Djúpivogur
A A

Fréttir

Jólakort fyrir gömlu kirkjuna

Hollvinasamtökin um gömlu kirkjuna ætla að prenta jólakort sem seld verða til styrktar uppbyggingu á kirkjunni. 

Nú viljum við leita til allra velunnara til að senda inn hugmynd að jólakorti sem dómnefnd mun svo velja úr til prentunar. Ekki verður boðin nein þóknun fyrir nema þá í formi prentaðra jólakorta.

Hvetjum við alla til að senda inn tillögur, þetta geta verið ljósmyndir, teikningar, ljóð, myndir í hvaða formi sem er og texti til að hafa inni í korti. Jafnvel hugmynd að korti sem einhver annar en höfundur getur útfært. Athugið, hægt er að skila tillögum í hvaða formi sem er.

f.h. Hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna á Djúpavogi;

Unnur Malmquist Jónsdóttir
unnurkennari@gmail.com
s. 478-8252

Þór Vigfússon
thorvigfusson@gmail.com
s. 478-8115
863-4498

31.10.2014

Rauði krossinn

Í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi verða grunnskólar á landinu heimsóttir af sjálfboðaliðum. Tilgangur heimsóknanna er að minna á mikilvægi skyndihjálpar. Egill og Auður komu í heimsókn í grunnskólann þriðjudaginn síðasta til að kynna skyndihjálp fyrir nemendum Djúpavogsskóla. Farið var yfir hver viðbrögð skulu vera þegar slys ber að höndum. Krakkarnir fengu að svara spurningum, koma við dúkkur og elstu fengu bæði kennslu í Heimlich takinu og grunn í hjartahnoði.

Við þökkum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir heimsóknina og má sjá myndir með fréttinni hér.

LDB

 

Sköpunarkjarkur í Djúpinu - formleg opnun og frítt námskeið

Mánudaginn 3. nóvember verður boðið upp á frítt námskeið í Djúpinu og um kvöldið verður síðan formleg opnun á frumkvöðlasetrinu.

Kl. 16:00 - Fyrirlestur og námskeiðið Sköpunarkjarkur. Námskeiðið er lauslega byggt á bókinni Creative Confidence eftir bræðurna Tom og David Kelly. Kennt verður á einföld verkfæri sem nýst geta til að virkja sköpunarkraftinn. Öll erum við skapandi! Kennari er Karl Guðmundsson, ráðgjafi í vöruþróun og markaðsmálum.

Námskeiðið er FRÍTT. Skráning í tölvupósti á frumkvodlasetur@djupivogur.is. Takmarkaður sætafjöldi.

Kl. 20:00 - Opið hús. Formleg opnun á Djúpinu. Kaffi á könnunni og sköpunargleði í loftinu. Allir velkomnir!

Eftirfarandi aðilar gera Djúpinu kleift að bjóða upp á námskeiðið Sköpunarkjarkur:

Sparisjóðurinn, PVA, Langabúð, Við voginn, Hótel Framtíð og Vísir hf.

31.10.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 29.10.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

30.10.2014

Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót

Vísir hf. hefur selt Ósnesi hlutafé sitt í Búlandstindi á 500 þúsund krónur.
Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Fasteignir Vísis hf. eru metnar á 50 milljónir króna og afhendir Vísir Búlandstindi þær endurgjaldslaust gegn því að það verði stöðug vinnsla í húsunum næstu fimm ár

Engin starfsemi hefur verið undir nafni Búlandstinds síðustu ár en Ósnes og Fiskeldi Austfjarða hf. hafa skuldbundið sig til þess að auka hlutafé Búlandstinds um samtals 140 milljónir króna og hefja þar fiskvinnslu, auk vinnslu og pökkunar á eldisfiski.

Ósnes kaupir tæki og búnað Vísis á staðnum og leggur inn sem hlutafé í Búlandstind og hlutafé Fiskeldis Austfjarða verður í formi tækjabúnaðar til vinnslu og pökkunar á eldisfiski.

