Djúpivogur
A A

Fréttir

Fashion with Flavor: Tísku- og matarupplifun

Einstakur viðburður þar sem íslensk hráefni eru tvinnuð saman í hönnun, handverki, matarlist, tónlist og tísku frá Arfleifð, Sign og Amazing Creature.

Fosshótel Vatnajökull Hornafirði 5. mars kl 18:00-21:00

6 tískusýningar - 6 rétta matseðill

Fordrykkur
Lax:
Fylgihlutir og skart- Sashimi & tartar

ferskur og reyktur, soja sítrónudressing, mangó og dill

Þorskur:
Fylgihlutir og skart- Saltfisk brandade
hvítlauks aioli og blóðbergsfroða

Hlýri og Karfi:
Fatnaður,  fylgihlutir og skart- Grillaður hnakki og krókettur
með smjörsteiktum aspas,  vorlauk & sambuca humargljáa

Lamb:
Fatnaður, fylgihlutir og skart- Bláberjagrafinn hryggvöðvi
klettasalat, léttreyktur sauðaostur og feit gæsalifur.

Hreindýr:
Fatnaður, töskur og skart- Eldsteiktur innanlærisvöðvi
með stökku spínati, steinseljurót og kóngasveppum

Ís frá Brunnhól:
Galakjólar, töskur og skart- Djúpsteiktur baileys ís í sætu tempura
með blönduðum ávöxtum og myntusýrópi

Kaffi og te

Hugmyndin af Fashion with Flavor er komin frá Ágústu Margréti hönnuði og handverkskonu Arfleifðar á Djúpavogi um fullnýtingu á hráefnunum sem hún notar í fatnað og fylgihluti. Hún fékk bróðir sinn, Stefán Þór, kokk og hótelstjóra Fosshótels Vatnajökuls til liðs við sig og sér hann um að nýta hráefnin í glæsilegann matseðil. Inn í tískusýninguna tvinnast svo skartgripir frá Sign í Hafnarfirði. Vörur Sign eru innblásnar frá íslenskri náttúru og tengingin við menningu og sögu, líkt og í vörum Arfleifðar. Tónlistarmaðurinn Siggi Palli, sem kemur fram undir nafninu Amazing Creature, hefur sett saman tónlistardagskrá sem fellur fullkomlega að hverjum rétti og hverri sýningu. Því má segja að þetta sé margföld sýning og upplifun fyrri augu, eyru og bragðlaukanna.

Panta þarf miða á viðburðina.  Innifalið í miðaverði er fordrykkur, 6 rétta matseðill, tískusýning, tónlistarveisla og kynning á íslenskum hráefnum sem fullnýtt eru í mat og tísku.

Miðapantanir á viðburðinn á Hornafirði eru fyrir kl 14:00 fimmtudaginn 3.mars í síma 8581755. Tilboð á gistingu og viðburði en nóg verður um að vera á Hornafirði þessa helgi en þar fer fram hin árlega Blúshátið Hornafjarðar.

Möguleiki á sætaferðum frá Djúpavogi ef næg þáttaka fæst. Upplýsingar og skráning hjá Hauk í síma 8446831

Einnig verða sýningarnar á

Fosshótel Reykholti -12. mars                                                                       

Fosshótel Húsavík- 19. mars

Grand Hótel Reykjavík- 26. mars

Einstakt tækifæri til að sjá íslensk náttúru í sinni flottustu og fjölbreyttustu mynd

Arfleifð

 

 

BR

28.02.2011

Aðalfundur Neista í kvöld

Aðalfundur Umf. Neista

Stjórn umf. Neista boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 28. febrúar  kl.18 í Löngubúð.

Dagskrá:      

                           1.  Venjulega aðalfundarstörf                                                                                

                           2.  Önnur mál.

Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýjir félagar eru velkomnir. Nýtt fólk vantar til starfa fyrir Neista, bæði í aðalstjórn og ráðin. Þeir sem vilja gefa kost á sér til starfa en komast ekki á fundinn geta látið vita af sér hjá Sóleyju í síma 849-3441 eða neisti@djupivogur.is                                                                                                    

 Á fundinum verður einnig dregið um hvaða lið keppa í spurningakeppni Neista og hvenær.

Stjórn umf. Neista

28.02.2011

Aðalfundur RKÍ Djúpavogsdeildar

Aðalfundur Djúpavogsdeildar Rauða Kross Íslands verður haldinn í Sambúð miðvikudaginn 2. mars nk. kl. 20:00.


