Djúpivogur
A A

Fréttir

Bæjarlífið apríl og maí 2013

Hann er stútfullur bæjarlífspakkinn, enda inniheldur hann tveggja mánaða skammt.

Hægt er að skoða myndirnar með því að smella hér.

ÓB

05.06.2013

Frá UMF. Neista - Þjálfara vantar

Enginn hefur enn sótt um að þjálfarastarf á frjálsíþrótta- og fótboltanámskeiðinu í sumar.

Neisti leitar nú logandi ljósi að þjálfara fyrir sumarið en það gengur hvorki né rekur.

Við biðlum því til allra að láta þetta berast og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við Pálma í síma 847-3216.

UMF Neista

05.06.2013

Frá Löngubúð - Vinir í vestri

Atli Ásmundsson, fyrrverandi ræðismaður í Winnipeg flytur erindi um Vestur-Íslendinga í Löngubúð Djúpavogi 6. júní kl. 20:00.

Hann mun fjalla um veru sína vestra og segja frá fólki, stöðum og sögu frænda okkar fyrir vestan haf.

Að erindinu loknu mun listamaðurinn ljúfi Bjartmar Guðlaugsson flytja frumsamin lög og ljóð.

Aðgangur er ókeypis.

Langabúð, Utanríkisráðuneytið og Þjóðræknisfélag Íslands.

04.06.2013

Axarvegur - kynningargögn vegna Háubrekku/Reyðeyrar

Hér má sjá gögn sem kynnt voru á íbúafundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 30. maí 2013. Gögnin eru aðgengileg hér á heimasíðunni auk þess sem þau liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 10. júní en þá rennur út frestur til að skila athugasemdum.

Athugasemdum skal skilað í umslagi merktu Djúpavogshreppur / Háabrekka - Reiðeyri – Bakki 1 765 Djúpivogur.


Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020

Umhverfisskýrsla


Sveitarstjóri

04.06.2013

Vogur - félagsaðstaða eldri borgara á Dúpavogi

Eins og kunnugt er standa nú yfir framkvæmdir í Markarlandi 2, Vogi, en þar rís ný félagsaðstaða eldri borgara á Djúpavogi. Í vetur fór vinnan að mestu fram innandyra en nú síðustu vikur hafa iðnaðarmenn unnið að viðbyggingu og sólpalli ásamt fleiru.

Við ákváðum að setja saman þær myndir sem við höfum tekið frá upphafi framkvæmda svo lesendur geti glöggvað sig á því sem þarna hefur farið fram og hvar verkið stendur nú þegar þetta er skrifað. Síðustu 4 myndirnar í albúminu voru teknar í dag, 4. júní.

Hægt er að skoða myndirnar með því að smella hér.

ÓB

04.06.2013

Frá Neista vegna 17. júní

Eru ekki ábyggilega allir búnir að kjósa kónga?

Föstudaginn 14. júní má byrja að skreyta hverfin og um kvöldið verður Pub-Quiz í Löngubúð.

Farandhverfabikarinn stóri verður veittur fyrir best skreytta hverfið og í ár verða líka bikarar veittir fyrir best skreytta húsið og fyrir sigur í Pub-Quiz.

Skrúðgangan er á sínum stað á 17. júní og svo verður farið í leiki og þrautir með börnunum á Neistavelli.

Dagskráin verður auglýst betur síðar.

UMF. Neisti

04.06.2013

Sjómannadagurinn 2013

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Djúpavogi í gær í blíðskaparveðri. Dagskrá var hefðibundin; sjómannadagsmessa, dorgveiðikeppni, sigling og kaffi í Sambúð.

Hægt er að skoða myndir með því að smella hér.

ÓB

03.06.2013

Bókasafnið lokað á morgun

Bókasafnið verður lokað á morgun, þriðjudag.

Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er þriðjudagurinn 11. júní.

Bókavörður

03.06.2013

Upptaka af Músik Festivali

Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.

Skólastjóri