Djúpivogur
A A

Fréttir

Ný tilkynning vegna vatnsveitunnar

Eftir hádegi í dag hefur komið  í ljós hjá rannsóknarstofu Matís, að sýni sem tekið var úr vatnsveitu Djúpavogs sl. mánudag inniheldur kampýlóbakter sýkla auk kóligerla, sem þegar hafði valdið því að íbúar voru hvattir til að sjóða neysluvatn.

Af þessum sökum er brýnt fyrir íbúum að nauðsynlegt er að sjóða allt vatn sem ætlað er til neyslu þar til annað verður ákveðið.

Enn er unnið að því að komast fyrir vandann og verða Djúpavogsbúar upplýstir um þróun mála eins og hægt er.

Frekari upplýsingar um kampýlóbakter má finna hér.

Sveitarstjóri

30.07.2010

Tilkynning til íbúa vegna vatnsveitunnar

Frá því flóðið féll á vatnsveituna í Búlandsdal nýverið hefur verið fylgst reglulega með gæðum neysluvatns á Djúpavogi.  Við síðustu sýnatöku komu fram vísbendingar um að vatnið stæðist ekki ýtrustu kröfur.  Af þeim sökum eru íbúar  og atvinnurekendur á Djúpavogi beðnir um að fara sparlega með vatn og sjóða drykkjarvatn þar til tilkynnt verður um annað. 

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 843-9889.

Sveitarstjóri

28.07.2010

Kynning á náttúrulegum snyrtivörum

Miðvikudaginn 28. júlí mun Berglind Heiður Andrésdóttir kynna snyrtivörur sínar á milli kl. 16:00 og 18:00  í Löngubúð.

Allir velkomnir

Berglind Heiður

27.07.2010

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir

LEIKSKÓLINN / Leikskólakennari

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennara frá og með 16. ágúst 2010. Auglýst er eftir kennara í 100% stöðu með vinnutíma 8:00-16:00.  Möguleiki er á lægra starfshlutfall, 50% - 75%  eða 87,5%.  Þarf að geta hafið störf 16. ágúst.  Umsækjandinn þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgð, frumkvæði og metnað í starfi. 

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamála-ráðherra.  Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:

  1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
  2. öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;6 kafli, 17 gr.

Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832/860-7277 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknarfrestir er t.o.m. 30. júlí 2010.  Leikskólinn er í sumarfríi og því á að skila umsóknum í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is, í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps eða í pósti á Leikskólinn Bjarkatún, Hammersminni 15b, Djúpavogi.  Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu Djúpavogshrepps eða á heimasíðu Djúpavogs undir eyðublöð.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Tilkynning frá Neista

Tilkynningar frá Neista

  • Æfingar hjá Neista eru nú komnar í sumarfrí en hefjast aftur miðvikudaginn 4. ágúst.
  • Tvær fótboltaæfingar verða þó í fríinu hjá 5. flokk, mánudaginn 26. og miðvikudaginn 28. júlí kl.15 á fótboltavellinum.
  •  Sundæfingar verða áfram tvær á viku eftir frí  á mánudögum og fimmtudögum kl:10:30-11:45. Síðasta sundæfingin verður svo fimmtudaginn 19. ágúst og þá er stefnt að því að synda áheitasund!! –Nánar kynnt síðar.
  • Frjálsar Íþróttir hefjast aftur mánudaginn 9. ágúst og verða þá 3 í viku (mán, þri og fim) frá kl:13-14.
  • Síðustu æfingar á þessu sumri verða fimmtudaginn 19. ágúst  og svo er stefnt að því að halda Neistadaginn laugardaginn 21. ágúst en þó með fyrirvara um gott veður.
  • Síðasta leikjanámskeið sumarsins verður  9.-12. ágúst.
  • Fyrirhugað er að vera með skriðsundskennslu fyrir fullorðna í byrjun ágúst. Þeir sem hafa áhuga á því eru beðnir um að setja sig í samband við Guðmundu Báru í síma 696-8450 eða á gbemilsdottir@gmail.com fyrir miðvikud. 28. Júlí.
  • Minnum svo á styrktar-reikning Rafns Heiðdals í sparisjóðunum.

