Djúpivogur
A A

Fréttir

Meistaramót UÍA í frjálsum

Meistaramót UÍA ífrjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði Laugardaginn 5. febrúar.
Húsið opnar kl.10:15 og keppni hefst kl:11:00.
Keppt verður í langstökki án atrennu, boltakasti, spretti og þrautabraut.
Keppnisgjald er 1000 kr. óháð greinafjölda.
Allir fá verðlaun fyrir þátttöku.
Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í
síma 471-1353 eða í tölvupósti á uia@uia.is.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að taka þátt

 

Sjá má auglýsinguna stóra hér

ÞS

31.01.2011

Jóhann Atli og Arnar Jón í Gettu betur

Í kvöld taka þeir Jóhann Atli Hafliðason og Arnar Jón Guðmundsson þátt fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

Þetta er þriðja árið í röð sem þeir félagar keppa fyrir ME.

Í kvöld fer fram fyrsta umferðin í Gettu betur þetta árið og etja þeir kappi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.

Keppnin hefst í kvöld kl. 20:00 og verður útvarpað á Rás 2.

ÓB

31.01.2011

Viðhorf ferðamanna til náttúruverndar jákvæð

Mikill meirihluti ferðamanna er heimsóttu Djúpavog síðasta sumar telja líklegra en ella að þeir muni heimsækja þorpið og nágrenni þess aftur verði náttúruverndarstefna sveitarfélagsins framkvæmd. Þetta er ein meginniðurstaða rannsóknar sem Páll Jakob Líndal, doktorsnemi í umhverfissálfræði, vann fyrir Djúpavogshrepp síðastliðið sumar en í nýlega staðfestu aðalskipulagi hreppsins fyrir tímabilið 2008-2020 er að finna metnaðarfulla stefnu í náttúruvernd. Sömuleiðis telur meirihluti ferðamanna heimsókn í Dúpavogshrepp vera andlega endurnærandi og streitulosandi.

Í könnun sem lögð var fyrir ferðamenn(bæði íslenska og erlenda) sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina Löngubúð, Hótel Framtíð og þjónustumiðstöð tjaldsvæðis Djúpavogs í fyrrasumar sögðu 87,3% svarenda að viðhorf þeirra gagnvart Djúpavogshreppi yrðu jákvæðari næði stefna sveitarstjórnar í náttúruverndarmálum fram að ganga. Þá segja 84,5% svarenda líklegra að þeir muni heimsækja svæðið á nýjan leik verði stefnan að veruleika. Landslag og náttúra er meginaðdráttarafl Djúpavogshrepps að mati ferðamanna en 71,2% svarenda völdu náttúru þegar þau voru beðin um að velja hvert eftirtalinna þeim líkaði best við: Náttúra, hið byggða umhverfi Djúpavogs, þjónusta og aðstaða sem boðið var upp í þorpinu eða mannlífið.

Tilgangur könnunarinnar var tvíþættur. Annars vegar að meta viðhorf ferðamanna til náttúruverndar og stefnu Djúpavogshrepps í þeim málum og hins vegar að kanna hvort ferðamenn telji heimsókn í Djúpavogshrepp vera andlega endurnærandi og hvort veðurfar á staðnum geti haft áhrif þar á. Almennt töldu ferðamenn sig upplifa streitulosun við að heimsækja svæðið en þó voru áhrif skýjafars á þá niðurstöðu merkjanleg þannig að Austfjarðaþokan hafði neikvæð áhrif á mat ferðamanna á streitulosun.

Alls svaraði 141 ferðamaður könnunni, þar af voru 54% erlendir.

