Djúpivogur
A A

Fréttir

Frá ráðstefnu um strandminjar í hættu

Laugardaginn 18. apríl stóð Minjastofnun ásamt áhugafólki um minjar í hættu fyrir ráðstefnu um strandminjar í hættu. Um 80-90 manns lögðu leið sína á Hótel Sögu þar sem ráðstefnan var haldin. Á ráðstefnunni fjölluðu íslenskir og erlendir fræði- og áhugamenn um strandminjar og verndun þeirra út frá ýmsum sjónarhornum.

Að lokum tóku ráðstefnugestir þátt í umræðum um spurninguna: hvað svo?

Voru ráðstefnugestir sammála um að brýnasta verkefnið í verndun strandminja væri skráning og að mikilvægt væri að hefja aðgerðir sem fyrst.

 

Ráðstefnan var tekin upp á myndband og er aðgengileg á vefnum í sjö hlutum. 

Fjórði hluti er erindi Hjörleifs Guttormssonar. Skemmtilegt erindi og úttekt þ. á m. á strandminjum í Djúpavogshreppi.

 

Nánar um erindið:

Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur flytur erindi sem nefnist: „Verstöðvar og verskálaminjar á Austfjörðum“. Hjörleifur segir frá fjölmörgum atriðum sem varða fornminjar sem tengjast sjávarútvegi. Meðal þess sem hann segir frá eru örnefni sem tengjast sjósókn, fornleifarannsóknir, skráning og verndun fornleifa. Sagt er frá stofnun Sjóminjasafns Austurlands og sýndar ljósmyndir af strandminjum og sagt frá mjög áhugaverðum minjastöðum.

 

Horfa má á erfindi Hjörleifs Guttormssonar hér

Eyþór Eðvarðsson og Ingrid Kuhlman önnuðust myndvinnslu. 

 

ED

29.04.2015

Fyrirlestur í Breiðdalssetri

Áhugasamir um nýlega afstaðið eldgos, sem og hraunið sem það myndaði, er bent á þennan fyrirlestur sem haldinn verður í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík, 2. maí kl. 16:00.

Fyrirlesari er Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

500 kr aðgangseyrir.

ED

 

 

 

 

 

28.04.2015

Flokkun - fernur sér

Búið er að bæta við flokkunarhólfi hjá Safnstöðinni. Nú eru fernur flokkaðar sérstaklega frá sléttum pappa.

Okkar ágætu starfsmenn áhaldahússins, þeir Sigurbjörn og Axel, hafa um nokkurt skeið staðið í því að flokka fernurnar sjálfir frá slétta pappanum, en nú er loksins komið sérstakt flokkunarhólf fyrir fernurnar.

 

Við vonum að íbúar taki vel í þessar breytingar. 

Djúpavogshreppur

ED

27.04.2015

Ruslatínsla á Degi Jarðar

Dagur Jarðar var haldinn hátíðlegur í síðastliðinni viku, 22. apríl, og að því tilefni tíndu nemar í Djúpavogsskóla rusl innan Djúpavogs auk þess sem fleiri íbúar í hreppnum tóku til hendinni.

 

 

 

 

 

 

 

 


Þessir nemar tíndu í tvo stóra ruslapoka á Degi Jarðar, í Hammondstuði með ruslapokunum.

 

Takk fyrir að leggja okkur lið við að fríkka umhverfið!

 Djúpavogshreppur

 

27.04.2015

Taupokar til sölu

Í síðastliðinni viku var öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki í sumargjöf í ljósi þeirrar stefnu sveitarfélagsins að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndunar í sveitarfélaginu. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla báru pokana í hús innan Djúpavogs á Degi Jarðar, 22. apríl, en þeir voru sendir út í dreifbýlið.

 

Hægt er að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins á 1.500 kr stykkið.

 

Pokinn er mun sterkari en plastpoki, hann hentar vel til innkaupa eða annarrar endurtekinnar notkunar.

 

Kostnaður sveitarfélagsins vegna sorpurðunar er hærri en hann þarf að vera og væri því fé betur varið í fjölmargt annað í sveitarfélaginu.

