Fara í efni
  • Djúpivogur

Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Fréttir frá Djúpavogi

Sveitarstjórnarfundur 8. maí
03.05.24 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 8. maí

Næsti fundur sveitarstjórnar Múlaþings nr. 48 verður haldinn miðvikudaginn 8. maí 2024 klukkan 13:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Plokkað í Múlaþingi 11. maí - Eyþórsdagurinn
03.05.24 Fréttir

Plokkað í Múlaþingi 11. maí - Eyþórsdagurinn

Stóri Plokkdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt þann 28. apríl síðastliðinn en vegna snjóa á vissum svæðum innan Múlaþings um miðjan apríl var ákveðið að halda hann laugardaginn 11. maí.
Vinnuskóli Múlaþings – Umsóknafrestur til 12. maí
07.05.24 Fréttir

Vinnuskóli Múlaþings – Umsóknafrestur til 12. maí

Umsóknafrestur í vinnuskóla Múlaþings rennur út næstkomandi sunnudag og því fer hver að verða síðastur að sækja um.
Hunda- og kattaeigendur athugið – Varptími fugla er hafinn
07.05.24 Fréttir

Hunda- og kattaeigendur athugið – Varptími fugla er hafinn

Varptími fugla nær senn hámarki og eru hunda- og kattaeigendur hvattir til að taka tillit til þess. Hundar og kettir geta haft neikvæð áhrif á fuglavarp í nágrenni við mannabústaði og því er ábyrgð eigenda þeirra töluverð.

Viðburðir á Djúpavogi

6. júl

Rúllandi snjóbolti

18.12.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti 13. desember 2023 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og matslýsing þessi er fyrsta formlega skrefið við gerð nýs aðalskipulags. Þar eru settar fram áherslur sveitarstjórnar við aðalskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur, núverandi stefnu og væntanlegt skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Markmið með aðalskipulagsvinnunni er að horfa til framtíðar og móta heildstæða stefnu fyrir nýtt sveitarfélag svo hægt sé að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir. Um leið skapast vettvangur fyrir samtal við íbúa og hagsmunaaðila um þróun og framtíð sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuferlið við gerð aðalskipulags spanni rúm tvö ár.

Skipulagslýsingin er aðgengileg í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 1030/2023. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið sem varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024 á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum á netfanginu skipulagsfulltrui@mulathing.is

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?