Djúpivogur
A A

Fréttir

Áramótabrennan 2014

Kveikt verður í áramótabrennunni við Rakkaberg þann 31. desember kl. 17:00.

Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi meðan við syngjum nokkur lög.

Þeir sem vilja æfa sig geta séð hér að neðan hvaða lög við ætlum að syngja undir undirspili Kristjáns Ingimarssonar.

Að venju vonumst við eftir fjölmenni við að kveðja gamla árið


Áramótalögin 2014

(texta má finna á veraldarvefnum en textablöðum verður einnig dreift á staðnum)


Máninn hátt á himni skín
Stóð ég út í tungsljósi
Álfadans
Kveikjum eld 
Hún var glæsileg brennan árið 2008 - ætli hún verði glæsilegri núna 6 árum síðar?

30.12.2014

Bakkabúð opin í dag

Í dag, mánudaginn 29. desember, verður Bakkabúð opin frá kl. 16:00 - 18:00.

Verið velkomin.

Bakkabúð

29.12.2014

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs

Aðalfundur ferðafélags Djúpavogs verður haldinn í Löngubúð mánudaginn 29. desember 2014 kl. 17:00.

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Önnur mál.

Allir félagsmenn hvattir til að mæta og nýir félagar boðnir velkomnir.

Stjórnin

23.12.2014

Jólakveðja frá Djúpavogsskóla

Jólakveðju frá Djúpavogsskóla má finna hér.

Skólastjóri

Desember í Löngubúð

23. desember - Þorláksmessa:

Íris Birgisdóttir og Kristján Ingimarsson ætla að syngja okkur inn í jólin. 

Dásamlegar kræsingar á boðstólnum. Grýlukaffi, kökur, kertaljós og konfekt.

Opið frá 21:00 - 01:00.


27. desember:

Jóla-peysu-partý og Pub-Quiz. Manst þú hvað gerðist á árinu 2014?

Göróttur drykkur á tilboði, 2 fyrir 1, milli 21:00 og 22:00.

Opnum kl. 21:00. Hefjum leika kl. 22:00.


Starfsfólk Löngubúðar

22.12.2014

Jólasnjór

Í þessum töluðu orðum kyngir hreinlega niður snjónum á Djúpavogi þannig að allt er orðið fannhvítt og risastór snjókorn svífa niðurúr himninum.  Greinar trjánna svigna undan snjónum svo það getur bara ekki orðið jólalegra.  Börnin í leikskólanum elska snjóinn enda er hann orðinn frekar sjaldséður síðastlilðin ár og oft heyrir maður börnin segja "það er kominn snjór, drífum okkur út því hann verður farinn á morgun" og það hefur oft á tíðum verið raunin.  En við ætlum að vona að svo verði ekki núna heldur fáum að hafa þennan snjó fram yfir jól og jafnvel áramót.  Hver veit.  Krakkarnir voru alla vega ánægð að komast út í snjóinn til að búa til snjóengla og snjókarla. 

Það er sko hægt að búa til snjókarl núna

Snæfinnur snjjókarl og börnin á Kríudeild og Krummadeild

Fleiri myndir hér

ÞS

Frá jólasveinunum

Umboðsmenn jólasveinanna munu taka á móti pökkum á Þorláksmessu milli kl 15 - 17 í Íþróttamiðstöðinni. Verð á heimili er 1000kr og ætla jólasveinarnir að gefa Ungmennafélaginu Neista ágóðan til styrktar íþróttaiðkunar barna á Djúpavogi, enda eru þeir miklir íþróttamenn sjálfir. 

Jólasveinarnir verða svo á ferðinni á aðfangadag og færa börnunum pakkana sína. 

Kveðja

Jólasveinaráð

21.12.2014

Aðeins af Prins Póló

Við höfum áður fjallað um velgengni Karlsstaðabóndans Svavars Péturs Eysteinsson, en eins og flestir vita semur hann tónlist undir nafninu Prins Póló. Í vor, stuttu eftir að hann flutti með fjölskyldu sinni að Karlsstöðum í Berufirði, gaf hann út sína aðra hljóðversplötu, Sorrí, sem hefur fengið frábærar viðtökur og lög á borð við Tipp topp, Hamstra sjarma og Bragðarefir notið mikilla vinsælda. Í sumar kom svo út lagið París norðursins úr samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var í byrjun september, en óhætt er að fullyrða að það sé eitt af vinsælustu lögum ársins. Í lok sumars varð svo til vísir að "útihátíð" á Karlsstöðum þegar Prinsinn og frú efndu til Bulsudiskós sem heppnaðist sérstaklega vel. Hver veit nema það verði að árlegum viðburði?

