Djúpivogur
A A

Fréttir

Skemmtiferðaskipið Athena til Djúpavogs

Fimmtudaginn 12. ágúst nk. er von á skemmtiferðaskipinu MW Athena til Djúpavogs. Gert er ráð fyrir því að skipið kom inn í Berufjörð kl. 10:00 um morguninn og fari kl. 22:00. Skipið er 16.144 brúttótonn, farþegafjöldinn að þessu sinni er um 350 farþegar og rétt rúmlega 200 manns í áhöfn. Skipið tekur hins vegar um 600 farþega, auk áhafnar.

Farþegar verða fluttir með léttabátum að gömlu trébryggjunni.

Rútur munu flytja farþega í Jökulsárlón kl. 13:00, 13:30 og 14:00 og koma til baka milli kl. 20:00 og 21:00. Eru íbúar beðnir um að sýna því skilning að rúturnar þurfa pláss til þess að komast að bryggjunni og athafna sig og því er vonast eftir því að öll óviðkomandi umferð sé í lágmarki á þeim tíma sem rútur eru þar.

Til gamans fylgir hér með hlekkur þar sem lesa má frekar upplýsingar um skipið og sjá myndir. Smellið hér til þess að fá frekari upplýsingar

Ferða - og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

BR

10.08.2010

Kvennagönguferð til Breiðuvíkur miðvikudaginn 11 ágúst.

Hvernig væri að nú fyrir ykkur konur að skreppa til Breiðuvíkur miðvikudaginn 11. ágúst og eiga góða kvöldstund í Breiðuvíkurskála saman?. Gengið um Brúnavík og Súluskarð til Breiðuvíkur. Daginn eftir verður svo gengið til Borgarfjarðar um Víknaheiði. Trússflutningur og kvöldverður í boði

Nánari upplýsingar og skráning hjá Bryndísi í síma 893 9913/ 472 9913

09.08.2010

Tilkynning frá Djúpavogshreppi

Djúpavogshreppur óskar hér með eftir tilboðum í skólaakstur í sveitarfélaginu frá upphafi skólaárs 2010 til loka skólaárs 2014, sbr. ákvæði í tilboðsgögnum.

Boðnar eru út tvær akstursleiðir, hvor um sig eða þær báðar saman; þ.e. sunnan úr Álftafirði í Grunnskóla Djúpavogs annars vegar og frá  Berufjarðarströnd í Grunnskóla Djúpavogs hins vegar.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en kl. 14:00 föstudaginn. 20. ágúst 2010, en þá og þar verða tilboð opnuð. Tilboð, sem berast í pósti, skulu þannig merkt:
Skólaakstur í Djúpavogshreppi 2010 – 2014  TILBOÐ.

Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu sveitarfélagsins frá 10. ágúst 2010.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna þeim öllum.

Sveitarstjóri

09.08.2010

Ferðafélag Djúpavogs - Langisjór

Ferðafélag Djúpavogs stendur fyrir ferð í Langisjó 6. - 7. og 8 ágúst 2010.

Farið frá Við Voginn kl. 13:00 föstudaginn 6. ágúst og ekið í Hólaskjól (við Hrífunes)

7. ágúst: ekið inn að Langasjó og þeir sem vilja    geta gengið á Sveinstind

8. ágúst: lagt af stað heim og margt skoðað.               

Upplýsingar Birgir Guðmundsson  893-8399 og Kristján Karlsson 892-5887

03.08.2010

Neysluvatnið drykkjarhæft

Neysluvatnið á Djúpavogi uppfyllir nú aftur þær gæðakröfur sem gerðar eru og því þarf ekki lengur að sjóða það.

Íbúum og atvinnurekendum er hér með þakkað fyrir skilninginn  og þolinmæðina sem allir hafa sýnt undanfarna daga.

Sveitarstjóri

02.08.2010