Nánari upplýsingar:

Rannsóknina má finna í heild sinni með því að smella hér

Páll Jakob Líndal

N: pall.jakob.lindal@gmail.com

H: www.palllindal.com

Fundað uppi á Öxi

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim samgöngubótum sem því fylgir  fyrir fjórðunginn. Djúpavogur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland  og styttir akstursleiðina  frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti.
Af þessum sökum fæst ekki séð að sá snjómokstur geti verið á ábyrgð eins sveitarfélags öðrum fremur , hvað þá að ákvörðun þar um geti legið hjá Djúpavogshreppi. 
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps telja því  á engan hátt ásættanlegt að Djúpavogshreppi sé ætlað að standa straum af helmingi kostnaðar vegna snjómoksturs á Öxi samkvæmt breytingu sem nýlega var gerð á G-reglu.  
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps beina því þeim tilmælum til ráðherra að hann hlutist til um að horfið verði frá kröfu um helmingagreiðslu  frá Djúpavogshreppi vegna snjómoksturs á Öxi eftir 5. janúar eins og gert er ráð fyrir í nýlegri breytingu á G-reglu Vegagerðarinnar.

Í dag efndu sveitarstjórn Djúpavogshrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs til fundar með óvenjulegum hætti þar sem viðkomandi aðilar ákváðu að hittast á Merkjahrygg á Axarvegi þ.e. nákvæmlega þar sem mörk sveitarfélagana liggja og funda þar í rúmgóðum fjallabíl sem héraðsmenn komu á. Þá var snæddur þorramatur og fl. góðgæti á vettvangi.

Brynjólfur Reynisson keyrði sveitarstjórn Djúpavogshrepps upp á Öxi í boði SG véla og sóttist ferðin vel þótt þörf hafi verið á að keyra aðeins utan vegar á snjó til að komast hjá nokkrum smávægilegum höftum.  
Helsta tilefni þessa fundar var að fara yfir samgöngumál og eðli málsins samkvæmt voru málefni Axarvegar helsti dagskrárliðurinn og svo var sömuleiðis nýtt tækifærið og farið yfir önnur mál. Skemmst er frá því að segja að þessi hittingur mæltist vel fyrir af beggja hálfu. 

Niðurstaða fundarins um samgöngumál var svohljóðandi ályktun sem var samþykkt samhljóða. 

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim samgöngubótum sem því fylgir fyrir fjórðunginn. Djúpavogshreppur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland  og styttir akstursleiðina  frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti. Af þessum sökum fæst ekki séð að sá snjómokstur geti verið á ábyrgð eins sveitarfélags öðrum fremur, hvað þá að ákvörðun þar um geti legið hjá Djúpavogshreppi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps telja því  á engan hátt ásættanlegt að Djúpavogshreppi sé ætlað að standa straum af helmingi kostnaðar vegna snjómoksturs á Öxi samkvæmt breytingu sem nýlega var gerð á G-reglu.  Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps beina því þeim tilmælum til ráðherra að hann hlutist til um að horfið verði frá kröfu um helmingagreiðslu  frá Djúpavogshreppi vegna snjómoksturs á Öxi eftir 5. janúar eins og gert er ráð fyrir í nýlegri breytingu á G-reglu Vegagerðarinnar.

AS

 

Sveitarstjórn Djúpvoghrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ásamt sveitar- og bæjarstjóra
á góðum hittingi á Öxi í dag.  

28.01.2011

Þorrablót Djúpavogs - Forsala aðgöngumiða

Þorrablót Djúpavogsbúa fer fram á Hótel Framtíð laugardaginn 29. janúar nk.

Forsala aðgöngumiða hefst í dag mánudag og lýkur fimmtudaginn 27. janúar.

Hægt er að kaupa miða á hótelinu á opnunartíma.

ÓB

27.01.2011

Umsókn í Vaxtarsamning Austurlands

Auglýst er eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.austur.is og eru umsækjendur einnig hvattir til að kynna sér samninginn á sömu heimasíðu.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veita Ólafur Áki Ragnarsson olafur@austur.is og Hafliði H. Hafliðason haflidi@austur.is hjá Þróunarfélagi Austurlands.