Eins og áður sagði hefur Sorrí fengið frábæra dóma hjá poppskríbentum og meðal annars valdi Dr. Gunni hana nýverið plötu ársins. Tónlistin úr París norðursins rataði einnig á þann lista og lenti í 20. sæti. Þá var titilinn Sorrí valinn sá besti af álitsgjöfum Fréttablaðsins.

Í byrjun desember gáfu Prins Póló og Baggalútur síðan út jólalag sem fékk nafnið Kalt á toppnum og hefur notið mikilla vinsælda. Í tilefni þess tók Prinsinn lagið með þeim á nokkrum tónleikum í hinni rómuðu jólatónleikaröð Baggalúts.

Það hefur semsagt verið mikið að gera hjá Prinsinum í desember og í kvöld fara fram tónleikar í Iðnó undir yfirskriftinni Prins Póló og vinir (hafa einnig verið kynntir sem Jólamessa Prins Póló). Það má sjálfsagt treysta því að stemmningin verði gífurleg í henni Reykjavík í kvöld. 

Við látum svo fylgja með hér að neðan upptöku KEXP frá tónleikum Prins Póló sem fóru fram á Kex Hostel og voru liður í Iceland Airwaves.

Einnig er hér ítarlegt viðtal við Prinsinn sem Ólafur Páll Gunnarsson tók við hann í fyrradag í Popplandi á Rás 2.

Við óskum Svavari til hamingju með velgengnina.

ÓB

 

19.12.2014

Friðarljós Kvenfélagsins Vöku

Friðarljós Kvenfélagsins Vöku eru til sölu hjá Ingibjörgu í Vínbúðinni á opnunartíma verslunarinnar.

Verð 500 kr. stykkið.

Kvenfélagið Vaka

19.12.2014

Opnunartími yfir hátíðarnar í íþróttamiðstöðinni

Íþróttamiðstöðin verður opin yfir hátíðarnar sem hér segir:

22. desember: 07:00 - 20:30

23. desember: 10:00 - 17:00

24. desember: Lokað

25. desember: Lokað

26. desember: Lokað

27. desember: 11:00 - 17:00

28. desember: Lokað

29. desember: 07:00 - 20:30

30. desember: 07:00 - 20:30

31. desember: Lokað


Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

19.12.2014

Umfjöllun um Hildi Björk í Fréttablaðinu

Í gær mátti sjá viðtal í Fréttablaðinu við Djúpavogsbúann Hildi Björk Þorsteinsdóttur. Hildur, sem er grafískur hönnuður, hefur undanfarin misseri verið teikna litríkar myndir undir nafninu Hildur Björk Art & Design. Einnig hefur hún verið að teikna litlar myndir í sama stíl inn í falleg hálsmen.

Hægt er að skoða viðtalið á Vísi.is

Við hvetjum fólk einnig til að skoða heimasíðu Hildar, www.hildurbjork.is og Facebooksíðu hennar.

Myndina af Hildi tók unnusti hennar, Óskar Ragnarsson fyrir Fréttablaðið.

Aðar myndir eru fengnar af Facebooksíðu Hildur Björk Art & Design

ÓB

 

 

19.12.2014

Guðsþjónustur í Djúpavogshreppi jólin 2014

Aftansöngur á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 18.00 í Djúpavogskirkju

Hátíðarguðsþjónusta 2. jóladag kl. 15.00 (ath. breyttur tími frá fyrri auglýsingum) í Berufjarðarkirkju. Hrafnhildur Eyþórsdóttir djáknakandidat prédikar

Hátíðarguðsþjónusta 28. desember des. kl. 14.00 í Hofskirkju, Álftafirði
Aftansöngur á aðfangadagskvöld 24. des. kl. 18.00 í Djúpavogskirkju

Hátíðarguðsþjónusta 2. jóladag kl. 15.00 (ath. breyttur tími frá fyrri auglýsingum) í Berufjarðarkirkju. Hrafnhildur Eyþórsdóttir djáknakandidat prédikar

Hátíðarguðsþjónusta 28. desember kl. 14.00 í Hofskirkju, Álftafirði

Sóknarprestur

18.12.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 17.12.2014 (aukafundur)

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

18.12.2014

Jólaball á Hótel Framtíð

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Grunnskólinn, tónskólinn og Hótel Framtíð halda sameiginlegt jólaball á Hótel Framtíð föstudaginn 19. desember.  Ballið stendur yfir frá klukkan 15:00 - 16:00 og eru allir íbúar boðnir hjartanlega velkomnir.

