Fréttir
Dagskrá helgarinnar
Það er nóg um að vera í sveitarfélaginu þessa helgina og þar ber hæst þríþrautarkeppnin Öxi 2013.
Dagskráin er annars sem hér segir, hægt er að smella á hvern viðburð fyrir sig til að skoða nánar:
Föstudagur, 28. júní:
20:00 - Ferðafélag Djúpavogs verður með stutta kynningargönguferð um bæinn og næsta nágrenni. Mæting við Geysi (ráðhús).
Laugardagur, 29. júní:
09:00 - Þríþrautarkeppnin Öxi 2013 hefst á sjósundi frá Staðareyri í Berufirði.
11:00-13:00 - Kirkjukórinn verður með kaffisölu við gamla bæinn í Fossárdal (Eyjólfsstöðum).
15:00 - Gúmmískóaganga á vegum Ferðafélags Djúpavogs um útlandið á Búlandsnesi.
18:00 - Ganga á Búlandstind. Mæting við verslunina Við voginn. Gert er ráð fyrir að koma til baka fyrir miðnætti.
21:00 - Tríó Geira í Löngubúð, opið til 03:00 í Löngubúð.
Sunnudagur:
13:00 - Fjölskyldufjör á söndunum:
Tásutölt, sandkastalakeppni og strandgolf.
16:00 - Tónleikar með Robert the Roommate og Skúla Mennska í gömlu kirkjunni.
Við vekjum athygli á því að upplýsingamiðstöðinni, Bakka 3, verða til sölu bolir þríþrautakeppninnar Öxi 2013. 3.000 kr. stykkið. Eins og sjá má hér að neðan eru þeir sérstaklega glæsilegir.
ÓB
Langabúð auglýsir: Tríó Geira spilar á laugardaginn
Tríó Geira ásamt úrvalsliðið tónlistarfólks frá Djúpavogi ætlar að halda uppi þvílíku fjöri í Löngubúð laugardaginn 29. júní
Opið 21:00 - 03:00.
Aðgangseyrir er 1500,-
og rennur óskiptur til tónlistarfólksins.
Komið, sjáið og syngið með!
Áríðandi tilkynning frá leikskólanum
Nú stendur yfir skipulagning í leikskólanum, fyrir næsta skólaár.
Mjög mikilvægt er að láta vita í þessari viku ef þið hafið hugsað ykkur að skrá barn í leikskólann eða breyta vistun frá því sem nú er. Vinsamlegast sendið þá tölvupóst á skolastjori@djupivogur.is.
Ekki þarf að hafa samband ef vistunin á að vera sú sama og hún er nú (var þegar barn fór í gjaldfrjálst sumarfrí).
Bestu kveðjur,
Halldóra Dröfn
Fimleikanámskeið á Djúpavogi vikuna 15. – 19. júlí 2013
Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu. Farið verður í helstu grunnæfingar í fimleikum, þrek, teygjur og leiki.
Skráningu þarf að senda á sjofnkrist@gmail.com.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 4. júlí 2013.
Hér að neðan má sjá tíma- og dagafjölda fyrir hvern aldurshóp fyrir sig ásamt verði.
Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn.
Ég vonast til að sjá sem flesta í sumar!
Fimleikakveðja,
Sjöfn
Robert the Roommate og Skúli Mennski í Gömlu kirkjunni
Robert the Roommate og Skúli Mennski eru að hefja tónleikaferðalag um landið og munu spila í Gömlu Kirkjunni á Djúpavogi sunnudaginn 30. júní kl. 16:00. Miðaverð er kr. 1.500 og rennur ágóðinn til uppbyggingar á húsinu.
