Djúpivogur
A A

Fréttir

Áramótabrenna Djúpavogsbúa - ný tímasetning

Eyjólfur og Magnús hafa staðið í ströngu og hafa tekið þá ákvörðun að flýta áramótabrennunni í ár. Brennan verður á Hermannastekkum og verður kveikt í henni kl. 16:45. Ath. breytta tímasetningu.

Björgunarsveitin Bára verður að venju með veglega flugeldasýningu.

UMF. Neisti

 

 

 

 

 

Hér eru þeir Eyjólfur og Magnús, en þessi mynd náðist af þeim þegar ákvörðun um nýja tímasetningu var tekin

30.12.2013

Frá skrifstofu Djúpavogshrepps

Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð á gamlársdag.

Sveitarstjóri

30.12.2013

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Báru

Flugeldasala björgunarsveitarinnar Báru verður opin sem hér segir:

29. des 13:00 – 20:00

30. des 13:00 – 22:00

31. des 10:00 – 14:00 

SVD. Bára

29.12.2013

30 ára afmæli Ferðafélags Djúpavogs

Ferðafélag Djúpavogs fagnar 30 ára afmæli félagsins í Löngubúð 29. desember nk. kl. 16:00.

Farið verður yfir sögu félagsins í máli og myndum.

Veitingar í boði.

Allir velkomnir,

Stjórn Ferðafélags Djúpavogs

28.12.2013

Styrktar/þrektímar og einkaþjálfun

Vonandi hafa allir haft það rosalega gott um jólin og munu halda áfram að hafa það gott um áramótin en svo tekur alvara lífsins við.

Ég er byrjaður að taka við skráningum í styrktar/þrektíma sem munu hefjast mánudaginn 6. janúar.

Styrktar/þrektímarnir eru þannig uppsettir  að byrjendur sem lengra komnir geta nýtt sér þá.

Það verða boði þrír tímar á viku á mánudögum kl 06:45, þriðjudögum kl 19:00 og föstudögum kl 06:45 

Verð á mánuði er 5000kr fyrir þrjá tíma í viku 4000kr fyrir tvo og 2500kr fyrir einn tíma.

Athugið að það þarf að greiða sérstaklega fyrir aðgang að salnum.

Einnig er ég að skoða að bjóða uppá einkaþjálfun fyrir þá sem vilja.

Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má senda tölvupóst í sveinnthordur@gmail.com eða í síma 8671477

Kv.

Sveinn Þórður

Íþróttafræðingur

27.12.2013

Helgihald um jól

Aftansöngur á aðfangadagskvöld kl. 18.00 í Djúpavogskirkju

Hátíðarguðsþjónusta 2. jóladag kl. 14.00 í Berufjarðarkirkju

Hátíðarguðsþjónusta 29. des. kl. 14.00 í Hofskirkju, Álftafirði. Barn borið til skírnar.

Verum öll velkomin í kirkju á helgri hátíð og fögnum komu Jesú Krists í heiminn,

sóknarprestur

23.12.2013

Tryggvabúð

Í dag kl 15:00 var vígsla á endurgerðu og stækkuðu húsnæði að Markarlandi 2, en húsinu hefur nú verið breytt í félagsaðstöðu fyrir eldri borgara og hafa þessar framkvæmdir af hálfu sveitarfélagsins staðið yfir allt þetta ár.

Dagskrá hófst með ávarpi sveitarstjóra Gauta Jóhanessonar, síðan tók Erla Ingimundardóttir form. eldri borgara til máls og skýrði m.a. frá nýju nafni á húsinu sem að dómnefnd var sammála um að hæfði best.

Nafnið sem var valið var Tryggvabúð en það var Sóley Dögg Birgisdóttir sem átti upphaflega kollgátuna að nafni þessu. Séra Sjöfn Jóhannesdóttir hélt þessu næst tölu og blessaði húsið, þá færði Bergþóra Birgisdóttir félagi eldri borgara gjöf frá kvenfélaginu Vöku. Þá voru Jozsef tónlistarkennari og Andrea með fallegt tónlistaratriði og að því loknu var boðið í vöfflukaffi að hætti Margrétar Friðfinnsdóttur  og sömuleiðis var kynnt til sögunnar handverkssýning sem hafði verið stillt upp í húsinu í tilefni þessara tímamóta en á undanförnum vikum hafa eldri borgarar og einnig þeir sem yngri eru og hafa áhuga á handverki verið að vinna að fjölbreyttu og flottu handverki sem að var til sýnis í Tryggvabúð.

Það er fagnaðarefni að eldri íbúar í sveitarfélaginu skuli nú hafa fengið fastan samastað fyrir félagsaðstöðu og það er sannarlega von sveitarfélagsins að Tryggvabúð verði nýtt vel bæði í leik og starfi. Að sama skapi er ástæða til að hvetja íbúa í Djúpavogshreppi  á öllum aldri að vera duglegir að heimsækja Tryggvabúð meðan félagsstarf eldri borgara stendur yfir.  Það er þegar ljóst að félagsstarfið fer vel af stað í Tryggvabúð og gaman að sjá hve margir nýta aðstöðuna. Það er því full ástæða að óska íbúum Djúpavogshrepps og þá sérstaklega félagi eldri borgara hjartanlega til hamingju með þennan góða áfanga í bættri þjónustu.  

