Djúpivogur
A A

Fréttir

Dagskráin í Djúpinu 7. apríl

Hér að neðan má sjá dagskrána í Djúpinu þriðjudaginn 7. apríl.

 

 

 

 

 

 

 

 

31.03.2015

Páskaferð Ferðafélags Djúpavogs

Ferðafélag Djúpavogs

Páskar 2015

Tröllatjörn

Sunnudaginn 5. apríl, páskadag, lagt af stað frá Djúpavogi kl. 13:00 og hittumst við Geithella. Þaðan verður gengið yfir gömlu brúna og í Tröllatjörn

Klæðnaður eftir veðri. Hafið með ykkur nesti.

 Fararstjórar eru Álftfirðingar (:

Allir velkomnir

 Stjórnin

 

 

 

31.03.2015

Helgihald í dymbilviku og um páska í Djúpavogsprestakalli

Helgihald í dymbilviku og um páska í Djúpavogsprestakalli er eftirfarandi:

 

Skírdagur, 2. apríl:  Fermingarmessa kl. 14:00 í Djúpavogskirkju

Fermd verða

Davíð Örn Sigurðarson

Fanný Dröfn Emilsdóttir

Ísak Elísson

Lydía Rós Unnsteinsdóttir

Ómar Freyr Róbertsson 

 

Föstudagurinn langi,  3. apríl:  

Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Berufjarðarkirkju frá

kl. 11:00 og lýkur væntanlega milli kl. 15:00 og 16:00.

Nokkrir íbúar prestakallsins lesa sálmana.     

Boðið verður upp á kaffi og brauð í gamla Berufjarðarbænum.

  

Páskadagur, 5. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00 í Djúpavogskirkju

Kirkjukórinn flytur fallegt stólvers.                                                                        

Morgunverður eftir guðsþjónustu.                                         

31.03.2015

Djúpavogsdagurinn 2015

Síðastliðinn laugardag var haldið upp á það í vorsólinni að framtíðin er björt í Djúpavogshreppi, nú þegar ár er liðið frá því að Vísir tilkynnti að fyrirtækið ætlaði að hætta rekstri á Djúpavogi.

Dagurinn var nefndur Djúpavogsdagurinn og haldinn hátíðlegur á Hótel Framtíð, en Djúpavogshreppur bauð öllum íbúum sveitarfélagsins upp á kaffi og með því í tilefni dagsins. Kvenfélagið Vaka og Hótel Framtíð sáu um þessar glæsilegu veitingar.

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, stýrði stuttri og léttri dagskrá. Fram komu samsöngshópur grunnskólans, sem flutti Austurland með texta eftir Hrönn Jónsdóttur og Frjáls sem fuglinn með texta Björns Hafþórs Guðmundssonar. Þær Alexandra Jónsdóttir og Fanný Dröfn Emilsdóttir sem keppt hafa fyrir hönd grunnskólans í Stóru upplestrarkeppninni lásu upp ljóð og texta sem tengjast vorinu og Djúpavogshreppi. Einnig sýndi Andrés Skúlason, oddviti, brot af myndefni sem keypt var nú á dögunum af Þórarni Hávarðssyni frá ferð út í Papey 1995. Krakkarnir fengu allir blöðrur í litum sveitarfélagsins merktar textanum „Ég ÆTLA að búa á Djúpavogi“, sem tilvitnun í myndbandið sem búið var til og birt í kjölfar tilkynningar Vísis. DJ Dröfn stýrði krakkadiskói í kjallara hótelsins og Þórunn Amanda Þráinsdóttir og Fanný Dröfn sáu um andlitsmálun.

Dagurinn tókst einstaklega vel og mæting var góð.

Djúpavogshreppur þakkar íbúum kærlega fyrir daginn!

 

Myndir frá deginum má sjá með því að smella hér.

Texti: EDV
Myndir: ÓB

30.03.2015

Opnunartímar Íþróttamiðstöðvarinnar yfir páskana

 

Hér að neðan má sjá opnunartíma Íþróttamiðstöðvarinnar yfir páskana.

