Djúpivogur
A A

Fréttir

Bulsudiskó á Karlsstöðum um helgina

Bændur og búalið á Karlsstöðum ætla að bregða sér í betri fötin um helgina og halda Bulsudiskó. Það verða tónleikar og það verða steiktar Bulsur.

Gleðin byrjar klukkan 16:00 laugardaginn 2. ágúst.

Fram koma Hljómsveitin Eva og Prins Póló

Allir velkomnir
 
Aðgangseyrir er 1.000 krónur
Frítt fyrir 12 ára og yngri
 
Um hljómsveitina Evu:
https://www.facebook.com/HljomsveitinEva
Um Prins Póló:
http://Prinspolo.com/
https://www.facebook.com/prinspolo

ÓB

 


Prins Póló


Hljómsveitin Eva

31.07.2014

Langabúð og Rúllandi Snjóbolti/5 Djúpivogur kynna

Hin hollenska Marjan Laaper sem er þátttakandi í Rúllandi Snjóbolti/5 Djúpivogur mun halda erindi fyrir Djúpavogsbúa í Löngubúð í kvöld, mánudaginn 28. júlí  kl. 20, og kynna fyrir okkur listsköpun sína.

Marjan hefur dvalið á Djúpavogi síðasta mánuðinn sem gestalistamaður CEAC. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

28.07.2014

Skemmtiferðaskip á Djúpavogi

Á þessu sumri tökum við á móti sjö skemmtiferðaskipum á Djúpavogi.  

Hér fyrir neðan er listi yfir þau skemmtiferðaskip sem eiga eftir að leggja leið sína hingað í sumar:

 

 

 

 

 

 

Dagsetning Koma Br.för Heiti skips Farþegar
19/7 2014 06:00 19:00 National Geographic Explorer 153
23/7 2014 08:00 13:00 MS Delphin 470
27/7 2014 06:00 19:00 National Geographic Explorer 153
4/8 2014 09:00 19:00 Veendam 1350
25/8  2014 08:00 18:00 Silver Cloud 300

Allir sem hafa áhuga á að selja eitthvað eða bjóða upp á afþreyingu á meðan skemmtiferðaskipin eru hér er það velkomið en hver og einn verður að skipuleggja það uppá eigin spýtur. Hinsvegar er hægt að hafa samband við ferða- og menningarmálafulltrúa og fá aðstoð eða ráðgjöf. Einnig eru allar nýjar hugmyndir um hvernig bæta megi móttöku gesta skipanna eða auka á afþreyingu hér í þorpinu á meðan á dvöl þeirra stendur vel þegnar. Hægt er að hafa samband við F&M fulltrúa með því að senda tölvupóst á netfangið ugnius@djupivogur.is eða hringja í síma 478 8204.

Ferða-og menningarmálafulltrúi Djúpavogs

23.07.2014

Orðsending frá Sviðahausunum

Kæru vinir!

Eins og gefur að skilja fer mikill undirbúningur í að setja saman efni í eitt stykki Sviðamessu. Í ár eru aðstæður því miður ekki okkur í hag og eru ýmsar ástæður þar að baki. Hópurinn hefur verið mikið á flakki og ekki gefist nægur tími til að hittast og semja. Því hefur verið ákveðið að Sviðahausarnir sjái ekki um skemmtunina í ár. Við munum koma öflugir til baka á næsta ári með fullt af nýju og góðu efni, ferskari sem aldrei fyrr. Það er samt aldrei að vita nema eitthvað birtist frá okkur í haust og mun það trúlega ekki fara framhjá ykkur.

Þeir sem hafa áhuga eða einhverjar hugmyndir á skemmtidagskrá eru beðnir um að hafa samband í tölvupósti á framtid@simnet.is. Sviðamessan hefur aldrei verið með neitt fast form og því koma allar hugmyndir til greina.

Að lokum viljum við deila því með ykkur að við höfum komið okkur upp heimasíðu þar sem hægt er að nálgast mikið af því efni sem við höfum gert. Einnig stefnum við á að vera þar með blogg/fréttir þar sem við getum fengið útrás fyrir ruglinu í okkur svo endilega fylgist vel með.

