Djúpivogur
A A

Fréttir

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara föstudaginn 2. maí kl. 14:00 í Tryggvabúð.

Nýir félagar velkomnir

Félag eldri borgara

30.04.2014

Æskulýðs- og íþróttafulltrúi

Djúpavogshreppur, í samvinnu við Ungmennafélagið Neista, auglýsir starf æskulýðs og íþróttafulltrúa.

Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogssskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:
Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.
Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.
Um er að ræða 100% starf frá og með 1. ágúst.

Hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum
Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1 , 765 Djúpivogi.

30.04.2014

Starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa laust til umsóknar

Djúpavogshreppur, í samvinnu við Ungmennafélagið Neista, auglýsir starf æskulýðs og íþróttafulltrúa.

Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogssskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:
Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.
Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.
Um er að ræða 100% starf frá og með 1. ágúst.

Hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum
Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1 , 765 Djúpivogi.

30.04.2014

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með miðjum maí 2014:

Svæði 1: Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)
Svæði 2: Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)
Svæði 3: Sunnan Hamarsár að Múlahálsi
Svæði 4: Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðt.)

Greiðslur til refaveiðimanna verða samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 25. apríl 2014. Drögin verða send / afhent þeim, er þess óska.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er 1,5 milljón kr. ætluð til refaveiða í ár.

Umsóknarfrestur er til 7. maí 2014. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.

Sveitarstjóri

29.04.2014

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með maí 2014.

Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 25. apríl 2014.

Aksturstaxti 90.- kr./km.
Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 800.-
Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr. 3.000.
Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl skal auk þess gr. fyrir ígildi 4ja hvolpa.
Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn.

Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn og byggt á samningsdrögum, sem unnin eru af landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps. Drög verða send / afhent þeim, er þess óska.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 700.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.

Umsóknarfrestur er til 7. maí 2014. Umsóknir og frekari fyrispurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

29.04.2014

Músik Festival

Músik Festival verður á Hótel Framtíð 1. maí, klukkan 18:00.

Eldri nemendur tónskólans flytja frábæra tónlistardagskrá við allra hæfi. 

Auglýsingu má finna hér.

Skólastjóri og nemendur og starfsfólk tónskólans

Upplýsingar frá kjörstjórn Djúpavogshrepps varðandi sveitarstjórnarkos...

Upplýsingar frá kjörstjórn Djúpavogshrepps varðandi sveitarstjórnarkosningar sem fara eiga fram þann 31. maí 2014.

Eins og kemur fram hér að neðan þarf að vera búið að leggja fram framboðslista fyrir kl. 12 á hádegi þann 10. maí 2014. (Sjá leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista).

Ef aðeins einn framboðslisti berst skal yfirkjörstjórn framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa.

Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn ef hann uppfyllir að öllu leyti skilyrði laganna.

Ef ekkert framboð berst fyrir þann tíma verða óbundnar kosningar í sveitarfélaginu. (Sjá upplýsingar hér að neðan um óbundnar kosningar).

Bundnar hlutfallskosningar
Bundnar kosningar eru listakosningar þar sem kosning er bundin við framboð á listum og fulltrúar á hverjum lista ná kjöri í hlutfalli við það atkvæðamagn sem listinn fær.

Leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista
• Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.
• Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista.
• Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili.
• Tilnefna þarf tvo umboðsmenn.
• Tilgreina ber nafn framboðs.
• Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf.
• Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 10. maí 2014.

Sýnishorn af framboðslista, lista meðmælenda og samþykki frambjóðenda:
Framboðslisti við kosningar til sveitarstjórnar
Meðmælendur með framboði til kosningar til sveitarstjórnar
Samþykki frambjóðenda í kosningum til sveitarstjórnar.

Sjá nánar á heimasíðunni: www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar-2014/

Óbundnar kosningar

Óbundnar kosningar eru persónukosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því.

Hvaða tegund kosninga skal nota hverju sinni

Óbundin kosning fer einungis fram ef enginn framboðslisti kemur fram áður en framboðsfresti lýkur eða ef of fá nöfn eru á framkomnum listum til að sveitarstjórn verði fullskipuð.

Nánar um óbundnar kosningar

Við óbundna kosningu eru allir kjósendur í sveitarfélaginu í kjöri með þeirri undantekningu að þeir sem setið hafa í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur geta skorast undan kjöri, enda tilkynni þeir yfirkjörstjórn það fyrir lok framboðsfrests, þ.e. fyrir 10. maí 2014, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.

Skal yfirkjörstjórn auglýsa með viðeigandi hætti nöfn þeirra sem skorast hafa undan endurkjöri.

