Djúpivogur
A A

Fréttir

Skólaslit / útskrift

Á morgun, laugardaginn 30. maí verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans haldin í Djúpavogskirkju.  Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Að athöfn lokinni verður sumarhátíð foreldrafélagsins á tjaldstæðinu og hvet ég alla til að mæta þangað til að eiga þar saman góða stund.

Skólastjóri

Vegna sumarvinnu 2015

Hreinsunarvika fyrir 4.-7. bekk verður frá og með mánudeginum 1. júní til fimmtudagsins 4. júní.

Vinnudagurinn verður frá 08:00 - 12:00 alla dagana.

Krakkar komi klædd eftir veðri og mæti við áhaldahúsið (Víkurlandi 6).

 

Börn í 8.-10. bekk mæta sömuleiðis kl. 08:00 mánudaginn 1. júní við áhaldahúsið (Víkurlandi 6).

 

 

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar

28.05.2015

Djúpavogshreppur auglýsir: Lestun á baggaplasti

Ágætu bændur í Djúpavogshreppi

Nú stendur fyrir dyrum eins og áður að fara á sveitabæi í Djúpavogshreppi og taka baggaplast til endurvinnslu. Það verður gert miðvikudaginn 10. júní og er áætlað að byrja að taka baggaplast á syðsta sveitabæ um hádegisbil og enda svo á Núpi. Ef ekki næst að taka allt baggaplastið í einni ferð verður önnur ferð skipulögð hið fyrsta og bændur þá upplýstir um það. Bændur eru hér með vinsamlega beðnir um að tryggja öruggt aðgengi að rúlluplastinu svo lestun gangi vandræðalaust fyrir sig.

Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta vita á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 478-8288 eigi síðar en föstudaginn 5. júní.

Með góðum samstarfskveðjum
Djúpavogshreppur – Gámaþjónusta Austurlands.

28.05.2015

Djúpavogshreppur auglýsir: Opinn íbúafundur

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps boðar til opins íbúafundar í Löngubúð föstudaginn 29. maí kl. 18:00-20:00.

Gerð verður grein fyrir ársreikningi 2014 og farið yfir það sem er efst á baugi í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn mun sitja fyrir svörum og eru íbúar hvattir til að fjölmenna.

Sveitarstjóri

28.05.2015

Starfsmaður í heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli).

Starfshlutfall ræðst af umfangi hverju sinni en áformað er að ráða í u.þ.b. 15-20% starf í upphafi.

Starfið er laust nú þegar.

Nánari upplýsingar veita:
Sveitarstjóri og launafulltrúi Djúpavogshrepps (478-8288, varðandi launamál).

Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en kl. 15:00 föstudaginn 5. júní.

Umsóknareyðublöð má nálgast á vef Djúpavogshrepps og á bæjarskrifstofu.

Djúpavogi 27. maí 2015;
Sveitarstjóri

27.05.2015

Teigarhorn fær góðan stuðning

Hér eru virkilega ánægjulegar fréttir um framlag til Teigarhorns sem mun nýtast vel til þeirrar uppbyggingar á svæðinu sem framundan er:

 

 
Rúmum tuttugu milljónum króna verður varið til uppbyggingar á Teigarhorni í Berufirði á næstunni. Styrkurinn er hluti af átaki ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar og verndar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.

Skýrt var frá styrkjunum í morgun en alls er úthlutað tæpum 850 milljónum í 104 verkefni á 51 stað á landinu auk þess sem viðbótarfé verður varið til landvörslu um allt land.

Sex verkefni á fimm stöðum eystra skipta með sér 58,5 milljónum króna eða tæpum 7% heildarupphæðarinnar.

Mest fær Teigarhorn, tuttugu milljónir renna þar til endurbóta á friðlandsmiðstöð og tvær milljónir fyrir þátt Umhverfisstofnunar í gerð deiliskipulags.

Til Sómastaða í Reyðarfirði er veitt 13,5 milljónum þar sem koma á upp aðstöðu fyrir gæslumann auk salernisaðstöðu á bílastæði fyrir innan húsið.

Tíu milljónum er veitt til viðhalds vegar að Galtastöðum fram í Hróarstungu, sjö milljónum til salernisaðstöðu við Snæfell og loks sex milljónum til að leggja göngustíga að Helgustaðanámu.

Féð rennur til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem hefur eftirlit með verkefnunum. Í tilkynningu segir að á næstu árum verði ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í umsjón ríkisins.

Þar segir einnig að vinna sé hafin við heildarstefnumótun um ferðaþjónustu í landinu auk þess sem unnin verði landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn.

Á landsvísu er hæstu upphæðinni veitt til Þingvalla, alls 156 milljónum króna. Áherslan er á nokkra af helstu ferðamannastöðum landsins svo sem Dettifoss, Skaftafell, Dimmuborgir og Gullfoss.