Með þessum samningum og afhendingu fasteigna sinna án greiðslu að uppfylltu skilyrði um vinnslu næstu ár, vill Vísir gera sitt til að tryggja áframhaldandi fiskvinnslu á Djúpavogi eftir að fyrirtækið flytur starfsemi sína þaðan til Grindavíkur um næstu áramót. Gert er ráð fyrir um 30 störfum hjá Búlandstindi við almenna fiskvinnslu og slátrun, vinnslu og pökkun á eldisfiski.

ÓB

 

29.10.2014

Djúpið, fumkvöðlasetur opnar

Þá er komið að því. Djúpið frumkvöðlasetur opnar 1. nóvember næstkomandi.

Leiga á skrifborði er kr. 12.500 á mánuði.

Umsóknir og frekari fyrirspurnir sendist á frumkvodlasetur@djupivogur.is

Djúpið er bækistöð á Djúpavogi. Bækistöðvar veita frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf og skapa þeim þannig betri vaxtarskilyrði til að vinna að nýsköpun sinni.

Djúpið gefur nemendum kost á að sækja um aðstöðu í laust pláss.

Djúpið - bækistöð á Djúpavogi

29.10.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 29.10.2014 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 29.10.2014

1. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Reglur um úthlutun byggðakvóta.

2. Stefna vegna Kvennasmiðjunnar ehf.

 

Djúpavogi 27. október 2014
Sveitarstjóri

28.10.2014

Sálræn eftirköst áfalla - Rudolf Adolfsson á Djúpavogi

Undanfarna mánuði hef ég unnið að því að fá til okkar geðhjúkrunafræðing frá miðstöð áfallahjálpar af Bráðasviði LSH í Fossvogi. Tilgangurinn er að halda samstöðufund fyrir íbúa á Djúpavogi og Breiðdalsvík sem og alla viðbragðsaðila á svæðinu, s.s. slökkvilið, sjúkraflutningamenn, rauðikrossinn, slysavarnarfélagið o.s.frv.

Nú er svo komið að þann 25.-26. nóvember mun Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur frá áfallamiðstöð LSH í Fossvogi, koma hingað á Djúpavog.

Dagskráin verður þannig að hann mun halda sameiginlegan fund fyrir íbúa Djúpavogshrepps og Breiðdalshrepps þriðjudaginn 25. nóvember kl. 19:30 í Djúpavogskirkju. Sá fundur mun bera yfirskriftina Sálræn eftirköst áfalla - leiðbeiningar og úrræði fyrir þolendur og aðstandendur þeirra.

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12:00 mun Rúdolf vera með sameiginlegan fund fyrir starfsfólk Djúpavogsskóla.

Sama dag, kl. 16:00, mun svo vera haldinn fundur fyrir alla viðbragðsaðila á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Hann mun þá stikla á ýmsum þáttum í okkar starfi og þjappa þessum góða hópi enn betur saman. Farið verður sérstaklega yfir viðranir af ýmsum toga í kjölfar tiltekinna atriða og margt fleira sem nýtist starfinu.

Berta Björg Sæmundsdóttir,
hjúkrunafræðingur

24.10.2014

Vefsjá fyrir SO2-handmæla

Nú hefur Veðurstofa Íslands komið upp vefsjá þar sem skráðar eru inn brennisteinsmælingar sem gerðar eru með handmælum sem nýlega var dreift um landið. Einn slíkur er hér á Djúpavogi. Þessir mælar eru eins og nafnið gefur til kynna færanlegir en mælirinn hér er að jafnaði staðsettur inn við áhaldahúsið (Víkurlandi 6).

Umsjónarmenn mælanna færa inn skráningar í þetta nýja form og þær birtast í því um leið. Mælt er á nokkurra klukkutíma fresti og oftar ef þurfa þykir.

Við minnum svo á upplýsingasíðuna sem við settum upp fyrir nokkru á heimasíðunni, en við erum alltaf að setja inn nýjar síður og upplýsingar ef þær berast.

ÓB

22.10.2014

Nýjar Panorama-myndir

Við vorum að bæta við nýju Panorama safni en þau eru nú orðin tvö. Í því nýja eru 70 nýjar myndir.

Smellið hér til að skoða það.

