Djúpivogur
A A

Fréttir

Þjóðsagnahelgin í Berufirði

Um síðastliðna helgi fór fram þjóðsagnahelgi í Berufirði. Að sögn þeirra sem að henni stóðu tókst hún vonum framar, þátttaka var mjög góð og veðrið eins og best verður á kosið. Þarna voru margir gestanna að hittast í fyrsta skipti í mörg ár og sumir þeirra burtfluttu Djúpavogsbúa sem hátíðina sóttu höfðu ekki komið heim í áraraðir.

Hátíðin hófst á laugardeginum á helgistund í Berufjarðarkirkju, sem séra Sjöfn Jóhannesdóttir stjórnaði. Að henni lokinni flutti Gauti Jóhannesson sveitarstjóri ávarp og að því loknu hófst eiginleg dagskrá.

Upplesarar komu fram, hver á fætur öðrum, fluttu þjóðsögur sem og sannar sagnir, gamlar og nýjar auk ljóða.
Margt annað var á boðstólnum, svo sem barnasögur í barnahorni, Berglind Agnarsdóttir frá Fáskrúðsfirði, íslandsmeistari í sagnalist, kom fram og sagði frá af sinni alkunnu snilld, rímur voru kveðnar og þá var veislukaffi báða dagana. Auk þessa gafst gestum kostur á að skoða Nönnusafn og gamla bæinn, að ógleymdri kirkjunni.

Til stendur að gefa afrakstur hátíðarinnar út í smáriti og mun allur ágóði renna til styrktar Nönnusafni, en því góða safni bárust margar gjafir um helgina.

Myndir frá laugardeginum má sjá með því að smella hér.

ÓB

Septemberblað Bóndavörðunnar

Fyrsta Bóndavarða eftir sumarfrí kemur út fimmtudaginn 8. september.

Vilji menn koma einhverju á framfæri í þessu hefti, senda inn pistla eða auglýsa - þá eru síðustu forvöð að skil kl. 12:00, mánudaginn 5. september.

Efni er hægt að skila á bondavardan@djupivogur.is - nánari upplýsingar í síma 478-8228

Ferðamálafulltrúi

29.08.2011

Djúpivogur - Þokusælt himnaríki

Fjallað er um Djúpavog í nýjasta hefti Reykjavík Grapevine. Tímaritið er ætlað erlendum ferðamönnum og er því á ensku. Fyrirsögn greinarinnar er "A foggy heaven", eða "Þokusælt himnaríki", en blaðamaður fékk að kynnast þokunni okkar dásamlegu heldur hressilega. Hún stóð þó ekki í vegi fyrir flottri umfjöllun, en óhætt er að segja að blaðamaðurinn hafi verið ánægður með dvölina.

Hægt er að skoða vefútgáfu af greininni með því að smella hér.

ÓB

Sundlaugin lokuð sunnudaginn 28. ágúst

Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður lokuð sunnudaginn 28.ágúst. 

                                                                              Forstöðum. ÍÞMD

26.08.2011

Síðsumardagar í Berufirði

Helgina 27. og 28. ágúst næstkomandi verður haldin þjóðsagnahelgi í Berufirði frá kl. 14:00 og fram eftir kvöldi.

Sagnamenn og konur lesa upp og segja frá.

Veitingar í boði.

Aðgangseyrir kr. 1.500 fyrir fullorðna,
kr. 700 fyrir börn.

Allur ágóði rennur til Nönnusafns.

Verið velkomin

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Ferðafélag Djúpavogs auglýsir ferð á Seyðisfjörð 27. - 28. ágúst.

27. ágúst

Heimsókn í Skálanes kl. 13:00

Mæting inni í bæ á eigin bílum (ath það þarf jeppa til að komast út eftir, sameinast í jeppa), þar sem að leiðsögumaður frá Skálanesi tekur á móti hópnum. Farið verður í stutta ferð um bæinn með 1-2 stoppum og svo sem leið liggur út eftir sunnanverðum firðinum.  Skoðað verður umhverfi og mannvist og uppgraftrarsvæðið við þórarinsstaði skoðað.

At.h að á leiðinni þarf að keyra yfir 3 vöð.  Þegar út á Skálanes er komið er farið í gönguferð um svæðið og starfsemi staðarins kynnt.  Léttar veitingar verða í boði og tími fyrir hvern og einn að njóta staðar og stundar.
1500 á mann í veitingar ( súpa + heimabakað brauð + kaffi og te) einnig þarf að borga leiðsögn sem er 11.000,- fyrir allan hópinn.                                   

