Djúpivogur
A A

Fréttir

Líflegt í Djúpavogshöfn

Það hefur verið mjög líflegt í Djúpavogshöfn nú í september eins og meðfylgjandi myndir sýna glögglega.

Þær má skoða með því að smella hér.

29.09.2012

Frábær sagnastund í Löngubúð

Það var margt um manninn í Löngubúð í dag þegar Berglind Agnarsdóttir, sagnakona kom og sagði sögur eins og henni einni er lagið. Börn og fullorðnir hlýddu agndofa á enda er frásagnarlist Berglindar alveg mögnuð.

Hægt er að sjá myndir frá sagnastundinni með því að smella hér.

ÓB

 

 

 

 

 

 


Þétt setin Langabúð


Óhætt er að segja að Berglind hafi fangað athygli barnanna

28.09.2012

Tilvonandi grunnskólakrakkar

Í þessari viku fóru 4 elstu nemendur leikskólans í heimsókn upp í grunnskóla til að kynna sér starfið þar og líka til að hitta gömlu vinina sína sem nú eru byrjaðir í 1. bekk.  

 

Árgangur 2007

 

ÞS

Fjölskylduguðsþjónusta

Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 30. september kl. 11.00 í Djúpavogskirkju.

Sóknarprestur

28.09.2012

Myndir frá leikskólastarfi í 30 ár

Búið er að setja inn myndir frá 30 ára leikskólastarfi á Djúpavogi.  Því miður fundust engar myndir frá fyrstu árum leikskólans en þó voru til nokkrar frá leikskólastarfinu í grunnskólanum seinni árin sem leikskólinn var þar.  

 

Myndirnar má finna hér

 

ÞS

Bókasafnið lokað í kvöld

Bókasafnið verður lokað í kvöld fimmtudaginn 27. september.

Bókasafnsvörður

Nýjar Panorama myndir

Við vorum að bæta við nokkrum nýjum Panorama myndum.

Smellið hér til að komast í myndasafnið.

ÓB

26.09.2012

Vefmyndavélin komin í lag

Hún er farin að snúast blessunin.

Þið getið heilsað upp á hana með því að smella hér.

ÓB

26.09.2012

Langabúð auglýsir

Sagnastund á föstudaginn.

Berglind Ósk Agnarsdóttir, leikskólakennari, tónlistakennari og SAGNAKONA verður í Löngubúð á föstudaginn kl. 16 og segir sögur fyrir börn og fullorðna á öllum aldri.

Frábært fyrir alla fjölskylduna að byrja helgarfríið í Löngubúð og njóta skemmtilegra sagna yfir kaffi, kakó eða öðru gúmmelaði.

Langabúð

26.09.2012

Foreldrakynning

Árleg foreldrakynning, fyrir foreldra Djúpavogsskóla, verður haldin í grunnskólanum, miðvikudaginn 26. september klukkan 17:00.  Vinsamlegast athugið að kynningin er sameiginleg fyrir grunn-, leik- og tónskólann.  Á kynningunni verður farið yfir komandi skólaár og ýmislegt fleira.

Að kynningunni lokinni verður aðalfundur foreldrafélags Djúpavogsskóla.  Af núverandi stjórn ætlar eitt foreldri að gefa kost á sér aftur, búið er að kjósa fulltrúa starfsfólks grunnskólans, þannig að enn vantar þrjá í stjórn.

Vonast til að sjá ykkur sem flest. 
Skólastjóri

Rjúpurnar okkar

Eins og sjá mátti í frétt frá leikskólanum héldu rjúpur sig til á lóð leikskólans á meðan mikið hvassviðri gekk yfir Djúpavog.  Þetta var  þann 4. september sl.    Enn má sjá rjúpum bregða fyrir á lóðinni og hafa krakkarnir vel getið fylgst með því þegar rjúpurnar færa sig í vetrarbúninginn eins og sjá má á þessum myndum.  

ÞS

 

 

 

 

Eins og sjá má eru þær orðnar töluvert hvítari frá því fyrir rúmum tveim vikum síðan.

Litluskólamótið í fótbolta

Á morgun laugardag verður haldið litluskólamótið í fótbolta. Neisti og Djúpavogsskóli hafa boðið nemendum annarra smáskóla að taka þátt í þessu móti. Fyrirkomulagið er að í hverju liði spila 5 inná vellinum í einu, hægt er að hafa varamenn og skipta stöðugt inná. Þessir 5 í hverju liði  eru af báðum kynjum og í dreifðri aldursröð. Í yngri hópum spila nemendur í 1. - 5. bekk og eldri hópar samandstanda af nemendum í 6. – 10. bekk.