ED

 

 

 

 

 

 

 

 

30.03.2015

Fermingarbarn að Núpi

Í auglýsingu Kvenfélagsins í Bóndavörðunni, sem kom út í síðastliðinni viku, gleymdist að tilkynna um fermingu Katrínar Birtu Björgvinsdóttur, Núpi. Hún fermist í Heydalakirkju á Skírdag, 2. apríl, kl. 14:00.

30.03.2015

Djúpavogsdagurinn

Djúpavogsdagurinn er í dag!

Sjáumst á Hótel Framtíð milli kl. 15:00 og 17:00.

 

 

 

 

 

 

28.03.2015

Páskaegg

Kæru félagar PÁSKAEGGIN ERU KOMIN!!!
Þau verða afhent í íþróttahúsinu á morgun, 28. mars, frá 11 - 13 gegn greiðslu eða millifærslu á reikning Neista.

Sambó eggin og fótboltaeggin á 3.500
Rís og Draumaegg á 2.500

Athugið að það eru til nokkur auka Draumaegg á 2.500 ef þið hafið áhuga

Sjáumst

27.03.2015

Uppbyggingarsjóður Austurlands (áður menningar- og vaxtarsamningur)

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í nýjan Uppbyggingarsjóð Austurlands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni og önnur verkefni á Austurlandi.

Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður sem tekur við af menningar- og vaxtarsamningum Austurlands.  Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun frá árinu 2013 en fram skal tekið að unnið er að nýrri sóknaráætlun landshlutans á grunni samnings sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í febrúar árið 2015 og mun gilda til 2019. Á árinu 2015 verður hins vegar stuðst við sóknaráætlun frá árinu 2013.  

Í ár verður úthlutað tæpum 60 milljónum króna og við úthlutun tekur sjóðurinn mið af trúverðugleika umsóknar, vaxtarmöguleika verkefnisins, mögulegrar atvinnuuppbyggingar, hvort verkefnið stuðli að vexti mannauðs á Austurlandi og sem fyrr segir að verkefnið stuðli að framkvæmd sóknaráætlunar og ýti undir samstarf innan Austurlands.  

Signý Ormarsdóttir er verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðsins. Hún segir það gleðiefni að samið sé til fimm ára en síðast var samið til eins árs sem skapaði óvissu fyrir marga styrkþega. Þá segir hún að með því að sameina sjóðina í einn virki það sem hvatning fyrir umsækjendur að hugsa heildrænt um verkefnin sín og þannig verði meiri tenging milli menningar og vaxtarsprota í atvinnulífinu.  

Sjóðurinn mun að jafnaði ekki styrkja meira en 50% af heildarkostnaði verkefna. Auglýst verður opinberlega, minnst einu sinni á ári, eftir umsóknum. Stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga skulu að jafnaði ekki vera leiðandi aðili í verkefnum styrktum af uppbyggingarsjóði landshlutans.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má meðal annars finna í samningi um sóknaráætlun Austurlands og heimasíðu Austurbrúar ses. sem mun hafa umsjón með sjóðnum.

Fyrr í vikunni var auglýst eftir umsóknum fyrir árið 2015 og er umsóknarfrestur til 12. apríl. Boðið verður upp á vinnustofu þar sem hægt verður að fá aðstoð við gerð umsókna í starfstöð Austurbrúar á Egilsstöðum þriðjudaginn 31. mars kl. 15:00 – 17:00.

Frekari upplýsingar veitir Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands í 860 2983 / signy@austurbru.is

Fréttatilkynning frá Austurbrú

27.03.2015

Kórinn á gömlu kirkjunni fjarlægður

Upp úr hádegi fékk hirðljósmyndari heimasíðunnar fyrirvaralausa skipun frá öðrum af yfirsmiðum í gömlu kirkjunni. Hann skyldi drífa sig upp að kirkjunni með myndavélina því "nú ætti að fara að rífa afturendann af gömlu kirkjunni", eins og yfirsmiðurinn orðaði það. Það stóð líka heima og stóð meira að segja á endum að þegar undirritaður mætti móður og másandi á staðinn, þá var voru fyrstu millimetrarnir í hífingunni að hefjast.