Slóðin á heimasíðuna er: www.svidahausar.com

Með virðingu og vinsemd
Sviðahausarnir

22.07.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 17.07.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

21.07.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 10.07.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

20.07.2014

Leikhópurinn Lotta á Djúpavogi 19. júlí

Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum í Djúpavogi þann 19. júlí klukkan 18:00. Þetta er áttunda sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Frumsýnt var í Elliðaárdalnum í Reykjavík miðvikudaginn 28. maí og í framhaldinu hefur hópurinn ferðast með sýninguna og heimsótt yfir 50 staði víðsvegar um landið. 

Höfundur Hróa hattar er Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fjórða leikritið sem hún skrifar fyrir hópinn en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið. Textarnir eru allir eftir Sævar Sigurgeirsson en lögin sömdu meðlimir leikhópsins sjálfir.

Söguna um Hróa hött þekkja flestir en í útgáfu Leikhópsins Lottu fléttast ævintýrið um Þyrnirós inn í atburðarrásina og úr verður einstaklega fjörugt og skemmtilegt verk. Alls eru sex leikarar í sýningunni sem skipta á milli sín 12 hlutverkum. Þá er flutt lifandi tónlist, söngur og dans og því nóg um að vera. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum og er hann enginn annar en Vignir Rafn Valþórsson.

Miðaverð á sýninguna er 1.900 krónur og ekki þarf að panta miða fyrirfram heldur er alveg nóg að mæta bara á staðinn. Gott er að klæða sig eftir veðri þar sem sýnt er utandyra. Þá mælir Lotta með því að foreldrar taki myndavélina með þar sem áhorfendur fá að hitta persónurnar úr leikritinu eftir sýningu. Öllum þykir jú gaman að eiga mynd af sér með uppáhalds vini sínum úr Ævintýraskóginum.


Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á www.leikhopurinnlotta.is og í síma 770-0403.

Myndir má síðan nálgast hér:
https://www.dropbox.com/sh/noc11mgijjekgh1/AADDTTB_yC5F6vxWbMmSfPy3a

bestu kveðjur,
Leikhópurinn Lotta

770-0403

leikhopurinnlotta@gmail.com
www.leikhopurinnlotta.is

Fylgstu með okkur á facebook & Instagram

https://www.facebook.com/leikhopurinnlotta
Instagram: leikhópurinnlotta 

18.07.2014

Orðsending frá Kvenfélaginu Vöku.

Auður Ágústsdóttir mun taka við skeytum fyrir okkur um helgina í síma 868-5743 eða 478-8833.

Kvenfélagið er með heilla-og samúðarskeyti til sölu allt árið, allur ágóði rennur óskiptur til Djúpavogskirkju.

                                                                                                        Kvenfélagið Vaka

17.07.2014

Rúllandi snjóbolti 5 fær frábærar viðtökur

Síðast liðinn laugardag var sýningin Rúllandi snjóbolti 5 opnuð í bræðslunni á Djúpavogi. Áður en sýningin var opnuð formlega var boðið upp á harmonikkuspil og síðan voru flutt ávörp og samhliða var boðið upp á fjölbreyttar veitingar úr héraði, allt í anda Cittaslow og á höndum heimamanna sem skal hér þakkað sérstaklega fyrir sína aðkomu.

Af öðrum ólöstuðum er sérstök ástæða til að þakka þeim Þór Vigfússyni og Ölfu Freysdóttir fyrir frábært framlag sitt við allan undirbúning og umgjörð þessa stórkostlega listviðburðar hér á Djúpavogi. 
Síðast en ekki síst er vert að þakka þeim Sigurði Guðmundssyni og Ineke fyrir sýndan hlýhug til Djúpavogs og mikinn metnað við að koma þessum stórkostlega listviðburði og samstarfsverkefni á laggirnar og þá ber að þakka sömuleiðis öllum öðrum frábærum listamönnunum sem lögðu til listaverk á sýninguna til upplifunar fyrir heimamenn og gesti sem eiga eftir að njóta á næstu vikum. 

Um 270 manns heimamenn og gestir víða að mættu á þennan stóra listviðburð sem forseti Íslands opnaði formlega ásamt May Lee forstjóra CEAC. Óhætt er að segja að viðtökur hafi í alla staði verið framar öllum vonum en frá opnunardegi hafa um 100 manns á dag skoðað sýninguna sem er kærkomin viðbót við listaverkið Eggin í Gleðivík sem stendur við hlið bræðslunnar. Sjá að öðru leyti fyrri umfjöllun: http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=38349

Sýningin verður opin 11:00 - 16:00 alla daga vikunnar til 15 ágúst. 