Hljómsveitin Robert the Roommate var stofnuð vorið 2010, fyrst með það í huga að spila saman tónlist eftir gömlu og góðu meistarana á borð við Bob Dylan & Leonard Cohen. Um haustið tók sveitin þátt í Lennon ábreiðulagasamkeppni Rásar 2 og bar sigur úr býtum. Nú einbeitir hljómsveitin sér að því að spila eigið efni sem má kannski helst lýsa sem þjóðlagaskotinni popp/rokktónlist.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar heitir Robert the Roommate, samnefnd sveitinni. Hún var hljóðrituð í Stúdíó Sýrlandi, Vatnagörðum, í október 2012. Um hljóðritun og hljóðblöndun sá Bjarni Þór Jensson en hljóðjöfnun var í höndum Hafþórs Karlssonar. Sérstakur gestur á plötunni er Elvar Örn Friðriksson. Öll lögin á plötunni eru frumsamin og má helst lýsa tónlistinni sem þjóðlagaskotinni popp og rokktónlist, með áhrifum frá sveitum á borð við Led Zeppelin og Fleet foxes.
Hljómsveitina í þessari ferð skipa:
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: söngur,
Daníel Helgason: gítar,
Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló
Kristinn Gauti Einarsson: slagverk.
Skúli mennski hefur verið á ferð og flugi frá árinu 2010, gefið út þrjár plötur sem allar hafa hlotið góða dóma tónlistargagnrýnenda og komið fram á hátíðum á borð við Aldrei fór ég suður, Gæruna og Blúshátíð í Reykjavík.
Sjá nánar um tónleikaferðalagið með því að smella hér.
ÓB
Guðný Gréta sigraði í Hreindýrahreysti
Guðný Gréta Eyþórsdóttir frá Fossárdal gerði sér lítið fyrir og sigraði á skotmótinu Hreindýrahreysti sem fór fram á Héraði í gær. Sjá nánar hér að neðan í frétt af mbl.is
Heimasíðan óskar Guðnýju Grétu innilega til hamingju með sigurinn.
ÓB
Konan skaut körlunum ref fyrir rass
Skotmótið Hreindýrahreysti fór fram í gærkvöldi á skotsvæði Skotfélags Austurlands á Þuríðarstöðum við Egilsstaði. Eina konan sem keppti í mótinu, Guðný Gréta Eyþórsdóttir, bóndi í Fossárdal, skaut körlunum heldur betur ref fyrir rass, í orðsins fyllstu merkingu og sigraði með yfirburðum.
Keppendur í mótinu voru tíu talsins. Mótið var byggt upp af þrautabraut þar sem skotið var 10 skotum á uppblásnar blöðrur á tíu mismunandi færum, frá 65 metrum upp í 290 metra, á tíma.
Var skotið tveimur skotum fríhendis, tveimur af hné og sex liggjandi og þurftu keppendur fjórum sinnum að skíðra u.þ.b. 30 metra undir bönd. Skotin skiptust þannig að fyrst var skotið einu skoti, síðan tveimur, þá þremur og loks fjórum og hlaupnir 50 metrar og skriðið undir böndin eftir hverja lotu sem og í upphafi. Þrautabrautin endaði síðan á að dregið var ígildi hreindýrskýr á töfrateppi í mark.
Eins og áður sagði sigraði Guðný Gréta með yfirburðum en hún hitti sex blöðrur af tíu. Þá var hún eini keppandinn sem hitti í blöðru af lengsta færinu, 290 metrum.
Í öðru sæti varð Sigurður Aðalsteinsson og í þriðja sæti Kjartan Ottó Hjartarson en þeir hittu fimm blöðrur af tíu.
Sveitarstjórn: Fundargerð 25.06.2013
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
Friðarhlaupið á Djúpavogi
Miðvikudaginn 26. júní mun Friðarhlaupið koma á Djúpavog.
Við ætlum að taka á móti hlaupurunum hjá kirkjunni um 14:00 og hlaupa með honum ad Íþróttamiðstöðinni þar sem m.a. verður gróðusett tré og fl.
Gaman væri ad sjá sem flesta, krakkar sérstaklega hvattir til ad mæta.
Hægt er að lesa nánar um Friðarhlaupið á heimasíðu þess.
UMF. Neisti
Vefmyndavélin komin í loftið á ný
Eins og glöggir lesendur heimasíðunnar hafa vafalaust tekið eftir hefur vefmyndavélin verið óvirk síðustu daga. Ástæðan er sú að verið var að tengja ljósnet Símans á Djúpavog.