BR

26.01.2011

Umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiárið 2010-2011

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2010/2011
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 999/2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011

Tálknafjarðarhreppur
Akureyri (Grímsey)
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
Djúpavogshreppur

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu  nr. 46/2011 í Stjórnartíðindum.

Árborg (Stokkseyri, Eyrarbakki)
Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif, Ólafsvík)
Árneshreppur
Húnaþing vestra (Hvammstangi)
Sveitarfélagið Skagaströnd
Dalvíkurbyggð (Hauganes, Árskógssandur)
Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)
Akureyri (Hrísey)
Fjarðabyggð (Mjóifjörður, Stöðvarfjörður)
Breiðdalshreppur


Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2011.

Fiskistofa 26. janúar 2011

26.01.2011

Mömmumorgnar í kirkjunni

Nú ætlum við mömmurnar að halda áfram að hittast í Djúpavogskirkju.

Næsta samkoma verður fimmtudaginn 27. janúar kl. 10:30.

Mömmur á Djúpavogi

26.01.2011

Námskeið í fundarritun og fundarstjórn

Farið er í gegnum helstu atriði góðra fundargerða og hvert verksvið fundarritara er, hvað eru aðalatriði og aukaatriði og hvað þarf að koma fram í fundargerðum.

Skoðað er hvernig hægt er að staðla fundarritun og auðvelda þannig fundarritun. Einnig hvað þarf að hafa í huga þegar minnisblöð eru skrifuð og til hvers þau eru.

Farið verður í virka fundarstjórnun og muninn á fundum eftir því hvort um er að ræða félagsfundi, aðalfundi eða vinnufundi.

Hvert er hlutverk fundarstjóra og hvernig hann tekur á erfiðum aðstæðum.

Hvað eru tillögur og munurinn á þeim.

Markmiðið er að geta stýrt fundum á uppbyggilegan hátt.

Ókeypis námskeið fyrir félaga í AFLi Starfsgreinafélag

3000.- fyrir aðra.

Staður: Djúpavogur, 15. febrúar kl. 17-19:30
Leiðbeinandi: Magnús J. Magnússon
Skráning hjá Þekkingarneti Austurlands s: 470-3800, www.tna.is

25.01.2011

Auglýsing frá Samkaup - strax

Rýmum til fyrir nýjum fatnaði!

50-70% afsláttur.

Kíkið við og gerið góð kaup.

 

Samkaup-Strax
Djúpavogi

24.01.2011

Tilmæli til hunda- og kattaeigenda

Að gefnu tilefni er mælst til þess að þeir hunda- og kattaeigendur sem ekki eru búnir að skrá gæludýr sín, geri það hið fyrsta.

Nokkuð virðist vera um óskráð gæludýr í bænum en skv. samþykktum um hunda- og kattahald ber öllum eigendum að skrá gæludýr sín.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á vefsíðu Djúpavogshrepps undir Eyðublöð hér vinstra megin. Eins er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Samþykktir um hunda- og kattahald, sem og gjaldskrá, er einnig hægt að nálgast hér á vefsíðunni, undir Stjórnsýsla - Reglur og samþykktir.

Við skráningu þarf leyfishafi að greiða skráningargjald, kr. 10.200.- (hægt að greiða með korti á bæjarskrifstofu) sem síðan er innheimt árlega með greiðsluseðli.

