Djúpivogur
A A

Fréttir

Föstudagsgátan - svar og ný gáta

Fyrir tveimur vikum birtum við þessa gátu eftir Hrönn og Guðmund í Sæbakka:

Lúrði rykið rekka hjá
rösku grjóti kenndur.
Bærinn háu bergi hjá
og bústofn þangað sendur

HJ/GG

Svarið var mannsnafn í fyrstu línu, nafn föður í annarri línu og bæjarnafn í þriðju og fjórðu línu.

Þau sem sendu inn svar voru:

Aðalsteinn Aðalsteinsson
Kristján Ingimarsson
Vilborg Gunnlaugsdóttir
Guðríður Gunnlaugsdóttir
Baldur Gunnlaugsson

Öll voru þau sammála um að sá sem um ræddi í vísunni væri:

Svavar Þorbergsson
Hamarsseli

.. sem er að sjálfsögðu rétt. Sumir bættu þó um betur og svöruðu vísunni með annarri vísu.

Þannig orti Vilborg Gunnlaugsdóttir:

Í Hamarsseli hálfa öld
hefur karlinn setið.
Syni tvo og systrafjöld
með sinni konu getið.

Guðríður Gunnlaugsdóttir svaraði eitthvað á þessa leið:

Sonur Þorbergs, Svavar heitir
sá í Hamarsseli býr.
Fjárbóndinn hann fer í leitir
en fráleitt hefur nokkrar kýr.

Það er alltaf gaman að fá svona ráðningar á vísnagátum.

Við þökkum þeim sem tóku þátt sem og Hrönn og Guðmundi fyrir vísuna en næsta vísnagáta er hér fyrir neðan.


Vísnagáta þessarar viku er eftir Ingimar Sveinsson:

Þar sem allir fiskinn fá
fleygði ég litlu blaði.
Ég var ekkert í að spá
hvort af því hlytist skaði.
IS

Sama orðið kemur fyrir í tveimur línum í vísunni.

Svar sendist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 6. nóvember.

ÓB

30.10.2009

Lappaveisla Við Voginn

Verslunin Við Voginn stendur fyrir "Lappaveislu" í hádeginu föstudaginn 30. október.

Á boðstólnum verða:

Lappir
Slátur
Sviðasulta
Hjörtu
Kæfa
Síld

Nú getur Stebbi Gunnars farið að hlakka til.

Við Voginn

29.10.2009

Lesblindudagurinn 2009

Lesblindudagurinn  30. október 2009.
Dagskráin verður í Fróðleiksmolanum
(Aflshúsinu á Reyðarfirði Búðareyri 1).

 

 • 12:30– 12:40 Setning:  Stefanía Kristinsdóttir.
 • 12:40 – 13:20 Auður B. Kristinsdóttir ræðir orsakir leshömlunar og úrræði.
 •  13:20 – 13:40 Reynslusaga:  Hvernig er að lifa með lesblindu?  Stefán Már Guðmundsson aðstoðarskólastjóri  Grunnskólans á Reyðarfirði.
 • 13:40 – 13:50 Kynning á þjónustu ÞNA við fullorðið fólk  með lesblindu: Bergþóra Hlín Arnórsdóttir starfsmaður ÞNA.
 • 13:50 – 14:15 Hvernig geta lesblindir nýtt sér vef Námsgagnastofnunnar og efni Blindrabókasafnsins?  Halldóra Baldursdóttir sérkennari frá Skólaskrifstofu Austurlands.
 • 14:15 – 14:35 Hver er stuðningur verkalýðsfélaga við lesblinda aðildarfélaga sína. Ragna Hreinsdóttir frá Verkalýðsfélaginu  Afli.
 • 14:35 – 14:55 kaffi.
 • 14:55-15:10 Hlutverk Skólaskrifstofunnar. Snemmtæk íhlutun, skimanir:  Jarþrúður Ólafsdóttir, Skólaskrifstofa Austurlands.
 • 15:10 – 15:25 Hugbúnaður í tölvur: Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra kynnir Easy tutur.
 • 15:25 – 15:45 Hvert snýr einstaklingur sér sem telur sig vera lesblindan?  Eru í boði námskeið: hraðlestrarnámskeið, „lestu betur“  o.sfr.: Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra ræðir stöðu lesblindra og úrræði.
 • 15:45 – 16:15 Davis leiðrétting:  Ásta Ólafsdóttir frá Vopnafirði.
 • 16:15 – 16:35 Hvernig bregst skólinn við.  Sérkennarar/námsráðgjafar – námstækni: Kolbrún Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi  ME.
 • 16:35 – 16:50 Kynning á Logos greiningartæki ; Björg Þorvaldsdóttir sérkennari Nesskóla.
 • 16:50 – 17:20 Opið hús spjall og frekari kynning á þeirri þjónustu sem lesblindum býðst uppá.
 • 17:20 – 17:30 Samantekt og slit

