Djúpivogur
A A

Fréttir

Grænn apríl í Djúpavogshreppi

 

GRÆNN APRÍL er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi. Með sameinuðu átaki er ætlunin að gera umhverfisumræðuna skemmtilega, líflega og kúl fyrir alla Íslendinga.

GRÆNN APRÍL er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi. Með sameinuðu átaki er ætlunin að gera umhverfisumræðuna skemmtilega, líflega og kúl fyrir alla Íslendinga.

Átakið hefur farið vel af stað og vakið mikla athygli. Djúpavogshreppur er þátttakandi í verkefninu og nú hefur verið ákveðið að halda sérstakan hreinsunardag í sveitarfélaginu laugardaginn 30.apríl. Þann dag eru íbúar hvattir til þess að fara út og tína rusl í kringum heimili sín. Starfsmenn áhaldahússins munu svo safna því saman á mánudeginum.  Fljótlega verður gert samskonar átak í sambandi við garðaúrgang. 

12.04.2011

Sundlaugin verður lokuð á laugardaginn vegna sundmóts

Hér með er vakin athygli á því að sundlaugin verður lokuð næstkomandi laugardag þann 16 apríl vegna sundmóts.

Forstöðum. ÍÞMD

12.04.2011

Gamlar giftingarmyndir

Kristján Karlsson kom með meðfylgjandi myndir handa okkur og þær eru í meira lagi skemmtilegar.

Þær eru úr "frægri" athöfn í Álftafirði árið 1953. Þar giftu sig sama daginn þrjár systur, þær Anna, Svava og Aðalbjörg Ingólfsdætur. Tvær þeirra, Anna og Svava, giftust bræðrum, þeim Gunnari og Snorra Guðlaugssonum. Aðalbjörg giftist Lárusi Pálssyni.

Við þökkum Stjána kærlega fyrir myndirnar.

ÓB

 

 

 

 

 


Systurnar þrjár og börn, f.v.: Aðalbjörg Ingólfsdóttir heldur á Stefaníu Ingu Lárusdóttir, Anna Ingólfsdóttir heldur á Reyni Gunnarssyni og Svava Ingólfsdóttir heldur á Guðrúnu Snorradóttur.


Brúðhjónin: Gunnar Guðlaugsson og Anna Ingólfsdóttir, Lárus Pálsson og Aðalbjörg Ingólfsdóttir, Snorri Guðlaugsson og Svava Ingólfsdóttir.


Frá vinstri: Ingólfur Árnason (faðir brúðanna), Guðlaugur Sigurðsson (faðir Snorra og Gunnars), Stefanía Stefánsdóttir (móðir brúðanna), Gunnar Guðlaugsson, Anna Ingólfsdóttir, Reynir Gunnarsson, Lárus Pálsson, Aðalbjörg Ingólfsdóttir og Stefanía Inga Lárusdóttir, Snorri Guðlaugsson, Svava Ingólfsdóttir, Guðrún Snorradóttir,

11.04.2011

Kennara vantar

Við Grunnskóla Djúpavogs vantar kennara í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Íþróttir og sund um 12 kst., heimilisfræði, um 8 kst., textílmennt um 6 kst., myndmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., tónmenntakennslu 4 kst., tungumál um 16 kst. Einnig vantar afleysingakennara í kennslu yngri barna um 18 kst.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 19. apríl 2011 og skulu umsækjendur taka fram, um hvaða stöðu / kennslugreinar sótt er um og einnig hversu háu stöðuhlutfalli óskað er eftir.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu skólans.  Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Berglind Einarsdóttir, berglind@djupivogur.is  eða í síma 478-8246.