 

flokkum – endurnýtum – minnkum sorp – spörum fé

 

 

 ED

 

27.04.2015

Íþróttamaður ársins

Fimmtudaginn 19.mars voru veittar viðurkenningar á vegum Umf. Neista. Voru veittar fimm viðurkenningar til metnaðarfullra og duglegra ungmenna. 

Íþróttamaður ársins var valinn Bergsveinn Ás Hafliðason. FótboltaNeisti var Jens Albertsson og SundNeisti var Þór Albertsson. Sérstök verðlaun fyrir ástundun og framfarir fengu þau Kristófer Dan og Diljá Snjólfsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju. 

Nánar má lesa um hvert og eitt þeirra hér fyrir neðan myndina.

Frá vinstri: Kristófer Dan, Jens, Bergsveinn Ás, Þór og Diljá.

Kristófer Dan fékk viðurkenningu fyrir framför og ástundun. Kristófer er metnaðarfullur leikmaður  sem mætir á allar æfingar og leggur sig allann fram á þeim. Kristófer tekur mikið af aukaæfingum og má oft sjá hann í íþróttasalnum á ólíklegustu tímum að æfa sig. Æfingin skapar meistarann og hefur Kristófer náð miklum framförum síðastliðið ár.

Jens Albertsson fékk viðurkenninguna "Fótbolta-Neisti". Jens er einstaklega hæfileikaríkur fótboltamaður, leggur mikið á sig til að ná réttri tækni og stundar fótbolta af mikilli elju. Jens  er vel að titlinum kominn og hvetjum við hann til að halda áfram á sömu braut.

Bergsveinn Ás var valinn Íþróttamaður ársins. Bergsveinn mætir á allar æfingar hvort sem er fótbolti eða íþróttir. Sýnir mikinn metnað og var valinn ásamt 99 öðrum á sama reki, á hæfileikamót KSÍ og stóð sig þar með stakri prýði. Bergsveinn er áhugasamur og virkilega góður íþróttamaður. 

 

Þór Albertsson, Sund-Neisti. Þór vann stigabikarinn á sundmóti ÚÍA sumarið 2014. Hann keppti einnig á Landsmóti UMFÍ á yngra ári og vann þar medalíu. Þór er áhugasamur sundmaður og hvetjum við hann til að synda áfram.

Diljá fær viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir. Diljá er metnaðarfullur íþróttamaður á öllum sviðum. Hún æfir sund, íþróttir og fótbolta og hefur sýnt framfarir á öllum þessum sviðum. Hún er jákvæð og hvetjandi. Hvetjum við Diljá til að stunda áfram íþróttir af kappi. 

 

25.04.2015

Staða bankaþjónustu á Djúpavogi

Vegna samruna Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans hafa fulltrúar sveitarfélagsins Djúpavogshrepps átt í samtali við yfirstjórn Landsbankans á síðustu tveimur vikum meðal annars í höfuðstöðvum bankans í síðustu viku og aftur á sérstökum fundi á Djúpavogi fyrr í dag.  

Fulltrúar Djúpavogshrepps vilja því koma eftirfarandi á framfæri í kjölfar viðræðna við bankann til að skýra stöðu mála um framtíð þjónustunnar á svæðinu.    

Í stuttu máli hafa fulltrúar Landsbankans lýst yfir að þeir hyggist stefna á að halda úti óbreyttri þjónustu á Djúpavogi.
Jafnhliða lýstu forsvarsmenn sveitarfélagsins og fulltrúar bankans á fundum sínum vilja til samvinnu og samtals í þeirri viðleitni að treysta stöðu útibúsins á Djúpavogi enn frekar í sessi.  

Fjarlægðir við næstu þjónustukjarna skipta miklu máli þegar kemur að þjónustu sem þessari og því hafa fulltrúar sveitarfélagsins m.a. komið á framfæri í viðræðum við yfirstjórn Landsbankans. Djúpavogshreppur býr við mikla sérstöðu að þessu leyti samgöngulega séð og fjarlægðir miklar. 