Frétt af Austurfrett.is
Myndir: Andrés Skúlason

 
27.05.2015

Lokatónleikar Hammondhátíðar 2015

Þá er komið að síðbúnum lokatónleikum Hammondhátíðar 2015, tónleikum þeirra Magga Eiríks og Pálma Gunnars. Þeim til halds og trausts verður Jón Ólafsson, Hammondleikari.

Eins og flestir vita þurfti að fresta tónleikunum um Hammondhelgina vegna veðurs. Uppselt var á tónleikana.

Tónleikarnir fara fram í Djúpavogskirkju þann 31. maí kl. 14:00. Allir sem áttu heildarmiða og staka miða á tónleikana eru gjaldgengir. Vonast Hammondnefnd eftir því að flestir þeirra sjái sér fært að mæta eða komi sínum miðum í notkun með því að bjóða öðrum upp á að nota þá. Selt verður í þau sæti sem ekki verða nýtt á tónleikadag.

EDV

 

 

 

27.05.2015

Sprettur Sporlangi heimsótti sunddeild Neista

Þann 26. mars síðastliðinn heimsótti sjálfur Sprettur Sporlangi krakkana í sunddeild Neista.

Nú hefur UÍA sett saman myndband frá heimsókninni sem sjá má hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

26.05.2015

Búlandstindur ehf. kaupir Þórkötlu GK

Búlandstindur ehf. á Djúpavogi hefur keypt bátinn Þórkötlu GK af Stakkavík ehf. í Grindavík sem er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins í smábátaútgerð.

Í fyrra haust þá fékk Stakkavík nýjan Óla á Stað GK og var þá bátur með sama nafni seldur. Stakkavík átti lengi vel 3 Gáskabáta sem allir voru eins og hétu þeir Hópsnes GK, Óli á Stað GK og Þórkatla GK. Hópsnes GK fór til Bakkafjarðar og fékk þar nafnið Halldór NS. Óli á Stað GK fór til Árskógsstrandar og fékk þar nafnið Særún EA.

Eftir stóð þá Þórkatla GK sem að Óðinn Arnberg skipstjóri flutti með áhöfn sína yfir á.

Að sögn Hermanns Ólafssonar í Stakkavík þá fylgdi Óðinn með í kaupunum (en eins og Hemmi orðaði það sjálfur "... þá fékkst nú lítið fyrir hann Óðinn hahahah.") með í kaupunum. Þá fylgdi beitningavélin sem var í Þórkötlu GK og mun Óðinn og áhöfn hans fara austur til Djúpavogs og róa á bátnum þaðan til hausts þegar nýi báturinn kemur til Stakkavíkur. Mun Þórkatla GK veiða þann byggðakvóta sem Búlandstindur hefur fengið úthlutað.

Frétt af Aflafréttir.is

ÓB

26.05.2015

Ársreikningur 2014

Ársreikningur Djúpavogshrepps fyrir árið 2014 er nú aðgengilegur á heimasíðunni.

Hægt er að skoða hann með því að smella hér.

ÓB

26.05.2015

Tillögur um framtíðarskipan skólahalds á Djúpavogi

Með samningi sem gerður var 20. mars 2015 tók Skólastofan slf. að sér að vera til ráðgjafar um framtíðarskipulag skólastarfs á Djúpavogi sbr. samþykkt sveitarstjórnar 12. mars 2015. Ingvar Sigurgeirsson  annaðist verkefnið fyrir hönd Skólastofunnar slf.

Ingvar hefur nú skilað skýrslu í kjölfar heimsóknarinnar, þar sem margt fróðlegt kemur fram.

Skýrsluna má lesa með því að smella hér.

ÓB

Byrjendanámskeið í víravirki

Á námskeiðinu er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. 

Smíðað er hálsmen annað hvort blóm eða kross. Efni í einn hlut er innifalið, gott er að koma með glósubók og penna.
Það þarf ekki að koma með nein verkfæri. 

Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari er kennari á námskeiðinu.

Sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

 

 

 

 

 

26.05.2015

Sólblómahátíð frestað

Því miður þurfum við að fresta Sólblómahátíðinni, sem átti að vera á morgun, miðvikudag.  Stefnt er á að halda hana eftir ca. 2 vikur.  Verður það auglýst þegar nær dregur.

HDH

Eurovision !!

Nemendur 4. og 5. bekkjar Djúpavogsskóla gerðu Eurovision-könnun ásamt Unni kennara í grunnskólanum í morgun.

Nemendurnir spurðu hvern og einn nemanda sem og starfsfólk hvaða lag væri líklegast til sigurs í lokakeppninni í ár, (laugardaginn 23. maí).

