alla þessa viku) eða með tölvupósti á erla@djupivogur.is

 

ED

 

 

28.09.2015

Cittaslow sunnudagurinn 27. september

Cittaslow sunnudagurinn 2015

Langabúð

27. september, kl. 16:00-17:00

 

Í ár snýst Cittaslow sunnudagurinn um skemmtilegar gönguleiðir í Djúpavogshreppi.

Nokkrir félagsmeðlimir í Ferðafélagi Djúpavogs ætla að kynna gönguleiðir sem þeir hafa sérstakan áhuga á og sýna myndir með.

Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast gönguleiðum sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða og Ferðafélagi Djúpavogs, samhliða því að halda upp á aðild okkar í Cittaslow samtökunum.

Rán verður með heimalagað gotterí til sölu að vanda.

 

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.

Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu. Að þessu sinni verður lögð áhersla á göngumenninguna hér í sveitarfélaginu.

 

Allir velkomnir.

 

ED

 

26.09.2015

Djúpivogur.is á Facebook og aðeins af nýrri heimasíðu

Við viljum benda á að Djúpivogur.is er einnig á samskiptamiðlinum Facebook. Þar eru mjög reglulega settar inn stakar myndir auk deilinga á efni frá öðrum fyrirtækjum og aðilum á svæðinu og mörgu fleiru. Þá fara allar fréttir sem settar eru inn á heimasíðuna beint inn á Facebook. Facebook-síðan er mjög virk og oft sett þar inn efni sem ekki birtist á heimasíðunni.

Við hvetjum því lesendur Djupivogur.is til þess að kíkja reglulega á Facebook-síðuna en það er ekki skilyrði að vera Facebook-notandi til þess. Allir geta skoðað það sem sett er inn en til þess að skrifa athugsemdir og læka er nauðsynlegt að vera innskráður.

Djúpivogur.is er einnig á Instagram, en myndir sem þangað eru settar fara jafnframt inn á Facebook.

Hér að neðan eru tenglar á síðurnar og alveg tilvalið að setja þær í "favorites" í vafranum ykkar.

Síðan má geta þess að ný heimasíða fyrir Djúpavogshrepp er í smíðum. Ekki er komin dagsetning á opnun hennar en vonast er til ða það verði öðru hvoru megin við áramótin. Nýja síðan verður með töluvert öðru sniði en núverandi síða. Lagt verður upp með einföldun á framsetningu efnis og aukið upplýsingaflæði. Allar ábendingar um efni fyrir nýju heimasíðuna eru vel þegnar og sendist á oli@djupivogur.is.

Djúpivogur.is á Facebook: www.facebook.com/djupivogur.is
Djúpivogur.is á Instagram: www.instagram.com/djupivogur

ÓB

25.09.2015

Bræðralag Ómars Guðjónssonar og Tómasar R. Einarssonar í Löngubúð

Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson munu kynna plötuna Bræðralag á tónleikaferð um landið í haust. Á Djúpavogi munu þeir halda tónleika í Löngubúð laugardagskvöldið 3. október og hefjast þeir kl 21:00. Verð aðgöngumiða er 2.500 kr.

Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana, Washington DC.... 

Nú hafa þeir gert langþráðan draum að veruleika: að taka upp plötu þar sem þeir semja hvor fyrir annan. Þar er músíkölsk samræða æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður.

Upptakan fór fram á Kolsstöðum í Borgarfirði, á sólríkum sumardögum þar sem hvít jöklabreiða bar við augu út um upptökuglugga ásamt hrauni og blómstrandi kjarri.

ÓB

 

 

24.09.2015

Ný flotbryggja í Djúpavogshöfn

Í dag afhentu starfsmenn Króla ehf. fyrri flotbryggjuna af þeim tveimur sem munu verða staðsettar við nýju smábátabryggjuna í Djúpavogshöfn. Bryggjan, sem er 50 metrar á lengd, var sjósett í fyrradag og frágangur kláraður í morgun.

Næst á dagskrá er að fjarlægja gömlu trébryggjuna og setja niður aðra flotbryggju á þann stað. Flotbryggjan sú verður 40 metra löng og á henni verður boðið upp á legupláss við fingur. Ráðgert er að hún verði klár í lok nóvember.

