Djúpivogur
A A

Hraun

Hraun

Hraun

Hraun á Djúpavogi á sér langa og merkilega sögu. Húsið mun vera byggt árið 1883. Lúðvík Jónsson (er síðar byggði m.a. Geysi og skipti á því húsi og Sólhól við Iwersen kaupmann) byggði Hraun og bjó þar um skeið. Einnig bjó þar síðar Páll H. Gíslason verslunarmaður, mágur Stefáns Guðmundssonar faktors. Séra Jón Finnsson flytur í Hraun 1905 og býr þar með fjölskyldu sinni til 1931. Eftir það bjuggu Gísli Guðmundsson og Ingibjörg Eyjólfsdóttir í Hrauni um fjölda ára og önnuðust símstöðina, bæði á meðan hún var í kjallara gamla skólans og eftir að hún var flutt upp í Hraun. Eftir lát Gísla bjó Ingibjörg lengi í Hrauni. Búlandshreppur keypti svo af henni húsið þann 24. maí 1976. Húsið var endurbætt mikið og þar var skrifstofa Búlandshrepps (síðar Djúpavogshrepps) til ársins 1994 þegar Jón Kr. Antoníusson og Björg Stefa Sigurðardóttir keyptu húsið og búa þau þar enn.

Edit