Djúpivogur
A A

Fréttir

Fyrsti skóladagurinn

Í dag er fyrsti skóladagurinn í grunnskólanum. Fyrsti skóladagurinn er alltaf stór stund, en þó aldrei stærri en þegar þú ert að mæta í skólann í fyrsta sinn, í 1. bekk. 

Við fengum senda þessa skemmtilegu mynd frá Þóri Stefánssyni, en hún sýnir 1. bekk Djúpavogsskóla á labbi í dásemdarblíðunni í morgun. Þetta er glæsilegur og kraftmikill bekkur og það verður gaman að fylgjast með þessum krökkum á þessum fyrsta vetri í skólagöngu þeirra.

ÓB

 

 

 


1. bekkur Djúpavogsskóla veturinn 2015 - 2016.

Frá vinstri: Andrea Hanna Guðjónsdóttir (dóttir Bellu og Guðjóns), Rökkvi Pálmason (Unnar og Pálma), María Guðlaugsdóttir (Ágústu og Guðlaugs), Ellý Þórisdóttir (Guðrúnar Önnu og Þóris), Berglind Ylfa Óskarsdóttir (Hildar og Óskars), Óðinn Mikael Óðinsson (Heiðu og Óðins), Freydís Rán Jónsdóttir (dóttir Anettu og Jóns), Þuríður Kristín Hólmgeirsdóttir (dóttir Bertu) og Stefán Valur Steinþórsson (sonur Auju og Steinþórs).

Eva Ingólfs heldur tónleika í Löngubúð

 

Rafmagnsfiðla og vídeó
Eva Mjöll Ingólfsdóttir / Nicole Antebi


Langabúð, Djúpavogi

Laugardaginn 5. sept., kl. 20:00

 

Aðgangseyrir kr. 2.500,- enginn posi

 

 

 

 

 

Efnisskrá tónleikanna:

 1.   Fifteen minutes of fame

Stutt verk eftir 15 tónskáld. Hvert verk tekur 1 mínútu í flutningi.

 

2.   An Evening indigo eftir Rain Worthington

Vídeó: Rakel Steinarsdóttir

Ljóð: Gunnbjörg Óladóttir

 

3.   Lavaflow eftir Evu Ingólfsdóttur 

Vídeó: Daði Harðarson/Rakel Steinarsdóttir

 

4.   Meistarinn himna hers - FRUMFLUTNINGUR

Útsett af David Morneau

Fiðla & electronics

 

5.   Hugsanir hrafna eftir Mark Haggerty – FRUMFLUTNINGUR

 

 

Eva Mjöll Ingólfsdóttir hóf reglubundið fiðlunám 7 ára gömul. Innan við tvítugsaldur lá leið hennar í Tónlistarháskólann í Brussel, þar sem prófessor Leon-Ara var kennari hennar í 3 ár.

Var hún við nám í Genf hjá Corrado Romano og síðar hjá Istvan Parkanyi við Sweelink tónlistarháskólann í Amsterdam.

Fiðluleikur hennar ber keim af hinum austur-evrópska og rússneska skóla með slípuðum, fíngerðum en jafnframt tilfinningaþrungnum tóni. Eva Mjöll var um tíma búsett í Japan þar sem hún efndi til tónleika sem hlutu mikið lof, en efni þeirra var hljóðritað á fyrsta geisladisk hennar árið 1995. Annar geisladiskur kom út árið 1998. Eva Mjöll stundaði um tíma nám í tónsmíðum, hljómsveitarritun og stjórn við Harvard háskólann í Boston. Hún hefur búið og starfað víða um heim og er núna búsett i New York.

Eva fékk styrk fra NYWC árið 2014 fyrir tónsmíðar og flutning a nýrri tónlist. Einnig fékk hún menningarstyrk American Scandinavian Society 2015.

 

ED

28.08.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 28.08.2015

Sveitarstjórn Djúpavoghsrepps - Fundarboð 28.08.2015

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 28. ágúst kl. 10:00.  Fundarstaður:  Geysir.

Dagskrá: 

1.         Beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta

 

Djúpavogi 27. ágúst 2015

Sveitarstjóri

27.08.2015

Dagskrá um Silfurberg í Breiðdalssetri

Á laugardaginn verður fjallað um silfurberg og mikilvægi þess í sögu mannkyns á Breiðdalssetri.

Sýningaropnun - Fyrirlestrar - Ferð í Helgustaðanámu

 

 

 

 

 

Starfsfólk Breiðdalsseturs

 

 

 

25.08.2015

Dægurlagadraumar

 

DÆGURLAGADRAUMAR

~ Tónlistarskemmtun með dægurlögum ~

 

Íslensk og erlend dægurlög frá 5. og 6. áratugi síðustu aldar á Djúpavogi.

