Fréttir
Tilkynning frá Neista
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefjast sumaræfingar Neista einum degi seinna en auglýst var. Þannig að fyrsti æfingardagur er miðvikudagurinn 9. júní.
Þeir sem ekki hafa skráð sig, en ætla að vera með, eru beðnir um að hafa skráningarblöðin sín með sér í fyrsta tíma.
UMF Neisti
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefjast sumaræfingar Neista einum degi seinna en auglýst var. Þannig að fyrsti æfingardagur er miðvikudagurinn 9. júní.
Þeir sem ekki hafa skráð sig, en ætla að vera með, eru beðnir um að hafa skráningarblöðin sín með sér í fyrsta tíma.
Þakkarbréf
Við vorum beðin um að setja inn neðangreint þakkarbréf og að sjálfsögðu munum við verða við því.
ÓB
Kæru íbúar Djúpavogshrepps og aðrir þeir sem styrktu okkur við fjáröflun til kaupa á hjartaómunartæki, sem til notkunar er fyrir konur í mæðraeftirliti.
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn sem þið sýnduð okkur, söfnunin gekk vonum framar, en samtals safnaðist 114.912.- krónur og erum við ákaflega þakklátar.
Nú er búið að panta tækið og er það væntanlegt eftir ca hálfan mánuð. Tækið mun kosta 56.371.- og ætlum við að nota afganginn til að styrkja börnin í leikskólanum. Við eigum eftir að hafa samband við leikskólastjóra um hvað verður keypt, en við munum segja frá því um leið og það hefur verið ákveðið.
Enn og aftur þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.
Hafdís, Helga Björk, Heiða og Íris Dögg.
Ágústa Arnardóttir í kvöldfréttum RÚV
Rætt var við Ágústu Arnardóttur í kvöldfréttum RÚV í gær, sunnudaginn 6. júní. Eins og flestir vita mun Ágústa opna fyrstu hagleikssmiðjuna hér á landi nú í júní. Rúnar Snær Reynisson tók hana tali, en viðtalið má sjá með því að smella hér.
ÓB
Fyrri umfjallanir um Ágústu:
Ágústa fær hvatningarverðlaun TAK
Ágústa Arnardóttir sýnir hönnun sína í Ráðhúsinu
Sjómannadagsblað Austurlands 2010
Kristján J. Kristjánsson ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands óskaði eftir að heimasíðan birti eftirfarandi auglýsingu sem er hér með komið góðfúslega á framfæri.
Sjómannadagsblað Austurlands 2010
Sjómannadagsblað Austurlands er komið út og er það 16. árgangur blaðsins sem líkt og undanfarin ár er um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið en efnið tengist sjómennsku og útgerð á Austurlandi, fyrr og síðar.
Á meðal efnis í Sjómannadagsblaði Austurlands í ár er ítarleg frásögn af hörmulegu sjóslysi er Eskifjarðarbáturinn Hrönn SH-149 fórst í mynni Reyðarfjarðar árið 1979. Sex sjómenn voru um borð og fórust þeir allir en Hrönn var að koma af vertíð frá Breiðdalsvík. Í blaðinu er einnig myndræn frásögn frá því er Fáskrúðsfirðingurinn Albert Kemp fór þrjá siglingatúra með Vetti SU-103 haustið 1957 og Eskfirðingurinn Guðni Ölversson rifjar upp síldveiðitúra í Norðursjónum sumarið ´68. Heimir Þór Gíslason segir frá kynnum sínum af íslenskum Neanderdalsmanni og Ingvar Níelsson segir sögur af samferðamönnum hans á Norðfirði í kringum 1950. Haraldur Bjarnason, fyrrum fréttamaður RÚV, kallar fram minningabrot að austan og lesendur fá að kynnast sjóarabloggi samtímans. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, ritar um slysavarnir í 25 ár og lesendur fá að kynnast, með hjálp á þriðja tug ljósmynda, hvernig kolmunnahol gengur fyrir sig. Margt fleira mætti telja.
Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson, frá Norðfirði.
Blaðið fer í söludreifingu um allt Austurland nú um helgina en þeir sem ekki búa á Austurlandi geta nálgast það á Grandakaffi í Rekjavík eða pantað á vefnum
Kær kveðja
Kristján J. Kristjánsson
Sjómannadagurinn 2010 á Djúpavogi
Björgunarsveitin Bára stendur fyrir dagskrá á Sjómannadaginn, þann 6. júní 2010.
Smellið hér til þess að sjá auglýsingu frá Björgunvarsveitinni Báru varðandi Sjómannadaginn 2010
BR
DJÚPAVOGSHREPPUR AUGLÝSIR / HREINSUNARVIKA
Almenn hreinsunarvika á Djúpavogi hefst mánudaginn 7. júní 2010. Eru bæði íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja hér með hvattir til að hreinsa lóðir sínar og lendur og koma hefðbundnum garða- og lóðaúrgangi að vegkanti, þar sem hann verður sóttur af starfsmönnum sveitarfélagsins og fjarlægður.
Fyrsta ferð hreinsunartækis verður mánudaginn 7. júní, önnur ferð miðvikudaginn 9. og sú síðasta föstudaginn. 11. júní.
Að þessu tilefni eru börn (í 4. bekk og upp úr) sem ætla að taka þátt í hreinsunarátakinu beðin að mæta við áhaldahúsið í samræmi við fyrri auglýsingu þar um, klædd eftir veðri og fyrirliggjandi verkefnum.
Vinnutími er frá 08:00 – 12:00.
Djúpavogi 1. júní 2010;
Sveitarstjóri