Vélin er nú komin upp aftur og er nú alveg "lifandi", ekkert hökt og því alveg dásamlega skemmtilegt að skoða hana.
Við efumst ekki um að þetta framfaraskref muni mælast vel fyrir hjá þeim sem skoða vefmyndavélina reglulega.
ÓB
Starfsmaður á gæsluvelli
Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni til að vinna á gæsluvelli sem starfræktur verður í sumar, dagana 15. júní til og með 9. ágúst.
Um 50% stöðu er að ræða og er vinnutími frá 08:00 - 12:00 alla virka daga.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 478-8288.
Djúpavogshreppur auglýsir
Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni til að vinna á gæsluvelli sem starfræktur verður í sumar, dagana 15. júlí til og með 9. ágúst.
Um 50% stöðu er að ræða og er vinnutími frá 08:00 - 12:00 alla virka daga.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 478-8288 og á sveitarstjori@djupivogur.is.
Fundur í sveitarstjórn
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 25. 06. 2013
3. aukafundur 2010-2014
Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn. 25. júní 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
- Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps
- Lýsing með breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.
Djúpavogi 24. júní 2013;
Sveitarstjóri
Klif Hostel opnar á Djúpavogi
Nýtt gistihús opnaði á Djúpavogi í gær, 20. júní. Ber það nafnið Klif Hostel og er staðsett í gamla pósthúsinu.
Það eru þau Tryggvi Gunnlaugsson og Margrét Ásgeirsdóttir sem reka gistihúsið sem er svo sannarlega góð viðbót við ferðaþjónustuna hér í Djúpavogshreppi.
Heimasíðan óskar Tryggva og Margréti til hamingju með Klif Hostel.
Hægt er að skoða nánar á Facebook síðu Klif Hostel.
ÓB
Skúli Andrésson vinnur fyrir Jónas Sigurðsson
Djúpavogsbúinn Skúli Andrésson, sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir ekki margt löngu fékk það verkefni að taka upp og klippa saman útgáfutónleika Jónasar Sigurðssonar og Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem haldnir voru í tilefni útkomu plötunnar Þar sem himin ber við haf. Tónleikarnir fóru fram í Reiðhöllinni í Þorlákshöfn sl. haust.
Nú hefur fyrsta sýnishornið frá tónleikunum litið dagsins ljós en það er lagið Inn í berginu og er óhætt að segja að útkoman sé glæsileg.
Vel gert Skúli.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
ÓB
Skógardagurinn 2013
Skógardagur leikskólans verður haldinn laugardaginn 22. júní nk.
Við ætlum að hittast við hliðið klukkan 14:00. Þaðan verður gengið áleiðis að Aðalheiðarlundi og munu leikskólabörnin, með aðstoð foreldra, hengja upp listaverkin sín á leiðinni. Þegar við komum inn í Aðalheiðarlund ætlum við að eiga þar saman góða stund, borða nesti (sem við komum með sjálf) og spjalla og leika okkur.
Allir íbúar sveitarfélagsins eru velkomnir.
Starfsfólk og nemendur Bjarkatúns.
Landvörður tekinn til starfa að Teigarhorni
Umhverfisstofnun hefur ráðið landvörð í 12 vikur að Teigarhorni í sumar sem er mikið fagnaðarefni og hefur Brynja Davíðsdóttir sem er náttúru- og umhverfisfræðingur þegar tekið til starfa.
Helsta verkefni landvarðar að Teigarhorni er að hafa eftirlit með hinu friðlýsta náttúruvætti og að fræða og upplýsa ferðamenn um svæðið sem þess óska ásamt því að gæta þess að vel sé gengið um svæðið.
Megináherslan við eftirlit í sumar er lögð á nærsvæði bæjarins að Teigarhorni og við fjörur í nágrenni.