Menn voru hræddir um að kórinn myndi hreinlega liðast í sundur en það var aldeilis annað upp á tengingum og þurfti meira að segja töluverða lagni og talsvert afl til að jafna hann við jörðu.

Endurbyggingin er annars vel á veg komin, eins og meðal annars má sjá á meðfylgjandi myndum - sem þó snúa að meira að niðurrifi en uppbyggingu.

ÓB

26.03.2015

Gjöf til grunnskólans

Fyrir nokkru koma Alda Jónsdóttir, bóndi á Fossárdal, færandi hendi með gjöf til grunnskólans.  Um var að ræða rennibekk, sem Eyþór Guðmundsson, heitinn, átti og fannst henni við hæfi að gefa grunnskólabörnum færi á að fá hann til eignar.

Rennibekkurinn hefur nú fengið sinn stað í smíðastofunni og hafa nemendur og kennari prufukeyrt hann og lofar afraksturinn góðu.

Við þökkum Öldu kærlega fyrir höfðinglega gjöf en gjafir sem þessar eru skólanum, börnunum og starfinu hér mikils virði.

HDH

Austurland að Glettingi

 

Á morgun, föstudag, verður haldin ferðasýningin Austurland að Glettingi á Reyðarfirði.

Sjá nánar í auglýsingunni hér að neðan.

ED

 

 

 

 

 

 

26.03.2015

Styrkir

 

 

Í gær var Signý Ormarsdóttir með kynningarfund í Djúpinu um nýja tilhögun styrkjamála hjá Austurbrú.

 

Nú er sótt um í einn sameiginlegan sjóð sem nær bæði yfir styrkveitingar til menningarverkefna og atvinnuuppbyggingar, þ.e. Uppbyggingarsjóð Austurlands.

 

Umsóknarfrestur er til 12. apríl.

 

Nánar á: http://www.austurbru.is/is/menning/uppbyggingarsjodur-austurlands

ED

26.03.2015

Arfleifð auglýsir eftir sumarstarfsmanni

Arfleifð hönnunar- og framleiðslufyrirtæki auglýsir eftir sumarstarfsmanni í verslun sína á Djúpavogi.

Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk. 

Sjá nánari auglýsingu hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

 

25.03.2015

Djúpið - 25. mars

Á morgun, 25. mars, verður Signý Ormarsdóttir með vinnustofu í styrkumsóknum: UPPBYGGINGARSJÓÐUR AUSTURLANDS (menningar- og atvinnusköpun) frá kl. 16:00-17:00

Ykkur bíðst svo að panta tíma með Signýju milli kl. 17:00 og 18:00 á morgun. Endilega hafið samband og pantið tíma á frumkvodlasetur@djupivogur.is eða hjá Ölfu í síma 894 8228.

Þetta er gott tækifæri til að fá leiðbeiningar við uppsetningu styrkumsókna.

 Sjáumst í Djúpinu á morgun

Alfa

 

 

 

 

24.03.2015

Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi – kynningarfundur

Rannís auglýsir kynningu á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi.

ED

 

 

 

23.03.2015

Myndasýning í Tryggvabúð í dag kl 17:00

Í dag mánudag 23.mars kl 17:00 verður myndasýning nr. 6 í Tryggvabúð þar sem þeir Andrés og Ólafur halda áfram að varpa upp gömlum myndum úr hreppnum og eins og áður er þess vænst að gestir taki virkan þátt að hjálpa til með að greina einstakar myndir.  

                                                                                                Allir velkomnir

 

 

 

 

 

 

 

 

23.03.2015

Krakkabíó í Löngubúð

Í dag, föstudag verður krakkabíó í Löngubúð.

