Djúpivogur
A A

Fréttir

Frá Löngubúð

Opið verður í Löngubúð laugardaginn 30 .nóvember frá kl. 14 - 18.

Hvetjum alla til að mæta á hinn árlega jólabasar kvenfélagsins Vöku.

Kökur og kaffi og ýmisslegt annað gott.

Eigum notalega stund saman.

Starfsfólk Löngubúðar

30.11.2013

Frá Djúpavogskirkju

Fjölskylduguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu, 1. des. kl. 14.00.

Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum og fermingarbörn lesa ritningarlestra.

Nemendur Tónskólans spila forspil og eftirspil, þær Laura Kira Kiss og Hafrún Alexía Ægisdóttir.

Piparkökur, kaffi og djús eftir messu.

Hefjum undirbúning hátíðar með bæn og lofgjörð í hjarta.

Verum öll hjartanlega velkomnin

Sóknarnefnd vekur athygli á, að rafmagn verður tengt í Djúpavogskirkjugarði 1. des. og slökkt 11. janúar 2014. Vinsamlega greiðið gjald kr. 1000.- inn á reikning: 1147-05-401066 kt. 690408-0230.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

29.11.2013

Frá Bakkabúð

Bakkabúð verður opin fimmtudaginn 28. nóv. frá kl. 16:00 - 18:00 og laugardaginn 30. nóv. frá kl. 14:00 - 18:00.

Verið velkomin,

Bakkabúð

28.11.2013

Steinunn Björg með flotta sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur

Steinunn Björg Helgadóttir sem íbúar á Djúpavogi þekkja betur undir nafninu, Björg í Sólhól, hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu með listvefnað sinn á sýningu sem staðið hefur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Viðtökur voru vonum framar að sögn Bjargar og seldist vel.  Hér meðfylgjandi má sjá myndir af hinum glæsilega vefnaði í  bás sem Björg var með á sýningunni.  Í hverju verki liggur gríðarlega mikil vinna og er virkilega gaman að sjá hve Björg hefur afkastað miklu á þessu sviði.   Við óskum Björgu að sjálfsögðu til hamingju með þessa glæsilegu frammistöðu. 

 

 

 

 

 

 

 

28.11.2013

Jólablað Bóndavörðunnar

Jólablað Bóndavörðu kemur út fimmtudaginn 12. des. nk. og því er frestur til þess að skila inn efni fimmtudaginn 5. des. nk.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.

Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.

Verðskráin er sem hér segir:
Heil síða 10.000.
-Hálf síða 5.000.
-1/4 síða 2.500.-

Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en 5. desember, eins og áður sagði.

Ferða- og menningarmálafulltrúi

27.11.2013

Jólabasar í Löngubúð

Kvenfélagið Vaka stendur fyrir jólabasar í Löngubúð, laugardaginn 30. nóvember frá kl. 14:00.

Þeir sem hafa áhuga á því að selja á basarnum geta haft samband við Hólmfríði í síma 478-8895 og 892-8895.

Kvenfélagið Vaka

27.11.2013

Jólabingó Neista

Hið árlega Jólabingó Neista verður sunnudaginn 1. desember á Hótel Framtíð og að venju verða glæsilegir vinningar í boði.

Barnabingóið hefst kl:12 og fullorðins-bingóið (miðað við fermingu) hefst kl:20:00.

SÞÞ

27.11.2013

Jólatré Djúpavogsbúa

Jólatré Djúpavogsbúa verður tendrað sunnudaginn 1. desember kl. 17:00. Að venju verður sungið og gengið í kringum tréð. Einnig er von á jólasveinum í heimsókn. Eins og undanfarin ár er það Skógræktarfélag Djúpavogs sem gefur íbúum sveitarfélagsins jólatréð.

Allir velkomnir.

Ferða - og menningarmálafulltrúi

26.11.2013

Í nóvember

Við höfum gert ýmislegt í nóvember hér í leikskólanum.  Við héldum upp á daga myrkurs þar sem við tókum fyrir himinngeiminn og veðrið.  Börnin á Kríudeild unnu verkefni með hnettina og norðurljósin en börnin á Krummadeild unnu verkefni með veðrið, rigningu og snjó.   Þessi verkefni voru svo til sýnis í gestavikunni. 

 

Hnettir í geimnum

Norðurljósin

Snjókornin

Rigningin

Áður höfðu börnin á Kríudeild unnið verkefni tengd hafinu og voru þau líka til sýnis á Kríudeild og kom einn afinn færandi hendi með hluti úr hafinu. 