Það voru Stefán Guðmundsson, hafnarvörður og Sigurjón Stefánsson, formaður hafnarnefndar sem tóku formlega við bryggjunni fyrir hönd Djúpavogshafnar en Kristján Óli Hjaltason, framkvæmdarstjóri Króla ehf. sá um að afhenda gripinn.

Sjá myndir af bryggjunni og afhendingunni með því að smella hér.

ÓB

 

 

24.09.2015

Súpa og ljóð í Löngubúð

Litla ljóðahátíðin 2015

Bréf frá Norðausturríki

 

Litla ljóðahátíðin kemur við í Löngubúð á ferð sinni um Austurland sunnudaginn 20. september kl. 11:30.

Skáld bjóða upp á andlega næringu en Langabúð upp á líkamlega næringu gegn vægu gjaldi.


Þórdís Gísladóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Lubbi klettaskáld og Stefán Bogi Sveinsson lesa úr verkum sínum.

 

Um viðburðinn á fésbókinni. 

19.09.2015

Bæjarlífið júlí 2015

Í bæjarlífssyrpu júlímánaðar má m.a. sjá bregða fyrir strandveiðigörpum, dorgveiðigörpum, Teigarhorni, Rúllandi snjóbolta, skemmtiferðaskipum, skóla í rúst og mörgu fleiru.

Smellið hér til að skoða myndasafnið.

ÓB

18.09.2015

Þorgrímur Þráinsson í Löngubúð

Verum ástfangin af lífinu! 

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur verður með opinn fyrirlestur fyrir bæjarbúa í Löngubúð föstudaginn 18. september kl. 17:00 - 18:00.

Fyrirlesturinn er í anda þess sem hann hefur haldið fyrir nemendur í 10. bekk árum saman. Þorgrímur fjallar um mikilvægi þess að bera sig eftir draumum sínum, sigrast á óttanum og stíga út fyrir þægindarammann. Hann fjallar um mikilvægi þess að halda góðu jafnvægi milli einkalífs, atvinnu og tómstunda – til þess að þroskast fallega og lifa björtu lífi.

Hann segir m.a. frá því hvernig Ólafur Stefánsson, fyrrum handboltakappi, fór að því að ,,klífa tinda“ í litlum skrefum. Hann fjallar um mikilvægi markmiðasetningar og sýnir hvernig Hjól lífsins getur hjálpað okkur að sigrast á okkur sjálfum. Við erum öll einstök og eigum að njóta þess.

Aðgangur er ókeypis

18.09.2015

Djúpavogshreppur auglýsir starf við heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli).

Starfshlutfall ræðst af umfangi hverju sinni en áformað er að ráða í u.þ.b. 40% starf í upphafi.

Starfið er laust nú þegar.

Nánari upplýsingar veita:

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps (varðandi fyrirkomulag)
478-8288, sveitarstjori@djupivogur.is
Launafulltrúi Djúpavogshrepps 478-8288 (varðandi launamál)
478-8288, oli@djupivogur.is

Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en kl. 15:00, 21. september 2015.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef Djúpavogshrepps og á bæjarskrifstofu.

Djúpavogi 14. september 2015;
Sveitarstjóri

17.09.2015

Dagur íslenskrar náttúru - myndir

Í dag var Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í Djúpavogsskóla.  Nemendur, starfsfólk og foreldrar fylktu liði út í Brandsvík, framhjá Írisskeri, þaðan út í Hjaltalínsvík og enduðum við við Íshústjörn.  Nemendur var skipt upp í 5 hópa, þvert á bekki.  Þessi dagur er haldinn hátíðlegaru ár hver þann 16. september til heiðurs Ómari Ragnarssyni, náttúrubarni, og af því tilefni var ákveðið að við hæfi væri að verkefni dagsins í okkar skóla væri líka honum til heiðurs.  Hver hópur átti að safna náttúrulegum gimsteinum á leiðinni; skeljum, beinum, blómum, steinum og hverju sem áhuga vekti.  Þegar á endastöð var komið átti hver hópur að búa til mynd af Ómari og fengu nemendur meðferðis andlitsmynd af honum til að styðjast við. 

Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig að sjálfsögðu frábærlega og fengu dygga aðstoð frá kennurum og foreldrum.  Meðfylgjandi myndir sína ferðalagið okkar, vinnuna við verkefnasmíðina og síðan fimm mismunandi útgáfur af Ómari. 

Njótið vel - myndirnar eru hér.

HDH

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag er dagur íslenskrar náttúru.

Þann 16. september 2010, á 70 ára afmæli Ómars Ragnarssonar, var ákveðið að sá dagur yrði upp frá því tileinkaður íslenskri náttúru. Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

Hvers vegna dagur íslenskrar náttúru?

Íslensk náttúra er einstök. Hvergi í heiminum er álíka fjölbreytni í jarðmyndunum sem mótaðar eru af samspili eldvirkni og jökla og hvergi er sama tegundasamsetning lífvera. Loftið er tiltölulega tært, vatnið hreint og enn eru til nokkurn veginn ósnortin víðerni, en slík svæði verða sífellt vandfundnari í þéttbýlum heimi. Náttúruöflin móta land og landslag og eru grunnur vistkerfa sem lífverur flétta saman og fólk lifir á og nýtir. Íslendingar bera ábyrgð, bæði gagnvart öðrum Jarðarbúum og komandi kynslóðum, á því að vernda þau verðmæti sem íslensk náttúra býr yfir.

Sjá meira um Dag íslenskrar náttúru hér og hér.

Einnig stendur Vatnajökulsþjóðgarður fyrir fjölda viðburða í tilefni dagsins.

 

16.09.2015

Opinn fundur um ferðamál í Djúpavogshreppi

Fimmtudaginn næstkomandi 17. september, kl. 20:00 stendur ferða- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps fyrir opnum fundi um ferðamál í Djúpavogshreppi. Fundurinn verður haldinn í Löngubúð.

 

Ferðaþjónustuaðilar eru sérstaklega hvattir til að mæta, en allir eru hjartanlega velkomnir.

 

ED

Frá Djúpinu, frumkvöðlasetri

Djúpið frumkvöðlasetur opnaði á Djúpavogi þann 1. nóvember 2014.

Það er samstarfsverkefni Austurbrúar, Afls starfsgreinafélags, Björgunarsveitarinnar Báru á Djúpavogi og Djúpavogshrepps. Í Djúpinu eru leigð út skrifborð í mjög svo notalegu umhverfi sem hönnunarstúdíóið Grafít hannaði. Fundaraðstaða er góð og aðgangur að kaffistofu á staðnum. Frumkvöðlar, sprotafyrirtæki eða einstaklingar í nýsköpun geta fengið leigð skrifborð og fjarnemum er einnig frjálst að nýta aðstöðuna.

Djúpið er kjörinn staður fyrir myndun tenglsanets þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín. Auk aðstöðunnar í Djúpinu veitir Austurbrú þjónustu í formi ráðgjafar, aðstoðar við gerð styrkumsókna eða ráðlegginga við að móta hugmyndir sínar.

Áhugasamir hafi samband við undirritaða.

Katrín Reynisdóttir
Verkefnastjóri
katrin@austurbru.is • 470 3870 • 853 7765

 

 

 

14.09.2015

Sveitarlífið, sumarið 2015

Nú er komið að því að sveitin í Djúpavogshreppi fái að láta ljós sitt skína hér á heimasíðunni. Hún hefur óþarflega oft verið skilin útundan og veit undirritaður, ljósmyndari og fréttaritari heimasíðunnar til 8 ára, upp á sig sökina í þeim efnum.

Meðfylgjandi er veglegt myndasafn sem hefur að geyma myndir sem voru teknar vítt og breytt um sveitir Djúpavogshrepps nú í sumar.

Smellið hér til að skoða myndasafnið.

ÓB

14.09.2015

Dagskrá Tryggvabúðar í september og október

Það verður sem fyrr nóg um að vera hjá okkur í Tryggvabúð í haust. Dagskráin er svohljóðandi:

Mánudagar:
Handavinna, opið fyrir alla.
Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl.14:00 – 17:00
Framhaldssaga, Hrönn Jónsdóttir byrjar lestur á nýrri sögu.

Þriðjudagar:
Herraspjall frá kl. 14:00. Karlmönnum í sveitarfélaginu velkomið að koma, fá sér kaffibolla og spjalla saman um allt og ekkert.

