Forsíđa | Um Hátíđina | Dagskrá | Tónlistarmenn 2008 | Hammondhátíđin 2007 | Hammondhátíđin 2006


Tónlistarmenn Hammondhátíđar 2008


 - The Riot -
Landskunnir tónlistarmenn leiđa saman hesta sína.

Gítarleikarar eru Halldór Bragason og Björn Thoroddsen međ ţeim í hljómsveitinni eru ţeir Jón Ólafsson píanóleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Rafnsson, bassaleikari.

Björn Thoroddsen er löngu kunnur fyrir djassgítaleik ţá oft órafmagnađan. Í ţetta sinn ćtlar hann ađ munda rafgígjuna og er til alls líklegur. Bjössi Thor, einsog vinir hans kalla hann hefur sl. ár veriđ athvćđamikill viđ tónlistargjörning í útlöndum og leikur m.a međ hljómsveitinni Cold Front sem skipuđ er úrvals tónlistarmönnum. Bjössi heldur međ FH í blíđu og stríđu enda gamall FH ingur og hefur enn trú á ţví ađ hann fái ađ spila meistaraflokksleik í handbolta međ gamla félaginu sínu. Bjössi hefur fengiđ fjölda viđurkenninga, ekki samt fyrir handbolta, heldur fyrir tónlist og m.a valinn Jasstónlistarmađur ársins 2003.

Ţórir Baldursson er án efa hammondgúrú okkar Íslendinga. Auk ţess ađ vera landsfrćgur spilari og útsetjari ţá hefur hann skapađ sér nafn á erlendri grund. Hann hefur leikiđ međ nánast öllum helstu tónsnillingum Íslands allt frá ţví ađ hann steig á stokk međ Savanna tríóinu á 7. áratug síđustu aldar. Í dag miđlar hann kunnáttu sinni til nemenda FÍH, útsetur og leikur út um allar trissur og skrúfar hammondorgeliđ sundur og saman í öllum frístundum.
 

 

Dóri Braga er líklegast ţekktasti blúsmađur Íslands í dag. Hann hefur starfrćkt hljómsveit sína, Vini Dóra í fjölda ára ásamt ţví ađ leika á tónlistarhátíđum út um allan heim. Hann er einnig listrćnn stjórnandi Blúshátíđar í Reykjavík. Áriđ 2006 lék Halldór Bragason í bođi Zoru Young á Blúshátíđinni í Chicago sem er stćrsta og virtasta blúshátíđ heims. Kvikmynd í fullri lengd um ćvi Dóra er í undirbúningi og hugmyndavinnslu, hjá lítt ţekktu kvikmyndafyrirtćki . Vinnuheitiđ er " Adventures of a Bluesman" draumurinn er ađ fá Johnny Depp til ađ leika Dóra.


Ásgeir Óskarsson er einn virtasti trommari á Íslandi og hefur hann spilađ međ flestum stćrstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands, međal annars Rifsberja, Icecross, Pelican,Eik, Póker, Ţursunum, Stuđmönnum Vinum Dóra og KK Hann hefur unniđ ađ um 300 plötum og gefiđ 3 plötur út sjálfur, "Veröld smá og stór", "Áfram" og "Sól". Ćvisaga full af smáatriđum vćntanleg !Jón Rafnsson hefur, allt frá ţví hann flutti heim frá Svíţjóđ áriđ 1990 veriđ mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og leikiđ jöfnum höndum; jazz, klassík, međ danshljómsveitum, í leikhúsum, auk ţess ađ leika inn á fjölda geisladiska.Hann er ótvírćđur íslandsmeistari í tríóum og má ţar nefna m.a. tríóin Guitar Islancio, Delizie Italiane, Titanic og Tríó BT, svo fáein séu nefnd og starfar auk ţess sem kennari viđ tónlistarskóla FÍH og tónlistarskóla Hafnarfjarđar. Jón hefur leikiđ á bassa frá ţví hann var 15 ára og er án efa í hópi 200 bestu bassaleikara landsins.
 

Tónlistin sem ţeir félagar leika verđur uppreisn gegn poppi, blús og djasstónlist undir áhrifum frá kosmiskum kröftum og spyrnugleđi Ţróttara . Snarstefjađur sígaunaseiđur ađ hćtti galdramanna af ströndum viđ ljóđ Snorra á Húsfelli og Robert Johnson međ takthryni Vodoo galdramanna Missisippi og seiđmannna Afríku.
 

 

Hafa samband