ÓB

22.10.2014

Kirkjudagurinn mikli

Laugardaginn 4. október kom nokkur hópur sjálfboðaliða saman í gömlu kirkjunni. Var unnið að niðurrifi á klæðningu neðan úr lofti kirkjunnar og fleira. Efnið naglhreinsað og komið í geymslu. Margir komu einnig til að skoða og kynna sér framkvæmdir. Erum við öll sem að þessu komu mjög ánægð með vel heppnaðan dag. Getum varla beðið eftir öðru tækifæri til að koma saman aftur, gaman væri að hjálpast að við að rífa járn og múr af norðurhlið og göflum kirkjunnar. En laugardagurinn var ánægjulegur.

Hér eru nokkrar myndir frá Andrési og Þór.

F.h. Hollvinasamtakanna;
Þór Vigfússon

20.10.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 16.10.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

17.10.2014

Safnað fyrir Landsmóti

Helgina 24-26. okt. verður Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar . Að þessu sinni verður það haldið á Hvammstanga og fara 10 unglingar á mótið frá Djúpavogi ásamt tveimur leiðtogum.

Til fjáröflunar ætla unglingarnir að hafa kökubasar, föstudaginn 17. okt. í Samkaup milli kl. 16.00 til 18.00.

Einnig mun unga fólkið selja happdrættismiða með glæsilegum vinningum, en ÆSKA (þ.e ÆSkulýðsfélög Kirkna á Austurlandi) stendur fyrir happdrættinu til að styrkja unglingana til ferðarinnar.
Fyrirtæki hér á Djúpavogi gáfu veglega vinninga og vil ég þakka þeim stuðninginn.

Mig langar að biðja fólk að taka vel á móti unglingunum og styðja þau í góðu og uppbyggjandi starfi.

Leggja má inn á reikning Djúpavogskirkju:
1147-05-401166 kt. 500169-2499
Sóknarprestur

16.10.2014

Frá Djúpavogskirkju

Léttmessa sunnudaginn 19. okt. kl. 11.00.
Fermingarbörn lesa bænir og nemendur tónskólans spila.
Barnastund – börn fá falleg bænaspjöld og miða til að líma og brúður koma í heimsókn.

Verum öll hjartanlega velkomin,
sóknarprestur

16.10.2014

Leiðbeiningar fyrir grunn- og leikskóla vegna gasmengunar

Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.

Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. Þar er til dæmis gagnlegt að skoða töfluna sem sýnir rétt viðbrögð við SO2 mengun. Hún útlistar viðbrögð eftir styrk mengunar og eftir því hvort um heilbrigt fólk sé að ræða eða fólk sem er viðkvæmt. SO2 taflan er aðgengileg hér: http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/

Daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæðin má nálgast á vef Veðurstofunnará slóðinni http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.loftgæði.is. Þar má sjá punkta og þegar smellt er á þá má sjá mælingu mengunarinnar á þessum stöðum. Ekki eru allir mælar á landinu nettengdir með þessum hætti en virkni þeirra tryggir að viðvaranir eru gefnar út þegar mengunartoppar ganga yfir. Fjölmiðlar gegna veigumiklu hlutverki við miðlum upplýsinga til almennings og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með þeim og fylgja leiðbeiningum almannavarna sem þar koma fram.

 

Reykjavík, október 2014;
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Umhverfisstofnun
Samband íslenskra sveitarfélaga

15.10.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 16.10.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 16.10.2014
5. fundur 2014 – 2018


Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 16:30.

Fundarstaður: Geysir.


Dagskrá:


1. Fjárhagsleg málefni

Viðaukar við fjárhagsáætlun.

2. Fundargerðir

a) HAUST, dags. 3. september 2014.
b) Hafnasamband Íslands, dags. 3. september 2014.
c) SFU, dags. 16. september 2014.
d) SÍS, dags. 24. september 2014.
e) FTN, dags. 2. október 2014.
f) SÍS, dags. 8. október 2014.
g) Fundur starfshóps um fjárhagsleg málefni, dags. 16. október 2014.

