Djúpivogur
A A

Fréttir

Búið að opna þjóðveginn í Berufirði

Búið er að opna þjóðveginn fyrir innan Búlandsá, en skriða féll á hann í morgun.

ÓB

30.09.2011

Skriða féll í Berufirði - þjóðvegurinn ófær

Nú fyrir stuttu féll skriða fyrir innan Búlandsá í Berufirði. Tvær spýjur liggja yfir þjóðveginum sem er ófær.

Unnið er að því að opna veginn og verður það tilkynnt hér þegar því er lokið og opnað verður fyrir umferð.

ÓB

 

 

 

 

 

30.09.2011

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara í Djúpavogshreppi, laugardaginn 1. október kl. 14:00.

Fundur verður haldinn Við Voginn.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

29.09.2011

Bóndavarðan

Minnum á síðasta skiladag efnis sem er föstudaginn 30. september. Einnig viljum við minna á að nú býðst að senda inn smáauglýsingar, án endurgjalds.

HRG

29.09.2011

Spilavist í Löngubúð

Nú höldum við áfram að spila í Löngubúð:

Föstudaginn 30. september kl. 20:30

Föstudaginn 7. október kl. 20:30

Föstudaginn 14. október kl. 20:30


Kvenfélagskonur

29.09.2011

Leikjatímar í ÍÞMD - á laugard. frá kl. 11:00 - 12:00

Eins og síðastliðin ár býður ÍÞMD upp á leikjatíma á laugardögum yfir veturinn, þar sem foreldrum eða öðrum fullorðnum og ábyrgum forráðamönnum gefst kostur á að mæta með yngstu börnin í tíma þ.e. börn á leikskólaaldri.

Til upplýsinga og upprifjunar er markmiðið með þessum tímum að gefa foreldrum kost á að nýta íþróttasalinn í ÍÞMD til hreyfingar fyrir yngstu börnin. 
Að öðru leyti er mottóið bara að hafa gaman, hitta aðra foreldra og vera virkur í leik með börnunum. 
Foreldrar / forráðamenn bera alfarið ábyrgð á börnunum, þar sem ekkert sérstakt eftirlit er með þessum tímum af hálfu starfsfólks ÍÞMD eða leiðbeinenda. Það eru því foreldrarnir sjálfir sem eru með tímann svo það sé á hreinu. 
Að gefnu tilefni er vert að minna á að börnin mega alls ekki klifra í rimlunum á veggjunum  í salnum nema því aðeins að foreldrar standi undir.

Foreldrar /forráðamenn hafa fullan aðgang að viðeigandi áhöldum og dóti úr áhaldageymslu til nota í íþróttasalnum meðan á tíma stendur. 
ÍÞMD gerir ekki aðrar kröfur en þær að notendur gangi snyrtilega frá eftir tíma í áhaldageymslunni og skili íþróttasalnum í því horfi sem tekið var við honum.  Auðvitað er svo mælst til þess að foreldrar hjálpist að við að ganga frá eftir tíma.

Fyrsti leikjatíminn er núna á laugardaginn 24.sept. og verður sama tímasetning og áður þ.e. frá kl 11:00 - 12:00.
Eftir tíma er svo auðvitað tilvalið að hittast í sundlauginni og slaka á.

ATH. Leikjatímar þessir í íþróttasalnum kosta ekkert.
 

Sjáumst hress og kát í leikjatímum á laugardögum.
Starfsfólk ÍÞMD

23.09.2011

Prjónasamkeppni Samkaupa og Tinnu

Stúlkurnar í kaupfélaginu báðu heimasíðuna að koma þessu á framfæri. Það gerum við með glöðu geði.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

23.09.2011

Neistadagurinn 2011

Neistadagurinn 2011 fór fram úti á söndum fimmtudaginn 15. september sl.

Þar var ýmislegt brallað, m.a. byggðir sandkastalar og Neisti bauð upp á pylsur og svala.