Ljóst er að mjög miklar breytingar hafa orðið á þjónustu bankastofnanna á síðustu árum og eru breytingar enn í gangi og hefur mörgum útibúum, meðal annars af hálfu Landsbankans verið lokað víða um land.  Ein af ástæðum þess er að sífellt fleiri
viðskiptavinir nýta sér m.a. netið til hagræðingar og hefur því starfsfólki bankanna fækkað hægt og bítandi í samræmi við breytt þjónustustig og breytta viðskiptahætti.  

Fulltrúar Djúpavogshrepps telja í ljósi þessa ástæðu til að fagna sérstaklega ákvörðun yfirstjórnar Landsbankans og vilja hér nota tækifærið í leiðinni til að bjóða bankann innilega velkomin aftur til Djúpavogs með von um að útibúið megi dafna í okkar ört vaxandi og góða samfélagi.

F.h. Djúpavogshrepps
Andrés Skúlason oddviti 

 

24.04.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð

 

                     Aukafundur 2014 – 2018

 

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl. 15:00.  Fundarstaður:  Geysir.

Dagskrá: 

 

1.         Ársreikningur Djúpavogshrepps 2014 – fyrri umræða

 

Djúpavogi 23. apríl 2015

Sveitarstjóri

24.04.2015

Djúpavogsskóli - Leikskólinn Bjarkatún auglýsir

Leikskólakennara / leiðbeinanda vantar í Leikskólann Bjarkatún strax.  Um er að ræða 100% starf.  Vinnutími frá 8:00-16:00.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax og unnið til 17. júlí 2015.

Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is og rennur umsóknarfrestur út þann 22. apríl klukkan 16:00.

Þá vantar einnig leikskólakennara / leiðbeinendur í 2 x 100% stöður frá 1. júní - 17. júlí 2015.  Umsóknarfrestur vegna þeirra staða er til 15. maí 2015.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skólastjóri veitir nánari upplýsingar.

Skólastjóri

Kökubasar

Nemendur 9. og 10. bekkjar verða með dýrindis hnallþórur til sölu í Samkaup - Strax, föstudaginn 24. apríl, klukkan 16:00.  Fyrstur kemur - fyrstur fær.

9. og 10. bekkur

23.04.2015

Myndlistarsýning Hildar Bjarkar í Löngubúð

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar minnar í Löngubúð, sumardaginn fyrsta (23. apríl), kl. 14:00.

Welcome to the opening of an art exhibition in Langabud, april 23. at 14:00.

Hlakka til að sjá ykkur
Looking forward to seeing you;

Hildur Björk

22.04.2015

Slökkvitækjaskoðun

Mánudaginn 27. apríl verður Slökkvitækjaþjónusta austurlands með þjónustu á slökkvitæjum í áhaldahúsinu á Djúpavogi frá 10:30 og fram eftir degi.  Einnig verðum við með eldvarnarbúnaður til sölu.

Slökkvitækjaþjónusta Austurlands

ÓB

 

Slökkvitækjaskoðun

 

 

 

 

Mánudaginn 27. apríl verður Slökkvitækjaþjónusta austurlands með þjónustu á slökkvitæjum í áhaldahúsinu á Djúpavogi frá 10:30 og fram eftir degi.  Einnig verðum við með eldvarnarbúnaður til sölu.

 

 

 

Slökkvitækjaþjónusta  Austurlands

22.04.2015

Sumargjöf til íbúa Djúpavogshrepps og Dagur Jarðar

Gleðilegt sumar á morgun!

Í ljósi þeirrar stefnu sveitarfélagsins að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndunar í samfélaginu, er öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki úr lífrænni bómull í sumargjöf. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla munu bera pokana í hús innan Djúpavogs í dag, miðvikudag, en þeir verða sendir út í dreifbýlið.

Hægt verður að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins.

Pokinn er mun sterkari en plastpoki, hann hentar vel til innkaupa eða annarrar endurtekinnar notkunar.