Hvetjum eldri borgara sérstaklega til að mæta og dansa með okkur í kringum jólatréð.

Skólastjóri

Sveitarstjórn: Fundarboð 17.12.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 17.12.2014

2. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 17. desember 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsvandi Austurbrúar – Rekstraráætlun 2015

 


Djúpavogi 16. desember 2014
Sveitarstjóri

 

16.12.2014

Frá tónskólanum - jólatónlistarstund

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Kennarar tónskólans, ásamt nemendum ætla að bjóða uppá notalega jólatónlistarstund í Helgafelli, á morgun þriðjudaginn 16. desember.  Hefst hún klukkan 17:00 og verður boðið uppá kaffi og kökur á eftir.

Allir íbúar eru hjartanlega velkomnir og það er ókeypis inn.

Skólastjóri

Bókaupplestri í Löngubúð frestað

Bókaupplestri sem halda átti í Löngubúð í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.

Ný tímasetning verður auglýst síðar.

ÓB

15.12.2014

Jólatréssölu skógræktarfélagsins frestað

Vegna veðurs þurfum við að fresta jólatréssölunni sem fara átti fram í dag, um eina viku.

Hún verður sem sagt haldin sunnudaginn 21. desember næstkomandi, milli 13:00 - 14:00.

Farið er upp afleggjarann við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré.
Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk.

Verð kr. 3.000.-

Skógræktarfélag Djúpavogs

 

14.12.2014

Úthlutað úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja

Þann 11. desember 2014 úthlutaði Sparisjóðurinn á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík, í sjöunda skipti, úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Athöfnin fór fram í Sparisjóðnum á Höfn.

Þess má geta að þetta er tuttugasta og sjöunda árið sem úthlutað er úr sjóðnum.

Þessir aðilar hljóta viðurkenningar og styrki árið 2014:

Nemendur og kennarar Grunnskóla Djúpavogs, tölvukaup.
Slysavarnardeildin Framtíðin, 60 ára
María Birkisdóttir frjálsíþróttakona á Höfn

Tilkynning frá Sparisjóðnum

 

Sjá myndir hér að neðan og fyrir neðan þær nánari útlistun á þeim sem hlutu styrk.


B
ryndís Þóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Djúpavogs tekur við verðlaunum fyrir skólann, en vegna veðurs komust fulltrúar frá skólanum ekki.


F
oreldrar Maríu tóku við styrknum fyrir hennar hönd en hún er í Reykjavík í vetur


S
lysavarnarkonur sem komu og tóku við afmælisgjöfinni / styrknum


H
ópurinn saman kominn ásamt Önnu Halldórsdóttur, forstöðumanni Sparisjóðsins á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík


DJÚPAVOGSSKÓLI
- nemendur og kennarar -

Í Grunnskóla Djúpavogs eru í vetur um 60 nemendur. Starfsfólk skólans er metnaðarfullt og nemendur einnig. Starfað er eftir mörgum háleitum markmiðum og leitast er við að uppfylla þau eftir bestu getu. 
Á síðustu árum hafa þó ekki öll markmiðin náðst að fullu og er ástæðan sú að engar spjaldtölvur er til staðar í skólanum en sambærilegir skólar eru flestir farnir að nýta sér þessa tækni í daglegri kennslu.
Sparisjóðurinn á Djúpavogi vill leggja sitt af mörkum til að nemendur og starfsfólk geti notað nútímatæknina og hefur ákveðið að leggja verkefninu lið, ásamt fleiri fyrirtækjum og félögum sem hafa fengið beiðni um styrk til kaupa á 20 iPad-mini tölvum og töskum.

Nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans óskum við velfarnaðar.