3. Erindi og bréf

a) Afkomendur Kristjáns Thorlacius, gjöf, dags. 11. september 2014.
b) Við stólum á þig, styrkbeiðni, dags. 15. september 2014.
c) Hrönn Jónsdóttir, þakkir fyrir veittan stuðning, dags. 30. september 2014.
d) Skógræktarfélag Íslands, ályktun um lúpínu, dags. 9. október 2014.
e) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015,
dags. 9. október 2014.
f) Innanríkisráðuneytið, drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætti
til umsagnar, dags. 10. október 2014.
g) Tónskóli Sigurveins, málþing um tónlistarfræðslu, uppeldi og samfélag, dags. 10. október
2014.
h) Óskalistinn, erindi til sveitarstjórnar, dags. 10 október 2014.
i) Óskalistinn, botn Berufjarðar, dags. 12. október 2014.

4. Siðareglur Djúpavogshrepps
5. Tilnefning í samgöngunefnd SSA
6. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 13. október 2014;
sveitarstjóri

14.10.2014

Hans Jónatan - frábært útgáfuhóf

Útgáfu bókarinnar Hans Jónatan - maðurinn sem stal sjálfum sér var fagnað í Löngubúð laugardaginn 11. október. Það þótti við hæfi að hófið væri haldið í húsinu sem Hans Jónatan starfaði í og að fyrstu eintökin af bókinni litu dagsins ljós á staðnum sem stór hluti bókarinnar fer fram á, Djúpavogi.

Dagskráin hófst á því að Kristján Ingimarsson, fulltrúi Djúpavogshrepps flutti stutt ávarp sem lauk á því að hann bauð Gísla Pálsson, höfund bókarinnar velkominn í pontu. Gísli stiklaði á stóru við gerð bókarinnar sem tók hann 7 ár að skrifa en áhugi hans á viðfangsefninu kviknaði í Danmörku árið 2007 þegar hann sá mynd um þrælahald þar í landi. Gísli kom inn á það að Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur fylgt honum síðustu ár en hann er að vinna að heimildarmynd um gerð og viðfangsefni bókarinnar. Valdimar var að sjálfsögðu viðstaddur í Löngubúð. Myndin mun heita Svartur í sumarhúsum og sýnd var stikla úr henni.

Gísli kynnti inn tónlistaratriði eftir ávarp sitt en það voru þeir Bjarni Frímann Bjarnason og Pétur Björnsson sem spiluðu þrjú lög á harmonikku og fiðlu. Sá síðarnefndi er einmitt afkomandi Hans Jónatans. Fiðlan sem hann spilaði á var í eigu Hans Jónatans sjálfs. Núverandi eigandi fiðlunnar er Ólafur Rúnar Gunnarsson frá Vopnafirði, sem viðstaddur var útgáfuhófið. Afi Ólafs fékk fiðluna í greiðasemi, lét gera hana upp og gaf Gunnari, föður Ólafs fiðluna þegar Gunnar var 12 ára, árið 1925. Fiðlan er yfir 200 ára gömul, smíðuð í Þýskalandi. Fyrsta lagið sem þeir félagar fluttu var eftir Hans Gram, meintan föður Hans Jónatans. Það heitir Death song of a Cherokee Indian, frá árinu 1791.

Anna María Sveinsdóttir, afkomandi Hans Jónatans steig næst í pontu. Anna María, sem búsett er á Stöðvarfirði, hjálpaði Gísla mikið við gerð bókarinnar og gerði hún stuttlega grein fyrir samstarfi þeirra tveggja. Í kjölfarið flutti Kristín Vilhelmína Sigfinnsdóttir, einnig afkomandi Hans Jónatans og búsett á Djúpavogi, eigin þýðingu á ljóðinu Hymn to sleep eftir áðurnefndan Hans Gram.

Að lokum kynnti Alfa Freysdóttir til leiks nýjan bjór, sem heitir eftir Hans Jónatan. Sá er að sjálfsögðu dökkur og rammsterkur, 11.5%. Alfa er hönnuður merkingarinnar á bjórnum.