11.04.2011

Leikskólakennara vantar

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennurum frá og með 15. ágúst 2011.  Auglýst er í eina stöðu deildarstjóra og þrjár stöður leikskólakennara inn á deildum.  Um mismunandi stöðuhlutfall er að ræða allt frá 50% upp í 100 % stöður. 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamálaráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

 1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
 2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832/860-7277 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

Umsóknarfrestir er t.o.m. 20. Apríl 2011  Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

11.04.2011

Heilsumarkaðurinn

Föstudaginn  15. apríl næstkomandi kl. 16:00 verður námskeið í Grunnskólanum frá Heilsumarkaðnum  í samvinnu við Djúpavogshrepp. Heilsumarkaðurinn  býður upp á nýja þjónustu sem gerir einstaklingum kleift að taka ábyrgð á eigin heilsu með aðstoð fagfólks. Markmið Heilsumarkaðarins er að efla einstaklinginn og gera hann sjálfstæðari og hæfari til þess að lifa heilsusamlegu lífi á eigin forsendum og smám saman gera aðkomu fagfólks óþarfa. Heilsumarkaðurinn veitir heildræna þjónustu þar sem fléttuð er saman þjálfunarfræði og heilbrigðis- og lífstílsráðgjöf. Mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, gagnreynda þekkingu og verðlag sem gerir flestum kleift að nýta sér þá þjónustu sem Heilsumarkaðurinn hefur upp á að bjóða. Stofnandi Heilsumarkaðarins, Brynjar Karl Sigurðsson  sér um námskeiðið sem stendur í u.þ.b. 3 tíma og er öllum að kostnaðarlausu. Þeir sem áhuga hafa þurfa að skrá sig á hm@heilsumarkaðurinn.is merkt Djúpivogur. Einnig er hægt að hafa samband við Berglind í síma 863-8380.

 

Námskeið í heilsulæsi og heilsueflingu - Þátttakandi lærir eftirfarandi á námskeiðinu:

 • Að nota hugbúnað Heilsumarkaðarins til þess að öðlast meiri vitund um matarvenjur sínar, neyslu og orkuþörf.
 • Að nota þekkingargrunninn og fylgja æfingaáætlun í gegnum kerfið.
 • Að setja sér heilsumarkmið og vinna eftir þeim.
 • Markmið námskeiðsins er að gera einstaklinginn sjálfstæðan í sinni heilsurækt.

Framkvæmd námskeiðisins
Allir fá sendann hugbúnaðinn og aðgengi að öllu fræðsluefni nokkrum dögum fyrir námskeið og aðgang í mánuð..

Helstu punktar í námskrá Heilsunámskeiðisins:

 • Kynning á hugmyndafræði heilsumarkaðarins
 • Kennsla í næringarskráningu
 • Markmiðsþjálfun, kennsluefni í markmiðsvinnu kynnt
 • Þátttakendum sett fyrir að byrja að setja sér markmið
 • Þátttakendur svara lífstíls- og áhugakönnun
 • Kennt á fræðslugrunn

 

Nánari upplýsingar:

Hvað tekur við eftir námskeiðið?
Þegar námskeiðinu lýkur býðst þátttakendum árs aðgangur að hugbúnaðinum á  15 þúsund krónur en Þá veit þátttakandinn og heilsuþjálfarinn hvert markmið viðkomandi eru. Einstaklingurinn hefur þá færni til að nýta sér ódýra þjónustu heilsuþjálfara til  þess að ná markmiðum sínum. Heilsuþjálfari getur hitt hann með reglulegu millibili fylgist með og gert áætlanir allt árið í kring.

 

 

 

Brynjar Karl

Sideline Sports

Head of Development

08.04.2011

Öxi loksins fær á ný

Eftir langa bið er nú loks búið að opna veginn yfir Öxi og hefur hringvegurinn þar með verið styttur um 71 km. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir á veginum.

ÓB

Apríltilboð á Hótel Framtíð

Sjá hér að neðan auglýsingu frá Hótel Framtíð.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

06.04.2011

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, sem fram fer laugardaginn 9. apríl nk., liggur fyrir á skrifstofu sveitarfélagsins.

Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga frá kl. 13:00 - 16:00.