Meðfylgjandi myndir tóku Sóley Birgisdóttir og Andrés Skúlason.

ÓB

19.09.2011

Tónleikar með hljómsveitinni VAX í Löngubúð

Fimmtudaginn 15. september hóf hljómsveitin VAX tónleikaferð um Ísland sem hefur fengið nafnið Around & Around Iceland Tour.

Spilað verður á 13 tónleikum víðsvegar um landið og er tilefnið útgáfa á tvöfaldri 24 laga geislaplötu sem ber nafnið "Greatest Hits". Á Greatest Hits eru 12 frumsamin lög og 12 tökulög eftir áhrifavalda hljómsveitarinnar alls 24 lög.

Nánari um Hljómsveitina VAX er að finna á :
www.vax.is
www.facebook.com/vaxmusic
Tónlist og Myndbönd:
www.youtube.com/vaxmusic
www.reverbnation.com/vax  


VAX mun halda tónleika í Löngubúð á Djúpavogi föstudaginn, 16. september kL: 21.00

ÓB

16.09.2011

Nemendaráð grunnskólans

Í vikunni var kosið í nýtt nemendaráð grunnskólans.  Alls voru það 8 nemendur sem buðu sig fram.  Kosningu hlutu:  Óliver Ás, Ragnar Sigurður, Anný Mist, Elísabet Ósk og Guðjón Rafn.  Fyrsti varamaður var kjörinn Bjarni Tristan.
Nemendaráð hélt sinn fyrsta fund í morgun og voru skólastjóri og ferða- og menningarmálafulltrúi með þeim á fundinum.  Fundurinn var mjög gagnlegur og skemmtilegur og fóru m.a. fram kosningar.  Nemendaráð skiptir þannig með sér verkum:
Formaður:  Ragnar Sigurður
Varaformaður:  Óliver Ás
Ritari:  Elísabet Ósk
Gjaldkeri:  Anný Mist
Meðstjórnendur:  Guðjón Rafn og Bjarni Tristan.

Eitt af því sem einnig var rætt á fundinum var gerð nýs Æskulýðsdagatals fyrir skólaárið 2011 - 2012.  Skólastjóri tók að sér að senda út póst til ýmissa félagasamtaka á svæðinu, með von um að einhverjir vilji koma að því að hlúa að æskunni á Djúpavogi.  Ef einhverjir, sem ekki fengu póst í dag frá skólastjóra, hafa áhuga á að koma að æskulýðsstarfinu þá er þeim velkomið að hafa samband við formann nemendaráðs, skólastjóra eða ferða- og menningarmálafulltrúa.  Stefnt er að því að gefa út æskulýðsdagatal fyrir haustönnina í næstu Bóndavörðu, sem kemur út í byrjun október.  Einnig á að virkja foreldra til þátttöku og verða þess mál m.a. rædd á væntanlegum kynningarfundi fyrir foreldra sem haldinn verður í grunnskólanum 29. þessa mánaðar.  HDH

Neistadagurinn 2011

Neistadagurinn verður haldinn með nýju sniði þetta árið. Núna ætlum við að hittast á söndunum, við enda flugbrautarinnar í dag fimmtudaginn 15. september kl.17:00-19:00.

Fjölskyldur eru hvattar til að koma klæddar eftir veðri, með skóflur og fötur með sér og til í hvað sem er!!

Planið er að leika okkur öll saman við að gera sandkastala, spila strandblak, keppa í strand-KUBB, fara í brennó, fara í stórfiskaleik, o.m.fl.

Að lokum verða svo grillaðar pylsur og svali í boði Neista.
Allir velkomnir.
 
Sjáumst vonandi sem flest,
Stjórn Umf. Neista

15.09.2011

Ungbarnasund á Djúpavogi

Fyrirhugað er að halda ungbarna- og barnasundnámskeið á Djúpavogi helgarnar 23.-25. september 2011, og 21.-23. október 2011.