Kostnaður sveitarfélagsins vegna sorpurðunar er hærri en hann þarf að vera og væri því fé betur varið í fjölmargt annað í samfélaginu.

flokkum – endurnýtum – minnkum sorp – spörum fé

Minnt er einnig á Dag Jarðar í dag. Djúpavogshreppur hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að halda upp á daginn og fríkka umhverfið t.d. með því að týna rusl. Sjá nánar hér.

 

Með bestu óskum um gleðilegt sumar,

Djúpavogshreppur

 

ED

 

22.04.2015

Breiðavogshlaupið

Breiðavogshlaupið verður hlaupið sumardaginn fyrsta (1. í Hammond)

    

 2,5 km    5,0 km    7,5 km    10 km 

 

Mæting við Íþróttahúsið, kl. 10:00

Frábært hlaup fyrir alla fjölskylduna  ;)

 

Sjáumst, 

 Guðrún Anna

 

ED 

22.04.2015

Auglýst eftir minkaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með maí 2015.

Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi:

Aksturstaxti 119.- kr./km.
Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 1.500.-
Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr. 3.000.
Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl skal auk þess gr. fyrir ígildi 4ja hvolpa.
Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn.

Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn líkt og undanfarin ár.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 700.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015. Umsóknir og frekari fyrispurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

21.04.2015

Dagur Jarðar

Haldið er upp á alþjóðlegan Dag Jarðar miðvikudaginn 22. apríl.

Djúpavogshreppur hvetur íbúa og fyrirtæki til að taka til hjá sér og í sínu næsta nágrenni: snyrta, týna rusl og fegra umhverfið. Hér er tækifæri til að taka virkan þátt í að bæta umhverfi okkar. 

Best er að hafa með sér nokkra minni poka til að flokka sorpið, enda góð aðstaða til að flokka við safnstöð Djúpavogs. Hægt er að sækja allar upplýsingar um endurvinnslu og flokkun í sveitarfélaginu hér

Ef um stærri hluti er að ræða er hægt að hafa samband við áhaldahúsið um að láta sækja eða fjarlægja úrgang sem einstaklingar ráða ekki við. 

Fyrsti Jarðardagurinn var haldinn árið 1970 og frá þeim tíma hafa stór skref verið stigin til að stemma stigu við umhverfisspjöllum.

Í tilefni af deginum verður gert átak um allt Ísland í ruslatýnslu, sjá fésbókarsíðu átaksins Einn svartur ruslapoki.

Þetta er góð byrjun á vorinu og gagnlegur göngutúr fyrir alla auk þess sem Hammondhátíð fer brátt í hönd og þá væri gaman að færa sveitarfélagið í sem fallegastan búning.

Endilega sendið ljósmynd af ruslatínslu á erla@djupivogur.

 

Upplýsingar um Dag Jarðar má finna hér.

 

ED

 

21.04.2015

Fótboltavöllurinn í Blánni

Ágætu sveitungar

Þá er búið að bera á völlinn okkar góða í Blánni ásamt því að nú tekur við viðkvæmt vaxtarstig hjá honum. Því er mikilvægt að börnin nýti SPARKVÖLLINN hjá grunnskólanum núna næsta mánuðinn og séu EKKI á fótboltavellinum í Blánni fram að Neistadeginum í lok maí. Rafn Heiðdal þjálfari mun ganga í bekki og ræða við krakkana á morgun og biðjum við ykkur um að passa völlinn með okkur.

Með kærleikskveðju

Ungmennafélagið Neisti

20.04.2015

Lumar þú á viðskiptahugmynd?

Þriðjudaginn 21. apríl verða haldin tvö örnámskeið á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Austurbrúar í Djúpinu kl. 18:00-22:00

Á námskeiðunum verða frumkvöðlar aðstoðaðir við að komast af stað með hugmyndir sínar.  Leiðbeinandi er Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Að finna hugmyndir:  Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir til að koma auga á hugmyndir og hvernig fólk þarf að hugsa og vinna til að sjá möguleg viðskiptatækifæri.