Við eigum von á þremur liðum frá Brúarási og tveimur liðum frá Stöðvarfirði. Með þeim verða foreldrar og aðrir í klappliði.

Mótið hefst klukkan 10:30 og eru allir hjartanlega velkomnir til að horfa á og hvetja unga fólkið okkar. Foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk munu bjóða upp á léttar veitingar á meðan á mótinu stendur.

Allir þátttakendur fá frítt í sund. Athugið reglur um fylgdarmenn barna undir 10 ára aldri.

Stjórn Neista

Hús rís í Hlíð

Undirritaður leit í dag við í Hlíð en það er óhætt að segja að þar gangi hlutirnir hratt og örugglega fyrir sig við byggingu nýjasta íbúðarhússins á Djúpavogi. Snjólfur Gunnarsson var þar ásamt tveimur vönum mönnum ofan af héraði að vinna í grunninum og ef fram fer sem horfir ætti ekki að líða á löngu þar til við sjáum þarna fullklárað hús.

ÓB

 

 

 

 

 

 


Ekki ónýt staðsetning


Grunnurinn í Hlíð 4


Vanir menn af Héraði


Snjólfur Gunnarsson, glaðbeittur

20.09.2012

Ber og aftur ber

Í byrjun september héldu börnin á Kríudeild auk elstu barna á Krummadeild í berjamó.  Gengið var frá leikskólanum í átt að Loftskjól en þangað hafa börnin farið í berjamó undanfarin ár og alltaf tínt helling af krækiberjum og einhver bláber fundið líka.  Í ár var hins vegar annað upp á tengingnum og ekki mikið um ber þar en þó eitthvað þannig að börnin gátu bæði tínt smá upp í sig og líka í pokana sem þau höfðu meðferðis.  Veðrið var mjög gott þennan dag, glampandi sól og blíða.   Tilgangur þessarar ferðar er að börnin fái að kynnast berjamó og þau tíni ber sem eru svo nýtt í matargerð þ.e. þau fá berin sem þau tína út á skyr í hádeginu.  Dagur náttúrunnar var þann 16. september og tengdum við þessa ferð þeim degi auk þess ætlum við í leikskólanum að mæta í náttúrulega lituðum fötum þ.e. brúnum, gráum, grænum.  

Á leið í berjamó

Að týna berin

Að borða skyr með krækiberum...nammi namm!

Fleiri myndir eru hér

 

ÞS

Bændur að störfum - Ljósmyndasamkeppni

Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.

Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, sem prýða mun forsíðu dagatalsins auk eins mánaðarins.  Myndirnar skal senda á netfangið ungurbondi@gmail.com og þar má fá nánari upplýsingar sem og á heimasíðu samtakanna, ungurbondi.is

18.09.2012

Afleysingar í Bjarkatúni

Á Leikskólann Bjarkatún vantar starfskraft í afleysingar í eldhús þegar matráður er ekki við.

Vinnutími er þá frá 10:00 – 14:00 og eru laun skv. kjarasamningi Afls stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 16:00, fimmtudaginn 20. september og þarf viðkomandi að geta leyst af í fyrsta sinn, föstudaginn 21. september.

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Djúpavogsskóla í síma 478-8832, 478-8246, 899-6913 eða á skolastjori@djupivogur.is

Skólastjóri

Björn Hafþór heiðursgestur á Aðalfundi SSA

Á Aðalfundi samtaka sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var að þessu sinni á Borgarfirði síðastliðinn föstud. og laugard. var dagskrá með hefðbundnum hætti.  Einn af dagskrárliðum Aðalfunda SSA er hátíðarkvöldverður í boði heimamanna og þá eru nokkrir fastir liðir  á dagskrá  og eru þá  t.d. heiðursgestir Aðalfunda útnefndir.  Stuðst er við í því sambandi að útnefna einstaklinga sem hafa unnið ötult og gott starf í þágu sveitarstjórnarmála á Austurlandi í gegnum tíðina.  

Að þessu sinni var  Björn Hafþór Guðmundsson útnefndur enda hafa fáir eða engir unnið jafn lengi á sviði sveitarstjórnarmála á svæðinu og hann.  Þá var Hlíf Herbjörnsdóttur kona Hafþórs sömuleiðis heiðruð og færður stór og mikill blómakrans frá SSA að þessu tilefni, enda ljóst að það þarf sterkt bakland fyrir einstaklinga til að halda út jafn lengi í sveitarstjórnarmálunum og Björn Hafþór hefur gert með virkum hætti.  

Í ræðu sinni að þessu tilefni stiklaði Hafþór á stóru og fór eins og honum er líkt á gamansaman hátt yfir ferilinn og kynnum sínum af samferðamönnum. Þá heiðruðu nokkrir félagar hans úr sveitarstjórnargeiranum hann  sömuleiðis með ræðuhöldum og líka gríni og skemmtu gestir sér hið besta á viðburði þessum.   