Síðasti skráningardagur er föstud. 16. september 2011.

Ungbarnasund gengur ekki aðeins út á það að setja barnið í kaf heldur er það stór öryggisþáttur t.d ef barn dettur í vatn  þá veit það að loftið er upp og bakki til baka.
Barnasund er gott til að venja börnin við að umgangast vatnið af öryggi.

NJÓTTU VATNSINS ÁN ÓTTA MEÐ ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI

Kennt er laugardaga og sunnudaga.  
Ungabörn 2-12 mánaða.  
Barnasund 1-3 ára, og 4-6 ára, athugið foreldrar eru með ofan í laug í öllum hópum.

Námskeiðið er 8. skipti og kostar 15.000.
Sistkynaafsláttur 20%
Upplýsingar og skráning hjá
Sóleyju Einars. Íþrótta og ungbarnasundkennara  í síma 898-1496
www.sundskoli.is

Og ef þið hafið áhuga á gistingu á Djúpavogi þá hafið samband við Heiðu í síma 861-8470.

15.09.2011

Náttúrfræði 5.-7. bekkur

5. 6. og 7. bekkur eru alltaf úti í náttúrufræðitímum á miðvikudögum, fyrir áramót. Það er ýmislegt sem við finnum okkur til dundurs á þeim dögum. Nemendurnir hafa tekið flag í fóstur sem er sárið við sparkvöllinn. Stefna nemendur á að hafa grætt flagið upp við lok skólagöngu. Leiðin sem þeir fundu upp á til að hefja vinnuna var að taka plöntur af þeim stöðum sem ekki er óskað eftir þeim, t.d. í drenmöl, og flytja þær í flagið sitt. Nú 14. september fóru nemendur út að mæla þau tré sem hafa verið gróðursett síðustu tvo áratugina og má sjá þetta ötula rannsóknarfólk að störfum á þessum myndum.  LDB

Haustganga grunnskólans

Í síðustu viku fóru nemendur og starfsfólk í hina árlegu haustgöngu.  Rignt hafði um nóttina og leit ekki allt of vel út með veðrið um morguninn, en síðan birti til og varð hið besta veður á meðan gangan stóð yfr.  Venju samkvæmt skiptum við nemendunum í þrjá hópa.

Yngsta stigið fór upp í Hálsaskóg.  Gengu þeir sem leið lá upp Klifið, inn í Olnboga og þaðan gömlu leiðina inn í Hálsaskóg.  Þar skemmtu nemendur sér við ýmislegt, skoðuðu listaverk leikskólabarnanna, týndu ber, o.mfl.  Myndir frá ferðalaginu þeirra eru hér.

Haustgöngu 5.- 7. bekkjar, ásamt Önnu Láru og Unni, var heitið út á Hvítasand.  Á leiðinni þangað fengu nemendurnir fræðslu um eftirfarandi örnefni:  Brandsvík, Írissker, Vörðurnar, Mönnutanga, Mönnuskot, Fagrahól, Hjaltalínsvík, Íshústjörn, Íshústóft, Fálka-Jónshólma, Fálka-Jónsvík, Manndrápsboða, Svartasker, Skútusund, Mús, Músasund og síðast en ekki síst Hvítasand. 

Í fjörunni á Hvítasandi borðuðu nemendurnir nestið sitt, skoluðu tærnar í köldum sjónum, tíndu bláskeljar, hörpudiska og pínulitlar olnbogaskeljar, kepptust um að kasta steinum sem lengst út á hafið ásamt því að skreyta fjöruna með listaverkum úr skeljum og gróðri.  Á leiðinni aftur upp í skóla var mikið spáð í innsiglinguna að Djúpavogshöfn; Æðarsteinsvita, baujurnar og innsiglingarljósin á Brenniklettum. Einnig voru örnefnin sem voru talin upp hér að ofan rifjuð upp og fest betur í minni.  Myndir eru hér.  UMJ & ALH