Sveitarstjóri

05.04.2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Iceasave frumvarpið

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave frumvarpið fer fram í Grunnskóla Djúpavogs, þann 9. apríl.

Kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 - 20:00.

Kjörstjórn

05.04.2011

Bæjarlífið mars 2011

Brakandi ferskur bæjarlífspakki, smellið hér.

ÓB

04.04.2011

Leikskólakennara vantar

  Leikskólakennari

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennurum frá og með 15. ágúst 2011.  Auglýst er í eina stöðu deildarstjóra og þrjár stöður leikskólakennara inn á deildum.  Um mismunandi stöðuhlutfall er að ræða allt frá 50% upp í 100 % stöður. 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamálaráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

 1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
 2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar.

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832/860-7277 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

Umsóknarfrestir er t.o.m. 20. Apríl 2011  Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Fótboltamót litlu skólanna

Fótboltamót litlu skólanna fer fram hér í íþróttamiðstöð Djúpavogs á morgun laugardaginn 2. apríl. Mótið hefst kl. 11:00 og eru allir hvattir til að mæta og fylgjast með upprennandi fótboltastjörnum sýna listir sínar.

UMF Neisti

BR

01.04.2011

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Djúpavogs 2010

Nú hefur dómnefnd í ljósmyndasamkeppninni "Djúpivogur 2010" hist og komist að niðurstöðu um þrjár bestu myndirnar í keppninni. Dómnefndin var að þessu sinni skipuð Óskari Ragnarssyni, en hann vann keppnina Djúpivogur 2008, Hugrúnu Malmquist og Ólafi Áka Ragnarssyni.

Alls bárust í keppnina 63 myndir frá 25 þátttakendum, sem er töluvert minna en árið 2008 en þá bárust 113 myndir frá 46 þátttakendum. Mestu munar sjálfsagt um að töluvert minna barst af myndum frá útlendingum í ár.

Framantalið breytti því þó ekki að starf dómnefndar var ekki öfundsvert, enda fjölmargar glæsilegar myndir sem bárust. Tekið skal fram að dómnefndin vissi ekki hverjir höfundar myndanna voru fyrr en eftir að búið var að skila inn ákvörðun um vinningshafa.

Hér að neðan gefur að líta þær myndir sem lentu í efstu þremur sætunum.

Með því að smella hér er síðan hægt að skoða allar myndir sem bárust í keppnina.

ÓB

 

 


3. sæti - Sænes á útleið - Höfundur Kristján Ingimarsson, Djúpavogi.
Í umsögn dómnefndar segir: Frábær silúetta af þessum bát á leið út í magnaðri birtu sem við fengum að sjá ansi oft í lok árs 2010. Góð myndbygging þar að auki


2. sæti - Brimgarður - Höfundur: Sigurður Jóhannesson, Reykjavík
Umsögn dómnefndar: Skemmtilegir litir og góð myndbygging kemur þessari mynd í 2. sætið


1. sæti - Toppmynd - Höfundur: Anna Björk Guðjónsdóttir, Egilsstöðum
Umsögn dómnefndar: Við vorum öll sammála um að þetta væri besta myndin. Hún er kannski ekki best tæknilega séð en vakti mesta athygli hjá okkur, aðallega út af fólkinu sem sést fyrir neðan tindinn (Búlandstind) en þar sést vel hve lítil við erum í samanburði við náttúruna. Frábær mynd.

Kennara vantar

Við Grunnskóla Djúpavogs vantar kennara í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Íþróttir og sund um 12 kst., heimilisfræði, um 8 kst., textílmennt um 6 kst., myndmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., tónmenntakennslu 4 kst., tungumál um 16 kst. Einnig vantar afleysingakennara í kennslu yngri barna um 18 kst.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 19. apríl 2011 og skulu umsækjendur taka fram, um hvaða stöðu / kennslugreinar sótt er um og einnig hversu háu stöðuhlutfalli óskað er eftir.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu skólans.  Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Berglind Einarsdóttir, berglind@djupivogur.is  eða í síma 478-8246.