Mætingin var frábær, húsfyllir og fólk alls staðar að. Að lokinni hefðbundinni dagskrá gæddi fólk sér á glæsilegum veitingum Kvenfélagsins Vöku og að sjálfsögðu fengu allir sem vildu að smakka á Hans Jónatan, bjórnum góða. Bókin rokseldist og verður til sölu áfram í Löngubúð og að sjálfsögðu í bókaverslunum um allt land. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist á allan hátt þennan fallega haustdag á Djúpavogi.

Þess má til gamans geta að einnig verður haldið útgáfuhóf í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18, þann 16. október kl. 17:00.

Myndir frá útgáfuhófinu má sjá með því að smella hér.

ÓB

13.10.2014

Leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman leiðbeiningar varðandi brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti.

Sjá má þær hér að neðan og einnig á vef sambandsins.

ÓB

 

 

Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð SO2 borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h.

Svo virðist að útbreiðsla brennisteinsdíoxíðs mun halda áfram um sinn og því er aðkallandi að huga að upplýsingagjöf til almennings sem er einföld í nálgun, áreiðanleg og skiljanleg.

Brennisteinsdíoxíð er ertandi lofttegund vegna þess að það myndast brennisteinssýra þegar efnið kemst í snertingu við vatn, jafnvel þó litlu magni sé, eins og t.d. á slímhimnum. Ekki er reynsla hér á landi af svo þrálátri loftmengun sem raun ber vitni. Málið snertir flesta íbúa landsins, suma mjög mikið vegna nálægðar við eldstöðina. Upplýsingagjöf um málið hefur ekki verið nægilega kerfisbundin og almenningur þarf að leita sér upplýsinga eftir fleiri en einni leið, t.d. með því að fara á vefsíður opinberra aðila.

Mælingar á loftmengun eru ekki gerðar á öllum þéttbýlissvæðum og því þarf oft að meta út frá næstu loftgæðamælistöð, sem getur verið á svæði þar sem engin loftmengun er, á sama tíma og hún er talsverð hjá viðkomandi sem er að leita að leiðbeiningum um hvernig best sé að halda sig frá loftmengun. Sums staðar hefur heilbrigðiseftirlitið frumkvæði að því að láta t.d. skóla og leikskóla vita ef loftmengun nálgast mikinn styrk.

Hér að neðan eru nokkur góð ráð um hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um loftmengun. Til að kanna hvort ástæða er til að gera varúðarráðstafanir er hægt að gera eftirfarandi:

 1. Fara að morgni dags á vefsíðu um dreifingu loftmengunar og fylgjast með fram eftir degi ef ástæða er til: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/. Ef rennt er niður síðuna og smellt á „nýjustu keyrslu“ má fá mat á dreifingu loftmengunar u.þ.b. sólarhring fram í tímann.
 2. Fara á vefsíðu Umhverfisstofnunar http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar og velja sér loftgæðamælistöð næst viðkomandi stað. Athugið að velja brennisteinsdíoxíð (SO2) ef fleiri mengunarefni er mæld í stöðinni. Íbúar í Reykjavík geta t.d. farið á vefsíðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/loftgaedi og fengið frekari upplýsingar um loftmengun.

Ef loftmengun verður óviðunandi á tilteknu svæði má búast við að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, landlæknisembættið og fleiri opinberir aðilar gefi út viðvaranir.

Fólk getur verið misjafnlega viðkvæmt fyrir loftmengandi efnum. Þeim sem eru viðkvæmir fyrir áhrifum slíkra efna er ráðlagt að fylgjast náið með spáum um dreifingu mengunarefna.

Gott er líka að hafa í huga að allt mat á loftmengunarhættu gildir fyrst og fremst fyrir fullorðið fólk. Ungabörn eru almennt viðkvæmari fyrir loftmengun og ættu þau ekki vera utandyra, t.d. sofandi í barnavagni, ef spár um dreifingu mengunarefna gefa til kynna að mengunar sé að vænta á tilteknu svæði.