Frá draumi að veruleika: Kynntar verða aðferðir sem auðvelda fólki fyrstu skrefin við að meta hvort hugmyndir geta orðið viðskiptahugmyndir. 

 

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Austurbrúar:

www.austurbru.is

 

Frétt um námskeiðið hjá Austurfrétt:

http://www.austurfrett.is/lifid/3303-lumar-thu-a-vidhskiptahugmynd-tha-eru-oernamskeidhin-adh-finna-hugmyndir-fra-draumi-adh-veruleika-fyrir-thig

 

 

 

  

 

 

 

ED

20.04.2015

Fréttabréf frá Teigarhorni - vinna við Weyvadthús - myndir af framkvæm...

Margvísleg vinna hefur verið í gangi á Teigahorni á undanförnum vikum og mánuðum og er nú vinna við verndar- og stjórnunaráætlun á síðastu metrunum. Þá er deiliskipulagsvinna sömuleiðis í vinnslu en sú vinna er tímafrek og er ekki hægt að setja fram verklok á þeirri vinnu á þessari stundu þar sem verkefnið er mjög viðamikið og nauðsynlegt að taka tillit til margra áhrifavalda á svæðinu. Öll þessi vinna sem krefst töluverðrar þolinmæði er forsenda þess að búa svæðið undir að taka við fjölda ferðamanna í framtíðinni á Teigarhorni.  Það er því markmiðið að opna ekki inn á viðkvæmasta svæðið fyrr en það er þannig úr garði gert að það geti tekið á móti gestum og tryggt um leið vernd svæðisins og öryggi gesta með sem bestum hætti. 

Stefnt er því að því í sumar að hafa viðkvæmasta svæðið þ.e. nærsvæði bæjartorfunnar og fjörurnar þar í grennd lokaðar meðan framkvæmdir við stígagerð og á mannvirkjum er í gangi og verður það auglýst sérstaklega þegar nær dregur sumri hvar afmörkum hins lokaða svæðis mun verða. En aðeins er stefnt á að um afmarkaða lokun verði að ræða í sumar á viðkvæmasta svæðinu eins og áður segir og stefnt að því að opna þetta svæði sumarið 2016.  Þá liggur fyrir að vinna að fornleifaskráningu á Teigarhornlandi og verður væntanlega hafist handa við það á næstu vikum, en fornleifaskráning er mjög mikilvægur þáttur í þessu stóra verkefni.

Að öðru leyti er uppbyggingu haldið áfram á ákveðnum framkvæmdaþáttum.  Nýjasta verkefnið sem ákveðið hefur verið að ráðist í á Teigarhorni er viðbygging við gamla Weyvadtshúsið sem er í eigu Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands og er verkefnið unnið undir handleiðslu Guðmundar Lúther Hafsteinssonar sem hefur yfirumsjón með Húsasafninu. Verkefnið að þessu sinni var að hefjast handa við grunn framkvæmdir við ljósmyndahús Nicolíne Weyvadt og svo bíslag að íbúðarhúsi Weyvadt við inngang að ofan. 

Í síðustu viku voru því góðir hleðslumenn Helgi og Ragnar úr Skagafirði hér á ferð og bjuggu þeir á Teigarhorni meðan þeir unnu að verkefninu og kláruðu þeir að hlaða grunn bæði undir ljósmyndahúsið og bíslagið í síðustu viku. Þarna voru vanir menn á ferð og handbragð þeirra aldeilis glæsilegt eftir því.  Hreinn Guðmundsson aðstoðaði þá hleðslumenn svo eins og honum einum er lagið og nýtti gröfurnar sínar við að moka fyrir framkvæmdinni og færa til efni.  