Gestir eru vinsamlega beðnir að leita upplýsinga hjá landverði og fara að ábendingum þar sem aðgengi er enn ábótavant á svæðinu og sumstaðar beinlínis varasamt sé ekki farið með gát.
Náttúruvættið og nærsvæði bæjarins að Teigarhorni verður opið frá kl 08:00 – 18:00 alla virka daga í sumar og mun þá þjónustu landvarðar njóta við. Gestir geta einnig sótt svæðið um helgar í sumar, en þá verður hliðið að bænum opið frá kl 10:00 - 16:00. (Upplýsingaþjónusta landvarðar er minni um helgar en eftirlit verður þó til staðar.) Upplýsingar verða settar upp á bílastæði þar sem gestir sjá hvar best sé að ganga um svæðið og er ætlunin að merkja nærumhverfið með gönguleiðastikum á næstu dögum.
Hin sögufræga jörð Teigarhorn bíður nú uppbyggingar og fer skipulagsvinna fram á næstu mánuðum þar sem framtíðarnýting á svæðinu verður mótuð nánar. Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvað skipulagsvinnan taki langan tíma en markmiðið er að gestir geti notið þessarar fallegu jarðar með margvíslegum hætti í framtíðinni.
Djúpavogshreppur býður Brynju Davíðsdóttur og dóttur hennar Díönu Rós innilega velkomna að Teigarhorni.
Sjá að öðru leyti upplýsingar um Teigarhorn á vef Umhverfisstofnunar
AS
Starfsmann vantar á gæsluvöll
Starfsmann vantar á gæsluvöll sem starfræktur verður í sumar. 50%.
Um er að ræða u.þ.b. starfshlutfall.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins og með því að smella hér.
Beauty in Black á Djúpavogi
Beauty in Black verslun verður með kvenfatasölu á Djúpavogi fimmtudaginn 20. júní frá 14-18 í versluninni Við voginn.
Kjólar, peysurnar þunnu vinsælu, bolir, toppar. Kjólar og leggings frá Eik design. Vandaður kvenfatnaður á góðu verði.
Beautyinblack.is
sími 6956679
Facebook: Beauty in Black
Hlökkum til að sjá ykkur
17. júní 2013
Djúpavogsbúar héldu upp á 17. júní með hátíðardagskrá á Neistavelli. Skrúðganga var farin frá grunnskólanum og mættu allir í sínum litum að sjálfsögðu en hverfakeppni var nú viðhöfð þriðja árið í röð á Djúpavogi. Hverfin höfðu alla helgina til þess að skreyta en dómnefnd, skipuð kongungum hverfanna valdi síðan best skreytta hverfið.
Það má segja að dagskráin hafi byrjað á föstudaginn með hverfa-Pub Quiz í Löngubúð. Hvert hverfi sendi tvö fjögurra manna lið. Þar hafði gula hverfið sigur eftir hatramma baráttu.
Á Neistavelli var farið í ýmsa leiki fyrir börn og fullorðna og úr varð hin besta skemmtun. Mætingin var mjög góð og fín stemmning, enda veður gott þrátt fyrir smá strekking. Auður Gautadóttir var fjallkona í ár.
Sú nýbreytni var í ár að dómnefnd kaus best skreytta húsið og það var samdóma álit, þrátt fyrir mörg vel skreytt hús, að Bergholt þeirra Jóns og Steinunnar væri best skreytt.
Þá var gula hverfið valið best skreytta hverfið og fögnuðu íbúar þess vel og innilega.
Meðfylgjandi eru þrjú myndasöfn. Eitt úr hverfa-Pub Quizinu, eitt frá skrúðgöngunni og hátíðardagskránni og í lokin eitt sem sýnir brot af þeim skreytingum sem íbúar hverfanna gerðu í ár.
Myndir úr Hverfa-Pub Quiz
Myndir frá skrúðgöngu og hátíðardagskrá
Myndir af hverfaskreytingum
ÓB
Dagskrá 17. júní 2013
Svona lítur dagskráin út á Þjóðhátíðardag íslendinga, 17. júní:
13:30 - mæting hjá Grunnskóla.