Hér má svo sjá smá myndband frá deginum sem undirritaður setti hér saman https://vimeo.com/82416563

                                                                                          Andrés Skúlason

        

 

 

 

 

 

 

20.12.2013

Krakkabíó í Löngubúð

Krakkabíó verður í Löngubúð í dag, föstudaginn 20. desember kl. 17:00.

Múffur, poppkorn og safi.

Sjáumst,

Starfsfólk Löngubúðar

20.12.2013

Frá umboðsmanni jólasveinsins

Umboðsmaður jólsveinsins verður í Íþróttamiðstöðinni frá kl. 14:30 - 16:00 á Þorláksmessu.

UMF. Neisti

 

20.12.2013

Bæjarlífið október og nóvember 2013.

Þá held ég að okkur sé að takast að ná í skottið á okkur með bæjarlífið en í meðfylgjandi pakka er seinni hluti októbermánaðar og nóvember. Hægt er að skoða pakkann með því að smella hér.

Njótið.

ÓB

 

 

 

 

 

19.12.2013

Formleg opnun á félagsaðstöðu eldri borgara

Formleg opnun verður á félagsaðstöðu eldri borgara í Djúpavogshreppi föstudaginn 20. desember kl. 15:00.

Vöfflukaffi að hætti eldri borgara.

Tilkynnt verður um nýtt nafn á húsinu.

Allir velkomnir,

sveitarstjóri

18.12.2013

Íþróttamiðstöð - jól og áramót

Íþróttamiðstöð um jól og áramót.

23.des. Þorláksmessa opið  10:00 - 16:00
24. Aðfangadagur - lokað
25. Jóladagur - lokað 
26. Annar í jólum - lokað
27. Opið 07:00 - 20:30
28. Opið 11:00 - 15:00
29. Sunnudagur - lokað
30. Opið 07:00 - 20:30
31. Lokað 
1. Nýársdagur lokað
2. jan. Opið 07:00 - 20:30.

Starfsfólk ÍÞMD óskar íbúum Djúpavogshrepps gleðilegra jóla með von um farsælt nýtt ár.

18.12.2013

Jólapappír til sölu

Foreldrafélagið er enn með jólapappír til sölu, fjórar rúllur og pakkabönd í pakka á kr. 1.800.

Hafi fólk áhuga þá getur það haft samband við Dröfn í síma 862-4301.

ÓB

17.12.2013

Jólaball

Opið jólaball verður haldið á Hótel Framtíð á morgun, frá 15:00 - 16:00.  Ballið er samstarfsverkefni grunnskólans, tónskólans og hótelsins. 
Allir íbúar eru hjartanlega velkomnir.

HDH

Hvað á húsið að heita?

Nú þegar búið er að taka Markarland 2, félagsaðstöðu eldri borgara í Djúpavogshreppi, í notkun er ekki úr vegi að finna viðeigandi nafn á húsið.

Því ætlar Djúpavogshreppur að gefa öllum kost á því að senda inn tillögur um nafn. Hægt verður að skila tillögum í þar til gerðan kassa í félagsaðstöðunni á milli 13:00-17:00 alla virka daga. 

Nafnið verður svo tilkynnt á vígsludegi hússins, sem nánar verður auglýstur síðar.

ÓB

16.12.2013

Jólatónleikar tónskólans

Jólatónleikar tónskólans verða haldnir í dag og á morgun í Djúpavogskirkju. 

Nemendur 1.-4. bekkjar, ásamt nemendum forskólans flytja sína tónleika í dag klukkan 17:00 og nemendur 5.-10. bekkjar flytja sína tónleika á morgun klukkan 17:00. 

Tónleikarnir eru opnir öllum og hvetjum við alla áhugamenn um tónlist til að mæta. 


HDH og JBK

Haust-bæjarlífið 2013

Þá er komið að haustpakka bæjarlífsins. Haustið einkenndist af dásemdaveðri og miklu lífi í Djúpavogshöfn, bæði við framkvæmdir og landanir en met var sett í lönduðum afla í september þegar 2.277 tonn voru hífð á land.

Þessi bæjarlífssyrpa nær frá 1. september að Sviðamessu sem haldin var 18. október.

Hægt er að skoða myndirnar með því að smella hér.

ÓB

 

 

 

 

13.12.2013

Frá Löngubúð

Minnum á lestur nýrra bóka í Löngubúð í kvöld, föstudaginn 13. desember, kl. 20:00

Kaffi, konfekt og kósý

Allir velkomnir,

Langabúð

13.12.2013

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.12.2013

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

12.12.2013

Jólahlaðborð Við Voginn

Jólahlaðborð Við Voginn verður í hádeginu 13. desember.

Við Voginn.