Sveitarstjóri

24.01.2011

Þorrablót leikskólans

Til hamingju með bóndadaginn og komu þorrans.  Í dag héldu leikskólabörnin Þorrablót með öllu tilheyrandi.  Við höfðum æft þorraþrælinn fyrir blótið og svo útbjuggu börnin á Kríudeild auglýsingu um þorrablótið sem sett var í fataklefanum og hefur vakið mikla athygli meðal allra sem koma í leikskólann.  Byrjað var á því að slá upp dansleik með því gera salinn ballhæfann.  Síðan hittust báðar deildirnar í salnum og farið var í Hókí pókí, dansaður Fugladansinn og Makarena auk þess sem tjúttað var við Gördjöss og Latabæ.  Þegar öll dansorka var búin var fóru börnin inn á deildir og fylltu á orkubirgðirnar með íþróttanammi í ávaxtatímanum.  Síðan var gefin smá tími til að leika sér áður en maturinn hófst.  Þegar átið hófst var opnað í salinn þannig að allir krakkarnir í leikskólanum sátu saman og var boðið upp á þorramat, bæði súrt og ósúrt.  Börnin voru dugleg að smakka allt, hvot heldur sem það var súr hvalur, hákarl eða harðfisk.  Þó var það svo að ívið meira fór af hangikjötinu, slátrinu og lifrarpylsunni heldur en því súra.  En nokkur börn borðuð vel af súrmatnum og hákarlinum þó önnur hafi bara látið nægja að smakka hann.  Eftir matinn fengu svo allir íspinna í eftirrétt enda svo dugleg að smakka og borða.

 


Að dansa superman


Á tjúttinu


Allir að smakka


Dugleg að smakka


Tekið vel til matar síns

Fleiri myndir hér

ÞS

Heimasíða Neista

Á hádegi í dag opnar ný heimasíða Ungmennafélagsins Neista.  Heimasíðan er partur af Djúpavossíðunni sem flipi efst til hægri.  Síðan á að geyma helstu upplýsingar og fróðleik sem tengist starfi ungmennafélagsins sem og ágrip af sögu félagsins.  Settar verða inn fréttir og myndir út starfinu en Ungmennafélagið heldur uppi öflugu íþróttastarfi allan ársins hring.  Þetta starf hefur skilað sér í góðri þátttöku nemenda úr leik- og grunnskóla en af 55 nemendum eru 52 iðkendur íþrótta innan Neista þá ýmist í sundi, fótbolta eða íþróttum og sumir í öllu þessu.  Það er von okkar í Neista að þessi síðan muni veita áhugasömum ánægju og innsýn inn í íþróttalíf Djúpavogs. 

Stjórn UMF Neista.

21.01.2011

Þorrahlaðborð Við Voginn

Verslunin Við voginn verður með þorrahlaðborð í hádeginu á Bóndadaginn, föstudaginn 21. janúar.

ÓB

20.01.2011

Fundarboð

 Í haust var gerð tilraun til að efla æskulýðsstarf á Djúpavogi. Foreldrar og fulltrúar frá Neista, slysavarnafélaginu, skólanum, sveitarfélaginu og kirkjunni skipulögðu starf haustannarinnar. Það er mál manna að vel hafi til tekist.  Fjölbreytt dagskrá var í boði og þátttaka góð. Allir sem tóku að sér að skipuleggja viðburðina stóðu sig með prýði.  Nú á að endurtaka leikinn og skipuleggja vorönnina með sama hætti. Fundur verður haldinn  mánudaginn 24. janúar kl. 18:00 í skólanum. Mikilvægt er að sem flestir mæti. BE

 

 

 

Mest lesnu fréttir ársins 2010

Við höfum tekið saman lista yfir mest lesnu fréttirnar á heimasíðunni árið 2010. Við erum með skrambi góðan teljara sem heldur utan um alla mögulega hluti tengda heimasíðunni, þar á meðal mest lesnu fréttirnar.

Ein frétt á árinu skoraði sjáanlega mest, en hún fjallaði um þegar nýr sveitarstjóri tók við lyklavöldum í Geysi og eins og flestir muna gekk það ekki alveg snurðulaust fyrir sig. Þessi frétt rataði á nokkra vefmiðla á Íslandi og er búið að skoða myndbandið sem henni fylgir tæplega 10.000 sinnum á YouTube.

Hægt er að smella á hverja frétt fyrir sig hér fyrir neðan til að skoða nánar.

