Djúpivogur
A A

Fréttir

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 3. október kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

02.10.2014

Frítt í sund í dag!

Í tilefni af Hreyfivikunni verður frítt í sund í dag, fimmtudag 2. október, fyrir alla frá kl 15:00-20:00.
Hvetjum bæjarbúa til að nýta þetta tækifæri og skella sér í sund með fjölskylduna.

Á morgun, föstudag, verður leikjadagur fyrir alla fjölskylduna f´ra kl 17:00-18:00. Athugið að börn undir 14 ára eiga að mæta í fylgd með forráðamanni. Förum í hlaupískarðið, köttur og mús, stórfiskaleik og sprellum aðeins saman. Leikir fyrir alla!

Laugardaginn 3.október er svo kirkjupúl við gömlu kirkjuna þar sem við hjálpumst að við að rífa klæðninguna utan af kirkjunni. Mæta í viðeigandi fatnaði og með vinnuhanskana á lofti.

Sunnudaginn 4.okt lýkur svo Hreyfivikunni með ævintýragöngu í skógræktinni fyrir alla fjölskylduna.


02.10.2014