Djúpivogur
A A

Fréttir

Sveitarstjórn: Fundarboð 07.05.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 07.05.2015

12. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 7. maí 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2014, síðari umræða.
b) Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 – Breyting á rekstrarútgjöldum

2. Fundargerðir

a) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. mars 2015.
b) Hafnasamband Íslands, dags. 10. apríl 2015.
c) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 13. apríl 2015.
d) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 15. apríl 2015.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 16. apríl 2014.
f) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 21. apríl 2015.
g) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. apríl 2015.
h) Hafnarnefnd, dags. 5. maí 2015.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 6. maí 2015.

3. Erindi og bréf

a) Gísli Sigurgeirsson, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2014.
b) Ráðrík, tilboð um ráðgjöf, dags. 24. mars 2015.
c) Vegagerðin, Teigarhorn í Djúpavogshreppi – beiðni um umsagnir Vegagerðarinnar, dags. 1. apríl 2015.
d) Svavar Pétur Eysteinsson, fyrirspurn varðandi ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn, dags. 7. apríl.
e) Minjastofnun Íslands, styrkúthlutun vegna Faktorshúss 2015, dags. 8. apríl 2015.
f) Landsbankinn, viðskipti við Landsbankann, dags. 9. apríl 2015.
g) Eigendur Berufjarðar, fyrirhuguð veglagning í botni Berufjarðar, dags. 20. apríl 2015.
h) Minjastofnun Íslands, Faktorshúsið – styrkur úr húsafriðunarsjóði 2015, dags. 29. apríl 2015.
i) Ábúendur jarða sunnan Djúpavogs, refa og minkaveiðar, dags. 30. apríl 2015.

4. Uppbygging ljósleiðaranets og ríkisstyrktarreglur EES

5. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 4. maí 2015
Sveitarstjóri

05.05.2015

Færeysk trúboðaskúta - ATH breytingar vegna veðurs

Færeyska skútan sem leggja átti að bryggju á Djúpavogi vegna samkomu í dag, 4. maí, kemst því miður ekki frá Höfn til Djúpavogs sökum veðurs. Dagskráin niðri á bryggju kl. 13:00 fellur því niður.

Færeyingarnir láta þó ekki deigan síga og ætla að koma keyrandi til okkar frá Höfn og vera með áður auglýsta dagskrá í Tryggvabúð kl. 16:00, þ.e. samveru, söng og tónlist. 

Þá ætlar samsöngshópurinn að halda sínu striki og syngja nokkur lög fyrir Færeyingana undir stjórn Józsefs og Andreu í Tryggvabúð.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

ED

04.05.2015