Djúpivogur
A A

Fréttir

Breyttur fimmtudagur á Hammondhátíð

Af óviðráðanlegum orsökum mun hljómsveitin SAMSARA ekki mæta til leiks á fimmtudagskvöldinu á Hammondhátíð 2012. Þess í stað ætlar Þorleifur okkar Guðjónsson að mæta með Fjórðungslandslið Austurlands.

Sjá nánar á heimasíðu Hammondhátíðar.

Fylgist einnig með Hammondhátíð á Facebook.

Hammondhátíðarnefnd.

30.03.2012

Papeyjarferðir auglýsa

Skipstjóra vantar á Papeyjarferju Gísla í Papey á komandi sumri.
Viðkomandi þarf einnig að hafa réttindi sem vélavörður.

Nánari upplýsingar í símum 866-1359 og 478-8119.

Papeyjarferðir

Páskafrí

Skv. skóladagatali Djúpavogsskóla, sem samþykkt var af foreldrafélagi, fræðslunefnd og sveitarstjórn hefst páskafrí í Djúpavogsskóla eftir kennslu föstudaginn 30. mars.

Grunnskólinn hefst að nýju 12. apríl, en foreldraviðtöl verða 11. apríl.  Fundarboð fara í póst til foreldra á morgun.
Leikskólinn hefst að nýju 11. apríl, foreldraviðtöl verða 11., 12., 16. og 17. apríl.  Fundarboð verða send í tölvupósti til foreldar, auk þess sem fundartíminn er auglýstur í forstofu leikskólans.
Tónskólinn hefst 12. apríl.

Starfsdagur hjá starfsfólki Djúpavogsskóla er 10. apríl.

Skóladagatalið má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans.  Þar má finna allar upplýsingar um skipulag Djúpavogsskóla.  HDH

Stuðningsfjölskylda - Liðveisla

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs/Djúpavogs auglýsir eftir stuðningsfjölskyldu á Djúpavogi eða nágrenni. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að hafa barn hjá sér í umsaminn tíma í  mánuði gegn ákveðinni greiðslu og gæta að velferð þess á þeim tíma. Í þessu tilfelli er um að ræða þrjá sólarhringa í mánuði.

Einnig er auglýst eftir hressum einstakling  til að vera liðveitandi fyrir ungan dreng á Djúpavogi allt að 4  klst. í viku. Liðveitandi aðstoðar við ýmis konar uppbyggilega og skemmtilega tómstundaiðju.

Upplýsingar veitir Þorbjörg í síma 470 0705 milli kl. 9 og 15 virka daga eða á netfangið thorbjorgg@egilsstadir.is

29.03.2012

Bingó kvenfélagsins frestað

Bingó sem átti að verða 1. apríl verður frestað, ný dagsetning auglýst síðar.

HRG 

29.03.2012

Nýtt myndasafn

Mappa ein er búin að vera að þvælast í tölvunni hjá undirrituðum í mörg ár. Hún heitir "Andrés Skúlason, gamlar myndir". Í henni er töluvert af misgömlum myndum og sennilega eru þær ekki allar í upphaflegri eigu Andrésar, heldur er þetta bland af hans eigin myndum og myndum sem hann hefur skannað fyrir aðra.

Hvað sem því líður, þá búið að koma þessu myndasafni haganlega fyrir hér á heimasíðunni - þó fyrr hefði verið.

Smellið hér til að skoða það.

ÓB

28.03.2012

Merkingar á myndasafni Hjördísar Bjargar Kristinsdóttur

Þá er búið að merkja allar myndir í myndasafni Hjördísar Bjargar Kristinsdóttur.

Áhugasamir geta skoðað afraksturinn með því að smella hér.

ÓB

28.03.2012

Frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað þriðjudaginn 3. apríl.