Margir gistimöguleikar á Seyðisfirði (tjaldstæði-Hótel)

28. ágúst

Bjólfur. Ekið að skíðaskálanum og gengið þaðan.
Bjólfur er 1086metra hár (miklu léttari ganga en á Búlandstind)
Upplýsingar: Óli Már 866-7576

Vinsamlega skráið ykkur, þetta er ferð fyrir alla

Skemmtiferðaskip á Djúpavogi sumarið 2011

Þrjú skemmtiferðaskip stoppuðu hjá okkur í sumar með stuttu millibili. Það fyrsta var Princess Danae sem kom hingað 21. júlí, Ms. Prinsendam stoppaði hér 30. júlí og að síðustu komu góðkunningjar okkar í Ms. Maasdam þann 3. ágúst þetta það er í þriðja skiptið sem það kemur hingað.

Maasdam er þeirra stærst, 56.000 brúttótonn, með 600 manna áhöfn og 1.200 farþega. Prinsendam er 37.000 brúttótonn með 800 farþega og Princess Danae er 16.500 brúttótonn og með 500 farþega.

Ljóst er að áhugi skemmtiferðaskipa á Djúpavogi er alltaf að aukast og óhætt er að segja að þetta sé heilmikil búbót fyrir bæði Djúpavogshöfn og ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Hér er hægt að skoða myndir af heimsóknum skipanna með því að smella hér.

ÓB

25.08.2011

Panorama

Það sem af er þessu ári hefur undirritaður verið að leika sér að setja saman panorama myndir (víðmyndir) úr Djúpavogshreppi og finnst tilvalið að deila þeim með lesendum heimasíðunnar.

Athugið að til að sjá myndirnar í sem bestri upplausn er nauðsynlegt að smella á hverja og eina fyrir sig. Þá opnast myndirnar yfirleitt í nýjum glugga og þá er hægt að stækka hann í botn. Þá ættu myndirnar að vera komnar í fulla upplausn.

Myndirnar má sjá með því að smella hér, eða með því að velja hér vinstra megin Myndasafn - Panorama.

ÓB

Átak til atvinnusköpunar

Að meðaltali berast um tvö hundruð umsóknir í Átak til atvinnusköpunar, en í fyrra jókst ásóknin til muna þegar fjöldi umsókna nam alls 350. Í heild fengu 75 aðilar úthlutun upp á styrki á bilinu frá þrjú hundruð þúsundum króna og upp í tvær milljónir króna.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað og nánari upplýsingar með því að smella hér.

Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim. Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest, áskilur stjórn Átaks til atvinnusköpunar sér rétt til að hafna umsókn. Munið að það getur verið gott að fá aðra til að lesa yfir umsóknir af þessuu tagi og koma með ábendingar. Hægt er að sækja um styrki vegna áætlanagerðar, markaðsaðgerða, vöruþróunar og nýsköpunar, en ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Opið er fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar tvisvar á ári, vor og haust, og geta aðilar alls staðar á landinu sótt um.

Frekari upplýsingar veita Guðmundur Óli Hilmisson, verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð, goh@nmi.is,  og Jóhanna Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúi Impru á Nýsköpunarmiðstöð, johanna@nmi.is.

 

 

 

23.08.2011

Þjálfari óskast - UMF. NEISTI

Þjálfari óskast  

Umf. Neisti á Djúpavogi auglýsir eftir þjálfurum/leiðbeinendum í vetur  til að þjálfa sund, frjálsar íþróttir og knattspyrnu yngri flokka fyrir um 50 börn á staðnum. Umsóknafrestur er til 26. Ágúst.

 Áhugasamir hafi samband við Sóleyju í síma 551-1032 / 849-3441 eða á neisti@djupivogur.is

 

 

 

19.08.2011

Frá leikskólanum

Þá hefur leikskólinn hafið störf að nýju eftir sumarfrí.  Rólegt hefur verið á deildum því mörg barnanna eru enn í fríi en þau börn sem hafa mætt eru eldhress og kát.  Starfsfólkið virðist einnig koma vel hvílt úr sumarfríi og er mjög góður andi í húsinu.  Aðlögun nýrra barna stendur yfir og verða börnin þegar henni lýkur alls 36.  Deildarstjóri á yngri deild, Krummadeild, er Þórdís og deildarstjóri á eldri deild, Kríudeild er Guðrún.

Nýtt skipulag sameiginlegs skóla, Djúpavogsskóla, tók gildi 1. ágúst.  Skólastjóri er enn að ná áttum en er mjög bjartsýnn á að vel muni til takast ef allir leggjast á eitt.  Ákveðið hefur verið að viðvera skólastjóra verði eftirfarandi:

8:00 - 10:00       Alla daga í leikskólanum (málefni leikskólans)
10:00 - 12:30     Alla daga í grunnskólanum (málefni grunn- og tónskóla)
13:00 - 16:00     Þriðjudaga og fimmtudaga í leikskólanum (málefni leikskóla)
13:00 - 16:00     Mánudaga og miðvikudaga í grunnskólanum (málefni grunn- og tónskóla)

Ljóst er að stundum mun þessi tímarammi raskast og mun skólastjóri leitast við að auglýsa breytingar eins tímanlega og hægt er.