 

Langabúð

Sunnudaginn, 23. ágúst

Kl. 17:00 

 

 

 

Hljómsveitina skipa austfirðingarnir Bjarni Freyr Ágústsson og Þorlákur Ægir Ágústsson, Garðar Eðvaldsson, Erla Dóra Vogler, Jón Hilmar Kárason og Þórður Sigurðarson.Aðgangseyrir 2.500 kr., eldri borgarar 2.000 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn posi!


Skemmtunin er styrkt af Uppbyggingarsjóði og SÚN.Sjá einnig:
https://www.facebook.com/events/662901750478730/

 

21.08.2015

Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð, laus til umsóknar

Íbúðin að Borgarlandi 40 er laus til umsóknar.

Íbúðin er 3 herbergja, 109,6m2.

Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, föstudaginn 4. september 2015.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Djúpavogshrepps, í síma 478-8288 og í gegnum netfangið djupivogur@djupivogur.is.

Eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps og hér á heimasíðu Djúpavogshrepps.

Sveitarstjóri

 

 

19.08.2015

Arctic Project gerir tónlistarmyndband fyrir Hinemoa

Skúli Andrésson og Sigurður Már Davíðsson sem eiga og reka fyrirtækið Arctic Project unnu nú á dögunum nýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Hinemoa Bye Bye Birdie.

Myndbandið er tekið upp í Djúpavogshreppi og eini leikarinn í myndbandinu er Aldís Sigurjónsdóttir, dóttir Lilju og Didda, en hún á sannkallaðan stórleik í myndbandinu.

Þess má geta að trommari Hinemoa, Kristófer Nökkvi Sigurðsson, er sonur Höllu Eyþórsdóttur frá Fossárdal í Berufirði.

Fréttir um tónlistarmyndbandið hafa bæði verið birtar á vef Vísis og Austurfréttar

Myndbandið má sjá hér að neðan.

EDV

 

 

18.08.2015

Víravirkisnámskeið á Djúpavogi

Nú fer skráningu á víravirkisnámskeið á Djúpavogi 5. og 6. september að ljúka. 

Vegna forfalla vantar ennþá einn til tvo þátttakendur til að fylla upp í námskeiðið, en lágmarsfjöldi þátttakenda eru sex (hámark átta).

Íbúar hreppsins eru hvattir til að nýta tækifærið því að námskeiðið er með ódýrara móti í þetta sinn, þar sem það er styrkt af Djúpavogshrepp. Námskeiðið er 10 klst. og allt efni í einn skartgrip er innifalið. Verð á námskeiðinu er kr. 25.000 (sjá meðfylgjandi auglýsingu).

Umsóknarfrestur rennur út nk. föstudag, 21. ágúst. Skráning fer fram inni á heimasíðunni hjá Austurbrú. http://www.austurbru.is/is/menntun-rannsoknir/namskeid

 

 

 

18.08.2015

Tiltekt í Bræðslunni

Frá Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps

Næstu daga er stefnt að allsherjar tiltekt í Bræðslunni. Þeir sem telja sig eiga eitthvað þar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við forstöðumann og gera grein fyrir því fyrir 21. ágúst. Dóti sem enginn eigandi finnst að verður fargað.

Forstöðumaður

 

 

 

 

 

 

14.08.2015

Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur

Næsta vika er síðasta vika sýningarinnar Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur, samstarfsverkefnis Djúpavogshrepps og Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) í Xiamen, Kína. Það fer því hver að verða síðastur að skoða sýninguna og um að gera að láta hana ekki fram hjá sér fara. 

Síðasti sýningardagur er 22. ágúst, en þangað til er hún opin alla daga frá kl. 11:00-16:00 og aðgangur ókeypis.

 

Sýningin opnaði með pompi og pragt 11. júlí síðastliðinn að viðastöddum Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra og Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi. Þó nokkrir af listamönnunum sem verk eiga á sýningunni voru einnig viðstaddir opnunina og glöddust með heimamönnum. Þá reiddi kvenfélagið Vaka fram kræsingar úr héraði í anda Cittaslow - kjötsúpu búna til úr hráefnum úr Djúpavogshreppi sem og ábrysta frá Hvannabrekku.

Sýningin í sumar hefur gengið mjög vel og fjöldinn allur af ferðamönnum og heimamönnum er búinn að leggja leið sína í Bræðsluna til að virða verkin á sýningunni fyrir sér. Um er að ræða verk 26 samtímalistamanna frá Kína, Hollandi, Íslandi og öðrum löndum. Frekari upplýsingar um sýninguna og verkefnið allt er að finna hér.