 

Kórall og skeljar

Fiskar í hafinu

Dagur íslenskrar tungu var á laugardegi og héldum við upp á hann á föstudeginum.  Búið var að kjósa fallegasta orð íslenskrar tungu: Ljósmóðir og ákváðu börnin á Kríudeild að kynna sér það betur.  Þau teiknuðu svo myndir af ljósmóður. 

Myndir af ljósmæðrum og fingraþulan

 Ljósmóðir

Börnin á Krummadeild höfðu hins vegar verið að æfa fingraþuluna og elstu börnin teiknuðu myndir tengdar henni.

Fingraþulan

Síðan kom snjór og höfum við verið dugleg að fara út af renna í brekkunni hjá leikskólanum. 

út að renna

Kíkið í myndaalbúmið okkar sem er fullt af nýjum myndum úr starfi leikskólans

ÞS

 

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 665, 10. júlí 2013

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:

Tálknafjörður
Bolungarvík
Seyðisfjörður
Djúpavogshreppur

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1006/2013 í Stjórnartíðindum

Árborg (Stokkseyri og Eyrarbakki)
Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn)
Sveitarfélagið Garður
Sveitarfélagið Vogar
Stykkishólmsbær
Vesturbyggð (Patreksfjörður og Bíldudalur)
Árneshreppur
Blönduósbær
Sveitarfélagið Skagaströnd
Akureyrarkaupstaður (Hrísey)
Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssandur og Hauganes)
Fjarðabyggð (Mjóifjörður og Stöðvarfjörður)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2013.

Fiskistofa, 15. nóvember 2013.

 

21.11.2013

Haustfagnaður eldri borgara

Haustfagnaður eldri borgara á Djúpavogi verður haldinn í Markarlandi 2, laugardaginn 23. nóvember kl. 18:00.

Allir 60 ára og eldri velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Aðgangseyrir 2.500 kr.

Miðar seldir í Markarlandi 2 frá mánudeginum 18. nóvember til fimmtudagsins 21. nóvember kl. 13:00-17:00.

Nefndin

21.11.2013

Bækur fást gefins - framlengd opnun

Fólki hefur gefist kostur á því síðustu daga að hirða bækur og tímarit sem stendur til að henda. Markaðurinn er staðsettur inni í bræðslu (löndunarhúsi).

Nú hefur verið ákveðið að framlengja opnunartímann til 24. nóvember.

Það kennir ýmissa grasa þarna og lestrarþyrstir eru því hvattir til að renna inneftir milli 8-17 virka daga og athuga hvort þeir finni ekki eitthvað við sitt hæfi.

Einnig verður opið helgina 23.-.24. nóvember frá 10-19.

 

ÓB

 

 

 

20.11.2013

Sögustund í Löngubúð

Berglind Ósk Agnarsdóttir, sagnaþulur ætla að segja okkur skemmtilegar sögur fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:00

Kósý stund í kuldanum fyrir börn og fullorðna - kökur, kakó og kaffi og annað gott.

Sjáumst!
Langabúð

20.11.2013

Viðvera menningarfulltrúa

Menningarsvið Austurbrúar auglýsir viðveru í sveitarfélögum á Austurlandi vegna umsókna um stofn- og rekstrarstyrki og verkefnastyrki fyrir árið 2014. 

Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi verður á Djúpavogi miðvikudaginn 27. nóvember, á bæjarskrifstofunni frá kl. 14:00 - 17:00.

Viðtalstímar menningarfulltrúa, Signýjar Ormarsdóttur, verða sem hér segir:

Fljótsdalshérað
18. nóvember kl. 13.00 - 16.00 Skrifstofu Austurbrúar Miðvangi 2-4 Egilsstöðum
Borgarfjörður
20. nóvember kl. 13.00 - 15.00 Hreppsstofa
Seyðisfjörður
25. nóvember kl. 13.00 - 17.00 Hafnargata 28, (Silfurhöllin) húsnæði Austurbrúar
Djúpivogur
27. nóvember kl. 14.00 - 17.00 Hreppsskrifstofa Bakki 1
Breiðdalsvík
28. nóvember kl. 10.00 - 12.00 Hreppsskrifstofa, grunnskólanum
Fjarðabyggð
28. nóvember kl. 13.00 - 15.00 Grunnskólinn á Stöðvarfirði
28. nóvember kl. 15.30 - 17.00 Kaffi Sumarlína, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð
2. desember kl. 10.00 - 13.00 Kreml húsnæði Austurbrúar Egilsbraut 11, Neskaupstað
2. desember kl. 14.00 - 16.00 Kirkju- og menningarmiðst. Eskifirði
Fljótsdalshreppur
3. desember kl. 14.00 - 16.00 Végarði
Fjarðabyggð
4. desember kl. 10.00 - 12.00 Fróðleiks molanum, Reyðarfirði
Vopnafjörður
5. desember kl. 11.00 - 14.00 Kaupvangi
Fljótsdalshérað
6. desember kl. 10.00 - 15.00 Skrifstofu Austurbrúar Miðvangi 2-4 Egilsstöðum

Einnig er hægt að óska eftir viðtölum á öðrum tímum. Skrifstofa menningarfulltrúa er að Miðvangi 2-4, 3. hæð, Egilsstöðum. Sími 470-3800 og 860-2983.