Verkefni þetta er mikið fagnaðarefni ekki síst í menningarsögulegu tilliti fyrir svæðið enda er Nicolíne Weyvadt frá Teigarhorni fyrsti lærði kvenljósmyndari þjóðarinnar enn talin með fremstu ljósmyndurum Íslandssögunnar. Mikið er til að áhöldum, tólum og tækjum úr eigu Nicolínu sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu og hafa ekki varðveist jafn vel áhöld frá þessum tíma hér á landi eða allt frá 1872 tog þau er Nikolíne lét eftir sig. Auk þess liggur mikið ljósmyndasafn eftir bæði Nicolíne og Hansínu Björnsdóttur fósturdóttur Nicoline í vörslu þjóðminjasafnsins, en Hansína stundaði einnig ljósmyndun frá Teigarhorni og nýtti aðstöðu og handleiðslu Nicolíne. Hér er því um stórkostnlegan áfanga að ræða og mikilvægan menningararf fyrir Djúpavogshrepp og landið allt og ber að þakka húsasafni Þjóðminjasafnsins og fulltrúum Þjóðminjasafnsins fyrir að hafa ákveðið að ráðast í þetta mikilvæga verkefni sem vonandi verður unnið markvisst að og lokið á allra á næstu árum. 

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi framkvæmda við gamla Weyvadthúss í síðustu viku. 

Samantekt. Andrés Skúlason 

 

 

 

 

 

 

 Rúnar Leifsson Minjavörður Austurlands og Guðmundur Lúther Hafsteinsson fulltrúi Húsasafns Þjóðminjasafnsins


Eyjólfur Guðjónsson bóndi Framnesi - Rúnar Leifsson og Guðmundur Lúther

 Hreinn Guðmundsson gröfustjóri - Eyjólfur - Rúnar og Guðmundur 

 Þarna var komið niður á steypta undirstöðu fyrir rafstöð sem þarna stóð á sínum tíma


Rúnar og Guðmundur spá í spilin 

 

 Þ
á mættu þeir Helgi og Ragnar hleðslumenn að norðan - miklir snillingar í sínu fagi H
elgi og Ragnar tóku strax til starfa þegar þeir mættu á svæðið

Hér er búið að mæla vel fyrir öllu


 Helgi hleðslumaður ánægður með gang mála - hlaðið og steypt á milli eins og í gamla húsinu

 


Búið að hlaða undir bíslagið 

 Búið að hlaða undir ljósmyndahúsið 

 Snilldarhandbragð hjá þeim félögum Helga og Ragnari 

 Weyvadthúsið og nýja hleðslan við endan, það á eftir að lækka jarðveginn framan við húsið til að hleðslur sjáist betur


 Weyvadthús sumarið 2014

 


Weyvadthúsið um aldamótin 1900 - ljósmyndahúsið við hliðina 

 

 

 

 

    

19.04.2015

Hvatning til íbúa og fyrirtækja - tökum til

Síðustu daga hefur sólin leikið við okkur og virðist ekkert lát á blíðviðris spá næstu daga. Ekki verður annað séð en að bærinn okkar komi bara vel undan vetri og sveitarfélagið allt, en forsvarsmönnum sveitarfélagsins langar engu að síður að hvetja íbúa alla til að taka höndum saman um að hafa bæinn og sveitarfélagið allt sem snyrtilegastast nú sem fyrr og því er vert að minna á að það er tíminn núna til að hefjast handa við hreinsun lóða og nærumhverfis. Eftir veður og vinda að loknum vetri liggja stundum óæskilegir hlutir, plast af ýmsu tagi og fl. dót á víðavangi og lóðum og í nærumhverfi íbúa.  Eru því íbúar eindregið hvattir hver og einn að fara yfir lóðir og nærsvæði og týna upp ýmislegt lauslegt og fargi því með viðeigandi hætti, enda aðgengi gott hér til að losa allar tegundir úrgangs. Þá er sömuleiðis vert að hvetja forsvarsmenn fyrirtækja almennt á svæðinu til að huga að tiltekt og hafa allt umhverfi atvinnustarfsemi á svæðinu sem snyrtilegast og samfélaginu til sóma sem verið hefur í flestum tilvikum.  
Ef um stærri hluti er að ræða er hægt að hafa samband við áhaldahúsið um að láta sækja eða fjarlægja úrgang sem einstaklingar ráða ekki við. Að öðru leyti er hægt að sækja allar upplýsingar inn á vef okkar http://www.djupivogur.is/adalvefur/?pageid=3064.