Hér eru nokkrar myndir frá opnunarhátíð Rúllandi snjóbolti 5 á Djúpavogi sem að við vonum að verði árlegur viðburður.

AS

 

 

  Sýningarhúsið - bræðslan á Djúpavogi

 

Ólafur Eggertsson á Berunesi spilaði á harmonikku við opnunina

Auður Gautadóttir - Ásdís Hauksdóttir og Rán Freysdóttir báru fram veitingar

 Duglegar að venju - Kvenfélagið Vaka  

Auður Gautadóttir ber fram góðgæti gert af Kvenfélaginu Vöku á Djúpavogi

Þór Vigfússon listamaður og May Lee forstjóra CEAC

Alfa Freysdóttir verkefnisstjóri og May Lee

 Annelie Musters deildarstjóri CEAC í Amsterdam leggur lokahönd á merkingar

Ævar Orri Eðvaldsson Hótel Framtíð galdrar fram krækling

Svavar P Eysteinsson og Berglind H frá Karlsstöðum buðu upp á dýrindis Bulsur og fl.
http://www.bulsur.is/um-bulsur/

 

Margt um manninn við opnun

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri flutti ávarp 


May Lee forstjóri CEAC 

Forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp

May Lee - Ineke Guðmundsson - Dorrit Moussaieff - Ólafur R Grímsson - ásamt listakonunum
Scarlett Hooft Graafland og Marjan Laaper sem dvalið hafa á Djúpavogi síðustu vikur.

Listamaðurinn Sigurður Guðmundsson - Dorrit Moussaieff - Ólafur R Grímsson - May Lee
og Ineke Guðmundsson stofnandi Chinese European Art Center

 

 Magnús Árni Skúlason og Goddur

 

  Ólafur forseti og May Lee opna sýninguna

 

 

Gjörningur Sigurðar Guðmundssonar "Fullt hús" vakti mikla athygli  

Um 270 manns mættu við opnun sýningarinnar

Kristján Guðmundsson listamaður og Signý Ormarsdóttir fulltrúi Menningarmála á
Austurlandi.

Goddur

Scarlett Hooft Graafland og Kristján Guðmundsson 

Þorbjörg Sandholt með sýningarskrána klára

Sigurður Guðmundsson 

Guðmundur Helgi Stefánsson virðir eitt listaverkana fyrir sér - sýningarrýmið glæsilega í bakgrunni.

Stór videolistaverk í bræðslunni f.v. eftir Ragnar Kjartansson og Marjan Laaper

 

15.07.2014

Sveitarstjórn: fundarboð 17.07.2014

3.fundur 2014 - 2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17.júlí 2014.kl 16:30.
Fundarstaður: Geysir

Dagskrá:

1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, síðari umræða.

2. Erindi og bréf
a) Fjármála- og efnahagsráðuneytið, dags. 9. júlí 2014
b) Skipulagsstofnun, dags. 3.júlí 2014

3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

4. Skýrsla sveitarstjóra

                                                          Djúpavogi 15 júlí 2014
                                                                Sveitarstjóri

15.07.2014

Skrifstofa Djúpavogshr. sumarfrí

 

Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð frá 21. júlí til og með 15. ágúst vegna sumarleyfa. 

Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 18. ágúst kl. 13:00.

                                                                                               Sveitarstjóri

15.07.2014

Hulda Rós og Rökkurbandið í Löngubúð

Hulda Rós og Rökkurbandið ætla að halda uppi þrusu stemmingu í Löngubúð föstudaginn 11. júlí frá kl. 22:30 - 01:00.

Aðgangseyrir kr. 1.000.-

Langabúð

10.07.2014

Undirbúningur fyrir Rúllandi snjóbolti 5, Djúpivogur

Undirritaður leit við inni í bræðslu í gær en um helgina fer fram opnun myndlistarsýningarinnar Rúllandi sjóboltinn 5, Djúpivogur. Síðustu vikur hefur því verið unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningarsal í bræðslunni og hafa þeir Þór Vigfússon og Unnþór Snæbjörnsson farið fyrir því verki. 

