Forsíđa | Um Hátíđina | Dagskrá | Tónlistarmenn 2008 | Hammondhátíđin 2007 | Hammondhátíđin 2006


Tónlistarmenn Hammondhátíđar 2008


- Tregasveit Kristjönu Stefánsdóttur -

Tregasveitina skipa:

Kristjana Stefánsdóttir, söngur
Agnar Már Magnússon, hammond orgel
Ómar Guđjónsson, gítar
Scott McLemore, trommur

Kristjana Stefánsdóttir lauk međ láđi námi í djasssöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi voriđ 2000 undir handleiđslu Rachel Gold, en áđur hafđi hún lokiđ söngnámi viđ Söngskólann í Reykjavík og sótt einkatíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sigríđi Ellu Magnúsdóttur. Kristjana hefur einnig lokiđ á námi í söngtćkni hjá Cathrine Sadolin í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn 2005. Fyrsta geislaplata Kristjönu Ég verđ heima um jólin međ Kvartett Kristjönu Stefáns kom út 1996, en hún hefur síđan hljóđritađ bćđi í eigin nafni og sem gestasöngvari og komiđ reglulega fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónleikum. Sólóplatan Kristjana frá árinu 2001 (gefin út í Japan 2005) var tilnefnd til Íslensku tónlistarverđlaunanna 2001 og einnig Fagra veröld 2002 ţar sem hún söng lög Sunnu Gunnlaugsdóttur viđ ljóđ ýmissa höfunda. Geislaplatan Ég um ţig kom út 2005 og var samstarfsverkefni hennar međ píanistanum Agnari Má Magnússyni. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverđlaunanna 2005 sem Jassplata ársins. Áriđ 2006 kom út geislapalatan Hvar er tungliđ?, ţar sem Kristjana syngur lög Sigurđar Flosasonar viđ ljóđ Ađalsteins Ásbergs Sigurđssonar. Fyrir ţađ var Kristjana tilnefnd til Íslensku tónlistarverđlaunanna sem flytjandi ársins 2006.
Kristjana hefur haldiđ tónleika víđa, m.a. í Hollandi, Ţýskalandi, Bandaríkjunum, Englandi, Finnlandi, Danmörku og Japan.
Kristjana býr og starfar í Reykjavík. 

 

Hafa samband