Norrænt skólahlaup

Í morgun hlupu nemendur Norrænt skólahlaup.  Fjórir foreldrar sáu sér fært að mæta og hlupu nemendur ýmist 2,5 km, 5 km eða 10 km.  Að hlaupinu afloknu bauð ÍMD nemendum í sund og skólinn bauð upp á ávexti og djús.  Ekki er annað að sjá en að nemendur hafi skemmt sér hið besta eins og sést á myndum hér.  HDH

Ungmennafélagið Neisti hlýtur styrk

UMF Neisti hlaut nú á dögunum viðurkenningu og styrk úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hér  að neðan er fréttatilkynning frá Sparisjóðnum um athöfnina.

ÓB

Sparisjóðurinn á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík úthlutaði, fyrsta vetrardag, í annað  skipti, úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Áætlað er að úthlutun þessi fari fram árlega, í byrjun vetrar, en þess má geta að þetta er  tuttugasta og annað árið sem úthlutað er úr sjóðnum.

Þessir aðilar hljóta viðurkenningar og styrki árið 2009:
Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi, Menningarmiðstöð Hornafjarðar – barnastarf og Handraðinn – félag handverksfólks.

Ungmennafélagið Neisti

Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi var stofnað árið 1919 og fagnar því 90 ára afmæli á árinu.
 Ungmennafélagshugsjónin breiddist hratt út um landið í byrjun 20. aldar  undir kjörorðinu „ræktun lýðs og lands“ og var ungmennafélögunum ekkert óviðkomandi hvað varðaði þjóðfélagslega uppbyggingu.
Á síðari árum hafa áherslurnar breyst en ungmennafélagið  Neisti hefur  haldið uppi öflugu íþrótta og félagsstarfi á Djúpavogi. þar eru æfðar frjálsar íþróttir, sund og fótbolti en auk þess haldið utan um ýmis verkefni.  Má þar nefna jólabingó, spurningarkeppni fyrirtækjanna og skemmtun á 17. júní. Um miðjan ágúst er sumarstarfinu lokað með uppskeruhátíð en þar mæta börn með foreldrum sínum og keppa í frjálsum íþróttum, fara í leiki og enda svo í grillveislu.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 90 árum en kjarninn er enn sá sami,  að bæta samfélagið og rækta mannlífið.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar
barnastarfið


Menningarmiðstöð Hornafjarðar er ætlað margþætt hlutverk í sveitarfélaginu og fer starfsemin því víða fram.
Barnastarf hefur verið öflugt  jafnt vetur sem sumar og margir eftirtektarverðir viðburðir verið í gangi.
Á veturna er lesið fyrir börnin,  þau mála á páskaegg og ýmsar heimsfrægar stjörnur hafa litið við á bókasafninu, t.d. Ronja ræningjadóttir og Lína Langsokkur.
Á sumrin hefur verið mjög metnaðarfullt starf í gangi þar sem boðið er upp á fræðslu um sögu Hornafjarðar og áhugaverðir staðir skoðaðir. Of langt mál er að telja upp alla viðburði en nefna má fornleifaferð, fuglaskoðun, heyskap, lúruveiðar, plöntuferð og heimsóknir í fyrirtæki.
Alls ekki er víst að börnin, sem eru á aldrinum 7-14 ára og jafnvel yngri, fái tækifæri í annan tíma til að kynnast og upplifa allt þetta sem upp er talið og meira til.
Menningarmiðstöðin er vel að því komin að hljóta viðurkenningu fyrir einstaklega metnaðarfullt starf í þágu unga fólksins okkar.