Bókasafnsvörður

28.03.2012

Stóra upplestrarkeppnin

Aðalkeppni Stóru-upplestrarkeppninnar verður haldin í Djúpavogskirkju miðvikudaginn 28. mars. Athöfnin hefst klukkan 14:00 og eru allir íbúar velkomnir.
Nemendur 7. bekkjar frá Djúpavogsskóla, Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum í Hofgarði keppa í upplestri. Nemendur í tónskólanum spila nokkur lög auk þess sem samsöngsnemendur grunnskólans flytja lög.
Foreldrafélag Djúpavogsskóla býður öllum í kaffi í hléi.
Mætum öll og hvetjum börnin okkar í stórskemmtilegri keppni.  HDH

Forsala hafin á Hammondhátíð - forsölutilboð þessa vikuna

Þá er forsala fyrir Hammondhátíð hafin.
Við minnum á sérstakt forsölu tilboð sem gildir dagana 19. - 26. mars.

Allt um það á heimasíðu Hammondhátíðar.

Fylgist líka með Hammondhátíð á Facebook.

ÓB

23.03.2012

Náttúran uppfærð...

Undanfarið erum við búin að vera að vinna í því að uppfæra þann hluta síðunnar sem heitir Náttúra. Þessi hluti hefur alltaf verið ókláraður og er það í raun skammarlegt miðað við alla þá mögnuðu náttúru sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.

Það sem búið er að gera núna er að setja inn myndir og lýsingar á fjörðunum þremur auk Búlandstinds og Papeyjar.

Áfram verður haldið í uppfærslu þessa hluta á næstunni og er Búlandsnesið næst á dagskrá. Síðan er draumurinn að þarna verði öllum helstu kennileitum í Djúpavogshreppi gerð góð skil í máli og myndum.

Hvetjum alla til að skoða það sem komið er með því að smella hér.

ÓB

Frá Löngubúð

Opið verður í Löngubúð laugardaginn næstkomandi kl. 21:00-23:30.

22.03.2012

Djúpavogshreppur auglýsir

Djúpavogshreppur óskar eftir tilboðum í  rekstur Löngubúðar frá 1. maí til ársloka 2012.

Tilboðum skal skila til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 4. apríl.

Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 15:00 miðvikudaginn 11. apríl að viðstöddum þeim bjóðendum sem óska.

Tilboð skulu gilda í tvær vikur frá opnun þeirra. Djúpavogshreppur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 478-8288 og á sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

21.03.2012

Félagsþjónustan með viðveru á Djúpavogi

Félagsþjónustan verður með viðveru í Geysi fimmtudaginn 22. mars nk.

Hægt er að panta tíma 4 700 705.

21.03.2012

Þrekhringur

Þrekhringur verður í íþróttahúsinu í kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00. Allir velkomnir !!

21.03.2012

Frá Djúpavogskirkju

Bæna- og kyrrðarstund með Taizesöngvum í kvöld, 21.mars, kl. 20:00 í Djúpavogskirkju.

Sóknarprestur

21.03.2012

Spurningakeppni Neista

Þá er komið að hinni árlegu spurningakeppni Neista og við auglýsum eftir áhugasömum keppnisliðum.

Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem þriggja manna lið etja kappi, hægt er að skrá varamann.
Við viljum hvetja til fjölbreyttra liða og vonumst til að fá saumaklúbba, körfuboltalið, kafarafélaga, burtflutta, göngufélaga, matarklúbba, Suzukiklúbbinn, námsfélaga og vinnufélaga í keppnislið.

Þátttökugjald er kr. 8.000 og eru áhugasöm lið vinsamlegast beðin að skrá sig í síðasta lagi miðvikudaginn 28. mars  hjá Lilju í síma 867 9182 eða á neisti@djupivogur.is.

Meðf. mynd er af Ferðaþjónustunni Eyjólfsstöðum, ríkjandi meisturum spurningakeppni Neista.