Haustganga 8.-10. bekkjar:
Okkur var keyrt inn að Framnesi og við byrjuðum á því að labba frá gamla Eyfreyjunessbænum upp svokallað Eyfreyjunesskletta. Frá Eyfreyjunessklettum gengum við eftir Norðurbrúnum út Ytri-Hálsa, við príluðum niður Valahjalla og gengum út á Rakkabergið og skoðuðum Sjónarsviftir. Gengum eftir gamla veginum út á Djúpavog, gegnum Klessuklif og Olnboga. Síðan lá leiðin út á Miðmorgunsþúfu þar sem öll hersingin klifraði upp á þúfuna og stilti sér upp fyrir hópmyndatöku. Þegar við vorum að leggja af stað út í skóla hittum við Erlu Ingimundardóttur. Við sögðum henni frá ferðalaginu okkar hún skammaði Albert fyrir að tala um Hvítusanda og sagði okkur að hið rétta væri Hvítisandur. Síðan löbbuðum við niður klifið og fórum út í skóla. RSK. Myndir má sjá hér.

Ágústa Arnardóttir hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Enn einu sinni hefur Ágústa Arnardóttir sýnt og sannað hvað hún er að gera frábæra hluti með fyrirtæki sitt Arfleifð hér á Djúpavogi. Síðastliðinn fimmtudag var Ágústa meðal 50 kvenna sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að hljóta alþjóðlega viðurkenningu frá EUWIIN (European Union Women Inventors and Innovators Network) og fór afhendingin fram  í Bláa lóninu.
 
Hér má sjá myndir sem Júlíus Valsson tók af þessu tilefni svo og má sjá meiri upplýsingar og myndir á
http://www.kvenn.net/

Heimasíðan vill hér nota tækifærið að óska Ágústu Arnardóttur hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega áfanga. 

AS

Sjá meðfylgjandi mynd frá afhendingu viðurkenninga í Bláa lóninu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

13.09.2011

Heimasíða til stuðnings heilsársvegi um Öxi

Í gær var efnt til fundar sveitarstjórnar Djúpavogshrepps og bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði á Gistihúsinu á Egilsstöðum í tilefni af opnum á heimasíðu til stuðnings Axarvegi sjá hér http://oxi.is/ 

Unnið hefur verið að gerð þessarar heimasíðu á undanförnum vikum, en vettvangur þessi er fyrst og síðast til þess ætlaður til að koma á framfæri í samanteknu efni og upplýsingum um þetta mikilvæga baráttumál í samgöngum hér á Austurlandi. Allar helstu niðurstöður varðandi hina fyrirhuguðu framkvæmd um Öxi sem eru inn á síðunni eru teknar úr matskýrslum Vegagerðarinnar og eru upplýsingarnar gerðar aðgengilegri fyrir lesendur með því að birta meginmál og niðurstöðu úr einstökum köflum.

Til að gera síðuna enn meira lesenda- og viðmótavænni þá eru samhliða birtar greinar um Öxi að fornu og nýju, myndir og ýmislegt annað efni sem hæfa þykir þessum nýja vettvangi. Efni á heimasíðuna, bæði í formi texta og mynda er vel þegið ef menn hafa slíkt undir höndum og vilja deila með okkur, enda falli það að vettvangi þessum.   Þegar hafa verið birtar á síðunni úrklippur úr gömlum blaðagreinum um fyrstu skref vegagerðar á Öxi, happadrætti vegna framkvæmda og fl. 

Það er sannarlega von þeirra er standa að þessari heimasíðu að hún verði til þess að beina þeim er vilja leita sér réttra upplýsinga um málið inn á vettvang þennan og er þess því að vænta að heimasíðan geti sparað mörgum frekari skrif þar sem nóg er að vísa á linkinn þar sem helstu staðreynda er að leita um málefnið.  