SLYSAVARNARDEILDIN FRAMTÍÐIN 60 ÁRA

Slysavarnardeildin Framtíðin fagnar 60 ára afmæli á árinu 2014, en deildin var stofnuð 7. febrúar 1954 og voru stofnfélagar 40 talsins, eingöngu konur.
Strax í upphafi var hafist handa við að safna fyrir björgunarskýli á Austurfjörum og ekki þarf að tíunda, í sjávarplássinu Hornafirði, öll þau fjölmörgu verkefni sem Framtíðarkonur hafa síðan þá styrkt í þágu sjófarenda.
Framtíðarkonur láta sér fátt óviðkomandi og hafa styrkt samfélagið með öflugri starfsemi á fjölmörgum öðrum sviðum og átaksverkefnum af ýmsum toga, til að fyrirbyggja slys og óhöpp. Einnig hefur félagið staðið fyrir námskeiðum fyrir félagsmenn sína og sækir að sjálfsögðu þing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem félagið er aðili að og eru ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi.
Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnardeildin Framtíðin vinna þétt saman, ekki síst við björgunaraðgerðir og verður það seint metið til fjár.
Fjáröflun félagsins er af ýmsum toga og má þar nefna árlega kaffisölu, línuhappdrætti, laufabrauðsgerð og fleira.
Sparisjóðurinn óskar Framtíðarkonum, sem nú eru um 110 talsins, innilega til hamingju með 60 ára afmælisárið.


MARÍA BIRKISDÓTTIR
- íþróttakona -

Árið 2014 hefur verið mjög viðburðaríkt í sögu íþróttamála á Hornafirði, ekki síst hjá einstaklingum í frjálsum íþróttum. Það þarf mikinn sjálfsaga, dugnað og þrautseigju til að ná langt í einstaklingsgreinum og ná settum markmiðum.
María Birkisdóttir, Íslandsmeistari í hlaupum , er 19 ára Hornfirðingur, sem við megum öll vera stolt af. Þegar afrekaskrá Maríu hjá USÚ og Frjálsíþróttasambandi Íslands er skoðuð, er eins gott að hafa nokkuð mörg blöð í prentaranum því þar er af mörgu að taka.
Auk allra verðlauna og titla sem María getur nú þegar státað af, á stórmótum á árinu sem er að líða, muna Hornfirðingar líka eftir sigrum hennar hjá USÚ á unglingsárunum.
María hefur verið valin í Landsliðshópinn fyrir árið 2015 í millivegalengdum og langhlaupum.
María starfar í Reykjavík í vetur og æfir af krafti með ÍR en keppir fyrir USÚ.
Sparisjóðurinn sendir Maríu góðar kveðjur og óskir um bjarta framtíð.

12.12.2014

Jólatréssala skógræktarfélagsins

Sunnudaginn 14. desember 2014, frá kl. 13:00 – 14:00 verða seld jólatré úr skógræktinni.

Farið er upp afleggjarann við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré.
Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk.

Verð kr. 3.000.-

Stjórn Skógræktarfélags Djúpavogs

12.12.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 11.12.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

12.12.2014

Sparisjóðurinn auglýsir eftir afgreiðslustjóra

Sparisjóðurinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða afgreiðslustjóra til starfa, sem fyrst. Sparisjóðurinn sinnir banka og póstþjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2014. Starfshlutfallið er 82%.

Laun samkvæmt kjarasamningi SSF.

Viðkomandi þarf að hafa góða almenna menntun, jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum. Góðrar íslensku- og tölvukunnáttu er krafist.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Anna Halldórsdóttir, forstöðumaður á Höfn og skal umsóknum skilað til hennar eða í bankaútibúið á Djúpavogi.

Sparisjóður Vestmannaeyja,
Útibú á Djúpavogi, sími 470 8710
Anna Halldórsdóttir, sími 470 8700

11.12.2014

Hugflæðifundi í Djúpinu frestað

Áður auglýstum hugflæðifundi sem halda átti í Djúpinu í dag (sjá að neðan) er frestað um óakveðinn tíma vegna veðurs.

Ný tímasetning verður auglýst hér á heimasíðunni.

ÓBHugflæðifundur verður í Djúpinu miðvikudaginn 10. desember kl. 16:00.