20.11.2013

Stofn og rekstrarstyrkir til menningarstarfsemi

Austurbrú ses auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála (styrkir sem Alþingi veitti áður).
Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2014. Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 12. desember 2013 og umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila rafrænt á umsoknir@austurbru.is.

Menningarfulltrúi Austurbrúar verður með viðveru víða um Austurland áður en umsóknarfrestur rennur út. Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Austurbrúar www.austurbru.is.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á netfanginu menning@austurbru.is eða hjámenningarfulltrúa Signýju Ormarsdóttur í síma: 470-3800 og 860-2983.

20.11.2013

Verkefnastyrkir til menningarstarfs á Austurlandi árið 2014

Austurbrú ses. auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Austurlandi, mennta-og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um menningarmál. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Austurlandi.

Áherslur Menningarráðs Austurlands fyrir árið 2014 eru:
• Verkefni sem hvetja til samstarfs milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina. Einnig verkefni sem hvetja til samstarfs milli samstarfssvæða Menningarráðs Austurlands sem eru Vesterålen í Noregi og Donegal á Írlandi.
• Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu.
• Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna.
• Verkefni sem miða að því að listnemar og ungir listamenn frá Austurlandi komi í auknum mæli að listsköpun og menningarstarfi í fjórðungnum.
• Undirbúningsstyrkir fyrir stærri samstarfsverkefni til að auðvelda aðilum undirbúning, kanna forsendur og búa til tengslanet. Umsókn þarf að fylgja staðfesting þátttakenda í verkefninu og lýsing á hlutverki hvers og eins þeirra.

Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 12. desember 2013 og fer úthlutun fram í upphafi árs 2014.

Með umsókninni verður að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur. Mikilvægt er að umsóknir séu rétt útfylltar og öllum skilyrðum fylgt, að öðrum kosti verður umsókn hafnað.

Umsóknum skal skilað til menningarsviðs Austurbrúar ses. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðunni. www.austurbru.is. Þar er einnig að finna stefnu sveitarfélaga á Austurlandi í menningarmálum, nýjar úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar fyrir umsækjendur.

Styrkþegar frá árinu 2013 verða að hafa skilað inn greinargerð skv. samningi til þess að þeir geti sótt um fyrir árið 2014.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á menning@austurbru.is og hjá Signýju Ormarsdóttur, menningarfulltrúa Austurbrúar, í síma 470-3800, 860-2983.

Umsóknir skal senda í tölvupósti á umsokn@austurbru.is og í átta eintökum í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Austurlands, pósthólf 123, 700 Egilsstaðir.

 

20.11.2013

Frá Bakkabúð

Bakkabúð verður opin miðvikudaginn 20. nóvember frá kl.16:00 - 18:00 og fimmtudag frá kl. 15:00 - 16:30.

Verið velkomin!!

Bakkabúð

20.11.2013

Frá Djúpavogskirkju

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 17. nóv. kl. 11.00.
Fermingarbörn aðstoða og 10-12 ára TTT börn verða með leikþátt.
Kirkjuskólalögin og Rebbi refur kemur í heimsókn.
Nemendur Tónskólans koma fram. Íris Antonía Ólafsdóttir spilar forspil og þær Guðrún Elín Ævarsdóttir, Vigdís Guðlaugsdóttir, Jónína Valtingojer og Ríkey Elísdóttir syngja sama lag.

Mætum öll og eigum saman góða stund,
sóknarprestur.

15.11.2013

Frá Löngubúð

Föstudagur 15. nóvember:
félagsvist kl. 20:30

Laugardagur 16. nóvember:
Eldheit Nornasúpa, heimabakað brauð
Heitur Grafarbakkaréttur eftir kertafleytinguna
Spilakvöld - Úlfur/Pictonary - Gaman!

Jólaölið á tilboði.