Handraðinn

Handverksfélagið Handraðinn er félag lista- og handverksfólks og er staðsett á  Höfn.   Félagið hefur vakið athygli fyrir fjölbreyttar vörur og ekki síður vandaðar.  Í handraðanum má m.a. finna listmuni úr tré, leir, gleri, steinum, þæfðri ull, bútasaum, ljósmyndir   og auk þess hefðbundnar prjónavörur.
Félagið hefur staðið fyrir ýmsum námskeiðum og það vekur athygli að allir eru velkomnir, jafnt félagsmenn sem aðrir.
Handraðinn tók tvisvar þátt í sölu handverks á Djúpavogi í sumar þegar skemmtiferðaskip komu þangað og því ljóst að hornfirskt handbragð er komið út um víða veröld.
Félagsmenn Handraðans, sem eru af  báðum kynjum og um eitthundrað talsins,  eiga með dugnaði sínum og metnaði þátt í að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu og setja sterkan svip á hornfirskt samfélag.


Fulltrúar þeirra sem hlutu styrk. Fulltrúar Neista, Sóley, Elli og Ríkey lengst til vinstri.

26.10.2009

Norrænt skólahlaup

Norrænt skólahlaup

Á morgun, þriðjudag 27. október, verður hlaupið Norrænt skólahlaup.  Hlaupið hefst klukkan 9:40 og að því loknu fá allir að fara í sund, þar sem boðið verður upp á ávexti og djús.

1.– 2. bekkur hlaupa 2,5 km
3.– 5. bekkur mega velja 2,5 eða 5 km
6. – 10. bekkur mega velja 5 km eða 10 km 
Þeir nemendur sem hlaupa 2,5 km eru í sundi til 11:00, aðrir til 12:00.

Allir foreldrar og aðrir íbúar eru velkomnir.

Nemendur mæti í góðum skóm og skjólfatnaði.  Einnig að muna eftir sundfötum.

Skólastjóri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Birds.is verkefnið vekur athygli

Það er gaman að segja frá því að Birds.is verkefnið vekur víða athygli. Nýlega var fulltrúa verkefnisins boðið að koma á Umhverfisþing, sem haldið var á vegum Umhverfisráðuneytisins, og flytja kynningu á verkefninu. Þar fékk verkefnið mikil og jákvæð viðbrögð og sveitarfélaginu hrósað fyrir að stuðla að umhverfisvænni ferðaþjónustu.

Í dag birtist svo umfjöllun um fuglaskoðunarverkefnið Birds.is í nýjasta blaði Bændablaðsins en þá frétt má sjá með því að smella hér

Það er mikilvægt fyrir verkefni sem þetta á fá slík tækifæri til þess að vekja athygli birds.is verkefninu og einnig skapar þetta sveitarfélaginu jákvæða ímynd.

BR

Sviðamessa á Hótel Framtíð 14. nóvember

Hin árlega sviðamessa/hrekkjavaka verður haldin með pompi og prakt á Hótel Framtíð laugardaginn 14. nóvember nk. Dagskráin verður nánar auglýst síðar.