Stjórn umf. Neista

20.03.2012

Ummi gefur út nýtt lag

Unnsteinn Guðjónsson í Úthlíð gefur í dag út nýja smáskífu, Bergmálið, af væntanlegri plötu hans, sem kemur út síðar á þessu ári. Verður það önnur sólóplata Umma en árið 2010 gaf hann út sína fyrstu plötu sem bara nafnið Ummi.

Hægt er að hlusta á smáskífuna á netinu á vefsíðunum www.ummig.com og www.gogoyogo.com.

Við hvetjum alla til að leggja við hlustir og óskum Unnsteini til hamingju með nýja lagið.

ÓB
Mynd: Visir.is

20.03.2012

Tilkynning frá vatnsveitu

Vatnslaust verður í Búð, Bakka fram eftir degi.

Vatnsveitustjóri

20.03.2012

Samstarf í ferðamálum - Í alvöru!

Fundinum er frestað þangað til á morgun þriðjudag kl. 20:00. Smellið á auglýsingu til að stækka.

HRG

 

 

 

 

 

 

Kennara vantar fyrir næsta skólaár

Næsta skólaár vantar menntaða grunnskólakennara í eftirtaldar kennslugreinar:
Heimilisfræði (7 st.), textílmennt (7 st.), myndmennt (7 st.) í 1.-8. bekk.
Smíðar (9 st.) og upplýsingatækni (9 st.) í 1.-10. bekk
Íþróttir og sund (15 st.) í 1.-10. bekk.
Enska og danska (14 st.) í 6.-10. bekk

Áhugasamir hafi samband við Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur í síma: 478-8246 eða á netfangið skolastjori@djupivogur.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2012.

19.03.2012

Sumarstörf hjá Djúpavogshreppi

Djúpavogshreppur auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar:


1.    Flokksstjórar             

Auglýst er eftir tveimur flokksstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  o.fl.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

2.   Almennir starfsmenn

Auglýst er eftir tveimur starfsmönnum sem þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  girðingavinnu og önnur tilfallandi störf.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl og skulu umsóknir berast á skrifstofu sveitarfélagsins. Þar er hægt að nálgast umsóknareyðublöð en einnig á heimasíðu sveitarfélagsins.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Sveitarstjóri


19.03.2012

Frá Djúpavogsskóla

Næsta skólaár vantar menntaða grunnskólakennara í eftirtaldar kennslugreinar:
Heimilisfræði (7 st.), textílmennt (7 st.), myndmennt (7 st.) í 1.-8. bekk.
Smíðar (9 st.) og upplýsingatækni (9 st.) í 1.-10. bekk
Íþróttir og sund (15 st.) í 1.-10. bekk.
Enska og danska (14 st.) í 6.-10. bekk

Áhugasamir hafi samband við Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur í síma:  478-8246 eða á netfangið skolastjori@djupivogur.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2012.

Nýjar panorama myndir.

Vorum að bæta nokkrum nýjum panorama myndum.

Þær má sjá með því að smella hér.

16.03.2012

Gamlar myndir frá Árna Ingólfssyni

Við vorum að fá frábært safn gamalla mynda frá Árna Ingólfssyni á Flugustöðum (nú búsettur í Kópavogi).

Flestar þessara mynda eru úr Álftafirði en einnig nokkrar teknar hér á Djúpavogi.

Við þökkum Árna kærlega fyrir þessar myndir og enn og aftur hvetjum við þá sem luma á svona fjársjóðum endilega að senda okkur myndir, við tökum bæði við á tölvutæku formi og getum einnig skannað inn myndir.

Myndirnar frá Árna má skoða með því að smella hér.

ÓB

16.03.2012

Frá Menningarráði Austurlands

Menningaráð Austurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki. Smellið á auglýsingu til að sjá hana stóra. Minnum líka á að Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi Austurlands mun vera með viðtalstíma í Geysi þann 16. mars kl. 13:30-15:00.

HRG

 

 

 

 

 

 

 

 

16.03.2012

Sveitarstjórn: Fundargerð 14.03.2012

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

15.03.2012