Nú þegar sýningarsalurinn er að mestu klár geta menn hafist handa við að koma upp þeim verkum sem verða á sýningunni, en verk 33 listamanna frá Kína, Evrópu og Íslandi verða til sýnis. Sýningin er skipulögð af Chinese European Arts Center (CEAC). Sigurður Guðmundsson og kona hans Ineke Guðmundsson, framkvæmdarstjóri CEAC hafa veg og vanda að þessari sýningu og voru þau í óða önn að taka upp þau listaverk sem eru komin á staðinn ásamt þeim May Lee, forstjóra CEAC og Annelie Musters, deildarstjóra CEAC í Amsterdam.

Sýningin verður opnuð með pompi og prakt þann 12. júlí næstkomandi.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru í gær.

Hér má svo hlusta á viðtal sem tekið var við Sigurð Guðmundsson vegna sýningarinnar í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

ÓB

 


Séð inn í sýningarsalinn

 

09.07.2014

Bókagjöf til Eysteinsstofu

Ráðherrastofu Eysteins Jónssonar í Löngubúð á Djúpavogi barst nú í apríl afar vegleg bókagjöf frá barnabörnum hans.

Um er að ræða eina 150 titla af margskonar tagi, innbundin tímarit, ævisögur og fræðibækur af margskonar toga s.s. lögfræði, sagnfræði, landafræði og mörgu fleiru.

Safnið spannar yfir mjög breitt svið og ættu allir að geta fundið þar eitthvað áhugavert.

Kunnum við þeim systkinum hinar bestu þakkir fyrir örlætið.

Ferða- menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

 

 

 

 


Bókunum hefur verið komið fyrir í fallegri hillu í Ráðherrastofunni

09.07.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 10.07.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 10.07.2014

2. fundur 2014 – 2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. júlí 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, fyrri umræða
2. Fundargerðir

a) Brunavarnir á Austurlandi, dags 23. júní 2014.
b) HAUST, dags. 25. júní 2014.
c) SÍS, dags. 27. júní 2014.

3. Erindi og bréf

a) Kristrún Björg Gunnarsdóttir og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, dags. 2. júní 2014.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júní 2014.
c) Þjóðskrá Íslands, dags. 10. júní 2014.
d) Hrókurinn, dags. 11. júní 2014.
e) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 12. júní 2014.
f) Þjóðskrá Íslands, dags. 13. júní 2014.
g) Innanríkisráðuneytið, dags. 18. júní 2014.
h) Landeigendur og íbúar við botn Berufjarðar, dags. 25. júní 2014.
i) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 30. júní 2014.
j) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 2. júl
k) Skipulagsstofnun, dags. 3. júlí 2014.
l) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. júlí 2014.
m) KPMG, dags. 4. júlí 2014.

4. Endurskoðendur sveitarfélagsins
5. Ákvörðun um laun sveitarstjórnar og nefnda kjörtímabilið 2014 – 2018

Djúpavogi, 8. júlí 2014;
sveitarstjóri

08.07.2014

Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð, laus til umsóknar

Djúpavogshreppir auglýsir íbúðina í Borgarlandi 20b lausa til umsóknar.

Íbúðin er 3 herbergja, 87.8 fermetrar.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 25. júlí 2014.

Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Eyðublöð fást einnig hér á heimasíðu Djúpavogshrepps.

Sveitarstjóri

07.07.2014

„Heima er þar sem eyjahjartað slær“

Austurbrú vinnur nú að rannsóknarverkefni sem ber heitið Þar sem eyjahjartausturbrú vinnur nú að rannsóknarverkefni sem ber heitið Þar sem eyjahjartað slær. Verkefninu er ætlað meðal annars að kanna viðhorf og tengsl brottfluttra austfirðinga til svæðisins. Markhópurinn er fólk á aldrinum 15-40 ára.

Okkur langar að biðja þá sem tilheyra þessum hópi að gefa sér 5-10 mínútur til að svara könnun sem finna má hér.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Austurbrú

 

03.07.2014

Bæjarlífið júní 2014

Hann er afbragðs ágætur, bæjarlífspakki júnímánaðar.

Smellið hér til að skoða hann.

ÓB

02.07.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 30.06.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

01.07.2014