Hótel Framtíð

BR

23.10.2009

Kubbastarf í leikskólanum

Þá er vetrarstarf leikskólans komið á fullt skrið en eitt af því sem börnin gera í hópastarfi er að fara í einingakubba.  Einingakubbar eru trékubbar sem eru hannaðir út frá hugmyndum Caroline Pratt um leikefni sem væri sveigjanlegt og börn gætu notað það án stýringar frá kennara.  Kubbarnir byggjast á rétthyrndum grunnkubbi og miðast allir kubbarnir út frá honum.  Grunnkubburinn er þannig að breidd hans er jöfn og tvöföld þykkt hans og lengdin jöfn tvöfaldri breidd hasn.  Síðan eru fleiri rétthyrndir kubbar, helmingi minni, tvöfaldt eða þrefalt stærri.  Þríhyrningar eru en þeir geta verið helmingur eða fjórðungur af grunnkubbi og ýmist á lengdina eða breiddina.  Síðan eru sívalingar, bogar og beygjur auk flóknari forma sem öll eru byggð út frá grunnkubbnum.  

Í starfi í einingukubbum öðlast barn mikla þekkingu auk þess sem hlutverkaleikur barnanna blómstrar.  Líkamsþroskinn æfist með samhæfingu augna og handa, sjónskyn þroskast sem og æfa þau fín- og grófhreyfingar, Þau æfast í samvinnu, að deila með öðrum, sjálfstraust, virðingu fyrir vinnu annarra og frumkvæði.  Hugtakaskilningur eykst og þau segja frá byggingunum sínum og sögu í kringum bygginguna.  Þau læra ýmis stærðfræðihugtök, samlagningu, frádrátt, deilingu, rými, tölur, flokkun, lögun og skipulag.  Auk þess sem þau læra að hanna og skapa byggingar og mynstur.  Þyngdarlögmál, jafnvægi, samhverfa, uppgötvun og stöðugleiki hluta eru þau að læra í kubbunum sem og margt fleira.  

Í kubbavinnu má sjá stigskipta þróun hjá börnunum rétt eins og þegar þau teikna kall.  Á fyrsta stiginu eru þau að kynnast kubbunum, handfjatla þá og færa þá á milli staða sem og þau stafla kubbunum óreglulega.  Á öðru stigi byrja þau að byggja úr kubbunum, þau raða kubbunum hlið við hlið eða búa til turna.  Á þriðja stiginu glíma þau við að brúa bilið á milli tveggja kubba með þeim þriðja.  Á fjórða stiginu fara börnin að raða fjórum kubbum saman þannig að þeir afmarki svæði.  Á fimmta stiginu einkennast byggingarnar af jafnvægi og samvhverfu, eru eins og spegilmynd.  Á sjötta stiginu gefa þau byggingunum sínum nöfn sem tengjast hlutverki þeirra og starfsemi.  Á sjöunda stiginu byggja börnin eitthvað sem þau þekkja af eigin reynslu eða úr nágrenninu.  Þau gera kröfur um viðbótarefnivið til að þróa hlutverkaleikinn.  Viðbótarefniviður getur verið litlir litaðir tréteningar, viðarfólk og dýr, málningarlímband, blö og skriffæri, teppaafgangar, garn og bönd, skeljar og litlir steinar.

Á fyrsta stiginu eru börnin að handfjatla kubbana, færa þá milli staða og stafla óreglulega

Samkvæmt stigi 2 þá byrja þau að búa til turna

Eða raða kubbunum hlið við hlið

Á 3 stigi glíma þau við að brúa bilið á milli tveggja kubba með þeim þriðja

og hér má sjá aðra útfærslu af að brúa tvo kubba saman

Á fjórða stiginu byrja börnin að raða saman kubbum þannig að þeir afmarki svæði

Þessir byggðu sér hús og afmörkuð þannig sitt svæði með kubbunum, stig 4

Hér má glöggt sjá fimmta stigið þar sem byggingar einkennast af jafnvæi og samhverfu

Hér má sjá Latabæjargeimskip sem er einmitt einkennandi fyrir 6 stig þegar börnin fara að gefa byggingunum sínum nöfn sem tengist hlutverki og starfsemi þeirra

Hér má sjá ólík form búin til úr kubbunum og svo hafa þau fengið litaða tréteninga til að skreyta en á 7. stiginu eru börnin farin að gera aukna kröfu um slíkt viðbótarefni. 