Umræðuefni dagsins:

Hvaða hugmyndir eru í loftinu á Djúpavogi?
Hvaða leiðir eru til að koma hugmyndum í framkvæmd?
Hvaða mannauður er til staðar á Djúpavogi?
Hvaða tengslanet er til staðar?
Hvernig nýtum við tengslanetið?
Hvernig nýtum við Djúpið sem best?

Fundarstjóri er Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú.

Heitt á könnunni, allir velkomnir!

Djúpið

 

 

10.12.2014

Bækur Ingimars Sveinssonar á jólatilboði

Fram að jólum eru bækur Ingimars Sveinssonar á tilboði á skrifstofu Djúpavogshrepps. Um er að ræða bækurnar Djúpivogur - 400 ár við voginn, sem kom út árið 1989 og Djúpivogur - siglt og róið um eyjasund, sem kom út árið 2003. Saman fást þessar frábæru bækur, sem hafa að geyma mikið magn ómetanlegra heimilda um sögu Djúpavogs, á krónur 2.500.-

Hægt er að koma við á opnunartíma, milli 13:00 og 16:00 virka daga, hringja í síma 478-8288 eða senda tölvupóst á anna@djupivogur.is til að panta eintök.

ÓB

 

 

 

10.12.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 11.12.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 11.12.2014

7. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2015, fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
2. Fundargerðir

a) Starfsendurhæfing Austurlands, stjórnarfundur, dags. 4. júní 2014.
b) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 12. september 2014.
c) Cruise Iceland, dags. 22. október 2014.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2014.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 6. nóvember 2014.
f) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 12. nóvember 2014.
g) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 20. nóvember 2014.
h) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014.
i) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014.
j) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. nóvember 2014.
l) Atvinnumálanefnd, dags. 26. nóvember 2014.
m) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 1. desember 2014.
n) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. desember 2014.
o) Skipulags- og umhverfisnefnd, dags. 4. desember 2014.

3. Erindi og bréf

a) Gísli Sigurgeirsson, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2014.
b) Benedikt V. Warén, umsókn um styrk, dags. 10. nóvember 2014.
c) Innanríkisráðuneytið, skil á fjárhagsáætlun 2015-2018, dags. 10. nóvember 2014.
d) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 10. nóvember 2014.
e) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 11 nóvember 2014.
f) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 12. nóvember 2014.
g) Snorrasjóður, stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2015, dags. 17. nóvember 2014.
h) Póst- og fjarskiptastofnun, leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES, dags. 20. nóvember 2014.
i) Vinnumálastofnun, tilkynning vegna þjónustusamnings og óskar um viðtalsaðstöðu, dags. 21. nóvember 2014.
j) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, breytingar á aðalnámskrá grunnskóla, dags. 24. nóvember 2014.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, stefnumörkun sambandsins 2014-2018, dags. 25. nóvember 2014.
l) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, styrkur vegna námsupplýsingakerfis, dags. 25. nóvember 2014.
m) Gísli Pálsson og Valdimar Leifsson, styrkbeiðni, dags. 26. nóvember 2014.
n) Austurbrú ses, sameiginleg markaðssetning á árinu 2015, dags. 27. nóvember 2014.
o) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, styrkbeiðni, dags. 1. desember 2014.
p) Samband íslenskra sveitarfélaga, svar við erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu, dags. 2. desember 2014.
q) Samband íslenskra sveitarfélaga, hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla, dags. 4. desember 2014.
r) Umhverfisstofnun, drög að hreindýraarði, dags. 4. desember 2014.
s) Félag eldri borgara, styrkbeiðni, ódags.
t) Skúli Benediktsson, fyrirspurn vegna plans eða bílastæðis við Hvarf, dags. 7. desember 2014.

4. Samþykktir um gæludýrahald
5. Málefni lögreglunnar á Austurlandi
6. Aðalskipulagsbreyting: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns
7. Byggðakvóti
8. Vegagerð um Berufjarðarbotn
9. Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi, 8. desember 2014;
sveitarstjóri

08.12.2014

Úthlutun hreindýraarðs 2014

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2014 á ágangssvæði/jarðir í sveitarfélaginu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 18. desember. Það er jafnframt sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir sem skulu sendast til:

Skrifstofa Umhverfisstofnunar
Tjarnarbraut 39A
Pósthólf 174
700 Egilsstaðir

Sveitarstjóri

08.12.2014