Öllum öðrum sem eru kjörgengir, heilir og hraustir og yngri en 65 ára, er skylt að taka kjöri í sveitarstjórn við óbundna kosningu.

Kjörseðill við óbundna kosningu er mjög frábrugðinn kjörseðli við bundnar hlutfallskosningar. Kjörseðillinn er tvískiptur og er efri hluti seðilsins auðar línur (að jafnaði fimm) fyrir nöfn og heimilisföng aðalmanna. Á neðri hluta seðilsins eru jafnmargar tölusettar línur fyrir nöfn og heimilisföng varamanna.

Atkvæðagreiðsla fer fram með þeim hætti að kjósandi skrifar (með prentstöfum) í kjörklefa á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang aðalmanna á þann hluta kjörseðilsins sem ætlaður er fyrir kjör aðalmanna.

Fyrir hönd kjörstjórnar í Djúpavogshreppi
Magnús Hreinsson
formaður kjörstjórnar.

28.04.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 25.04.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

28.04.2014

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar yfir Hammondhelgina

Íþróttamiðstöðin / sundlaugin verður opin yfir Hammondhelgina sem hér segir.

Föstudag hefðbundin opnun 07:00 - 20:30
Lengri laugardagur   11:00 - 17:00
Sunnudagur opið frá kl 11:00 - 13:00

Ávallt velkomin                                                                    
Starfsfólk. ÍÞMD

24.04.2014

Maðurinn sem stal sjálfum sér

Eftir því sem fram líða stundir kemur sífellt betur í ljós hversu mikla og dýrmæta sögu við eigum hér við voginn og hér er sannarlega enn einn vitnisburðurinn um það. Í október á hausti komanda er stefnt að merkilegum viðburði í Löngubúð þar sem efnt verður til teitis í tilefni útgáfu bókar um Hans Jónatan sem að Gísli Pálsson professor við Hí hefur tekið saman.  Segja má að þrátt fyrir að nafni Hans Jónatan hafi verið haldið á lofti hér um slóðir hafi fátt verið vitað um lífshlaup hans.

Það verður því sérstaklega forvitnilegt fyrir íbúa Djúpavogshrepps og afkomendur Hans Jónatan að sjá afrakstur margra ára rannsóknarvinnu Gísla Pálssonar um þennan stórmerka mann birtast í bókarformi við formlegt útgáfuteiti hér á Djúpavogi í haust.

Þessu til viðbótar er unnið að heimildarmynd um Hans Jónatan.

Hér í skemmtilegu og fróðlegu viðtali fer höfundur í nokkrum orðum yfir viðfangsefnið.

http://www.ruv.is/mannlif/svartur-i-sumarhusum

Tengt efni.

http://vefbirting.oddi.is/HI/Timarit_HI_2014/files/assets/basic-html/page18.html
http://www.simnet.is/hansjonatan/efni.html

AS

24.04.2014

Dagskrá annarra viðburða á Hammondhátíð

Eins og venjan er verður margt um að vera á Djúpavogi um Hammondhelgina.

Búið er að dreifa dagskránni á valda staði í bænum en einnig er hægt að nálgast hana með því að smella hér.

ÓB

23.04.2014

Hammondhátíð hefst á morgun

Hammondhátíð Djúpavogs, sú 9. í röðinni, hefst á morgun, fimmtudaginn 24. apríl.

Hammondnefnd vildi koma því á framfæri að miðasala gengi vonum framar og nú þegar væri búið að selja mun fleiri miða en nokkurn tímann áður. Hún vill því hvetja þá sem ekki er búnir að tryggja sér miða að gera það sem fyrst. Miðasala fer fram á midi.is og á Hótel Framtíð.

Dagskrá helgarinnar er meðfylgjandi hér að neðan en allar upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Hammondhátíðar, hammond.djupivogur.is.

Hammondnefnd vill einnig koma því á framfæri að verið að ryðja veginn yfir Öxi og hann ætti að vera orðinn opinn áður en tónleikar hefjast annað kvöld.

Það verður heilmargt um að vera í þorpinu um helgina en dagskrá þess efnis liggur frammi víða um bæinn en einnig er hægt að nálgast hana hér.

ÓB

 

23.04.2014

Það er verið að opna Öxi

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í gær að snjómokstur væri hafinn á Öxi.

Samkvæmt okkar heimildum ætti Öxi að vera orðin opin á morgun.

ÓB

 

23.04.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 25.04.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 25.04.2014

46. fundur 2010 – 2014

 

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 25. apríl 2014 kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá: 

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2013. Fyrri umræða.