Eftirfarandi aðilar hafa hlutverki að gegna í viðbrögðum við vá frá náttúrufyrirbærum sem eldgos eru:

 • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna samhæfingar aðgerða og tilkynningar til almennings ef vá er á ferðum. Vefsíða: http://www.almannavarnir.is/
 • Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vegna jarðfræðilegra og jarðeðlisfræðilegra mælinga og líkangerðar svo og tilkynningar á því sem er að gerast. Vefsíður: http://www.vedur.is/ og http://www.jardvis.hi.is/. Þessar síður hafa fyrst og fremst vísindalegt gildi en þessi síða sýnir spá um dreifingu gass frá eldstöðinni http://www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing.
 • Umhverfisstofnun vegna loftgæðamælinga, upplýsinga um loftmengun, leiðbeiningar og tilkynningar til almennings um viðbrögð við loftmengun. Vefsíða: http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar. Hér má velja gasmælistöð og skoða loftgæði liðandi stundar. Ekki þarf að spá mikið í mæligildum því með litavalinu er gefið til kynna núverandi ástand (grænn litur = góð loftgæði, gulur litur = nálgast óviðunandi ástand, rauður litur = óviðunandi ástand).
 • Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga vegna loftgæðamælinga, leiðbeiningar og tilkynningar til almennings um viðbrögð við loftmengun. Sum heilbrigðiseftirlit reka loftgæðamælistöðvar, t.d. í Reykjavík: http://reykjavik.is/loftgaedi.
 • Landlæknisembættið vegna upplýsinga um heilsuhættur og leiðbeininga um rétt viðbrögð við að halda sig frá loftmengandi efnum. Vefsíða: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item24696/Eldgosid-i-Holuhrauni---Upplysingar
13.10.2014

Leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman leiðbeiningar varðandi brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti.

Sjá má þær hér að neðan og einnig á vef sambandsins.

ÓB

 

Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð SO2 borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h.

Svo virðist að útbreiðsla brennisteinsdíoxíðs mun halda áfram um sinn og því er aðkallandi að huga að upplýsingagjöf til almennings sem er einföld í nálgun, áreiðanleg og skiljanleg.

Brennisteinsdíoxíð er ertandi lofttegund vegna þess að það myndast brennisteinssýra þegar efnið kemst í snertingu við vatn, jafnvel þó litlu magni sé, eins og t.d. á slímhimnum. Ekki er reynsla hér á landi af svo þrálátri loftmengun sem raun ber vitni. Málið snertir flesta íbúa landsins, suma mjög mikið vegna nálægðar við eldstöðina. Upplýsingagjöf um málið hefur ekki verið nægilega kerfisbundin og almenningur þarf að leita sér upplýsinga eftir fleiri en einni leið, t.d. með því að fara á vefsíður opinberra aðila.

Mælingar á loftmengun eru ekki gerðar á öllum þéttbýlissvæðum og því þarf oft að meta út frá næstu loftgæðamælistöð, sem getur verið á svæði þar sem engin loftmengun er, á sama tíma og hún er talsverð hjá viðkomandi sem er að leita að leiðbeiningum um hvernig best sé að halda sig frá loftmengun. Sums staðar hefur heilbrigðiseftirlitið frumkvæði að því að láta t.d. skóla og leikskóla vita ef loftmengun nálgast mikinn styrk.

Hér að neðan eru nokkur góð ráð um hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um loftmengun. Til að kanna hvort ástæða er til að gera varúðarráðstafanir er hægt að gera eftirfarandi:

 1. Fara að morgni dags á vefsíðu um dreifingu loftmengunar og fylgjast með fram eftir degi ef ástæða er til:http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/. Ef rennt er niður síðuna og smellt á „nýjustu keyrslu“ má fá mat á dreifingu loftmengunar u.þ.b. sólarhring fram í tímann.
 2. Fara á vefsíðu Umhverfisstofnunar http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar og velja sér loftgæðamælistöð næst viðkomandi stað. Athugið að velja brennisteinsdíoxíð (SO2) ef fleiri mengunarefni er mæld í stöðinni. Íbúar í Reykjavík geta t.d. farið á vefsíðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/loftgaedi. og fengið frekari upplýsingar um loftmengun.

Ef loftmengun verður óviðunandi á tilteknu svæði má búast við að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, landlæknisembættið og fleiri opinberir aðilar gefi út viðvaranir.