Hefst kl. 17:00.

Sjá nánar hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

20.03.2015

Skipstjóri í Papeyjarferðir

Leitað er að skipstjóra á ferjuna Gísla í Papey, sem flytur gesti til Papeyjar.

Áhugasamir hafi samband í síma 478 8119 / 862 4399.

 

19.03.2015

Starf verkefnastjóra á Djúpavogi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra á Djúpavogi.

Sjá auglýsinguna hér að neðan.

Umsóknarfrestur er til 10. apríl.

 

 

 

 

 

 

 

Atvinnuauglýsing Nýsköpunarmiðstöðvar

19.03.2015

Starf verkefnastjóra á Djúpavogi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra á Djúpavogi.

Sjá auglýsinguna hér að neðan.

Umsóknarfrestur er til 10. apríl.

ED

 

 

 

 

 

 

Atvinnuauglýsing Nýsköpunarmiðstöðvar

19.03.2015

Aron í Afríku - Með öpum í Katabang

Eins og margir vita er Djúpavogsbúinnn Aron Daði Þórisson á ferðalagi um Afríku og hefur verið þar megnið af þessu ári. Þar hefur hann ferðast með öðrum Djúpavogsbúa, eða réttara sagt Hamarsdælingi, honum Ugniusi Hervar Didziokas.

Þeir félagar hafa ferðast vítt og breitt um Afríku og eftir því sem við best vitum eru þeir nú staddir í Congo (þeir ættu nú að þekkja sig þar.

Aron sendi okkur mjög skemmtilega ferðasögu fyrir stuttu, þegar þeir félagar voru staddir í Benín.

Nú er komin önnur ferðasaga, sú gerist í Nígeríu.

Við erum búin að útbúa svæði fyrir pistlana, Aron í Afríku, undir Innsent efni - Pistlar í veftrénu hér til vinstri.

Þið getið líka smellt hér til að fara beint á pistilinn. Honum fylgja myndir og meira að segja ein hljóðskrá, sem inniheldur fagran söng nokkurra glaðbeittra simpansa.

Góða skemmtun.

ÓB

18.03.2015

Flutningur skrifstofu minjavarðar Austurlands til Djúpavogs

Skrifstofa minjavarðar Austurlands var flutt frá Egilsstöðum til Djúpavogs um síðustu mánaðamót. Nýtt heimilisfang skrifstofunnar er Bakki 1, 765 Djúpivogur. Meginástæða flutningsins er að minjasvæði Austurlands er mjög víðfeðmt og því nauðsynlegt að staðsetja skrifstofu minjavarðar með tilliti til þess. Djúpivogur er á miðju minjasvæðinu og því er ljóst að hagkvæmast er að sinna svæðinu þaðan. Auk þess er stefna Djúpavogshrepps mjög minjaverndarsinnuð og menningarminjum er gert hátt undir höfði þannig að skrifstofa minjavarðar á vel heima þar.

Fréttatilkynning af minjastofnun.is

 

Við bjóðum Rúnar Leifsson innilega velkominn til starfa í ráðhúsinu Geysi og að sjálfsögðu fögnum við fjölgun opinberra starfa á svæðinu og erum sannfærð um að starf minjavarðar Austurlands á einmitt hvergi betur heima en í Djúpavogshreppi þar sem sagan og minjarnar liggja við hvert fótmál.

Sjá að öðru leyti upplýsingar á vef Minjastofnunar Íslands
                                                                                                                                                       

Rúnar Leifsson

  • Minjavörður Austurlands
  • runar@minjastofnun.is
  • Farsími: 864 1451
  • Sími: 570 1310
  • Bakki 1, 765 Djúpavogi

 