Miðvikudagar:
Handavinna, opið fyrir alla.
Framhaldssaga, Hrönn Jónsdóttir les.
Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstóla frá kl. 14:00 – 17:00

Fimmtudagar:
Handavinna, opið fyrir alla.
Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstóla frá kl. 13:00 – 17:00

Myndasýningar Andrésar Skúlasonar og Ólafs Björnssonar:
Mánudaginn 21. september kl. 17:00
Þriðjudaginn 13. október kl: 17:00
Mánudaginn 19. október kl. 17:00

Öll fimmtudagskvöld eru prjónakvöld.

Önnur kvöld eru laus fyrir ýmis konar starfssemi.

 

Starfsfólk Tryggvabúðar

14.09.2015

Þjóðbúninganámskeið

Langar þig að gera upp gamlan þjóðbúning? Langar þig að sauma upphlut eða peysuföt? Þjóðbúning á barn eða karlmanns þjóðbúning.

Við hjá Fræðslunetinu munum bjóða uppá þjóðbúningasaumsnámskeið á Hornafirði og viljum endilega vekja áhuga hjá íbúum Djúpavogs á þessu frábæra námskeiði. Kennarinn heitir Guðrún Hildur Rosenkjær, kjólameistari og sagnfræðingur og á fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í kennslu þjóðbúningasaum.

Námskeiðið kostar í kringum 180 þúsund, fyrir utan efniskostnað og yrði 4 helgar og gera þarf ráð fyrir heimavinnu. Kostnaður lækkar því fleiri sem skrá sig á námskeiðið, en lágmarksfjöldi eru 10 manns.

Nánari upplýsingar hjá Margréti Gauju í síma 4708074 eða á netfangið gauja@fraedslunet.is

ÓB

14.09.2015

Tónleikar á morgun í Djúpavogskirkju

Tónleikar kirkjukóra Stöðvarfjarðar-, Heydala- og Djúpavogskirkna.

Kórarnir flytja Missa pastoralis í C-dúr eftir Jan Jakub Ryba og syngja einnig ýmis lög sitt í hvoru lagi og saman.


Tónleikarnir verða sunnudaginn 13. september kl. 14:00 í Djúpavogskirkju og kl. 17:30 í Stöðvarfjarðarkirkju. 

 


Aðgangseyrir einungis 1.500 kr.

Ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.

 

 

 

12.09.2015

Áfangastaðurinn Austurland - málstofa

Þann 3. október kl. 10:00-16:00 verður haldin opin málstofa um þróun Austurlands sem áfangastaðar í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Þar gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn, áherslur og verkfæri.

Það er mikilvægt að íbúar í Djúpavogshreppi, sem og öðrum sveitarfélögum, verði sýnilegir og láti í sér heyra.

 


Áfangastaðurinn Austurland er verkefni sem snýst um að þróa/hanna áfangastaðinn Austurland. Sveitarfélögin í landshlutanum hafa gert
samkomulag um að skapa jarðveg og aðstæður til verksins.

Markmið verkefnisins er að styrkja aðdráttarafl og samkeppnishæfni Austurlands, gera áætlun til lengri tíma með áherslu á
sjálfbæran og arðbæran vöxt ferðaþjónustu og skapandi greina. Áherslan er einnig á svæðisskipulag sem og velferð
sveitarfélaganna og íbúa þeirra.

Verkefninu er ætlað að vera samfélagsátak og skapa ramma fyrir þróun áfangastaðarins Austurlands. Öllum er boðið að að taka þátt í verkefninu. Aðferðir sem verða notaðar hafa það að markmiði að móta stefnuna í sameiningu, skapa umræðu og miðla öllu
þróunarferlinu meðan á verkefninu stendur.

Verkefnið um Áfangastaðinn Austurland var sett af stað að frumkvæði Ferðamálasamtaka Austurlands en er stýrt af Austurbrú.

 

Skráning: Lára Vilbergsdóttir, lara@austurbru.is

Spurningar: María Hjálmarsdóttir, maria@austurbru.is, tel: 470 3826 / 848 2218

 

 

 

ED

11.09.2015

Tónleikar í Djúpavogskirkju á sunnudaginn

Tónleikar kirkjukóra Stöðvarfjarðar-, Heydala- og Djúpavogskirkna.