Rnr: 1147-05-401910 kt.191087-3729

 Stjórnin

22.07.2010

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar í Löngubúð

Jónas Sigurðsson fyrrum Sólstrandargæji sækir Djúpavog heim og spilar ásamt hljómsveit sinni í Löngubúð fimmtudagskvöldið 22. júlí.

Húsið opnar 21:00 – Tónleikarnir hefjast 21:30

Aðgangseyrir 1.000,-

Langabúð

 

 

 

 

19.07.2010

Ferðafélag Djúpavogs - Hoffelsdalur 23. júlí

Ferðafélag Djúpavogs gengur Hoffelsdalinn föstudaginn 23. júlí. Ath. breyttan dag.

Farið verður frá Við Voginn kl. 16:00. Hafið með ykkur nesti.

Upplýsingar Kristján Karlsson 892-5887

Ferðafélag Djúpavogs

19.07.2010

Sumarlokun skrifstofu Djúpavogshrepps

Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð frá 19. júlí til og með 8. ágúst vegna sumarleyfa.

Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 9. ágúst kl. 13:00.

Sveitarstjóri

17.07.2010

Ferðasaga frá FFD - Flötufjöll

Ferðafélag Djúpavogs gekk 19. júní sl. á Flötufjöll, sem eru fyrir ofan Rauðuskriðuna.

Við lögðum af stað frá Henglavík og það er óhætt að segja að þetta sé mjög skemmtileg gönguleið og alls ekki eins erfið og hún sýnist.  Klofskarðstindar eru milli 7 og 800 metrar og er við stóðum við tindinn sáum við bæði niður í Hamarsdal og Búlandsdal. Það gengum við niður að sumarbústaðnum hans Þóris á Hringnum. Veðrið var mjög gott til gönguferðar, útsýni um allt og heiðskýrt.

Myndir frá ferðinni má sjá með því að smella hér.

Næsta ferð er í Hoffelsdal - öllum velkomið að ganga með okkur.

Ferðafélag Djúpavogs

17.07.2010

Hans Klaufi í Hálsaskógi

Leikhópurinn Lotta mætir í Hálsaskóg föstudaginn 16. júlí nk. og mun þar sýna leikritið um Hans Klaufa.

Sýning hefst kl. 18:00 og er miðaverð kr. 1500.

Allir velkomnir

BR

16.07.2010

Fyrsta Hagleikssmiðjan á Íslandi opnar á Djúpavogi

Föstudaginn 16. júlí frá kl. 18:00 – 20:00 verður formleg opnun á Hagleikssmiðju Arfleifðar,  í Hammersminni 16 á Djúpavogi.

Arfleifð sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á fatnaði, töskum og fylgihlutum úr alíslenskum hráefnum á borð við fiskiroð, leður, hreindýrshornum og fl.

“Hagleikssmiðja” eða “Economusée” (upprunnið frá Kanada)  er handverksfyrirtæki þar sem hönnunin, handverkið, saga þess og þróun er kynnt fyrir gestum auk þess sem gestum gefst færi á að hitta fólkið bak við vörurnar og fræðast með hönnunina og framleiðsluferlið.

Sérstaða hagleikssmiðju Arfleifðar liggur í handverki og hönnun á hágæða tískuvöru sem framleidd er úr íslensku hráefni, ásamt hráefninu sjálfu, vinnslunni á því og sögu.

Hagleikssmiðja skiptist í:

Móttöku- upplýsingar um uppruna varanna, hráefnisins, starfseminnar og fleira.
Vinnustofa- hægt að fylgjast með verkferlinu og vörunum verða til.
Sagan og handverkið- upplýsingar um vinnslu og notkun skinna á Íslandi frá upphafi.
Samtíminn og handverkið- upplýsingar um handverk, hönnun og listir í samtímanum.
Heimildahornið- nytsamlegar upplýsingar um allt sem tengist leðurgerð, handverki og hönnun
Verslun- Einstakar vörur úr einstöku hráefni til sölu.