 

Hægt er að sjá fleiri myndir úr hópastarfi Krummadeildar hér og Kríudeildar hér

ÞS

 

Nýtt þorp á Austurlandi-fréttatilkynning

Dagana 27- 29. október n.k. verður  hönnunar og nýsköpunarverkefnið Þorpið – skapandi samfélag á Austurlandi kynnt formlega með tveim kynningarkvöldum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og síðan verður blásið til málþings á Eiðum fimmtudagskvöldið 29.október.  

Verkefninu er ýtt úr vör af stoðstofnunum  á Austurlandi þ.e. Menningarráði  Austurlands, Þróunarfélags Austurlands og Þekkingarneti Austurlands  í samstarfi við Fljótsdalshérað.

Þorpið er tilraunaverkefni til eins árs til og er ætlunin að byggja upp skapandi samfélag á Austurlandi á sviði  hönnunar og handverks.  Þorpið verður í samstarfi við fjölmarga aðila á Austurlandi um mismunandi verkefni sem öll lúta að því að skapa atvinnu á sviði hönnunar og framleiðslu á nytjahlutum.  Verkefnið er  öflugur klasi þar sem samnýting fjármuna og mannauðs fer saman.  Á málþinginu á Eiðum verða margir spennandi fyrirlesarar  m.a. Martina Lindberg frá  Finnlandi en hún mun kynna uppbyggingu á listamannasamfélagi í Fiskars í Finnlandi.  Einnig munu framkvæmdastjórar Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Hugmyndahúss Háskólanna flytja fyrirlestra.

Dagskrána fyrir kynningarkvöldin tvö má sjá hér

 BR

22.10.2009

Gestir í heimsókn

Rétt fyrir hádegið birtust sorphirðumenn Djúpavogs í heimsókn í leikskólann.  Þeir voru að hirða sorpið en auk þess komu þeir með góðan gest sem hafði villst af leið börnunum til mikillar gleði.  Þetta var lítil mús sem heitir Dindill.  Vildu sumir fá að eiga hana og líka að klappa henni en hún var í glerkrukku.  Ákveðið var að þeir myndu geyma hana í sorpstöðinni og gætu krakkarnir komið með flokkanlegt efni til að skila og kíkt á vin sinn Dindil í leiðinni. 

 

Músin Dindill í heimsókn í leikskólann

Allir fengu að sjá

Dindill er mjög merkilegur

ÞS

 

Lagt í stæði

Eitt er það sem hrjáir starfsmenn efri hæðar Geysis. Það er hið svokallaða Monk-heilkennni. Þeir sem kannast við sjónvarpspersónuna Monk vita að hann er haldinn ýmiskonar "kvillum" og einn þeirra er hin alræmda fullkomnunarárátta. Það er einmitt kvillinn sem hrjáir fyrrgreinda starfsmenn.

Ofan af efri hæð Geysis er gott útsýni, eins og gefur að skilja. Úr einum glugga skrifstofu undirritaðs er útsýni frá Löngubúð og að versluninni Við Voginn. Þar mitt á milli er bílastæði ráðhússins og um það er eðlilega nokkuð mikil umferð dags daglega. Þeir sem til þekkja vita að bílastæði eru afmörkuð með hvítum línum og svæðið milli hvítu línanna táknar eitt bílastæði. Þetta vita þó greinilega ekki allir og það er einmitt það sem kveikir á Monk-heilkenni efrihæðarbúa.

Þess vegna var brugðið á það ráð festa þá, sem ekki eru með það á hreinu hvernig bílastæði eru afmörkuð, á filmu og var fyrsta myndin tekin á vordögum. Síðan þá hefur smátt og smátt bæst í nokkuð gott safn, sem við kjósum að kalla "lagt í stæði".

Upphaflega var þetta einungis gert til að svala fýsn hinna títtnefndu starfsmanna efri hæðarinnar, en þegar safnið var orðið býsna veglegt var ákveðið að það skyldi gert opinbert.

Það skal þó tekið skýrt fram að meðfylgjandi myndir eru einungis framsettar í góðlátlegu gríni og er það von okkar að þeir, sem kunna að eiga bifreið í myndasafninu, taki því sem slíku.