Kórarnir flytja Missa pastoralis í C-dúr eftir Jan Jakub Ryba og syngja einnig ýmis lög sitt í hvoru lagi og saman.


Tónleikarnir verða sunnudaginn 13. september kl. 14:00 í Djúpavogskirkju og kl. 17:30 í Stöðvarfjarðarkirkju. 

 


Aðgangseyrir einungis 1.500 kr.

Ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.

 

 

 

10.09.2015

Tónleikar í Bræðslunni í kvöld: Endurómur - Etterklang

Óvenjulegur ómur í einstæðu rými

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. september kl. 20:00, munu sellóleikarinn Maja Bugge frá Vesterålen og gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frá Stöðvarfirði halda tónleika í Bræðslunni á Djúpavogi.

Tónskáldið og sellóleikarinn Maja Bugge og gítarleikarinn Svanur Vilbergsson hafa síðustu árin leikið talsvert saman og samstarfið m.a. gefið af sér þessa tónleika. Markmið þeirra er að skapa tónlist tengda rýmum þar sem tónleikar eru yfirleitt ekki haldnir og að kanna hvernig tónlist getur endurvakið eldri sagnir og hljóm þeirra.

Á tónleikunum verða leikin verk eftir Eistann Avo Pärt, Spánverjann Agustin Castilla-Avila og Maju Bugge. Tónverk Maju „Bræðslan“, fyrir selló og gítar, er innblásið af frásögnum Ölfu Freysdóttur af Bræðslunni á Djúpavogi, en tónverkið verður einmitt frumflutt í Bræðslunni. 

 

Miðaverð kr. 2.000,- Enginn posi.

Mælt er með hlýjum klæðnaði!

 

Óli tólk myndir af æfingu Svans og Maju í Bræðslunni í gær:

 

 

 

Maja Bugge. Maja er frá Vesterålen í Norður-Noregi en býr nú á Englandi þar sem hún starfar sjálfstætt sem tónlistarmaður, tónskáld og sellókennari. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir tónverk sín og haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum. Hún kynntist Svani í gegnum menningarsamstarf Vesterålen og Austurlands og þau hafa leikið saman á tónleikum í Vesterålen, Reykjavík og á Austurlandi.

Svanur Vilbergsson. Svanur er frá Stöðvarfirði en starfar nú í Reykjavík sem klassískur gítarleikari og kennari. Svanur stofnaði og hefur ásamt öðrum íslenskum gítarleikara verið í forsvari fyrir tónlistarhátíðina Midnight Sun Guitar Festival í Reykjavík. Þá hefur hann verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Lofað öllu fögru í Þjóðmenningarhúsinu. Svanur hefur haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum og verið boðið að koma fram á mörgum tónlistarhátíðum. Svanur er talinn vera fremstur íslenskra gítarleikara sinnar kynslóðar.

 

Frekari upplýsingar veita:

Svanur Vilbergsson svilbergsson@gmail.com, s. 857-3901

Erik Bugge erik@erbugg.no

 

 

 

10.09.2015

Bókasafnið lokað

Vegna forfalla verður bókasafnið lokað þriðjudaginn 15. september næstkomandi.

Bókavörður

09.09.2015

Legupláss við fingur í Djúpavogshöfn

Útgerðarmenn athugið

Fyrirhugað er að bjóða útgerðarmönnum upp á að leigja legupláss við fingur þegar nýjar flotbryggjur verða teknar í notkun í Djúpavogshöfn.

Pláss verða leigð til eins árs í senn og verður leigan kr. 120.000 + vsk.  Áhugsamir eru beðnir að hafa samband við sveitarstjóra eða hafnarvörð hið fyrsta til að festa sér pláss.  Frekari upplýsingar veita sömu aðilar.

Hægt er að skoða teikningu af fyrirhuguðu leguplássi með því að smella hér.

Hafnarstjóri

09.09.2015

Átak til atvinnusköpunar

Vakin er athygli á auglýsingu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um umsóknir á styrkjum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu úr verkefninu „Átak til atvinnusköpunar“.

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi þann 28. september. Áhersluverkefni og nánari upplýsingar má finna í auglýsingunni og hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Katrín í Djúpinu

 

 

 

 

 

09.09.2015