Ágústa Margrét Arnardóttir eigandi Arfleifðar bíður Djúpavogsbúa hjartanlega velkomna,  sérstaklega þá fjölmörgu sem hafa á einhvern hátt aðstoðað hana síðustu mánuði við uppsetningu og annað.

Einnig vil hún bjóða listamennina úr 3-6. bekk innilega velkomna og nota þetta tækifæri til að þakka þeim innilega fyrir glæsilegu teikningarnar sem hún fékk hjá þeim.

Í tilefni af opnunni verður boðið upp á léttar veitingar og lifandi tónlist.

Boðskortið má sjá stórt með því að smella hér

BR

16.07.2010

Auðunn Baldursson opnar steinasafn

Auðunn Baldursson opnar á morgun, föstudaginn 16. júlí, steinasafn sitt að Mörk 8.

Safnið verður opið frá 10:00 - 18:00 og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að líta við og skoða þetta einstaka safn.

ÓB

 

 

 

 

 

 

16.07.2010

Sumargrill foreldrafélagsins

Foreldrafélag leikskólans hélt sitt árlega sumargrill þann 13. júlí sl. Margt var um manninn en foreldrar log systkini eikskólabarna mættu og gæddu sér á pylsum og svala í dásamlegu veðri.  Eins og sjá má á meðfylgjandi, fleiri myndir er hægt að sjá hér 

 

Fótboltaleikur hjá 5.fl. Neista í dag

Í dag verður fótboltaleikur hjá 5. flokk Neista þar sem strákarnir munu etja kappi við Huginn frá Seyðisfirði.

Leikurinn hefst kl. 17:00 á Djúpavogsvelli

Allir að mæta á völlinn og styðja Neista

Áfram Neisti !

BR

15.07.2010

Svavar Knútur snýr aftur í Löngubúð

Svavar Knútur trúbador snýr aftur í Löngubúð fimmtudagskvöldið 15. júlí, spilar fyrir okkur lögin sín og segir sögur af sinni alkunnu snilld.

Svavar ætti Djúpavogsbúum ekki að vera ókunnugur en þetta mun vera í þriðja sinn sem hann heimsækir okkur. Hann hefur síðastliðið ár ferðast um heiminn þveran og endilangan og þar á meðal eytt dágóðum tíma í Ástralíu.
Hann kemur því til okkar endurnærður með ný lög og spennandi sögur í farteskinu.

Meðfylgjandi er myndband við lag Svavars Yfir hóla og yfir hæðir en það var tekið upp í brúðkaupi á Berunesi síðastliðið sumar.
 
http://www.youtube.com/watch?v=MxEsGQLzIgY&
 
 
Húsið opnar kl 21:00 - Tónleikarnir hefjast 21:30
Aðgangseyrir kr 1500

Sjáumst!

Langabúð

BR

14.07.2010

Sumarhátíð ÚÍA - myndir

Keppendur frá UMF Neista fjölmenntu á Sumarhátíð ÚÍA sem haldin var á Egilsstöðum um síðastliðna helgi. Keppnin um stigabikarinn í sundi var mjög spennandi en að lokum fór það svo að Neisti landaði bikarnum með 378 stigum en í öðru sæti var lið Þróttar með 372 stig.

Keppnin í frjálsum var ekki alveg jafn hörð en þar sigraði Höttur stigakeppnina örugglega. Neisti stóð sig hins vegar afskaplega vel og lenti í 2. sæti og því má segja að lið UMF Neista hafi verið sigursælt á mótinu.

Það er einnig gaman að segja frá því að foreldrar Neista krakkanna voru dugleg við að hjálpa til á mótinu og hvetja börnin áfram og haft var orð á því hversu fjölmennur og samstilltur hópur kæmi frá Djúpavogi.

Meðfylgjandi eru myndir frá helginni sem Ómar Enoksson tók og færum við honum bestu þakkir fyrir.

Myndirnar má sjá með því að smella hér

Áfram Neisti !

BR

13.07.2010

Sveitarstjórn: Fundargerð 10.07.2010

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

12.07.2010

Tilkynning frá Neista

Foreldrar athugið að breytingar hafa nú verið gerðar á æfingatöflu Neista. Æfingar í frjálsum íþróttum eru nú komnar í sumarfrí og hefjast ekki aftur fyrr en í byrjun ágúst (nánar auglýst þegar nær dregur). 