Myndasafnið má sjá með því að smella hér.

Texti: ÓB
Myndir: ÓB/BR17.10.2009

Haustroði

Veðrið er búið að vera fádæma gott síðustu daga og himininn búinn að leika á alls oddi hvað eftir annað. Undirritaður er nú enginn sérfræðingur í að taka svona sólarlagsmyndir en ákvað að prófa til þess eins að valda burtflúnum svolítilli heimþrá.

Eins er sá sem þetta ritar enginn sérfræðingur í "fótósjoppi" og lætur þau fræði öll eiga sig. Því eru myndirnar útlítandi eins og þær komu af kúnni.

Þrátt fyrir þetta allt er það vonandi að meðfylgjandi myndir ylji einhverjum um hjartarætur.

ÓB

17.10.2009

Fuglaskoðunarferð 3.-5. bekkjar

Í morgun fóru nemendur 3.-5. bekkjar í fuglaskoðunarferð, ásamt kennara.  Tilgangurinn var að athuga hvaða fugla helst væri að finna í þéttbýlinu á þessum árstíma.  Ekki vissum við svo sem, þegar við lögðum af stað, á hverju við ættum von en það gladdi okkur að sjá alls átta tegundir og heyra í þeirri níundi.  Fuglarnir sem við sáum voru:  hrafnar, gæsir, skógarþröstur, sendlingar, máfar, þ.m.t. hettumáfur, æðarfuglar, dílaskarfur og svo heyrðum við í hávellum.  Við fórum niður á smábátabryggju og síðan yfir í Ytri-Gleðivík.  Þar var margt að sjá einnig.  Á leiðinni þangað hittum við Snæbjörn og hvolpinn hans og vakti hann mikla lukku.  Á heimleiðinni kíktum við í fuglasafnið og renndum okkur nokkrum sinnum niður brekkuna við Klörubúð.  Þetta var mjög skemmtileg og lærdómsrík ferð, eins og sjá má hér.  HDH

Föstudagsgátan

Svörin voru ekki mörg sem bárust við gátu síðustu viku en þau þrjú sem bárust voru öll rétt.

Ingimar Sveinsson, Hrönn Jónsdóttir/Guðmundur Gunnlaugsson og Stefán Bragason svöruðu öll rétt.

Vísan hljóðaði svona:

Áður gekk um hallir hann = Jarl
hefur nafnið og með sann. = Mannsnafnið Jarl er þó nokkuð algent
Einnig prýðir margan mann
í móð ei deigur undan rann. = Í Bósasögu er talað um að herða jarl sinn.

Svarið við gátunni er JARL en Ingimar Sveinsson bætti um betur og leysti gátuna með vísu sem er á þessa leið:

Hallargangur Hrollaug píndi,
honum strangur faðir, karl.
Hornafjörðinn fólki sýndi,
frægur um land hinn gamli jarl.

Höfundur gátunnar vill undirstrika það að með sameiginlegri lausn úr línu 3 og 4 er vitnað í forna speki úr Bósa sögu.

Við þökkum þeim sem þátt tóku og bendum á nýja vísu hér fyrir neðan.


Vísnagáta þessarar vísu, eftir "gömlu hjónin í Sæbakka", hefur mjög sennilega fæðst eftir við birtum vísuna sem Ingimar Sveinsson færði okkur um "refaskyttu Brynjólf Jónsson, Bakka við Kópasker", því svarið við vísu þeirra er ekki ósvipað.

Í vísunni er um að ræða mannsnafn í fyrstu línu, nafn föður í annarri línu og bæjarnafn í þriðju og fjórðu línu.

Gátan er á þessa leið:

Lúrði rykið rekka hjá
rösku grjóti kenndur.
Bærinn háu bergi hjá
og bústofn þangað sendur
HJ/GG

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 23. október.