14:00 - skrúðganga niður á fótboltavöll þar sem við tekur hátíðardagskrá:
Ávarp Fjallkonu.
Sprell og leikir fyrir börn og fullorðna.
Hoppukastali – sumokappar
Sápukúlur og fánar verða seldir við Grunnskólann.
Yngri flokkaráð Neista selur svala,prinspolo og kaffi á vellinum.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
UMF Neisti.
Sveitarstjórn: Fundargerð 13.06.2013
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Hverfa Pub Quiz
Jæja þá er komið að því.
Hverfapubquiz verður haldið í aðdraganda 17. júní í Löngubúð, föstudaginn 14. júní.
Hvert hverfi má mæta með 2 lið og eru 4 í hverju liði.
Húsið opnar kl. 20:00 og keppnin hefst á slaginu 21:00. Aldurstakmark er ekkert, en börn 12 ára og yngri verða að mæta í fylgd fullorðinna.
Umf. Neisti
Listasmíð - líkan af gömlu kirkjunni
Það er ætíð jafn uppörvandi og skemmtilegt þegar ungt skólafólk leitar á æskustöðvarnar eftir verkefnum og ná að tengja þau náminu með beinum hætti. Ragnhildur Kristjánsdóttir sem er Djúpavogsbúi í báðar ættir var við nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði nánar í tækniteiknun síðast liðinn vetur og fékkst þar m.a. í náminu við gerð líkana.
Ragnhildur leitaði einmitt á heimaslóðirnar er kom að gerð útskriftarverkefnisins í skólanum og ákvað hún að taka þar fyrir gerð líkans af gömlu kirkjunni á Djúpavogi sem er friðuð og er nú í endurbyggingu.
Skemmst er frá því að segja að Ragnhildur sló rækilega í gegn með verkefni sínu og fékk 10 í einkunn fyrir líkanið sem er sannarlega listasmíð í alla staði.
Við óskum Ragnhildi og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur.
Hér meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í dag af Ragnhildi með líkanið af kirkjunni einmitt í gömlu kirkjunni og utan hennar.
AS
Sveitarstjórn: Fundarboð 13.06.2013
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 13.06.2013
38. fundur 2010 – 2014
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 16:00.
Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps
2. Fundargerðir
a) SSA, dags. 23. maí 2013.
b) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 17. maí 2013.
c) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 31.05.2013
d) Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands, dags. 10. júní 2013.
e) Haust, dags. 29. maí 2013
f) Hafnasamband Íslands, dags. 8. maí 2013.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 24. maí 2013.
h) SÍS, dadgs. 31. maí 2013.
3. Erindi og bréf
a) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 7. júní 2013.
b) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 21. maí 2013.
c) Sigurður Gunnarsson, dags. 21. maí 2013.
d) Hagsmunasamtök heimilanna, dags. 24. maí 2013.
e) Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, ódags.
f) SÍS, dags. 30. maí 2013.
4. Félagsþjónustan
5. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi, 11. júní 2013;
sveitarstjóri
Öxi 2013
Öxi 2013, göngu- og hlauphelgi fjölskyldunnar fer fram helgina 28. - 30. júní næstkomandi.
Búið er opna fyrir skráningar í þríþrautarkeppnina en hægt er að skrá bæði lið og einstaklinga í gegnum netfangið oxi2013@djupivogur.is.
Allar upplýsingar um Öxi 2013 og aðra viðburði þessa helgi er að finna hér.
Fylgist líka með á Facebook-síðu Öxi 2013.
ÓB
Sumarblíðan
Veðrið lék aldeilis við okkur í síðastliðinni viku og nutu börnin á leikskólanum þess að leika úti bæði á pallinum og á leiksvæðinu.
Úti á palli að leika
Í fótbolta...
....og parís
Síðan var hressingin borðuðu úti
ÞS
Breyttur opnunartími Vínbúðarinnar
Vínbúðin auglýsir breyttan opnunartíma:
Mán. - Fim. frá 16:00 -18:00
Fös. frá 14:00 - 18:00
ÓB