FrÚttir
11.11.2016 - B˙i­ a­ opna veginn milli Dj˙pavogs og Brei­dalsvÝkur
 

Búið er að opna veginn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur en aurskriða féll á veginn austan við Núp á Berufjarðarströnd í kvöld. 

Hér að neðan er frétt af sem birtist eftir að skriðan féll mbl.is

ÓB

20 metra breið aurskriða féll yfir þjóðveg 1 í Berufirði á Austfjörðum á áttunda tímanum í kvöld. Vörubíll lenti í skriðunni en ekki er talið að ökumaður hans hafi slasast alvarlega. Vegurinn er lokaður í báðar áttir. Skriðan féll norðan megin í Berufirði milli bæjanna Núps og Streitis.

Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi, mokaði í gegnum skriðuna á dráttarvél sinni svo sjúkrabíll kæmist að sækja ökumanninn. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð björgunarsveitarinnar Einingar á Breiðdalsvík fann ökumaður fyrir eymslum í baki og var fluttur undir læknishendur. Sjónarvottur segir að flutningabíllinn sé nokkuð skemmdur, grillið brotið og drullan hafi náð upp á rúðu.

Reynir Gunnarsson, rekstarstjóri Vegargerðarinnar á Höfn, segir að hjólaskófla sem hafi verið í botni Berufjarðar sé á leiðinni og til standi að opna veginn sem fyrst. Nokkrir bílar bíði eftir að komast í gegn. Mjög hafi dregið úr úrkomu. Hann segir að tekist hafi að bakka vörubílnum úr skriðunni og telur hann að bílinn hafi keyrt inn í skriðuna.

Tilkynning lögreglu er svohljóðandi:

„Kl. 19.17 barst tilkynning til neyðarlínu að ca. 20 metra braut aurskriða hafi fallið yfir þjóðveg 1 í Berufirði á austfjörðum og er vegurinn þar lokaður í báðar áttir. Þá hafi vörubifreið lent í skriðunni. Sjúkrabíll, lögregla og björgunarsveitir hafa þegar verið kölluð út.

Búist er við að vegurinn verði lokaðir í nokkurn tíma. Lögreglan í Fjarðarbyggð fer með málið en þess er óskað að fjölmiðlar hringi ekki í þá sem stendur því þeir eru uppteknir.

Fjarskiptamiðstöð lögreglu veitir ekki frekari upplýsingar um málið, annað en að senda út aðra tilkynningu verði þess þörf.“


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.18:00:00
Hiti:8,9 ░C
Vindßtt:SSA
Vindhra­i:7 m/sek
Vindhvi­ur:10 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.18:00:00
Hiti:9,3 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:3 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.18:00:00
Hiti:9,3 ░C
Vindßtt:A
Vindhra­i:2 m/sek
Vindhvi­ur:6 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 22.9.2017
04:42HŠ­: 2.3 m
10:56HŠ­: 0.26 m
16:58HŠ­: 2.21 m
23:08HŠ­: 0.36 m
smmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is