Nú fer Hammondhátíð í hönd og þá væri gaman að sýna bæinn okkar komin í sem fallegastan búning áður en dagskrá byrjar með fjölbreyttri dagskrá. 

 Tökum höndum saman og setjum markið á að gera Djúpavogshrepp að snyrtilegasta og vinalegasta sveitarfélagi á Íslandi 
                                                                               

                                                                             Margar hendur vinna létt verk
                                                                                  Með samstarfskveðjum

                                                                                      Djúpavogshreppur      

 

 

 

 

 

                                                                     

                              

19.04.2015

Klaufar & kóngsdætur

Barna- og fjölskylduleiksýningin Klaufar & kóngsdætur verður sýnd í Hótel Framtíð sunnudaginn 19. apríl, kl. 17:00.

Klaufar og kóngsdætur er leikgerð þriggja meðlima uppistandshljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna, þeirra Ármanns Guðmundssonar, Sævar Sigurgeirssonar og Þorgeirs Tryggvasonar, á nokkrum af ævintýrum H.C. Andersen.

Leiksýningin er sett upp af Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum, en leikstjóri er Unnar Geir Unnarsson. Leikritið varð fyrir vali LME í ár vegna 210 ára árstíðar H.C. Andersen.

Íbúum Djúpavogshrepps er boðið á sýninguna af Kvenfélaginu Vöku, Foreldrafélaginu, Neista, Lions, Hótel Framtíð og Djúpavogshreppi. Aðgangur er því ókeypis.

 Góða skemmtun!

ED

 

 

18.04.2015

Musikfestival

Að loknum frábærum tónleikum nemenda í Tónskóla Djúpavogs í 5. - 10. bekk viljum við þakka fyrir góða mætingu og skemmtilega stemningu sem skapaðist. Frábær upphitun fyrir næstu helgi og vonandi eru einhverjir verðandi Hammondhátíðarskemmtikraftar. Hér má sjá myndir af atburðinum sem vinkonur tónskólakrakkana tóku.

LDB

Öxi opnuð

Strákarnir hjá SG vélum eru nú búnir að opna Öxi.

Guðmundur Hjálmar segir brekkurnar nánast hálkulausar og að klakinn uppi á háheiðinni sé að þiðna.

Sjá myndir á fésbókarsíðu SG véla

ED

 

17.04.2015

Ferð í Hrómundarey

Ferðafélag Djúpavogs

 

Laugardaginn 18. apríl 2015

verður farið í jeppaferð út í

Hrómundarey

Mæting við Hnauka kl. 10:00

Þaðan verður ekið í Hrómundarey. Þeir sem ekki eru á jeppa hafi samband við:

 Ragnar Eiðsson

í síma 478-8156 eða 893-8956

 

 

ED

17.04.2015

Utandagskrá Hammondhátíðar

Þá er utandagskrá Hammondhátíðar 2015 orðin endanleg og plaköt verða hengd upp víða um Austurland á næstu dögum.

Munið að taka ALLA hammonddagana frá.

ED

 

 

 

 

 

 

 

Utandagskrá Hammondhátíðar 2015

16.04.2015

Skoðunarkönnun fyrir íbúa í Cittaslow samfélagi

Marie Kepertová, nemi í umhverfisfræðum við Masaryk háskólann í Tékklandi, er að vinna BS rannsókn um líf í Cittaslow samfélögum. Það er ekkert Cittaslow samfélag í Tékklandi og hún vonast til að geta notað niðurstöður sinnar rannsóknar til að breyta því.

Hún vonar að einhverjir íbúar séu tilbúnir til að taka þátt í skoðunarkönnun sinni, sem nálgast má á internetinu:

http://www.survio.com/survey/d/H2B3H3Z3P7N2J9P1X

Skoðunarkönnunin er um líf í Cittaslow samfélagi. Hún er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svörin til einstaklinga. Það tekur um 8 mínútur að svara skoðunarkönnuninni. Þátttakendur verða að vera eldri en 15 ára. 

ED

 

 

 

 

16.04.2015