Dagskrá fundar:

           1. Venjuleg aðalfundarstörf

            2. Önnur mál


Hvetjum alla sem áhuga hafa á mannúðarmálum, hjálparstarfi og skemmtilegum félagsskap til að mæta á fundinn.  Nýir meðlimir velkomnir. 

Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innan lands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Félagið stendur vörð um mannréttindi, heilbrigði og virðingu einstaklinga.

Aðalmarkmið 

1. Kynna og breiða út grundvallarmarkmið hreyfingarinnar og mannúðarhugsjónir hennar.

2. Efla neyðarvarnir og neyðaraðstoð vegna áfalla og hamfara.

3. Draga úr félagslegri einangrun og styrkja þróunarsamvinnu.

4. Rauði kross Íslands sé ávallt vel starfandi landsfélag.

 

Stjórn RKÍ Djúpavogsdeildar

(ÞS)

26.02.2011

Pub Quiz í Löngubúð

Laugardagskvöldið 26. febrúar verður haldið Pub Quiz í Löngubúð en nú er orðið langt liðið frá síðasta Pub Quiz kvöldi og því tími til kominn að krýna nýja sigurvegara.

Leikar hefjast kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:30

Sjáumst!
Langabúð

BR

25.02.2011

Tiltekt í myndasafni

Undirritaður ákvað að snurfusa örlítið myndasafn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, en það safn er búið að vera hér á heimasíðunni í mörg ár.

Snurfusunin fólst aðallega í því að laga myndirnar sjálfar svolítið til, klippa út óþarfa ramma og lýsa eða dekkja myndirnar eftir því þurfa þótti. Þá voru myndirnar flestar merktar skilmerkilega og þeim raðað betur upp.

Vilji einhver koma með ábendingu um vitlaust merktar myndir þá má sá hinn sami endilega senda tölvupóst á netfangið djupivogur@djupivogur.is eða hringja í 478-8288 og biðja um undirritaðan.

Ég hvet því alla til að skoða þetta fína myndasafn, hvort sem menn hafa gert það áður eður ei. Svo er nýrra mynda að vænta á næstu dögum en Ingimar Sveinsson hefur verið duglegur að koma með með myndir sem sumar hverjar eru búnar að bíða allt of lengi eftir að verða skannaðar.

Myndasafn Héraðskjalasafnsins má sjá með því að smella hér.

ÓB

25.02.2011

Spurningakeppni Neista

Spurningakeppni Neista

 

Þá er komið að hinni árlegu spurningakeppni Neista og því auglýsum við eftir áhugasömum keppnisliðum. Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þriggja manna lið etja kappi í æsispennandi spurningakeppni.           

Að þessu sinni mun Gauti Jóhannesson stýra keppni og spyrja spurninga.              

Þátttökugjald er kr.7000 og eru áhugasöm lið vinsamlegast beðin að skrá sig í síðasta lagi sunnudaginn 27. Febrúar  hjá Sóleyju 849-3441 eða á neisti@djupivogur.is  

Stjórn umf. Neista

24.02.2011

Sumarafleysingar í sundlaug Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Sundlaug Djúpavogs fyrir sumarið 2011.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - vinna í afgreiðslu, við þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Nýjir starfsmenn skulu sækja sérstakt grunnnámskeið ætlað starfsfólki sundstaða sem verður
haldið 6 - 7 júní næstk. á Egilsstöðum.   

Ráðningatímabil: 15. júní – 15. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 10 apríl.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Allar fyrirspurnir vegna umsókna skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Ferilskrá skal fylgja umsóknum.

Andrés Skúlason
Forstöðum. ÍÞMD

23.02.2011

Sumarvinna 2011 - Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Sundlaug Djúpavogs fyrir sumarið 2011.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - vinna í afgreiðslu, við þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Nýjir starfsmenn skulu sækja sérstakt grunnnámskeið ætlað starfsfólki sundstaða sem verður
haldið 6 - 7 júní næstk. á Egilsstöðum.   

Ráðningatímabil: 15. júní – 15. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 10 apríl.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Allar fyrirspurnir vegna umsókna skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Ferilskrá skal fylgja umsóknum.

Andrés Skúlason
Forstöðum. ÍÞMD

23.02.2011

Fundi hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna frestað

Áður auglýstur fundur vegna stofnunar hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna, sem halda átti laugardaginn 26. febrúar, hefur verið frestað fram til laugardagsins 12. mars nk.

Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

Jón Sigurðsson í Rjóðri
Unnur M. Jónsdóttir í Dölum
Þór Vigfússon í Sólhól

BR

23.02.2011

Bóndvarðan - marsblaðið

Nú fer að styttast í skilafrest á efni í næsta tölublað Bóndavörðunnar. Til upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa á að senda inn efni:

Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en síðasta fimmtudag fyrir útgáfu blaðsins. Marsblaðið kemur út fimmtudaginn 3. mars nk. og því er frestur til þess að skila inn efni eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 24. febrúar nk.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.

Allar hugmyndir um skemmtilegt efni í blaðinu eru einnig vel þegnar.

Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.

Verðskráin er sem hér segir:
Heil síða 10.000.-
Hálf síða 5.000.-
1/4 síða 2.500.-

Ritstjóri

BR

22.02.2011

Djúpivogur í þættinum "Í bítið á Bylgjunni"

Morgunþátturinn "Í bítið á Bylgjunni" fer reglulega í landshornaflakk en þá er spjallað við íbúa á völdum stað á landsbyggðinni. Að þessu sinni varð Djúpivogur fyrir valinu og fyrrverandi sveitarstjórinn okkar, Björn Hafþór, fenginn í viðtal til þess að lýsa því sem finna má hér.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér

BR

Kynningarfundur um skipulagsmál

Efnt er til kynningarfunda þar sem fulltrúar Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins kynna ný skipulagslög og ný mannvirkjalög sem tóku gildi 1. janúar s.l. og jafnframt drög að nýjum reglugerðum.

Þessi nýju lög varða hagsmuni sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og almennings og verða fundirnir opnir öllum sem áhuga hafa á því að kynna sér þennan málaflokk. Að kynningu lokinni verða umræður og munu fulltrúar frá Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins svara fyrirspurnum frá fundargestum.

Kynningarfundur verður haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, föstudaginn 4. mars kl. 13:00 - 16:00

Allir sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál og taka þátt í umræðum um þau eru hvattir til að mæta.

Dagskrá:

13:00 Helstu nýmæli í nýjum skipulagslögum og lögum um mannvirki
          Fulltrúar umhverfisráðuneytisins
13:30 Skipulagslögin og vinnan við nýja skipulagsreglugerð
          Fulltrúi Skipulagsstofnunar
14:00 Kaffihlé
14:20 Mannvirkjalögin og vinnan við nýja byggingarreglugerð
         Fulltrúi Mannvirkjastofnunar
14:50 Umræður
16:00 Fundarlok

21.02.2011

Konudagskaffi í Við Voginn

Í tilefni af konudeginum nk. sunnudag verður haldið konudagskaffi í versluninni Við Voginn og hefst veislan kl. 15:00.

Djúpavogsmenn og synir geta því glatt konur sínar með heimsókn í Við Voginn þar sem hlaðborðið mun svigna undan hnallþórum.

Verið velkomin

Við Voginn

BR

18.02.2011

Umfjöllun um Djúpavog í Ungverjalandi

Eins og fjallað hefur verið um hér á heimasíðunni, með vísan til þessa þakkarbréfs, varð mengunarslys í Ungverjalandi í fyrra.

Tónskólastjórinn okkar, József Béla Kiss, fékk aðstoð heimamanna til að koma af stað söfnun vegna þessa.

Að sjálfsögðu vakti þessi söfnun athygli ungverja og nú á dögunum hafði ungverska sjónvarpsstöðin RTL Klub samband við József og Andreu konu hans um að gera litla umfjöllun og flétta samfélaginu á Djúpavogi inn í hana.

Úr varð skemmtilegt innslag sem má sjá með því að smella hér.

Að sjálfsögðu er þetta allt á ungversku en samt sem áður gaman á að horfa.

Athugið að myndbandið er töluvert lengi að hlaðast inn, svo sýnið þolinmæði. Eins kemur inn í miðju myndbandinu innskot frá öðrum söfnunum, áður en umfjöllunin snýr aftur að Djúpavogi.

ÓB

18.02.2011

Félagsstarf á Helgafelli - kennsla í þæfingu

Laugardaginn 19. febrúar ætlar Steinunn Björg að halda áfram að kenna þæfingu. Eins og síðasta laugardag verður námskeiðið haldið á Helgafelli frá kl. 14:00 - 16:00

Allir velkomnir

Hér má einnig sjá dagskrá febrúarmánaðar vegna félagsstarfs á Helgafelli.