Sundæfingum hefur verið fækkað í tvær á viku og eru núna á mánudögum og fimmtudögum frá kl:10:30-11:45.
 
Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2003-2006 verður á sparkvellinum mánudag-fimmtudag í næstu viku, frá kl:9:30-10:30. SKráning á staðnum.

UMF Neisti
 

12.07.2010

Neisti vann stigabikarinn í sundi

Það er lítið lát á afrekum sunddeildar Neista, en rétt í þessu var hún að vinna stigabikarinn á sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum.

Heimasíðan óskar þessum kraftmiklu krökkum til hamingju.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar sunddeild Neista vann meistarmót UÍA í fyrra.

ÓB

10.07.2010

Hera með tónleika á Hótel Framtíð í kvöld

Söngkonan Hera er á tónleikaferðalagi um Ísland og ætlar að heiðra Djúpavogsbúa með nærveru sinni. Hera mun halda tónleika í kjallaranum á Hótel Framtíð í kvöld, föstudaginn 9. júlí. Húsið opnar kl. 20:30 og munu tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er kr. 1500.

Hera hefur nokkrum sinnum áður spilað á Djúpavog við góðar undirtektir enda mjög efnileg söngkona hér á ferðinni.

Allir velkomnir,

Hótel Framtíð

BR

09.07.2010

Styrktarreikningur fyrir Rabba

Umf. Neisti hefur stofnað styrktarreikning fyrir Rafn Heiðdal í Sparisjóðnum.

Rafn ætlaði að vera framkvæmdastjóri Neista í sumar en gat ekki vegna alvarlegra veikinda. Hugur okkar hefur verið hjá honum síðustu vikur og okkur langaði að reyna að létta undir með honum, því höfum við stofnað reikning á hans nafni sem er opinn fyrir þá sem vilja styrkja hann.

Neisti opnaði reikninginn með 100 þúsund króna innleggi og til stendur að vera með frekari fjáraflanir fljótlega.
 
Fyrir þá sem vilja leggja Rabba lið er reikningsnúmerið: 1147-05-401910 og kennitala er 191087-3729.
 
Stjórn umf. Neista

08.07.2010

Bæjarlífið júní 2010

Þá er bæjarlífssyrpa júnímánaðar tilbúin. Smellið hér til að skoða hana.

ÓB

06.07.2010

Leikur á Neistavelli í dag

5. flokkur UMF Neista tekur á móti UMFL á Neistavelli kl. 14:00 í dag, þriðjudag.

Allir að mæta !

UMF Neisti

06.07.2010

Frá bókasafninu

Vil minna á að síðasti opnunardagur bókasafnsins fyrir sumarfrí er þriðjudagurinn 6. júlí. Opið verður frá 17:00 - 19:00.

Bókasafnið opnar síðan aftur mánaðarmótin ágúst - september.

Bókasafnsvörður

05.07.2010

Myndbönd frá hamfarasvæðinu

Okkur hafa borist tvö myndbönd frá "hamfarasvæðinu" í Búlandsdal, en eins og flestum er kunnugt þá féll þar aurskriða aðfaranótt 2. júlí og lamaði vatnsveituna okkar.

Fyrra myndbandið er frá Kristjáni Ingimarssyni, tekið 2. júlí.

Seinna myndbandið er frá Andrési Skúlasyni, tekið 3. og 4. júlí.

Við kunnum þeim báðum bestu þakkir fyrir.

ÓB

 

 

 

 

05.07.2010

Frá UMF Neista

Fundur vegna sumarhátíðar UÍA verður í Zion kl.20 mánudaginn 5.júlí. Stefnt er því að fara með lið í 6. og 7. flokki á fótboltamót UÍA, ef ekki næst í lið verður hægt að skrá einstaklinga.

Að venju verður keppt í sundi og frjálsum íþróttum. Og einnig er í boði keppni í golfi, boccia og strandblaki.

Vonumst til að sjá sem flesta,

Stjórnin.

05.07.2010