Djúpivogur
A A

Fréttir

Safnaðarstarf í Djúpavogskirkju

Fermingarfræðsla á fimmtudögum kl. 16.00.

TTT (tíu til tólf ára) starf á fimmtudögum kl. 17.00.

Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudag 13. febrúar kl. 11.00.  

Börn sem verða fimm ára á árinu eru sérstaklega velkomin, en þau fá bók að gjöf frá kirkjunni. Helgileikur barna og brúður koma í heimsókn. Stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu.

Sóknarprestur.   

BR

09.02.2011

Þakkarbréf

Þann 4. október 2010 varð stórslys í álverinu MALT í Ungverjalandi, þar sem þúsundir tonna mengaðrar rauðrar leðju helltust út í umhverfið. Þrjú þorp nálægt álverinu urðu fyrir leðjunni sem flæddi inn í þau. Hundruðir manna sluppu með því að klifra upp á þök húsa sinna. Því miður hurfu tíu íbúar. Nokkrum dögum seinna fundust þeir látnir þar sem þeir höfðu drukknað í menguðu leðjunni. Slysið olli einnig miklu fjárhagslegu tjóni, sem er metið á 50-55 milljarða forintna, eða um 29-32 milljarðar íslenskra króna. Um 225 eignir í Devecser urðu algjörlega óbyggilegar, sem og þrjátíu og fjórar eignir í Kolontár og tvær í Somlóvásárhely.

Ungverska ríkisstjórnin stofnaði neyðarreikninga þar sem fólk alls staðar í heiminum gat lagt inn á og styrkt þá sem höfðu orðið fyrir tjóni vegna slyssins.

Síðan að stórslysið varð hafa verkfræðingar byggt stíflu, til að minnka líkurnar á öðru mengunarflóði sem þessu. Einnig hafa ungversk yfirvöld sett upp neyðarskýli handa þeim sem urðu fyrir tjóni . Til stendur að nota peningana sem hafa safnast  til að byggja nýjar eignir handa þeim sem misstu eigur sínar.

Alls söfnuðust 1.750.791.133 ungverskar forintur inn á styrktarreikningana, eða um einn milljarður íslenskra króna.

Mig langar að tjá þakklæti mitt til allra þeirra Íslendinga og annarra þjóða sem hjálpuðu til fjárhagslega. Allir peningar sem söfnuðust hér á landi voru færðir yfir á neyðarreikning ungversku ríkissjórnarinnar þann 29. nóvember 2010.

Gabrieli Kiss József

Þann fjórða október 2010 varð stórslys í álverinu MALT   í Ungverjalandi,  þar sem þúsundir tonna mengaðrar rauðrar leðju helltust út í umhverfið.  Þrjú þorp nálægt álverinu urðu fyrir leðjunni sem  flæddi inn í þorpin.  Hundruðir manna sluppu  með því að klifra upp á þök húsa sinna. Því miður hurfu tíu íbúar. Nokkrum dögum seinna fundust þeir látnir þar sem þeir höfðu drukknað í menguðu leðjunni.  Slysið olli einnig miklu fjárhagslegu tjóni, sem er metið upp á 50-55 milljarða forintna, eða um 29-32 milljarðar íslenskra króna. Um tvö hundruð tuttugu og fimm eignir í Devecser urðu algjörlega óbyggilegar, sem og þrjátíu og fjórar eignir í Kolontár og tvær í Somlóvásárhely.

Ungverska ríkisstjórnin stofnaði neyðarreikninga þar sem fólk allstaðar í heiminum gat lagt inn á og styrkt þá sem höfðu orðið fyrir tjóni vegna slyssins.

Síðan að stórslysið varð hafa verkfræðingar byggt stíflu, til að minnka líkurnar á öðru mengunarflóði sem þessu. Einnig hafa ungversk yfirvöld sett upp neyðarskýli handa þeim sem urðu fyrir tjóni . Til stendur að nota peningana sem hafa safnast  til að byggja nýjar eignir handa þeim sem misstu eigur sínar. U.þ.b.  1.750.791.133 ungverskar forintur  söfnuðust inn á styrktarreikningana, eða um einn milljarður íslenskra króna.

Mig langar að tjá þakklæti mitt til allra þeirra Íslendinga og annarra þjóða sem hjálpuðu til fjárhagslega . Allir peningar sem söfnuðust hér á landi voru færðir yfir á neyðarreikning ungversku ríkissjórnarinnar þann 29. nóvember 2010.

 

Gabrieli Kiss József

09.02.2011

Heilsugæslustöð Djúpavogs auglýsir

Sprautað verður við svínaflensu mánudaginn 14. febrúar. Vinsamlegast pantið tíma í síma 470 - 3090.

Heilsugæslustöð Djúpavogs.