Félagsstarfið Helgafelli

BR

17.02.2011

Nýjungar í AutoCad

Inventor er framúrskarandi tölvu-forrit til þrívíðrar hönnunar á gegnheilum módelum og færslu tvívíðra teikninga í þrívíð módel. Þátttakandi gerir teikningar með vörpun, sniði, hlutmyndun og ísómetríu þannig að hann nýtir þekkingu sína við aðstæður á vinnustað og er fær um að miðla henni til samstarfsmanna og viðskiptavina.

Þátttakendur þurfa að hafa forritið uppsett í sinni tölvu eða geta fengið forritið í 30 daga til reynslu.

Staður og tími: Höfn, Nýheimum helgina 18., 19. og 20. mars kl. 8-17
Leiðbeinandi: Finnur Fróðason
Verð: 45000.-

Þekkingarnet Austurlands

BR

17.02.2011

Kynningarfundur Matís á Djúpavogi í dag kl. 18:00

Kynningarfundur á starfsemi Matís á Höfn í Hornafirði verður haldinn í Löngubúð á Djúpavogi þann 17. febrúar nk. kl. 18:00

Á Hornafirði hefur Matís haft starfstöð frá 2006.  Starfstöðin er í þekkingarsetrinu Nýheimum sem er vettvangur skapandi samvinnu á svæðinu.  Í starfstöð Matís á Hornafirði eru tveir sérfræðingar í fullu starfi.  Helstu áherslur í starfseminni á svæðinu felast í uppbyggingu á smáframleiðslu matvæla, útflutning á lifandi skel og krabbadýrum og rannsóknir á leturhumri.

Í nóvember 2008 var Matarsmiðja Matís opnuð í tengslum við starfstöðina á Höfn.  Í Matarsmiðju Matís býðst frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir sér fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök áhersla er á uppbyggingu í tengslum við staðbundin matvæli  og matarferðaþjónustu.

Aðstaðan er hugsuð til notkunar á landsvísu. Forsenda þess að komast í aðstöðuna er að kaupa ráðgjöf um góða framleiðsluhætti í upphafi. Þannig munu notendur læra rétt vinnubrögð frá upphafi. Með aðstöðunni í Matarsmiðjunni á Hornafirði gefst einstakt tækifæri til nýsköpunar í smáframleiðslu matvæla. Nú þegar er fjöldi verkefna komin í gang í Matarsmiðjunni og koma frumkvöðlar m.a. úr Reykjavík til vöruþróunar og smáframleiðslu.

Stöðvarstjóri Matís á Höfn er Vigfús Þ. Ásbjörnsson..

Sjá heimasíðu Matís með því að smella hér

BR

17.02.2011

Friðlýsing tjarnaklukku vekur athygli

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni friðlýsti umhverfisráðherra búsvæði tjarnaklukkunnar á Hálsum í síðustu viku. Hefur sú friðlýsing vakið mikla athygli enda varð Djúpavogshreppur með friðlýsingunni fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja friðlýsingu svæðis til verndar smádýralífi.

Einnig fær Djúpavogshreppur mikið hrós fyrir vandaða vinnu við gerð nýs aðalskipulags en á vef umhverfisráðuneytisins kemur m.a. fram að umhverfisráðherra telji fá eða engin dæmi vera um jafn metnaðarfulla vinnu á þessu sviði af hálfu sveitarfélags hér á landi. Sjá má fréttina í heild sinni af heimasíðu umhverfisráðuneytis með því að smella hér

Mbl.is fjallaði um friðlýsinguna á heimasíðu sinni í dag og má sjá fréttina með því að smella hér

Þá fjallaði heimasíða Náttúrufræðistofnunar Íslands einnig um málið í dag og má sjá þá frétt með því að smella hér

Bent skal á að í næsta riti Múlaþings verður Erling Ólafsson skordýrafræðingur með sérstaka grein tileinkaða tjarnaklukkunni á Hálsum þar sem hann mun varpa frekara ljósi á þetta sérstaka smádýr sem vill hvergi annarstaðar vera hér á landi en hér í nágrenni við Djúpavog. Þá kann lesendum hugsanlega koma á óvart hvað í raun hér er um merkilegt fyrirbæri að ræða.