18.03.2015

Sólmyrkvi

Það hefur tæpast farið fram hjá nokkrum að á föstudagsmorgunn verður sólmyrkvi á Íslandi sem sést best frá Djúpavogi (ef veðrið lofar). Hér ætti myrkvinn að ná yfir 99 % sólarinnar sem þýðir að skuggi fellur á jörðina þar sem tunglið fer fyrir sólu. Við í grunnskólanum höfum fengið gleraugu til að fylgjast með sólmyrkvanum þar sem geislar sólarinnar eru hættulegir sjón okkar. Við stefnum á að vera úti við Bóndavörðu og þar í kring, öll saman frá kl. 8:45. Það væri gaman að aðrir kæmu til að upplifa þennan viðburð með okkur og við munum að sjálfsögðu leyfa öðrum að nota gleraugun okkar. Við mælum með hlýjum fatnaði miðað við veður og jafnvel heitu kakói á brúsa. Hlökkum til að eyða morgninum með ykkur.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur er bent á Stjörnufræðivefinn!

LDB

Náttúrufræði í leikskólanum

Jón Ingvar kom í heimsókn í leikskólann í gær og sýndi okkur nokkur sjávardýr sem vöktu mikla lukku. Þetta voru Steinbítur, Rauðmagi, Krabbi og Krossfiskur.   Þau voru sprelllifandi og fannst krökkunum gaman að sjá þegar Steinbíturinn beit í spýtuna svo fast að það var hægt að taka hann upp á spýtunni.  Síðan var krabbi sem rölti um gólfið og Rauðmagi sem saug sig fastan á gluggann.  Krossfiskurinn var eina dýrið sem þeir hugrökkustu þorðu að halda á en svo voru nokkrir sem prófuðu að klappa steinbítnum. 

Með krossfisk

Mjög merkilegir fiskar

Flottur steinbíturinn

Fleiri myndir hér

ÞS

 

Steinþór og Auja verðlaunuð fyrir úrvalsmjólk fjórða árið í röð

Fjórða árið í röð voru þau Steinþór Björnsson og Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir á Hvannabrekku í Berufirði, verðlaunuð fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fyrir úrvalsmjólk fá þau kúabú sem leggja inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins. Hvannabrekka var í ár, líkt og í fyrra, eina kúabúið á Austurlandi sem hlaut þessa viðurkenningu.

Það er Auðhumla, samvinnufélag mjólkurframleiðenda, sem veitir verðlaunin. Auðhumla er í eigu um 700 mjólkurframleiðenda um land allt. Hún hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Það eru gerðar mjög strangar gæðakröfur til allrar mjólkur sem mjólkurframleiðendur leggja inn. Það eru tekin sýni úr allri mjólk sem sótt er. Kannað er hvort um lyfjaleyfar geti verið að ræða og vikulega eru mældir hinir ýmsu þættir, s.s. gerlamagn (líftala), frumutala og fitusýrur sem ákvarða síðan hvort mjólkin stenst gæðakröfur. Þeir sem aftur koma allra best út úr þessum mælingum fá greitt sérstakt álag á mjólkurverðið eftir hvern mánuð. Á hverju ári eru síðan nokkur bú sem ná því að vera með úrvalsmjólk alla mánuði ársins.

Að hljóta þessi verðlaun fjögur ár í röð er því hreint ekki sjálfgefið og sýnir berlega að kúabúið á Hvannabrekku er með þeim bestu á landinu.

Við getum svo sannarlega verið stolt af þeim Steinþóri og Auju og við hjá Djúpavogshreppi sendum þeim innilegar hamingjuóskir með árangurinn.

Meðfylgjandi er mynd sem við fengum hjá Auju, tekin stuttu eftir að verðlaunin voru afhent.

Þessi bætist því í safnið góða, en neðan er mynd af hinum bikurunum þremur.

ÓB

 

17.03.2015

Aðalfundur UMF. Neista

Minnum á Aðalfund UMF. Neista í Löngubúð kl 17:00 fimmtudaginn 19. mars.

Hvetjum við foreldra allra barna til að mæta

Vinsamlegast skoðið auglýsinguna um aðalfundarboð, þar kemur fram dagskrá fundarins og annað.


17.03.2015