BR

09.02.2011

Æskulýðsdagatal - vorönn 2011

Í haust tóku nemendur, foreldrar og fulltrúar frá ýmsum félagasamtökum í sveitarfélaginu sig saman og skipulögðu æskulýðsstarf á haustönn. Fjölbreytt dagskrá var í boði og þátttaka góð. Mánudaginn 24. janúar var aftur fundað með nemendum, foreldrum, fulltrúum frá félagasamtökum og nemendaráði skólans og var þá vorönnin skipulögð. Fjölmargir skemmtilegur viðburðir verða í boði fyrir börn á grunnskólaaldri á önninni en þá má sjá hér í meðfylgjandi dagatali.

Æskulýðsdagatalið var sent út til allra heimila í sveitarfélaginu með Bóndavörðunni í síðustu viku en framvegis verður hægt að ganga að því vísu á heimasíðu grunnskólans. Nemendaráð sér um að skipuleggja viðburðina og aðstoða foreldra við skipulagningu.

Dagatalið smá sjá með því að smella hér

BR

Sveitarstjórn: Fundarboð 10.02.11

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  10. 02. 2011

8. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10 feb. 2011 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2012 – 2014.

2.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd, dags. 26. janúar 2011.
b)    Atvinnu- ferða- og menningarmálanefnd, dags. 19. janúar 2011.
c)    Skipulags- og byggingarnefnd, dags. 1. febrúar 2011.
d)    Landbúnaðarnefnd, dags. 3. febrúar 2011.

3.    Samþykkt um hundahald í Djúpvogshreppi

4.    Skólamál

5.    Reglur vegna málefna fatlaðra

6.    Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd

7.    Erindi og bréf

a)    Umhverfisráðuneytið, dags. 31. jan. 2011. Gildistaka mannvirkjalaga. Lagt fram til kynningar.
b)    Ungmennafélag Íslands, dags. 28. janúar 2011. Unglingalandsmót UMFÍ. Lagt fram til kynningar.
c)    Mennta- og menningarmálaráðuneytið, dags. 14. janúar 2011. Ungt fólk utan skóla 2009. Lagt fram til kynningar.
d)    Íþrótta og ólympíusamband Íslands, dags. 17. janúar 2011. Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Lagt fram til kynningar.

8.    Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi, 8. febrúar 2011;

Sveitarstjóri

09.02.2011

Austfjarðaþokan

Austfjarðaþokan er alþekkt og alræmt fyrirbæri. Djúpavogsbúar hafa í gegnum tíðina fengið meiri skammt af þessari álagaprinsessu en góðu hófi gegnir og stundum er það þannig að hún liggur fleiri daga yfir bænum á meðan bjart er í fjörðunum í kring.

Birgir Th. Ágústsson, fyrrv. fréttaritari heimasíðunnar og sérstakur áhugamaður um allt sem tengist þoku hefur sett saman stutt en afar skemmtilegt myndband þar sem sjá má sýnishorn af því hvernig þokan á það til að hegða sér hér um slóðir.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Meðfylgjandi mynd tengist fréttinni ekki neitt.

ÓB

 

 

08.02.2011

Uppskeruhátíð Neista

Uppskeruhátíð Umf. Neista

Uppskeruhátið Neista verður haldin miðvikudaginn 9. Febrúar í íþróttamiðstöð Djúpavogs.  Hátíðin hefst kl.17 og mun standa fram til kl.19. Allir iðkendur Neista eru hvattir til að mæta og taka vini og vandamenn með sér.  Farið verður í nokkra létta leiki, viðurkenningar veittar til þeirrra sem þóttu skara fram úr á árinu 2010 og að venju verða veitingar í boði Neista.

Sjáumst hress og til í smá sprell,

Stjórn Neista

08.02.2011

Ágústa í Landanum

Landinn var á ferðinni hér á Djúpavogi fyrir stuttu og í gær birtist í þættinum viðtal við Ágústu Margréti Arnardóttur þar sem rætt var við hana um hagleikssmiðjuna Arfleifð.

Viðtalið má sjá með því að smella hér (spóla þarf ca. 20 mínútur inn í þáttinn).

ÓB

07.02.2011

Hammondhátíð 2011

Undirbúningur fyrir Hammondhátíð 2011 er kominn á fullt skrið og er ljóst að hátíðin í ár, sem verður hin 6. í röðinni, verður einkar glæsileg. Hátíðin fer fram 12.-14. maí nk.

Viðræður standa yfir við hina ýmsu tónlistarmenn en eftir því sem heimasíðan kemst næst munu færri komast að en vilja.

Við getum hins vegar glatt alla unnendur góðrar tónlistar að búið er að staðfesta komu hljómsveitarinnar Baggalúts.

Það er því lítið annað að gera en að taka helgina frá og fylgjast með því hvenær miðasala hefst.

Við minnum á heimasíðu Hammondhátíðar, www.djupivogur.is/hammond og Hammondhátíð á Facebook.

ÓB

07.02.2011

Gamla kirkjan í fréttum

Fimmtudaginn 3. febrúar var í kvöldfréttum RÚV fjallað um kaup Djúpavogshrepps á gömlu kirkjunni og m.a. tekið viðtal við Andrés Skúlason oddvita.

Hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér.

Þá má jafnframt minnast á að ætlunin er að stofna hollvinasamtök um gömlu kirkjuna. Samtökin munu vinna í samstarfi við Húsafriðunarnefnd.

Stofnfundur verður haldinn í Löngubúð laugardaginn 26. febrúar kl. 14:00.

05.02.2011

Sparisjóðurinn á Djúpavogi 10 ára

Laugardaginn 5. febrúar eru 10 ár síðan Sparisjóðurinn opnaði afgreiðslu á Djúpavogi.

Af því tilefni býður Sparisjóðurinn upp á kaffi og konfekt fyrir gesti og gangandi í dag.

Sparisjóðurinn á Djúpavogi

04.02.2011

Dagur leikskólans

Haldið er upp á dag leikskólans í dag og af því tilefni hefur leikskólinn opnað sýningu með verkum leikskólabarna Bjarkatúns í Við voginn.  Við hvetjum alla Djúpavogsbúa til að kíka í Við voginn og skoða sýninguna og sjá hvað leikskólabörnin hafa verið að vinna með nú í vetur. 

ÞS

Vinnustaðaheimsókn hjá 9.-10. bekk

Undanfarin misseri hafa nemendur í Grunnskóla Djúpavogs verið í skipulögðu grenndarnámi þar sem þeir læra um sitt nánasta umhverfi. Í því fellst m.a. að læra örnefni í Djúpavogshreppi, sögu hans, hvað náttúran hefur að bjóða, hvaða bátar eiga heimahöfn hér, o.m.fl. Nemendur í 9. og 10. bekk eru um þessar mundir að skoða atvinnulíf hreppsins. Síðasta þriðjudag fóru þeir í fyrstu vinnustaðaheimsókn vetrarins. Hver nemandi hafði valið sér fyrirtæki eða stofnun sem hann hafði  áhuga á að kynna sér. Vinnustaðirnir sem urðu fyrir valinu að þessu sinni voru Rafstöð ehf, Arfleifð, leikskólinn, grunnskólinn og íþróttamiðstöðin. Auk þess að skoða viðkomandi staði fengu þeir að taka þátt í hinum ýmsu störfum. Án efa eiga þessar heimsóknir eftir að víkka sjóndeildarhring nemendanna og þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur sem nemendur fengu. BE og UMJ

Myndir má sjá með því að smella hér.

Félag eldri borgara - Fundarboð

Fundur verður í félagi eldri borgara, laugardaginn 5. febrúar kl. 14:00 á Helgafelli.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

03.02.2011

Gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness

Við fengum höfðinglega gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness í síðustu viku. Gjöfin  var Galíleó stjörnusjónauki sem gerir okkur kleift að skoða himintunglin eins og Galíleó sá þau. Nemendur í 9. og 10. bekk fengu það flókna verkefni að setja sjónaukann saman og gaf það þeim innsýn í það hvernig sjónaukar virka. Einnig fengum við mynddisk um þróun stjörnusjónaukans síðustu 400 árin og bók fyrir stjörnuáhugafólk. Bæði mynddiskurinn og bókin eru á bókasafninu þar sem áhugasamir sjörnuskoðarar geta nálgast þetta spennandi efni.

Með kærri þökk fyrir okkur, Grunnskóli Djúpavogs. LDB

Myndir má sjá hér.

Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna og nemur styrkupphæðin árið 2011 30 milljónum króna.  Ráðherra velferðarmála veitir styrkina sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991.

Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna.

Fyrirtækið/verkefnið þarf að vera í eigu konu/kvenna a.m.k. 50% og þarf að vera nýnæmi/nýsköpun í hugmyndinni auk þess sem hún þarf að skapa atvinnu til frambúðar.

Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, styrki til markaðssetningar (erlendis eða innanlands), vöruþróunar eða hönnunar.  Auk þess geta konur sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki, eða eru að stofna fyrirtæki, sótt um styrki vegna stofnkostnaðar, rekstrarkostnaðar eða framkvæmda.

Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is og er umsóknarfrestur frá 15. janúar til og með 7. febrúar.

Nánari upplýsingar um reglur og umsóknir má finna á heimasíðunni og í síma 582-4914.  Einnig má senda fyrirspurnir í netfangið:   atvinnumalkvenna@atvinnumalkvenna.is

BR

mbl.is fjallar um fundinn á Öxi

Fjallað var um fundinn, þar sem sveitarstjórn Djúpavogshrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hittust á Öxi, á netmiðlinum mbl.is um helgina.

Hægt er að skoða fréttina með því að smella hér.

ÓB

01.02.2011

Tónskóli Djúpavogs með tónleika í Djúpavogskirkju í kvöld

Tónskóli Djúpavogs heldur tónleika í Djúpavogskirkju í dag, þriðjudaginn 1. febrúar og hefjast tónleikarnir kl. 18:00.

Allir velkomnir

Tónskóli Djúpavogs

BR

01.02.2011