Djúpavogshreppur óskar þeim hjónum að sjálfsögðu báðum  til hamingju með viðurkenningu þessa.

AS  

 

 

 

16.09.2012

Breyttur opnunartími Bakkabúðar

Bakkabúð verður framvegis aðeins opin á miðvikudögum milli kl. 16:00 - 18:00.

Verið velkomin,

Bakkabúð

Afmælisveisla

Haldið var uppá 30 ára afmæli leikskólastarfs á Djúpavogi í leikskólanum Bjarkatúni í gær, 12. september

Upphaf leikskólastarfs má rekja til kvenfélagskvenna á staðnum en þær áttu leiktæki sem þær vildu koma fyrir einhversstaðar í þorpinu.  Var þeim komið fyrir á grasfleti, fyrir aftan Miðhús þar sem tjaldstæðið er nú. 

Sumarið 1982 vantaði fólk til starfa hjá Búlandstindi og var ákveðið, í samráði við Búlandshrepp að stofna leikskóla.  Leitað var til Lindu Heiðrúnar Þórðardóttur, til þess að sjá um leikskólan,n en hún var á sínu fyrsta ári í Fóstruskólanum.  Fékk hún eina stúlku sér til aðstoðar.  Mikið lá á að koma leikskólanum í gang og hafði Linda u.þ.b. fimm daga til að ákveða sig hvort hún vildi starfið eða ekki. 

Árið 1982 var svo stofnsettur leikskóli sem hafði aðsetur í grunnskólanum og var hann eingöngu opinn á sumrin frá júní til ágúst, bæði fyrir hádegi og eftir hádegi.  Aðstaðan var ekki góð.  Tvær skólastofur og sameiginleg salernisaðstaða.  Auk þess nýtti Hótelið hinn hluta skólans undir svefnpokagistingu og tannlæknirinn hafði einnig aðsetur í þeim hluta.  Lítil girðing var sett upp á bak við skólann og leiktækin sem voru fyrir aftan Miðhús flutt þangað.  Þar sem þessi leikskóli var nýr var ekki til mikið af dóti og því notaði Linda Heiðrún umhverfið mikið.  Hún fór  mikið í gönguferðir í nágrenninu og borðaði oft nestið úti.  Einnig bjó hún til hús úr stórum pappakössum sem hún fékk á tannlæknastofunni.  Hún fékk að nota allt það sem skólinn átti, blöð, liti, málningu, leir og fleira og var mikill velvilji í garð leikskólans. 

Leikskólinn var starfræktur í grunnskólanum í fjögur sumur og starfaði Linda Heiðrún tvö fyrstu árin.  Guðbjörg Ólafsdóttir fóstra tók við af henni og starfaði þangað til leikskólinn var lagður niður í grunnskólanum.  Þegar hún hætti gat hún pakkað öllu dóti leikskólans niður í einn pappakassa. 

Árið 1986 var það eitt af kosningaloforðum nýs meirihluta að leikskóli skyldi verða stofnsettur og starfræktur allt árið.  Það gekk eftir og fékk leikskólinn húsnæði í Höfn.  Þar var opnað 15. september 1986 og voru starfsmenn tveir til að byrja með.  Opnunartími leikskólans var mjög breytilegur á þessum árum.  Sum árin var opið fyrir hádegi og eftir hádegi en önnur ár var lokað fyrir hádegi.   Þar var leikskólinn starfræktur í tæp 20 ár en var fyrir löngu orðinn allt of lítill.

Þann 22. október 2005 var formleg opnun nýs leikskóla.  Byggingin markaði tímamót í leikskólastarfi á Djúpavogi.  Gert er ráð fyrir allt að 40 börnum (37 barngildum) og í dag eru 33 börn í leikskólanum og 9 starfsmenn en um áramót og fram á vorið bætast við a.m.k. 5 börn.

Leikskólinn var síðan sameinaður grunn- og tónskólanum 1. ágúst 2011 og tilheyrir nú Djúpavogsskóla, þó nafnið hans Bjarkatún sé enn í fullu gildi.

Mjög góð mæting var í afmælið.  Um 130 manns komu til að fá sér köku og kaffi og hlustuðu á fagran söng leikskólabarnanna. 

Skólanum bárust góðar gjafir:  Sveitarstjórn gaf 100.000.- krónur til tækjakaupa, Ágústa í Arfleifð og börnin hennar gáfu efni til að föndra úr og nemendur í grunn- og tónskóla teiknuðu myndir í tilefni dagsins.

Skólastjóri þakkar öllum, sem þátt tóku, fyrir að gera þennan dag eins eftirminnilegan og raun bar vitni.

