A­alskipulag

 

AÐALSKIPULAG DJÚPAVOGSHREPPS 2008 - 2020

Hér að neðan gefur að líta Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020 ásamt umhverfisskýrslu.

Aðalskipulagið var staðfest af þáverandi umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, þann 24. febrúar 2010.

Greinargerð (11.5 mb)

Umhverfisskýrsla (450 kb)

Þéttbýliskort (1.9 mb)

Aðalskipulag - Kort 1:50.000 (12 mb)

Sérkort 1:20.000 (2.2 mb)

 


 

SKIPULAGSMÁL Í KYNNINGU / AUGLÝSINGU

16. maí 2017

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020:
Breytt landnotkun í landi Teigarhorns og Djúpavogshrepps við Eyfreyjunes, og færsla Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 9. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytt landnotkun í landi Teigarhorns og Djúpavogshrepps við Eyfreyjunes, og færsla Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík.

Uppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu mun vera aðgengilegur hér fyrir neðan á tímabilinu 16. maí til 27. júní 2017.

Uppdráttur
Greinargerð og umhverfisskýrsla

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en 27. júní 2017. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga og athugasemda. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan gefins frests telst vera henni samþykkur.

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps

 

16. maí 2017

Auglýsing
Blábjörg í Djúpavogshreppi - deiliskipulagstillaga


Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 11. maí 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi á Blábjörgum, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er 3030 m2 að stærð og er staðsett skammt austan við núverandi íbúðarhús. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir þremur lóðum. Innan hverrar lóðar verður heimilt að reisa allt að 70 m2 hús, sem ætlað er til reksturs gistiþjónustu.

Tillagan ásamt greinargerð munu vera aðgengileg hér fyrir neðan á tímabilinu 16. maí til 27. júní 2017:

TILLAGA - UPPDRÁTTUR OG GREINARGERÐ

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en 27. júní 2017. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga og athugasemda. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan gefins frests telst vera henni samþykkur.

Sveitarstjóri

 BREYTINGAR Á AÐALSKIPULAGI


18. apríl 2017

 

Karlsstaðir - uppbyggingar ferðaþjónustu

Skipulagsstofnun staðfesti breytinguna 18. apríl 2017.

Uppdráttur og greinargerð

 


25. maí 2016

Kerhamrar í landi Múla - breytt landnotkun

Skipulagsstofnun staðfesti breytinguna 14. apríl 2016.

Uppdráttur og greinargerð (856 kb)

 

10. janúar 2016

Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglína Z.

Skipulagsstofnun staðfesti breytinguna 8. janúar 2016.

Uppdráttur og greinargerð (3.1 mb)

Umhverfisskýrsla (609 kb)

 

10. febrúar 2015

Breyting á aðalskipulagi

Breytt lega Axarvegar (veglína G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn milli stöðva 21070 og 17200, og staðsetning níu nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar.

Skipulagstofnun staðfesti breytinguna 5. febrúar 2014.

Uppdráttur og greinargerð

Umhverfisskýrsla

 DEILISKIPULAGSTILLÖGUR Í VINNSLU


21. janúar 2015

Teigarhorn

Kynning á lýsingum sbr. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Lýsing að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 vegna breyttrar landnotkunar á jörðinni Teigarhorni

Lýsing á deiliskipulagi fyrir jörðina Teigarhorn í Djúpavogshreppi

 

 

Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.00:00:00
Hiti:5,5 ░C
Vindßtt:NA
Vindhra­i:6 m/sek
Vindhvi­ur:9 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti:5,9 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:3 m/sek
Vindhvi­ur:4 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.00:00:00
Hiti:7,0 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:2 m/sek
Vindhvi­ur:3 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 28.5.2017
05:07HŠ­: 2.18 m
11:16HŠ­: 0.23 m
17:35HŠ­: 2.49 m
23:07HŠ­: 0.27 m
smmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is