Fólk getur verið misjafnlega viðkvæmt fyrir loftmengandi efnum. Þeim sem eru viðkvæmir fyrir áhrifum slíkra efna er ráðlagt að fylgjast náið með spáum um dreifingu mengunarefna.

Gott er líka að hafa í huga að allt mat á loftmengunarhættu gildir fyrst og fremst fyrir fullorðið fólk. Ungabörn eru almennt viðkvæmari fyrir loftmengun og ættu þau ekki vera utandyra, t.d. sofandi í barnavagni, ef spár um dreifingu mengunarefna gefa til kynna að mengunar sé að vænta á tilteknu svæði.

Eftirfarandi aðilar hafa hlutverki að gegna í viðbrögðum við vá frá náttúrufyrirbærum sem eldgos eru:

 • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna samhæfingar aðgerða og tilkynningar til almennings ef vá er á ferðum. Vefsíða: http://www.almannavarnir.is/
 • Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vegna jarðfræðilegra og jarðeðlisfræðilegra mælinga og líkangerðar svo og tilkynningar á því sem er að gerast. Vefsíður: http://www.vedur.is/ og http://www.jardvis.hi.is/. Þessar síður hafa fyrst og fremst vísindalegt gildi en þessi síða sýnir spá um dreifingu gass frá eldstöðinnihttp://www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing.
 • Umhverfisstofnun vegna loftgæðamælinga, upplýsinga um loftmengun, leiðbeiningar og tilkynningar til almennings um viðbrögð við loftmengun. Vefsíða: http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar. Hér má velja gasmælistöð og skoða loftgæði liðandi stundar. Ekki þarf að spá mikið í mæligildum því með litavalinu er gefið til kynna núverandi ástand (grænn litur = góð loftgæði, gulur litur = nálgast óviðunandi ástand, rauður litur = óviðunandi ástand).
 • Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga vegna loftgæðamælinga, leiðbeiningar og tilkynningar til almennings um viðbrögð við loftmengun. Sum heilbrigðiseftirlit reka loftgæðamælistöðvar, t.d. í Reykjavík: http://reykjavik.is/loftgaedi.
 • Landlæknisembættið vegna upplýsinga um heilsuhættur og leiðbeininga um rétt viðbrögð við að halda sig frá loftmengandi efnum. Vefsíða: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item24696/Eldgosid-i-Holuhrauni---Upplysingar
13.10.2014

Bæjarlífið september 2014

Bæjarlífssyrpa septembermánaðar, 9. mánaðar ársins 2014, einkennist af móðu, blárri að lit.
Fari hún og veri.

Hafið samt engar áhyggjur, það eru líka margar móðulausar myndir í syrpunni.

Smellið hér til að skoða.

ÓB

10.10.2014

Maðurinn sem stal sjálfum sér - útgáfuhóf í Löngubúð

Laugardaginn 11. október verður útgáfu bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson fagnað í Löngubúð á Djúpavogi. Bókin fjallar um lífshlaup Hans Jónatans, karabíska þrælsins sem gerðist verslunarmaður á Djúpavogi. Hans Jónatan var einnig fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að hér á landi.

Herlegheitin hefjast kl. 16:00.

Meðfylgjandi mynd er fengin að láni frá Forlaginu en á henni er Gísli Pálsson með bókina góðu.

Við hvetjum Djúpavogsbúa að fjölmenna á þennan spennandi viðburð.

ÓB

 

 

08.10.2014

Tilkynning frá hjúkrunarfræðingi vegna lúsarfaraldurs

Mikið er um lús í Djúpavogshreppi og vil ég því hvetja alla, unga sem aldna, að kemba sig. Mikilvægt er að gera það kvölds og morgna. Verði vart við lús þarf að tilkynna það til heilsugæslunnar, þar sem um skráningarskyld tilfelli er að ræða. Í þeim tilfellum þar sem um börn á skólaaldri er að ræða þarf líka að tilkynna til skólastjóra (skolastjori@djupivogur.is).

Ég hvet fólk til að kynna hvernig nytin og lýsnar líta út.