Starfsfólk Löngubúðar

15.11.2013

Sveitarstjórn: Fundargerð 14.11.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

15.11.2013

Mikið um að vera hjá Neista

Í næstu viku verður mikið að gera hjá Neista.

Ballið byrjar á mánudagskvöld kl. 20:00 í grunnskólanum þar sem verður fundur um samstarf Neista og Sindra á Höfn í knattspyrnu og jafnvel öðrum greinum.

Forsaga málsins er að yfirþjálfari Sindra í knattspyrnu hafði samband við Neist og lýsti yfir áhuga að hefja samstarf milli félaganna.

Hvet ég alla til að mæta.

Laugardaginn 23. nóvember er svo árlegt bikarmót UÍA í sund hér á Djúpavogi. Við erum núverandi bikarmeistarar og ætlum okkur að verja titilinn :-)

Á svona móti þarf mikið af starfsfólki, kynnir, ræsir, tímaverði og önnur tilfallandi störf. Ef einhver hefur áhuga að aðstoða okkur og starfa á þessu móti þá má senda tölvupóst á neisti@djupivogur.is eða koma í íþróttamiðstöðina í næstu viku og tala við Svein íþrótta og æskulýðsfulltrúa.

SÞÞ

 

15.11.2013

Súmba fellur niður í dag

Súmbatíminn fellur niður í dag vegna Faðirvorahlaups.

BE

14.11.2013

Breyttur tími á Faðivorahlaupinu og kósýstund

Við viljum að sjálfsögðu ekki að Djúpavogsbúar missi af landsleiknum á föstudagskvöldið og höfum því ákveðið að flýta Faðirvorahlaupinu og kósýstund í sundlauginni um réttan sólarhring.

Ný tímasetning er
Faðivorahlaup: Fimmtudagurinn 14. nóvember kl. 18:00.
Kósýstund: Fimmtudagurinn 14. nóvember kl. 19:00

Endilega látið þetta berast og sjáumst hress og kát.

Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs

13.11.2013

Búlandstindur

Það er við hæfi að einu helsta kennileiti Djúpavogshrepps, Búlandstindi, sé gert hátt undir höfði á heimasíðu sveitarfélagsins. Það höfum við líka gert.

Nú höfum við aðeins uppfært síðuna um Búlandstind, en þá einna helst myndasafnið sem nú er komið í þennan fína nýja myndaskoðara okkar.

Smellið hér til að lesa um Búlandstind og skoða veglegt (nýlega uppfært) myndasafn.

ÓB

 

12.11.2013

Sveitarstjórn: Fundarboð 14.11.2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14.11.2013
41. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2014.
b) Gjaldskrár 2014 til fyrri umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2014.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2014.
e) Útkomuspá vegna ársins 2013 og drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2014.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2014.

2. Fundargerðir

a) FMA, dags. 24. október 2013.
b) SBU, dags. 25. október 2013.
c) FJN, dags. 4. nóvember 2013.
d) HAUST, dags. 13. október 2013.
e) Aðalfundur SKAUST, dags. 12. nóvember 2013.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 18. október 2013.
g) SÍS, dags. föstudaginn 25. október 2013.

3. Erindi og bréf

a) Skólastjóri Djúpavogsskóla, dags. 25. október 2013.
b) UÍA, dags. 21. október 2013.
c) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 23. október 2013.
d) Mannvirkjastofnun, dags. 30. október 2013.
e) Stígamót, dags. 20. október 2014.
f) Snorrasjóður, dags. 4. nóvember 2013.

4. Atvinnuþróunarsjóður Austurlands
5. Héraðsskjalasafn Austfirðinga
6. Safnahúsið á Egilsstöðum
7. Cittaslow
8. Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði
9. Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi 12. nóvember 2013;
sveitarstjóri

 

12.11.2013

Myndir frá Hammondhátíð 2013

Hér á heimasíðunni eru töluverðar heimildir um Hammondhátíð, bæði í máli og myndum.

Einhverra hluta vegna fyrirfórst það eftir síðustu hátið að setja inn myndir frá henni en við höfum snarlega bætt úr því. 

Við hvetjum ykkur til að skoða þær og einnig að rifja upp gömlu hátíðarnar.

ÓB

 

 

 

 

08.11.2013

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Í dag er hann haldinn hátíðlegur í þriðja sinn og er markmiðið með deginum að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.
Við hvetjum alla til að nýta daginn til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og beina athyglinni að því að koma í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er.

Hægt er að undirrita þjóðarsáttmála gegn einelti á:  www.gegneinelti.is og hvet ég okkur öll til að sýna samhug í verki.

Munum svo að "öll dýrin í skóginum eiga alltaf að vera vinir."

HDH