2. Atvinnumál
3. Fundargerðir

a) LBN, dags. 16. apríl 2014.
b) HAUST, dags. 25. mars 2014.
c) SSA, dags. 25. mars 2014.
d) Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, dags. 9. apríl 2014.
e) Samtök sjávarútvegsfélaga, dags. 27. mars 2014.
f) StarfA, dags. 21. mars 2014.
g) Cruise Iceland, dags. 1. apríl 2014.
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. apríl 2014.
i) Hafnasamband Íslands, dags. 28. mars.

4. Erindi og bréf

a) Samorka, 1. apríl 2014.
b) Austurbrú, dags. 9. apríl 2014.
c) Minjastofnun Íslands, dags. 7. apríl 2014.
d) Landsbyggðin lifi, dags. 8. apríl 2014.
e) Sigurður Ingimarsson, dags. 24. mars 2014.
f) Umhverfisstofnun, dags. 11. apríl 2014.
g) Hrönn Jónsdóttir, apríl 2014
i) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, dags. 15. apríl 2014.
j) Nefndasvið Alþingis, dags. 15. apríl. 2014.

5. Dagvistarrými aldraðra, Tryggvabúð
6. Nýbyggingar í Djúpavogshreppi
7. Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi 23. apríl 2014;
sveitarstjóri

23.04.2014

Frá Bakkabúð

Bakkabúð verður opin föstudaginn 25. og 26. apríl (föstud. og laugard.) frá kl. 14:00 - 18:00 báða dagana.

Verið velkomin

Starfsfólk Bakkabúðar

23.04.2014

Sundlaugin opnar á morgun miðvikudag

Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður opnuð aftur á morgun miðvikudag 23. apríl eftir nokkuð umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur.

                                                                                                                   Sjáumst í sundi hress og kát

                                                                                                                       Starfsfólk ÍÞMD

Djúpavogsskóli auglýsir

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður:
Tölvukennsla 8 stundir á viku, smíðar 8 stundir á viku, íþróttir 10 stundir á viku, sund 5 stundir á viku, enska 7 stundir á viku, danska 7 stundir á viku, heimilisfræði 7 stundir á viku, handavinna 7 stundir á viku.  Einnig vantar umsjónarkennara með 1. bekk.

Þá er laus staða aðstoðargrunnskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðargrunnskólastjóri starfar náið með skólastjóri og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi grunnskólans.  Stjórnunarhlutfall 50%.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður:

Fimm 88% stöður, vinnutími 8:00 – 15:00 eða 9:00 – 16:00
Ein 50% staða, vinnutími eftir samkomulagi
Tvær 100% stöður,vinnutími 8:00 – 16:00

Þá er laus staða aðstoðarleikskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðarleikskólastjóri starfar náið með skólastjóra og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi leikskólans.  Stjórnunarhlutfall 15-20%.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans á djupivogur.is/grunnskoli og djupivogur.is/leikskoli.  Umsóknir og fyrirspurnir má senda á skolastjori@djupivogur.is

Umsóknarfrestur er t.o.m. 3. maí 2014.

Edrúlífið á Hammondhátíð

Meðfylgjandi er auglýsing vegna forvarnafyrirlesturs sem verður á sunnudegi Hammondhátíðar, 27. apríl, í Djúpavogskirkju kl. 11:00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Edrúlífið".

Þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á forvarnafyrirlestur en á Hammondhátíð í fyrra voru það Jónas Sigurðsson og Máni Pétursson sem voru með fyrirlestur í gömlu kirkjunni og vakti hann mikla lukku.

Í ár eru það Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason sem verða fyrirlesarar, í þetta sinn
í Djúpavogskirkju, þeirri nýju.

Styrktaraðilar fyrirlestursins eru Ungmennfélagið Neisti, Hótel Framtíð og Alcoa.

ÓB

 

 

16.04.2014

Frá Kvenfélaginu Vöku

Kvenfélagið Vaka er með skeyti til sölu fyrir fermingar.
Í boði eru eftirtaldir textar.

a) Innilegar hamingjuóskir með fermingardaginn. Bjarta framtíð.
b) Guð blessi þér fermingardaginn og framtíðina. Kær kveðja.
c) Hjartanlegar hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra í tilefni dagsins. Kær kveðja.

Einnig er hægt að panta texta að eigin vali

Móttaka fermingarskeyta er í síma :
478-8124 - 849-3439 Bergþóra Birgisdóttir

Fermt verður í Djúpavogskirkju á Skírdag 17. apríl kl.14.00.