Myndir eru hér.

Áfram Bjarkatún

HDH

 

 

 

Langabúð auglýsir

Húllum hæ! og sumarið forbæ...

Við ætlum að hafa það gaman þessa helgina hérna í Löngubúðinni.

Föstudagskvöldið 14. september:
verða Varúlfar á ferð. Guðlaugur ætla að leiða okkur í Varúlfaspilinu sem hefur verið svo vinsælt í sumar. Byrjum að spila kl. 21.30. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik.

Laugardaginn ætlum við að vera með tilboð á kökum, vöfflum, heitu súkkulaði og kaffi. Auglýst betur síðar.

Laugardagskvöldið 15. september:
Þá ætlar Kristján Ingimars að sjá um Popp-Quiz eins og honum einum er lagið.. já og svo ætlar hann einmitt að taka lagið og syngja og tralla með okkur. Quizzið byrjar kl. 22.00. Allir að mæta og tralla með... la la la.... ó je.

Langabúð

13.09.2012

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.09.2012

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

13.09.2012

Djúpavogsskóli lokaður

Vegna haustþings starfsfólks í grunn-, leik- og tónskóla verður Djúpavogsskóli lokaður á morgun, föstudaginn 14. september.

Skólastjóri

Sveitarstjórn: Fundarboð 12.09.2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð 12.09.2012

29. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 12. september 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Fjárhagsáætlun 2013.

2.    Fundargerðir

a)    LBN, dags. 21. ágúst 2012.
b)    LBN, dags. 28. ágúst 2012.
c)    HNN, dags. 31. ágúst 2012.
d)    Stjórn SSA, dags. 24. ágúst 2012.
e)    Þróunarfélag Austurlands, dags. 30. ágúst 2012.
f)    Aðalfundur ÞFA, dags. 30. ágúst 2012.
g)    Samgöngunefnd SSA, dags. 3. september 2012.
h)    Skipulagsmálanefnd sambandsins, dags. 17. ágúst 2012.

3.    Erindi og bréf

a)    Guðjón Bragason og Lúðvík Gústafsson, dags. 18. júlí 2012.
b)    Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði, dags. 24. júlí 2012.
c)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 5. september 2012.

4.    Sjálfsmat í Djúpavogsskóla, leikskóli og grunnskóli
5.    Málefni Helgafells
6.    Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn
7.    Kjör fulltrúa á aðalfund SSA til 1 árs
8.    Kjör fulltrúa í félagsmálanefnd
9.    Drög að ályktunum aðalfundar SSA 2012
10.    Heilbrigðisþjónusta
11.    Skýrsla sveitarstjóraDjúpavogi, 10. september 2012;
Sveitarstjóri


11.09.2012

Fyrir rúmum 30 árum síðan

Man einhver eftir þessu?

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur í leikskólanum sem var starfræktur að sumartíma í grunnskólanum

Leikskólabörn fyrir tæpum 30 árum síðan 

 

Opið hús í leikskólanum Bjarkatúni á morgun milli kl. 15-17 í tilefni 30 ára afmælis leikskólastarfs á Djúpavogi.

Allir velkomnir

ÞS

Haustæfingar Neista

 

Hér að neðan má sjá æfingatöflu Neista á vorönn.Tími 

Mán 

Þri 

Mið 

Fim 

Fös 

 

13:00 – 13:40

 

 

 

Íþróttir

0. og 1.

 Fótbolti

0. og 1.

 

13:00 – 13:40

 

 

 

 

Sund 2. og 3.

 

13:40-14:20 

Frjálsar

1. til  3.

Fótbolti

1. til 3.

Fótbolti 

1. til 3.

Íþróttir

2. og 3. 

Stelpur fótbolti

 

14:20-15:00

Frjálsar

 4. til 10. b.

Fótbolti 

4. til 6.

Fótbolti 

4. til 6.

Íþróttir

4. til 10. 

4. til 10.  fótbolti strákar

 

14:20-15:00

 

 

 

 

Sund 4. til 6.

 

15:00-15:40

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

 

 

15:00-15:40

Sund

4. – 6.

 

 

 

 

XX

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og sjá má á fundargerð hér á vefnum hefur verið skipulagt samstarf Neista og leikskóla með þeim hætti að þjálfari sækir börnin á leikskólann þar sem starfsmenn hafa þau tilbúin 10 mínútum fyrir æfingu. Foreldrar sjá svo um að sækja börn sín.

Stjórn Neista.

Bæjarlífið - Sumar 2012

Í þessari bæjarlífssyrpu fáum við smá sýnishorn af mannlífinu á Djúpavogi í sumar.

Smellið hér til að skoða.

ÓB

10.09.2012