Á fundi sveitarfélagana í gær var einnig lögð fram sérstök ályktun í tilefni dagsins sem hér má sömuleiðis sjá.

AS

Ályktun frá sveitarstjórn Djúpavogshrepps og bæjarráði á Fljótdalshéraði. 12.09.2011 

Sameiginlegur fundur bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps leggur áherslu á að framkvæmdir vegna jarðgangnagerðar á Austurlandi komi ekki í veg fyrir eðlilegar samgöngubætur á svæðinu. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi þess að framkvæmdir við veg yfir Öxi fari inn á samgönguáætlun og að fjármunum verði ráðstafað til þess verkefnis þannig að framkvæmdum megi ljúka fyrir lok árs 2013. Jafnframt samþykkir fundurinn að vinna áfram að þróun á samstarfi sveitarfélaganna tveggja og er bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs og sveitarstjóra Djúpavogshrepps falið að undirbúa sérstakan fund sveitarstjórnanna þar sem þau mál verði til umfjöllunar.

 

 

 
  Fulltrúar frá sveitarstjórn Djúpavogshrepps og bæjarráði Fljótdalshéraðs á Gistihúsinu á 
  Egilsstöðum í gær.

13.09.2011

Langabúð auglýsir

Nú þegar haustið er gengið í garð eru líklegast einhverjir sem bíða óþreyjufullir eftir fyrstu spilavist vetrarins.

Þeir sem áhuga hafa á að halda fyrstu spilavistina eru beðnir um að hafa samband við Guðný Björgu með því að senda póst á netfangið gudny@sphorn.is eða í síma 699-8354. Stefnt er að því að fyrsta kvöldið verði haldið föstudaginn 23. september nk.

Hlökkum til að sjá ykkur

Langabúð

13.09.2011

Grunn- og leikskóli lokaðir á föstudaginn

Foreldrar / forráðamenn vinsamlegast athugið

Vegna haustsþings leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra starfsmanna í grunnskólanum föstudaginn 16. september verða leikskólinn og grunnskólinn lokaðir þennan dag.

Skólastjóri

Splitt og spíkat!

Vaskur hópur kvenna ætlar að hittast tvisvar í viku í vetur og svitna saman í íþróttahúsinu.  

Allir velkomnir að bætast í hópinn, byrjendur sérstaklega velkomnir !

Tímarnir eru á mánudögum kl. 18:00 og fimmtudögum kl.17:00.

Sjáumst vonandi !

12.09.2011

PubQuiz í Löngubúð

Tónlistar-PubQuiz verður haldið í Löngubúð laugardaginn 10. september.

Spyrill kvöldsins er enginn annar er sjálfur Sveinn Kristján Ingimarsson.

Húsið opnar kl. 21:00 og hefst keppnin stundvíslega kl. 21:30.

Langabúð

09.09.2011

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Ferðafélag Djúpavogs auglýsir ferð í Ódáðavötn og Bjarnarhýði laugardaginn 10. september 2011.

Farið frá Við Voginn kl 10:00 og ekið upp á Öxi.

Takið með ykkur nesti, klæðnaður eftir veðri.

Upplýsingar veitir Kristján í síma 892-5887.

Ferð í berjamó

Nemendur Kríudeildar, fóru ásamt starfsfólki í berjamó, sl. miðvikudag.  Lögðu þau land undir litla fætur og gengu yfir í Loftskjólin.  Þar fundu þau krækiber og borðuðu á sig gat, eins og sjá má á myndunum hér.  Þegar þau komu heim, með misfulla poka af berjum, lögðu þau í púkk og buðu nemendum Krummadeildar og öllu starfsfólkinu uppá berjaskyr.  HDH

Sveitarstjórn: Fundargerð 08.09.2011

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

09.09.2011

Villa í Bóndavörðunni

Í síðasta tölublaði Bóndavörðunnar var pistill frá Héraðsskjalasafni Austurlands sem innihélt dagbókarbrot frá búskap í Papey. Eitthvað hefur misfarist hjá prentsmiðju því það vantar stafi inn í hluta af textanum. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum og það er hægt að nálgast textann í heild sinni á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins:

HRG

09.09.2011

Kartöfluuppskeran!!