Fermingarbörnin í ár eru :

Alda Kristín Gunnarsdóttir, aðs. Eyjólfsstöðum, 765 Djúpavogi.
Ásmundur Ólafsson, Vörðu 15, 765 Djúpavogi.
Bergsveinn Ás Hafliðason, Eiríksstöðum, 765 Djúpavogi.
Embla Guðrún Sigfúsdóttir, Borgarlandi 24, 765 Djúpavogi.
Jens Albertsson, Kápugili, 765 Djúpavogi.
Kamilla Marín Björgvinsdóttir, Borgarlandi 22b, 765 Djúpavogi.

Verð pr. skeyti er 1200 kr.

Hægt að leggja beint inná reikning Kvenfélagsins.

1147-05-808877 kt. 441083-0339


Við byrjum að taka á móti pöntunum mánudaginn 14. apríl og verðum að fram til kl. 12.00 á hádegi á Skírdag.

16.04.2014

Djúpavogshreppur auglýsir: Bæjarvinna 2014

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2014:

1.    UNGLINGAR

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2013 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.    

Umsóknarfrestur til 23. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins)
Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

2.    STARFSMENN Í ÁHALDAHÚSI

Djúpavogshreppur auglýsir eftirt. tímabundin sumarstörf til umsóknar:
Auglýst eru allt að 4 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. (Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum).  

Umsóknarfrestur til 23. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.)

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

15.04.2014

Spurningakeppni Neista 2014, 4. kvöld

Fiskeldi Austfjarða komst áfram á fjórða undankvöldi spurningakeppni Neista 2014.

Í fyrstu umferð hafði Kvenfélagið betur gegn Arfleifð og í þeirri annarri sigraði lið Fiskeldis Austfjarða lið Sparisjóðsins.

Fiskeldi Austfjarða og Kvenfélagið mættust síðan í síðustu umferðinni þar sem Fiskeldi Austfjarða stóð uppi sem sigurvegari.

Úrslitakvöldið fer fram á Hótel Framtíð laugardaginn 19. apríl kl. 20:00.

Myndir má skoða með því að smella hér.

11.04.2014

Páskar á Djúpavogi

Meðfylgjandi er yfirlit yfir það sem um verður að vera um páska 2014 á Djúpavogi.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10.04.2014

Spurningakeppni Neista, úrslitakvöld

Nú er orðið ljóst hverjir komast í úrslit í spurningakeppni Neista.

Fiskeldi austfjarða var fjórða og síðasta liðið til að tryggja sig áfram en áður höfðum Vísir, Fiskmarkaður Djúpavogs og Stjórn Neista tryggt sér sæti í úrslitum.

Lokakvöldið verður laugardaginn 19. apríl í Hótel Framtíð kl 20.

Aldurstakmark á lokakvöldið er 14 ára nema börnin séu í fylgd með fullorðnum. 

Aðgangseyrir er 500 kr og greiða allir aðgangseyri.

Stjórn Neista.

SÞÞ

10.04.2014

Skotmót

Skotmót verður haldið laugardaginn 26. apríl kl. 15:00 á skotsvæði skotmannafélags Djúpavogs.

Skotið verður eftir lítillega breyttum reglum UST varðandi skotpróf til hreindýraveiða.

Skotið verður á 100 og 200 metrum. Öll kaliber leyfð.

Skráning í síma 843-1115 fyrir kl. 12:00, föstudaginn 25. apríl.

Þátttökugjald kr. 1.000.-

Skotmannafélag Djúpavogs

09.04.2014

Bingó Kvenfélagsins

Kvenfélagið Vaka verður með Bingo sunnudaginn 13. apríl á Hótel Framtíð.

Barnabingó hefst kl. 14:00, kr. 400 spjaldið.

Fullorðinsbingó hefst kl. 20:00, kr. 600 spjaldið.

Miðað er við fermingaaldur um kvöldið.

Kvenfélagið Vaka

09.04.2014

Aðalfundur Skógræktarfélagsins

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs verður haldinn í Sambúð fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 17:00

Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál

Hvetjum alla sem hafa áhuga á skógrækt og Hálsaskógi að mæta.

Stjórnin

09.04.2014

Spurningakeppni Neista 2014, 3. kvöld

Stjórn Neista komst áfram á þriðja undankvöldi spurningakeppni Neista 2014.

Í fyrstu umferð hafði Stjórn Neista betur gegn nemendum grunnskólans og í þeirri annarri sigraði lið Hótels Framtíðar lið Löngubúðar.

Stjórn Neista og Hótel Framtíð mættust síðan í síðustu umferðinni þar sem Stjórn Neista stóð uppi sem sigurvegari.

Næsta undankvöld fer fram í Löngubúð í kvöld, 9. apríl kl. 20:00.

Myndir má skoða með því að smella hér.

ÓB

09.04.2014