ÓB

16.10.2009

Rauði kross Íslands - Opið hús

Í tilefni af kynningarviku Rauðakross Íslands verður Rauðakross deild Djúpavogs með opið hús í Rauðakrosshúsinu við Sambúð, laugardaginn 17. október milli kl. 14:00-17:00. Fólki gefst kostur á að skrá sig sem Liðsauka og kynna sér spennandi og skemmtileg verkefni sem Rauðikrossinn stendur fyrir.

Kaffi og léttar veitingar í boði á staðnum.  

Allir velkomnir

 

16.10.2009

Sveitarstjórn - Fundargerð 15.10.2009

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

16.10.2009

Langabúð lokuð

Langabúð verður lokuð laugardagskvöldið 17. október 2009 vegna einkasamkvæmis.

Starfsfólk Löngubúðar

15.10.2009

Fundarboð 15.10.2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  15. 10. 2009

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 15. október 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:
a)    Ráðning í starf við heimaþjónustu aldraðra.
b)    Hugmyndir um lækkun á rekstrarkostnaði.
c)    Breytingar á gjaldskrá v/ búfjár utan vörslusvæða. Fyrri umræða.
d)    Breytingar á gjaldskrá v/ búfjáreftirlits. Fyrri umræða.
e)    Undirbúningur endurskoðunar FJ-2009.
f)    „Ólafshjáleiga“, (frestað á síðasta fundi).
g)    Fjármálaráðstefnan 2009. Ýmsar upplýsingar.
h)    Vatnsveita Djúpavogshrepps. Innra eftirlit.

2.    Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:


a)    SKN, 6. okt. 2009.
b)    SBU, 13. okt. 2009.
c)    Skólaskrifstofa Austurlands, 15. sept. og 29. sept. 2009.

3.    Kosningar:

a)    Fulltrúi Djúpavogshrepps á aðalfund SKA 22. okt. 2009.
b)    Fulltrúi Djúpavogshrepps á aðalfund HAUST 28. okt. 2009.

4.    Erindi og bréf:

a)    SSA, umsögn um frv. til laga um sveitarstjórnarkosningar (149. mál).
b)    SSA. Þrjú verkefni, kynnt á aðalfundi 25. og 26. sept. 2009.
c)    SSA, viðtöl þingmanna NA-kjörd. 28. okt. 2009.
d)    Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sjónskertra, 1. sept. 2009.
e)    BÍL (Bandalag ísl. leikfélaga), 10. sept. 2009.
f)    Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 11. sept. 2009.
g)    Bókasafnsfræðingar á Austurlandi, 21. sept. 2009.
h)    Ályktun Barnaheilla til sveitarfélaga o.fl., 30. sept. 2009.
i)    Evrópuskrifstofan, ódagsett.
j)    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið dags. 5. okt. 2009

5.    Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 12. okt. 2009;

Sveitarstjóri

13.10.2009

Matráður

LEIKSKÓLINN / Matráður

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir matráð í 100% starf  frá 1. nóvember 2009.  Starfið er tímabundið til sumarlokunar leikskólans 15. júlí.  Byrjað verður að elda hádegsimat í leikskólanum 2. nóvember nk.   Starfið felur í sér innkaup, bakstur brauða og bakkelsis, eldun hádegismatar, framreiðslu matar og öll almenn eldhússtörf, sjá þarf um morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. 

 

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamning Afls og sveitarfélagsins. 

 

Upplýsingar er einnig hægt að nálgast hjá Þórdísi í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknum ber að skila fyrir 22. október inn á skrifstofu Djúpavogshrepps, opnunartími frá 13:00-15:00, eða í tölvupósti bjarkatun@djupivogur.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Djúpavogshreppur auglýsir

LEIKSKÓLINN / Matráður

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir matráð í 100% starf  frá 1. nóvember 2009.  Starfið er tímabundið til sumarlokunar leikskólans 15. júlí.  Byrjað verður að elda hádegsimat í leikskólanum 2. nóvember nk.   Starfið felur í sér innkaup, bakstur brauða og bakkelsis, eldun hádegismatar, framreiðslu matar og öll almenn eldhússtörf, sjá þarf um morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. 

 

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamning Afls og sveitarfélagsins eða FOSA og sveitarfélagsins. 