Þrátt fyrir kuldatíð í byrjun sumars og ekki allt of mikla sól fengu krakkarnir í 3. og 4. bekk frábæra kartöfluuppskeru.  Þau fóru í gær, ásamt Þórunnborgu og tóku upp allar kartöflurnar og voru býsna ánægð með afraksturinn, eins og sjá má á myndinni.  Það sem gerist næst er að Guðný mun búa til góða kartöflurétti með nemendunum í heimilisfræðinni og njóta því börnin góðs af.  HDH

Skúli mennski á Hótel Framtíð

Skúli mennski leggur land undir fót 8.-11. september og leikur eigin lög og texta einn og yfirgefinn án hljómsveitar. Honum hefur hins vegar borist mikill liðsstyrkur í Hjalta Þorkelssyni Múgsefjunarmeðlimi sem slæst með í för og leikur einnig án hljómsveitar.

Nýverið kom út platan Búgí! með Skúla mennska og hljómsveitinni Grjót og hefur hún hlotið góðar viðtökur og virkilega góða dóma. Þrjár stjörnur hjá Dr. Gunna í Fréttatímanum og Trausta Júlíussyni í Fréttablaðinu, átta komma fimm hjá Andreu Jóns á Rás 2 og nú síðast plús hjá Joe Shooman í síðasta tölublaði Reykjavík Grapevine. Skúli spilar eitthvað efni af plötunni Búgí! í bland við eldra efni af plötunni Skúli mennski & hljómsveitin Grjót og áður óútgefið efni.

Margir þekkja Hjalta Þorkelsson úr hljómsveitinni Múgsefjun sem gaf út plötuna Skiptar skoðanir árið 2008. Þar er að finna lög á borð við Kalin slóð, Lauslát og Hagsmunatíkin. Hljómsveitin er nú að leggja lokahönd á næstu plötu og hefur nú þegar gefið smjörþefinn af henni með lögunum Þórðargleði og Sendlingur og sandlóa.

Tónlistarflutningur bæði Hjalta og Skúla er einlægur og nálægur áheyrendum. Óhætt er að lofa ánægjulegri og allt að því ógleymanlegri kvöldstund.

8. september Fim - Hótel Framtíð Djúpavogi
9. september Fös - Skaftfell Bistro Seyðisfirði
10. september Lau - Sláturhúsið Egilsstöðum
11. september Sun - Gamli Baukur Húsavík

Tónleikarnir hefjast allir klukkan 21:00 og kosta 1000 krónur.

ÓB

07.09.2011

Sveitarstjórn: Fundarboð 08.09.2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  08. 09. 2011

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 8. september 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Fjárhagsáætlun 2012.

2.    Erindi og bréf.

a)    Innanríkisráðuneytið, dags. 10. ágúst 2011.
b)    Skólastjóri Djúpavogsskóla, dags. 11. ágúst 2011.
c)    RARIK, dags. 17. ágúst 2011.
d)    UÍA, dags. 18. ágúst 2011.
e)    UMFÍ, dags. 30. ágúst. 2011.
f)     Velferðarvaktin, dags. 1. september 2011.

3.    Fundargerðir.

a)    LBN, dags. 23.08.2011
b)    LBN, dags. 31.08.2011
c)    SBU, dags. 06.09.2011
d)    Framkvæmdaráð SSA, dags. 25. júlí 2011.
e)    Austfirzk eining, dags. 8. ágúst 2011.
f)    Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 25. ágúst 2011.
g)    Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 2. september 2011.
h)    Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 6. september 2011.

4.    Önnur mál.

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

Djúpavogi 6. september 2011;

Sveitarstjóri

06.09.2011