Yfirvofandi verkfall leikskólakennara setur okkur ekki út af laginu en ljóst er að ef af því verður mun starfið í leikskólanum leggjast af þangað til samningar nást.  Vonandi bera samninganefndir beggja aðila gæfu til þess að láta hagsmuni barnanna ganga fyrir.  Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, bæði á sunnudagskvöld og mánudagsmorgun, því oft er það nú þannig að samningar nást á síðustu stundu.  Því ef ekki næst að semja fyrir klukkan 7:45 mánudaginn 22. ágúst tekur leikskólinn ekki við börnum fyrr en verkfallið leysist.

HDH

Fjólublár með bleikum doppum???

Eins og glöggir íbúar Djúpavogs hafa tekið eftir er verið að undirbúa grunnskólann undir málningu.  Tími til kominn segja flestir því sl. ár hefur útlit skólans ekki verið til að hrópa húrra fyrir.  Til stóð að klæða skólann að utan en þar sem það kostar óheyrilegar fjárhæðir var ákveðið að mála hann í staðinn.
Veðbankarnir velta því nú fyrir sér hvaða litir hafi orðið fyrir valinu og verður spennandi að fylgjast með því hvort hann endar ekki bara fjólublár með bleikum doppum.  Kemur í ljós!!
Andrés tók þessa mynd í morgun þar sem viðgerðir stóðu yfir. 
HDH

Bókasafnið auglýsir

Opnunartími í vetur:

Þriðjudagar frá: 17:00 – 19:00
Fimmtudagar frá:  18:00 – 20:00

Bókasafnið opnar þriðjudaginn 23. ágúst.      

Bókasafnsvörður

Skóladagatal 2011 - 2012

Nú hefur menntamálaráðuneytið svarað erindi skólastjóra varðandi fyrirhugaða styttingu skólaárs grunnskólans um tvær vikur og lengingu skóladagsins um tvær kennslustundir.  Ráðuneytið gerir ekki athugasemdir við þessar skipulagsbreytingar sem hugsaðar eru til næstu tveggja skólaára.
Sameiginlegt skóladagatal skóladeildanna þriggja, þ.e. grunn-, leik- og tónlistarskóla er því birt hér á síðunni og mun hinn nýi skóli Djúpavogsskóli því starfa eftir því á komandi skólaári.  Skóladagatalið má finna hér.  HDH

Ræstitækni / skólaliða vantar við Grunnskólann

Ræstitæknir / skólaliði óskast til starfa við Grunnskóla Djúpavogs frá og með 1. september nk. Um er að ræða 100% starf.

Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478-8246, 899-6913 og á netfanginu dora@djupivogur.is.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 15. ágúst.

Skólastjóri

DJÚPAVOGSHREPPUR 

AUGLÝSIR

 

 

GRUNNSKÓLI / STARFSMANN VANTAR

 

Ræstitæknir / skólaliði

 

 

 

Ræstitæknir / skólaliði óskast til starfa við Grunnskóla Djúpavogs frá og með 1. september nk. Um er að ræða 100% starf.

 

Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478-8246, 899-6913 og á netfanginu dora@djupivogur.is.

 

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 15. ágúst.

 

Skólastjóri 

Útsala í Samkaup strax

Samkaup-strax vill koma því á framfæri að í versluninni er hafin útsala á fatnaði.

ÓB

05.08.2011

Skemmtiferðaskipið Ms. Maasdam á Djúpavogi

Miðvikudaginn 3. ágúst nk. er von á síðasta skemmtiferðaskipi sumarsins til Djúpavogs en þá siglir Ms.Maasdam inn fjörðinn. Skipið hefur tvisvar áður komið til Djúpavogs, fyrst árið 2007 og í seinna skiptið árið 2009. Maasdam er heldur stærra en systurskip þess, Ms. Prinsendam, sem var hér í firðinum á laugardaginn en í áhöfn eru rétt rúmlega 600 manns og fjöldi farþega um 1.200. Stór hluti þeirra hefur nú þegar bókað sig í ferðir víðsvegar um svæðið en það má þó búast við miklum fjölda ferðamanna í þorpinu okkar þennan dag.

Gert er ráð fyrir því að skipið komi kl. 08:00 og haldi aftur á haf út kl. 17:00 en það siglir hingað frá Vestmannaeyjum og er þetta síðasta höfn þess áður en siglt er til Skotlands. 

Þess má geta að bæjaryfirvöld á Hornafirði og við hér á Djúpavogi höfum síðustu ár unnið sameiginlega að því að kynna svæðið sem vænlegan áfangastað fyrir skemmtiferðaskip. Samstarfið felur m.a. í sér að notast er við hafnaraðstæður hér en boðið upp á ferðir í nágrenni Hornafjarðar en mjög vinsælt hefur verið meðal farþega skipanna að fara í ferð á Jökulsárlón, enda engin furða þar sem staðurinn er einstakur á heimsvísu. Auk þess hefur sigling út í Papey notið mikilla vinsælda og ánægju fjölmargra farþega. 

Ferða - og menningarmálafulltrúi

BR

01.08.2011