ÓB

 

 

 

 

 

1. Fréttin af lyklaskiptunum vakti heimsathygli


2. Þórir Stefánsson á heiðurinn að þessari frétt


3. Ágústa Arnardóttir fór á kostum á árinu


4. Hammond!


5. Glæsilegur sjómannadagur


6. Hammond!


7. Hammond!


8. Ummi byrjaðu!


9. Við misstum vatnið....


10. Axarsköft!

20.01.2011

HM í handbolta á Hótel Framtíð

Meðfylgjandi er auglýsing frá Hótel Framtíð. Smellið á hana til að sjá hana stærri.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

19.01.2011

Þorrablót leikskólans

Þorrablót leikskólans verður haldið þann 21. janúar nk.  Við byrjum kl. 9:30 með því að halda ball/diskótek þar sem leikskólabörnin munu dansa og skemmta sér. Kl. 11:30 verður borðaður þorramatur í salnum þar sem öll börnin fá að smakka hinn íslenska þorramat. 

 

(meðfylgjandi mynd er af þorrablóti leikskólans í fyrra)

ÞS

Karlmenn í Djúpavogshreppi athugið

Fyrsta æfing ónefnds karlakórs Djúpavogs verður í kirkjunni á fimmtudaginn 20. janúar kl. 20:00 undir stjórn Józsefs Béla Kiss.

Allir áhugamenn um söng og góðan félagsskap eru hvattir til að mæta.

Kórstjóri

19.01.2011

Sveitarstjórn: Fundargerð 17.01.2011

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

18.01.2011

Þrektími í íþróttahúsinu

Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00 - 18:00 eru þrektímar í íþróttasalnum. 

Allir eru velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir. 

Íþróttamiðstöð Djúpavogs

 17.01.2011

Febrúarblað Bóndavörðunnar

Bóndavarðan er fréttablað sveitarfélagsins og kemur út fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Þar má fylgjast með því sem er að gerast í stofnunum sveitarfélagsins, ungmennafélaginu, félagasamtökum ásamt fréttum úr bæjarlífinu.

Blaðinu er dreift til allra íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu en auk þess býðst áhugasömum utan sveitarfélagsins að gerast áskrifendur að blaðinu.

Ársáskrift er kr. 3.000.- Hægt er að kaupa áskrift með því að senda póst á netfangið bondavardan@djupivogur.is

Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en síðasta föstudag fyrir útgáfu blaðsins.

Febrúarblaðið kemur út fimmtudaginn 2. febrúar nk. og því er frestur til þess að skila inn efni eigi síðar en á miðnætti fimmtudaginn 27. janúar nk.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.

Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.

Verðskráin er sem hér segir:

Heil síða 10.000.-
Hálf síða 5.000.-
1/4 síða 2.500.-

BR

17.01.2011

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Ferðafélag Djúpavogs stendur fyrir strandgöngu á sunnudögum. Nú erum við búin að ganga frá Þvottárskriðum, allan Álftafjörð, allan Hamarsfjörð, Búlandsnesið og kominn inn að Berufjarðará.

Sunnudaginn  16. Janúar 2011

Hvannabrekka-Kelduskógar

Mæting við verslunina Við Voginn kl. 13:00


Allir velkomnir félagsmenn og aðrir (takið með ykkur ruslapoka)

Ferðafélag Djúpavogs

 

Hér er fyrir neðan eru myndir úr síðustu ferð.

 


Berufjarðarbæirnir


Hvalshaus á Staðareyri í Berufirði. Hvalir voru "reknir" þarna upp og drepnir árið 1941. Hægt er að lesa nánar um það í bókinni um Ella P.

