Fara í efni
  • Djúpivogur

Djúpivogur

Fréttir frá Djúpavogi

Seinkun á sorphirðu í dreifbýli við Djúpavog
15.04.24 Tilkynningar

Seinkun á sorphirðu í dreifbýli við Djúpavog

Vegna tafa á hirðu annarsstaðar í sveitarfélaginu seinkar hirðu á pappír og plasti í dreifbýli við Djúpavog um eina viku.
Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð
15.04.24 Fréttir

Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð

Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir - Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt.
Gamla kirkjan á Djúpavogi
12.04.24 Fréttir

Gamla kirkjan á Djúpavogi

Múlaþing auglýsir eftir hugmyndum og/eða samstarfaðilum vegna uppbyggingar á Gömlu kirkjunni á Djúpavogi.
Vinnuskóli Múlaþings
11.04.24 Fréttir

Vinnuskóli Múlaþings

Vinnuskóli Múlaþings verður starfræktur frá 10. júní til 15. ágúst í sumar og er hann opinn ungmennum sveitarfélagsins sem eru fædd á árunum 2008 til 2011, eða þeim sem eru að ljúka 7. til 10. bekk í vor.

Viðburðir á Djúpavogi

25.-28. apr

Hammondhátíð 2024

Hótel Framtíð
27. apr

Salmon 2024

6. júl

Rúllandi snjóbolti

Skrifstofa Múlaþings Djúpavogi

Geysir, Bakka 1, 765 Djúpavogi

Opnunartími skrifstofu :

Opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 10.00 til 14.00.

Föstudagar frá klukkan 10.00 til 12.00.


Senda inn hugmynd fyrir kjarnasíðu Djúpavogs

Bóndavarðan

Staðarblað Djúpavogshrepps og hefur verið gefið út af sveitarfélaginu síðan 2010. Þar á undan var Bóndvarðan gefin út af Grunnskóla Djúpavogs og var fréttablað skólans.

Skoða Bóndavörðuna

Cittaslow

Þann 13. apríl 2013 var umsókn Djúpavogshrepps um inngöngu í Cittaslow-hreyfinguna formlega samþykkt á fundi Cittaslow International í Kristinestad í Finnlandi. Aðild sveitarfélagsins að hreyfingunni var í burðarliðnum um nokkuð langt skeið en líta má á hana sem rökrétt framhald þeirrar stefnu sem rekin hefur verið í sveitarfélaginu um árabil.

Í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 er að finna mjög metnaðarfulla stefnu um verndun náttúru og menningarminja. Lögð er áhersla á sérstöðu náttúrunnar, t.d. með friðlýsingu náttúru- og menningarminja á fjölmörgum svæðum sbr. Teigarhorn. Flokkun og endurvinnsla sorps hefur verið innleidd ásamt því sem stór skref hafa verið tekin til fegrunar umhverfis. Leitað hefur verið leiða til að finna gömlum byggingum nýtt hlutverk. Lögð er áhersla á að tryggja fjölbreytni í atvinnumálum þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki með vistvænan atvinnurekstur eru sérstaklega boðin velkomin.

Skólar á svæðinu starfa undir merkjum Grænfánans, og kaffi- og veitingahús leggja sig fram um að bjóða upp á staðbundin hráefni og framreiðslu. Auk þess að horfa til lífræns landbúnaðar og afurða úr sveitum Djúpavogshrepps er sérstaklega lögð áhersla á sjávartengdar afurðir og strandmenningu m.a. með það fyrir augum að koma sögu sjávarútvegs og útgerðar á svæðinu á framfæri í máli og myndum, t.d. á hafnarsvæði Djúpavogs. Þá er hvatt til íþróttaþátttöku og félagslegra samskipta með margvíslegum uppákomum, samkomu- og mótahaldi, svo fátt eitt sé talið.

Þegar valið stendur á milli einsleitni eða fjölbreytni, hnattvæðingar eða sérstöðu, hraða eða vitundar, þá hefur Djúpavogshreppur markað sér stefnu til framtíðar.

Djúpavogshreppur er Cittaslow.

Sjá meira

Myndasöfn frá djupivogur.is

Hér má finna safn albúma frá Djúpavogshreppi, fluttar af þáverandi heimasíðu djupivogur.is.

Getum við bætt efni þessarar síðu?