Í tengslum við Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur hafa tveir listamenn dvalið á Djúpavogi sem gestalistamenn CEAC. Listamennirnir eru þau Kan Xuan frá Kína og Hrafnkell Sigurðsson frá Íslandi.

 

Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur er styrktur af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Myndlistarsjóði og Landsbankanum.

 ED

 

 

14.08.2015

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Vegna ófærðar hefur verið hætt við ferð Ferðafélags Djúpavogs sem fyrirhuguð var í Kerlingarfjöll (hringferð, jeppaferð) 14.-16. ágúst. Þess í stað hefur Jón Gunnarsson fararstjóri sett fram þá hugmynd að fara leiðina á kortinu hér að neðan: frá Hjálparfossi kl. 10:00 að Laugarvatni síðdegis.

Leiðin er 135 km löng, en hægt að stytta hana eða breyta henni. Jón setti ankeri inn á kortið til að merkja áhugaverða staði (ómerkt eru þó gljúfrin í Stóru-Laxá).

Hver sér um sitt nesti sjálfur (:

Þeir sem hafa áhuga á að koma með, endilega látið vita í s. 892-7266 (Jón Gunnarsson)

 

 Sjá einnig fésbókarsíður Ferðafélags Djúpavogs:

https://www.facebook.com/pages/Ferdafelag-Djupavogs/717222858387079?fref=ts

 

 

 

 

 

12.08.2015

Víxlverkun

Nú eru margir að leggja land undir fót og ferðast um Ísland. Ef þið eruð stödd í Reykjavík þá mælum við eindregið með því að þið komið við í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a, því þar er að finna einkasýningu Þórs Vigfússonar, Víxlverkun.

 

Um Víxlverkun:

Undanfarið hefur Þór safnað saman ólíkum hlutum úr stáli sem fela í sér misljósa notkun og virkni. Úr varð höggmynd sem Þór teflir á móti litaformfræðilegum flötum sem líta má á sem endurspeglun strúktúrsins en á sama tíma endurspeglar strúktúrinn fletina. Víxlverkunin á sér þannig stað á bókstaflegan jafnt sem og á huglægan hátt.

Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar á Djúpavogi. Hann nam við Myndlista- og handíðaskólann og síðar við Strichting De Vrije Academie í Den Haag. Hann hefur haldið fjöldan allan af sýningum um allan heim og þess má til gamans geta að hann hefur verið meðlimur í Myndhöggvarafélaginu allt frá stofnárum þess.

Verkefnastjóri sýningarinnar er Sindri Leifsson.

 

 

 

 

 

ED

 

06.08.2015

Skoðunarkönnun - Áfangastaðurinn Austurland

Hjálpumst að við að móta Austurland sem búsetukost og áfangastað.

Ferðamálasamtök Austurlands höfðu frumkvæði að því að setja af stað verkefni um hönnun áfangastaðarins Austurlands fyrir rúmu ári síðan. Verkefninu er stýrt af Austurbrú í samvinnu við FAUST og öll sveitarfélögin á Austurlandi. Verkefnið snýst um að þróa Austurland sem búsetukost fyrir fólk, fjölskyldur og fyrirtæki. Samhliða þeirri vinnu verður Áfangastaðurinn Austurland mótaður í samstarfi hagsmunaaðila, íbúa og sveitarfélög á Austurlandi. Aðferðafræði hönnunar er lögð til grundavallar í vinnunni en hún byggir á rannsóknarvinnu og samtali við íbúa og notendur (destination design).

Áfangastaðurinn Austurland er þriggja ára verkefni og lokahnykkurinn í fyrsta hluta verkefnisins er að safna upplýsingum frá íbúum og ferðamönnum á svæðinu. Íbúar Austurlands eru hvattir til að taka þátt í mótun áfangastaðarins og geta gert það með því að svara spurningalista á:
www.surveymonkey.com/r/MR8SGJ2
(hlekkinn er einnig að finna á www.austurbru.is og www.east.is)

Í haust verður haldin vinnustofa þar sem hagsmunaaðilum verður boðin þátttaka. Verkefnið og niðurstöður vinnustofunnar verða í framhaldið kynntar ítarlega fyrir íbúum fjórðungsins.

 

Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa beint samband við verkefnastjóra verkefnisins:
María Hjálmarsdóttir, maria@austurbru.is, sími: 470 3826 / 848 2218
Daniel Byström, daniel@designnation.se, sími: 0046 739 133895

 

ED

 

05.08.2015