12.12.2013

Grænfáni dreginn að húni í annað sinn.

Stór dagur var í Djúpavogsskóla þegar Gerður og Katrín, starfsmenn Landverndar, mættu í skólana til að taka út það starf sem fram hefur farið síðustu tvö ár. Þær byrjuðu á því að funda með umhverfisnefnd skólans og á eftir var þeim fylgt um skólann til að skoða þau verkefni sem nemendur eru að vinna að í dag og þau verk sem eru til sýnis á veggjum skólans. Þá sungu nemendur skólasönginn fyrir þær. Gerður afhenti Halldóru fánann og útskýrði fyrir okkur starfsmönnum og nemendum fyrir hvað hann stendur og þá óskrifuðu framtíð sem við tökum þátt í að móta.

Að því loknu fylgdu þær skólastjóranum niður í leikskóla þar sem sjá mátti fjölmörg skemmtileg verkefni tengd náttúru og endurvinnslu. Ræddu þær við nemendur um náttúruvernd og Grænfánann. Börnin sungu nokkur lög fyrir þær og starfsmenn og að því loknu afhenti Gerður grænfánann niður á leikskóla.

Þetta er í annað sinn sem Djúpavogsskóli fær Grænfánann afhentann. Sækja þarf um endurnýjun á fánanum á tveggja ára fresti og fáum við þá heimsókn frá Landvernd þar sem farið er yfir okkar störf. Það má segja að nemendur og starfsfólk hafi tileinkað sér vinnubrögð sem auka virðingu fyrir umhverfi og náttúru.

Myndir sem fylgja fréttinni eru hér.

LDB

Opinn fundur um ferðaþjónustu

Opinn fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi verður haldinn í Löngubúð miðvikudaginn, 11. desember nk. kl. 17:00.

Allir velkomnir;
Ferða- atvinnu- og menningarmálanefnd.

11.12.2013

Lesið fyrir börnin

Fimmtudaginn 12. desember kl. 16:00 verður lesið úr nýjum barnabókum í húsi eldri borgara, Markarlandi 2.

Piparkökur verða á boðstólnum. 

Allir velkomnir

Félag eldri borgara

11.12.2013

Frá Bakkabúð

Framvegis verður opið í Bakkabúð mánudaga-laugardaga frá 14:00 - 18:00.

Þá verður opið sunnudaginn 22. desember frá 14:00 - 18:00 og á Þorláksmessu verður opið frá 14:00 - 22:00.

Verið velkomin

Bakkabúð

10.12.2013

Sveitarstjórn: Fundarboð 11.12.2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 11.12.2013
42. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 14:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2014; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2014.
b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2014.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2014.
d) Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu.
e) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2014, síðari umræða

2. Ákvörðun um útsvarsprósentu 2014
3. Fundargerðir

a) HNN, dags. 29. nóvember 2013.
b) SBU, dags. 6. nóvember 2013.
c) Haust, dags. 13. nóvember 2013.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 21. nóvember 2013.
e) SSA, dags. 31. október 2013.
f) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2013.
g) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. nóvember 2013.
h) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 4. október 2013.

4. Erindi og bréf

a) Karlakórinn Trausti, dags. 13. nóvember 2012.
b) Tónleikafélag Djúpavogs, dags. 6. desember
c) Hammondhátíð Djúpavogs, dags 6. desember 2013.
d) Skógræktarfélags Djúpavogs, dags. 6. desember 2013.
e) Bókasafn Djúpavogs, dags. 29. nóvember 2013.
f) Umhverfisstofnun, dags. 27. nóvember 2013.
g) Seyðisfjarðarkaupstaður, dags. 21. nóvember 2013.
h) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
i) Fornleifastofnun Íslands, ódags.
j) Landgræðsla Ríkisins, dags. 21. nóvember 2013.
k) UMFÍ, dags. 15. nóvember 2013.

5. Dagvistarrými fyrir aldraða
6. Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi, 9. desember
sveitarstjóri

09.12.2013

Sumar-bæjarlífið 2013

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum sem heimsækir þennan vef reglulega að bæjarlífið hefur látið verulega á sjá síðustu mánuði - reyndar þannig að það hefur bara ekkert sést.

Það breytir þó ekki því að nóg hefur verið tekið af myndum, vandamálið hefur hins vegar verið að koma þeim inn reglulega. 

Við erum nú að vinna á fullu í að bæta úr því og þess vegna má búast við einhverjum hundruða mynda hér inn á síðuna í formi bæjarlífs á næstu dögum.

Við byrjum á sumarmyndum, sem teknar voru í júní - ágúst.

Smellið hér til að skoða þær.

ÓB

09.12.2013

Úthlutun hreindýraarðs

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2013 á ágangssvæði/jarðir í sveitarfélaginu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 18. desember. Það er jafnframt sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir sem skulu sendast til:

Skrifstofa Umhverfisstofnunar
Tjarnarbraut 39A
Pósthólf 174
700 Egilsstaðir

Sveitarstjóri

06.12.2013