 

Upplýsingar er einnig hægt að nálgast hjá Þórdísi í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknum ber að skila fyrir 22. október inn á skrifstofu Djúpavogshrepps, opnunartími frá 13:00-15:00, eða í tölvupósti bjarkatun@djupivogur.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Viðvera Þróunarfélags Austurlands á Djúpavogi

Þróunarfélag Austurlands veitir einstaklingu og fyrirtækjum aðstoð við þróun á viðskiptahugmynd. Félagið er með viðtalstíma á Djúpavogi 15. október n.k.
 

Hægt er að bóka viðtalstíma í síma 471-2545 og með því að senda tölvupóst á netfangið bjork@austur.is.

12.10.2009

Námskeið í sárum og sárameðferð

Námskeiðið "Sár og sárameðferð" verður haldið á Egilsstöðum föstudagin 23. október ef næg þátttaka fæst.

Námskeiðið er haldið fyrir sjúkraliða en er opið öðrum áhugasömum sem starfa t.d. við  félagsþjónustu, við aðhlynningu aldraðra ofl.

Námskeiðið er haldið á vegum Framvegis og fer skráning fram á heimasíðu þeirra .

Markmið:  Að auka þekkingu sjúkraliða á sárum og sárameðferð sem og að auka skilning á andlegum þáttum sem tengjast slysum og langvarandi veikindum

Lýsing:  Fjallað er um líffræði húðar, gróningu sára, helstu tegundir sára og meðferð, umbúðir og eiginleika þeirra.   Verkleg kennsla í umbúðalögnum.  Farið í áhættuþætti sem tengjset blóðsmiti og loks fjallað um það hvernig andlegir þættir geta haft áhrif á bata sjúklings.

Leiðbeinandi:  Linda Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Tími: 23. okt kl. 9-17

Skráning:  www.framvegis.is eða í s-5814914

12.10.2009

Föstudagsgátan

Vísnagáta þessarar viku er eftir Bj. Hafþór Guðmundsson

Áður gekk um hallir hann
hefur nafnið og með sann.
Einnig prýðir margan mann
í móð ei deigur undan rann.
BHG

Lausnarorðið er nafnorð í 1. og 2. línu og 3. og 4 línu saman.

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 16. október.

ÓB

09.10.2009

Dagar Myrkurs 2009

Dagar Myrkurs verða haldnir dagana 5.-15 nóvember nk. Dagskráin  er enn í mótun og við stefnum að sjálfsögðu að því að gera dagana sem skemmtilegasta. Ferða-og mennignarmálafulltrúi Djúpavogshrepps vill hvetja þá sem hafa skemmtilegar hugmyndir, um viðburði eða afþreyingu á Dögum Myrkus, að senda tölvuóst á bryndis@djupivogur.is. 

BR

09.10.2009

Þeir fiska sem róa

 

Landaður afli september 2009
Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi
Öðlingur SU 11.902 Handfæri 7
Birna SU 8.060 Handfæri 6
Glaður SU 299 Handfæri 2
Már SU 4.357 Handfæri 3
Goði 92 Handfæri 1
Magga SU 4.238 Handfæri 5
Guðný SU 5.810 Handfæri 5
Tjálfi SU 3.605 Dragnót 3
Þinganes SF 12.179 Botnvarpa 1
Benni SF 67.827 Lína 15
Daðey GK 60.599 Lína 11
Von GK 23.220 Lína 5
Kiddi Lár GK 57.233 Lína 12
Kristín ÞH 361.896 Lína 5
Tómas Þorvaldsson GK 149.073 Lína 3
Ágúst GK 77.422 Lína 2
Ásta GK 11.774 Lína 4
Fjölnir SU 237.157 Lína 4
Jóhanna Gíslad  ÍS 439.415 Lína 5
Samt 1.536.158    
08.10.2009

PubQuiz í Löngubúð

PubQuiz verður haldið í Löngubúð laugardaginn 10. október nk. kl. 21:00.

Allir að mæta.

Langabúð

08.10.2009