BR

Bæjarlífið janúar 2011

Seint og um síðir birtum við hér bæjarlífssyrpu janúarmánaðar. Hún er nú reyndar frekar þunn blessunin, enda myndavélin ekki nándar nærri nógu oft á lofti í janúar. Þó er þarna smá forsmekkur af því sem koma skal í næstu bæjarlífssyrpum. Undirritaður hefur haft myndavélina svolítið með í för þegar hann hefur verið að ganga Búlandsnesið þvert og endilangt nú eftir áramót. Sandarnir voru gengnir fram og aftur í janúar og er smá sýnishorn af þeim ferðum í þessari syrpu.

Örvæntið þó eigi. Það eru að sjálfsögðu líka hefðbundnar bæjarlífsmyndir í þessari syrpu sem má sjá með því að smella hér.

ÓB

14.02.2011

Meistaramót UIA 10 ára og yngri

Þann 5. febrúar sl. fór nokkuð af yngri keppendum Neista á Meistaramót UIA í frjálsum íþróttum sem haldið var á Fáskrúðsfirði.  Þetta voru allt keppendur sem voru 10 ára og yngri.  Hér má sjá mynd af þessum keppendum sem allir stóðu sig mjög vel að sjálfsögðu enda sannir Neistamenn hér á ferðinni. 

ÞS

14.02.2011

Gestavika

Nú stendur yfir gestavika í grunnskólanum og hvetjum við alla til að koma í heimsókn fylgjast með skólastarfinu.

ÓB

Búsvæði tjarnaklukkunnar á Hálsum friðlýst

Síðstliðinn fimmtudag 10. feb. var mikill viðburður hér á Djúpavogi þegar umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir og fulltrúar frá Umhverfis- og Náttúrufræðistofnun alls 9 manns komu hér til að vera við athöfn í tilefni staðfestingu friðlýsingar búsvæðis tjarnarklukkunnar uppi á Hálsum.  Dagkrá var fullskipuð frá kl 13:00 - 16:30 og sátu fulltrúar sveitarstjórnar svo og fulltrúar annarra landeigenda viðburð þennan þ.e. landeigendur að Strýtu við Hamarsfjörð. Formlega hófst dagskrá í Löngubúð með undirritun ráðherra og sveitarstjóra Gauta Jóhannessonar svo og var ritað undir samning milli sveitarfélagsins og umhverfisstofnunnar varðandi umsjá hins friðlýsta svæðis.  Ávörp voru flutt af ráðherra og fulltrúum stofnanna svo og voru tvær framsögur í máli og myndum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi sem fagnaði þessari friðlýsingu mjög og sagði að sveitarfélagið Djúpavogshreppur hefði stigið fyrsta skref sveitarfélaga í landinu í að friðlýsa smádýralíf og þakkaði sveitarfélaginu og landeigendum góðar viðtökur við þessari friðlýsingartillögu sem hann sagði afar mikilvæga. Að sama skapi sagði ráðherra að hér væri einnig stigið mikilvægt skref í að verja og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni.

Að lokum var oddviti og form. skipulags- bygginga og umverfisn. Andrés Skúlason með kynningu á stefnu sveitarfélagins í aðalskipulagi er varðar tillögur um vernd og friðun einstakra svæða í Djúpavogshreppi.  Var það mál manna að beggja hálfu að viðburður þessi hefði tekist afar vel og kvöddu hinir góðu gestir því hæstánægðir eftir góða kynningu af hálfu heimamanna á sveitarfélaginu og ekki skemmdi fyrir að blíðskaparveður var á svæðinu meðan á heimsókninni stóð.

Vert er sömuleiðis að geta þess að ráðherra sem og fulltrúar umhverfis- og náttúrufræðistofnunnar sáu sérstaka ástæðu til þess við lok dagskrár að hrósa þeirri vinnu sem lögð hefur verið  í gerð aðalskipulags Djúpavogshrepps 2008 - 2020 og töldu að fá eða engin dæmi væri fyrir jafn metnaðarfullri vinnu við gerð skipulags af hálfu eins sveitarfélags.
 
Bent skal á að í næsta riti Múlaþings verður Erling Ólafsson skordýrafræðingur með sérstaka grein tileinkaða tjarnaklukkunni á Hálsum þar sem hann mun varpa frekara ljósi á þetta sérstaka smádýr sem vill hvergi annarstaðar vera hér á landi en hér í nágrenni við Djúpavog. Þá kann lesendum hugsanlega koma á óvart hvað í raun hér er um merkilegt fyrirbæri að ræða.  Sjá myndir hér meðfylgjandi af tjarnaklukkunni, svæðinu og viðburðinum á fimmtud.  