Einungis með samstillu átaki getum við unnið bug á faraldrinum.

Berta Björg Sæmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur

Upplýsingar um höfuðlús af landlæknir.is:
Höfuðlús
Hvað á að gera ef lús finnst?

 

08.10.2014

RIFF 2014 á Djúpavogi

Reykjavík international film festival, eða RIFF verður haldin í annað skiptið á Djúpavogi nú um helgina. Fyrsta myndin verður sýnd á morgun, fimmtudag.

Sýningar munu fara fram í Löngubúð og kostar kr. 500 á hverja mynd. Nánar má sjá um þetta í auglýsingunni hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

08.10.2014

Dagskrá Tryggvabúðar í október

Mánudagar:

Handavinna, opið fyrir alla.
Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl.14:00
Berta hjúkrunarfræðingur verður hjá okkur frá kl. 13:00 til 15:00 með allskonar heilsueflingu.

Miðvikudagar:
Handavinna, opið fyrir alla.
Spila: Manna, Kasínu, Rússa o.f.
Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl. 14:00.
Framhaldsaga, Hrönn í Sæbakka byrjar lesturinn kl.13:15.

Fimmtudagar:
Handavinna, opið fyrir alla.
Björg í Sólhól leiðbeinir við vefstólana frá kl.14:00.
Framhaldsaga, lesturinn hefst kl.13:15.

Fimmtudagana 9. og 23. október kl.14:00 ætlum við að setja spólur í videotækið og horfa á gamalt efni úr hreppnum.

Öll fimmtudagskvöld eru prjónakvöld.

Tryggvabúð

07.10.2014

Met í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn

Ársgamalt met í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn var rækilega slegið í nú í september. Í september í fyrra var 6 ára gamalt met slegið þegar 2.277.904 kílóum var landað. Þá var munurinn á gömlu og nýju meti ekki nema 50.784 kg. 

Munurinn er hins vegar töluvert meiri í nýjasta metinu en hvorki meira né minna en 2.900.870 kg. var landað í Djúpavogshöfn í september 2014. Það er 622.966 kg. bæting.

Vel gert!

Sundurliðaðar löndunartölur má sjá hér að neðan.

ÓB

 

 

Skip/Bátur Afli veiðarfæri Fjöldi róðra
Tómas Þorvalds GK 449.195 Lína 7
Ágúst GK 453.497 Lína 7
Fjölnir GK 395.243 Lína 5
Sturla GK 294.735 Lína 4
Páll Jónsson GK 418.621 Lína 5
Valdimar GK 303.285 Lína 5
Kristín GK 139.466 Lína 2
Daðey GK 70.435 Lína 12
Guðmundur Sig SU 85.291 Lína 13
Gulltoppur GK 136.525 Landbeitt lína 18
Guðbjörg GK 58.794 Landbeitt lína 10
Öðlingur SU 10.846 Landbeitt lína 2
Amanda SU 16.033 Net 8
Sigurvin SU 1.251 Net 2
Tjálfi SU 46.399 Dragnót 15
Már SU 7.324 Handfæri 5
Beta SU 4.828 Handfæri 4
Gestur SU 7.693 Handfæri 7
Magga SU 1.112 Handfæri 2
Glaður SU 297 Handfæri 2
Samtals 2.900.870   135
02.10.2014

Vel heppnaður Cittaslow sunnudagur

Cittaslow sunnudagur var haldinn í Löngubúð sunnudaginn 28. september síðastliðinn. Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow. Þetta er í annað skiptið sem dagurinn er haldinn í Djúpavogshreppi. Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu.

Að þessu sinni var lögð áhersla á sauðkindina og afurðir hennar.

Boðið var upp á ótrúlegt úrval rétta, bæði hefðbundinna og óhefðbundinna, allt frá blóðpönnukökum til hinna rammíslensku sviðalappa. Auk þess héngu prjónaafurðir á veggjum.

Mætingin var ágæt og óhætt að segja að gestir hafa farið saddir og sælir heim eftir þennan skemmtilega viðburð.

Myndir má sjá með því að smella hér.

ÓB

02.10.2014