Niðurstaðan úr könnunninni var eftirfarandi:

1.sæti: Svíþjóð - https://www.youtube.com/watch?v=K_qrI6NKzlk

2.sæti: Ísrael https://www.youtube.com/watch?v=BQNNtbdZ4Zg             

3.sæti: Pólland - https://www.youtube.com/watch?v=iRWG6g0YjD0

4.sæti: Slóvenía - https://www.youtube.com/watch?v=-oOQKYopwJ4

5.sæti: Belgía - https://www.youtube.com/watch?v=xV2b3L1K6_c

Eistland - https://www.youtube.com/watch?v=zWACbw3cqW0

Ítalía - https://www.youtube.com/watch?v=4TEpHTVWXnM

eða

Noregur https://www.youtube.com/watch?v=U1td70yaoS8


UMJ

Upplýsingafundur um markaðssetningu, viðhorf og samstarf

Íslandsstofa og Austurbrú boða til upplýsingafundar um samstarf og markaðssetningu áfrangastaðarins Íslands.

Sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

 

Hótel Hérað á Egilsstöðum

Föstudagurinn 22. maí, kl. 9:15 - 10:45

 

Skráning hjá Austurbrú eða með að senda póst á maria@austurbru.is

 

 

 

 

 

ED

 

 

20.05.2015

Gæsluvöllur

Gæsluvöllur verður starfræktur í Bjarkatúni fyrir börn fædd 2008-2013 frá 20. júlí - 14. ágúst í sumar, ef næg þátttaka fæst. Miðað er við að ekki færri en 8 börn verði skráð í hverri viku. 

Opið verður frá kl. 10:00-14:00. Börnin þurfa að koma nestuð fyrir daginn en aðstaða verður í leikskólanum til að borða inni ef veður er vont.  Starfsmaður á gæsluvellinum verður Bergþóra Birgisdóttir og með henni unglingar úr vinnuskólanum.  Skrá verður börnin 1-4 ákveðnar vikur og er skráningin bindandi.  Vikan kostar kr. 10.000, systkinaafsláttur er 50%.

 

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að ganga frá skráningu á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 1. júní þar sem fram kemur nafn barns/barna og hvaða vikur viðkomandi hyggst nýta sér.


Sveitarstjóri 

20.05.2015

Aðalfundur bjsv. Báru

Aðalfundur SVD. og Björgunarsveitarinnar Báru verður haldinn fimmtudaginn 21. maí í húsi félagsins, Sambúð kl: 20:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvetjum alla til að mæta, gamla og nýja félaga

 

Stjórn Bjsv. Báru

15.05.2015

Fjáröflun Foreldrafélags Djúpavogsskóla

Á næstu dögum mun Foreldrafélag Djúpavogsskóla ganga í hús og selja ýmsar vörur.

Seld verða höfuðhandklæði, endurnýtanlegur bökunarpappír, pokapakkar og skúffukökuform, sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

Tökum vel á móti þeim!

ED

 

 

 

Frá Íþróttamiðstöðinni

Íþróttamiðstöðin í maí:

14. maí, fimmtudagur - Uppstigningardagur (lokað)
16. maí, laugardagur - leikjatími fellur niður í sal vegna íþróttamóts Neista
25. maí, annar í hvítasunnu - lokað
27. maí, miðvikudagur - lokað vegna námskeiðs starfsfólks.

Starfsfólk ÍÞMD

14.05.2015

Tónskólatónleikar

Í gær voru tónleikar tónskólans á Djúpavogi með yngri iðkendum haldnir. Tókust þeir í alla staði mjög vel og gátum við áhorfendur séð hvernig þróun tónlistarnámsins er. Yngstu hljóðfæraleikararnir voru með einstaklingsatriði á meðan eldri spiluðu í hljómsveitum. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg og spannaði mjög vítt tónlistarsvið. Hér má sjá myndir sem teknar voru á tónleikunum.

LDB

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar yngri nemenda tónskólans verða haldnir í Djúpavogskirkju þriðjudaginn 12. maí.

Þeir hefjast klukkan 17:00 og eru allir velkomnir.  Enginn aðgangseyrir.

Skólastjóri

Sveitarstjórn: Fundargerð 07.05.2015

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

11.05.2015

Sundlaugin lokuð 9. maí vegna sundmóts

Sundlaugin verður lokuð 9. maí vegna vormóts UMF Neista í sundi.

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

08.05.2015

List án landamæra 2015

Þema Listar án landamæra á Austurlandi í ár er HREINDÝR

 

Opnunarhátíð Listar án landamæra 2015

Hótel Framtíð

laugardaginn 9. maí

kl. 15:00-17:00

 

Á opnunarhátíðinni verður listasýning, tónlistarflutningur og önnur atriði. Verkin eru unnin og flutt af nemendum í Djúpavogsskóla.

Hótel Framtíð verður með veitingasölu.

 

 

Annað á dagskrá Listar án landamæra í Djúpavogshreppi:

 - Gripir úr hreindýraafurðum eftir listamenn í Djúpavogshreppi verða til sýnis í Löngubúð

 - Sérhannaðar vörur úr hreindýraafurðum, sýndar og seldar í Arfleifð

 

 

ED

08.05.2015

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 8. maí kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

06.05.2015