AS

 

 

 

 

 

Tjarnarklukka

Sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir

Sveitarstjórn - landeigendur - Umhverfisráðherra - fulltrúar Umhverfis- og Náttúrufræðistofnunnar
á góðri stund við listaverkið í Gleðivík sem vakti mikla athygli og lukku meðal gesta okkar.  

Erling Ólafsson skordýrafræðingur og starfsmaður Náttúrufræðistofnunnar kynnir tjarnarklukkuna
til sögunnar og ýmislegt um lifnaðarhætti hennar.  

Söngvakeppni sjónvarpsins

Í morgun gerðu nemendur 4.,5. og 6. bekkjar  könnun á því hvaða lag í Söngvakeppni sjónvarpsins væri vinsælast meðal nemenda og kennara. Samkvæmt þeirri könnun var lagið ,,Aftur heim“ í fyrsta sæti með 17 stig. Flytjendur lagsins eru: Gunnar Ólason, Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartarson, Matthías Matthíasson, Hreimur Örn Heimisson og Benedikt Brynleifsson.  Lagið ,,Eldgos“ lenti í öðru sæti með 10 stig. Flytjendur lagsins eru Matthías Matthíasson og Erla Björg Káradóttir.  Í þriðja sæti voru tvö lög jöfn með 8 stig en það voru lögin ,,Ég trúi á betra líf“ sem flutt er af  Jógvan Hansen og ,,Nótt“ sem flutt er af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Það verður gaman að sjá hver úrslitin verða í raun og veru annað kvöld, laugardagskvöldið 12. febrúar. UMJ

 

Ráðgjafi frá félagsþjónustunni með viðveru á Djúpavogi

Ráðgafi frá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs verður með viðveru í ráðhúsi Djúpavogshrepps þriðjudaginn 15. febrúar nk.

Hægt er að panta viðtal í síma 4 700 705.

ÓB

11.02.2011

Sveitarstjórn: Fundargerð 10.02.2011

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

11.02.2011

112 dagurinn á Djúpavogi

Næstkomandi laugardag, þann 12. febrúar, verður haldið upp á 112 daginn á Djúpavogi.  Upp úr kl. 12:00 munu allir viðbragðsbílar byggðarlagsins keyra um götur Djúpavogs. Milli kl. 13:00 - 15:00 bjóða viðbragðsaðilar Djúpavogs upp á léttar veitingar í Sambúð.

Í Sambúð verða til sýnis bílar og græjur af öllum stærðum og gerðum.

Íbúar sveitarsfélagsins eru hvattir til þess að mæta og kynna sér starfsemina.

112 Dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 2005. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi hinna fjölmörgu neyðarþjónustuaðila sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig þjónustan nýtist almenningi. Að deginum standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Brunamálastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir. Að þessu sinni verður sjónum beint sérstaklega að öryggi og velferð barna og ungmenna. Markmiðið er annars vegar að halda á lofti því víðtæka öryggis- og velferðarkerfi sem börn og ungmenni hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið en hins vegar að benda á leiðir fyrir börn og ungmenni til þess að taka þátt í starfi samtaka á þessu sviði og stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þekkingu í skyndihjálp og eldvörnum.

BR

 

10.02.2011

Uppskeruhátíð Neista 2011

Uppskeruhátíð Neista fór fram í Íþróttahúsinu í gær, 9. febrúar.  Byrjað var á því að fara í ýmsa skemmtilega leiki með Neistakrökkum og voru bæði börn og foreldrar dugleg að taka þátt. Eftir mikið fjör og skemmtilegheit þá var komið að verðlaunaafhendingu. 

Kosið var sundneistinn 2010, mestu framfarir í sundi 2010, fótboltaneistinn 2010 og mestu framfarir í fótbolta 2010.  Voru það þjálfarar sundsins og fótboltans sem sáu um þessar viðurkenningar.   

Sundneistinn 2010 er Kamilla Marín Björgvinsdóttir en hún hefur unnið allar sínar greinar á þeim mótum sem Neisti hefur sent keppendur á.

Mestur framfarir í sundi 2010 er Anný Mist Snjólfsdóttir en hún hefur bætt....

Fótboltaneistinn 2010 er Bergsveinn Ás Hafliðason .

Mestu framfarir í fótbolta 2010 er Ragnar Sigurður Kristjánsson en hann hefur staðið sig mjög vel í vörninni en líka fær hann þessi verðlaun vegna góðrar hegðunar á æfingum

Einnig var kosinn íþróttamaður Neista árið 2010.   

09.02.2011