14.01.2011

Umsóknir í AVS rannsóknasjóð

VS rannsóknasjóður starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og tekur á móti umsóknum um styrki til verkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður leggur faglegt mat á umsóknir og leggur fram tillögur um úthlutun styrkja eða höfnun umsókna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem veitir styrki til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

 

 

 

Flokkar umsókna:
Rannsókna- og þróunarverkefni - Átaksverkefni

    * Styrkir til að vinna að vöruþróun og nýsköpun
    * Styrkir til að flytja inn nýja þekkingu eða fyrirtæki
    * Styrkir til að ráða mastersnema eða doktorsnema

Smáverkefni - forverkefni

Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggð   ---   NÝR FLOKKUR UMSÓKNA

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

Umsækjendur eru hvattir til að leita eftir samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og/eða stofnana og háskóla.

AVS rannsóknasjóður gerir kröfu um að séð sé fyrir endann á fjármögnun verkefnisins sem sótt er um styrk til.

Á árinu 2011 leggur AVS sjóðurinn áfram áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila fljótt verðmætum og nýjum störfum fyrir íslenskan sjávarútveg.

Umsækjendur velja sjálfir þann faghóp sem þeir telja að henti best til að meta umsóknina, en faghópar AVS eru í fiskeldi, líftækni, markaði og veiðum & vinnslu. Sjá nánar.

Leiðbeiningar 2011

Eyðublað 2011 fyrir rannsóknaverkefni (átaksverkefni) og smáverkefni (forverkefni)

Eyðublað 2011 fyrir nýjan flokk verkefna "Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggð"

Veittir eru styrkir til eins árs í senn en verkefnin geta verið til mismunandi langs tíma eða frá einu ári upp í þrjú, en senda skal inn framhaldsumsókn / framvinduskýrslu á hverju ári fyrir verkefni sem spanna meira en eitt ár.

Samstarf AVS og Tækniþróunarsjóðs

Hægt er að sækja um styrk vegna sama verkefnis til AVS og Tækniþróunarsjóðs. Sjá nánar í leiðbeiningum 2011 á bls.7.

Það skal tekið fram að Matís á Hornafirði getur aðstoðað umsækjendur við gerð umsókna og skulu áhugasamir hafa samband við starfsmann Matís, Vigfús Ásbjörnsson á netfangið vigfus@matis.is

BR

14.01.2011

Sveitarstjórn: Fundarboð 17.01.2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  17.01.2011

7.    fundur  2010-2014


Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 15:00.  Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni.

a)    Endurskoðun vegna 2010.
b)    Kaup á gömlu kirkjunni.

2.    Byggðakvóti

3.    Friðlýsing

4.    Yfirfærsla málefna fatlaðra

5.    Atvinnumál

6.    Erindi og bréf

a)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dags. 30. desember 2010
b)    Umhverfisstofnun, dags. 3. janúar 2011
c)    Velferðarráðuneytið, dags. 3. janúar 2011  

7.    Skýrsla sveitarstjóra.

Djúpavogi 14. janúar 2011;
Sveitarstjóri

14.01.2011

Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Vöku

Engin takmörk eru á gjafmildi kvenfélagskvenna en enn eina ferðina komu þær færandi hendi í grunnskólann og  færðu nemendum skólans tvær fartölvur.  Þær hafa nú þegar komið að góðum notum.  Með þeim  er hægt að nýta veraldarvefinn betur inni í kennslustofum, vinna í kennsluforritum o.m.fl.  Nemendur og starfsfólk þakka kvenfélagskonum kærlega fyrir rausnalega gjöf.  Á myndinni má sjá formann kvenfélagsins ásamt tveimur nemendum skólans taka við tölvunum.

BE

 

 

 

 

 

 


Bergþóra Birgisdóttir, formaður kvenfélagsins ásamt þeim Friðriki Snæ Jóhannssyni og Fannýju Dröfn Emilsdóttur.

Bæjarlífið desember 2010

Loksins er desembersyrpan klár. Hana má sjá hér.

Eldri bæjarlífssyrpur er alltaf hægt að nálgast hér.

ÓB

12.01.2011